Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2008 at 23:01 #629610
Ég man að það voru gerðar prófanir á að keyra einn strokk í ljósavél í áburðarverksmiðjunni á vetni fyrir um 10 árum síðan. Vetnið brennur svo hratt að hámarks brunaþrýstingur í vélinni varð rosalega hár að allt slit var mjög mun meira ef vélin hrundi ekki bara.
Bílvélar hafa um 15-40% nýtni þ.e. orka sem er bundin í eldsneitinu og er breytt í vélrænt afl. Restin eru varmatöp. Með því að eima vatn inn í strokkunum er verið að nýta hluta af þessari "töpuðu" varma orku. Voru ekki einhverjir Volvoar með svona orginal. Held að einhverjir skipavélaframleiðendur hafi prófað þetta en þetta var ekki notað vegna þess hversu mikið þetta jók slit á strokkunum. Vatndroparnir rjúfa smurhimnuna á strokkveggjunum. Held að flest af þessu sé rétt munað!!!
14.04.2008 at 03:59 #619748Ég hef lent í biluðum TPS á öðrum vélum sem hefur líst sér svipað og hjá þér.
Ættir að geta aftengt skynjarann og séð hvort vélin fái aflið aftur. Viðbragðið á bensíngjöfinni verður lélegt en vélin ætti að fá aflið sitt aftur ef hann er bilaður.
Eitthvað í bensínkerfinu sem orsakar ekki nægan bensínþrýsting er líka mjög líklegt.
En það ætti að vera einfallt að prófa TPSinnGóða skemmtun.
06.03.2008 at 00:51 #616622Það er bara ekki jafn skemmtilegt að fara í jeppatúr ef ekkert kemur fyrir. Ég man bara eftir þeim túrum þar sem allt var í molum, hinir eru bara í einhverri þoku.
Maður þarf að fá efnivið í hetjusögurnar!!!
03.03.2008 at 08:13 #615492Bensínið getur orðið of gamalt, hef lent í bensíni sem kveiknaði ekki í, sleðinn var búinn að standa lengi. Þú getur prófað að kveikja í smá dreittli.
26.11.2007 at 23:21 #604596Þessi súkka er komin í fjölskylduna, bróðir minn eignaðist hana um daginn. Fór á götuna aftur fyrir nokkrum dögum.
http://picasaweb.google.com/olafur.kolb … 2865005490Kann ekki að setja inn slóð.
18.10.2007 at 01:34 #600244Minn hraðar hægaganginum ef ýtt er á A/C takkan sem er ekki virkur lengur!! Hann var orginal með A/C en búið að aftengja dæluna.
-
AuthorReplies
