Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2007 at 22:08 #584394
Ekki gat ég séð neitt athugunarverð við fréttina í morgun. Formaðurinn svaraði nokkuð vel, þó sumir geti lagt sig fram um túlka það sem hann sagði sem stór orð. Þó að mönnum verði eitthvað á og lendi í vandræðum vegna veðurs á ekki að refsa þeim sérstaklega fyrir það. Björgunarsveitir eru að mestu reknar fyrir framlög og styrki frá almenngi og sjálfboða starfi þess góða fólks sem þar leggur fram krafta sína. Ég vill frekar halda áfram óbreyttu kerfi og halda áfram að styrkja björgunarsveitir með framlögum og flugeldakaupum og eiga svo inni greiðann ef ég kynni að lenda í vandræðum. Hef þó sem betur fer ekki þurft á þeirri þjónustu að halda ennþá, en á þó ágætan jeppa og fer í ferðir öðruhvoru.
Ingimundur Sigurmundsson
07.01.2007 at 01:00 #574000Skýrtið annars hvað Crusier kallar eru viðkvæmir fyrir Tacomu sem er skyldari þeim en góður hófi gegnir. Það má líkja þessu við systkynjaerjur. Þegar stórir bróðir áttar sig á því að litli ( Hilux) er orðin stór og drífur miklu betur en þeir. Enda eru LC kraftlausir í samanburði við Tacomu. Þá verða þeir fúlir og eru endalaust að reyna að stríða þeim, enda sárt að sjá aðeins í afturhlerann.
22.12.2006 at 15:12 #572254Sveinn á ég ekki bara að skipta við þig, en heitir Partolinn þinn núna Patrol. Stendur ekki einhverstaðar Ford á honum.
21.12.2006 at 23:12 #199211Ég er að velta fyrir mér ástæður fyrir brotnu afturdrifi. Þetta eru hlutföll 4:88 og kamburinn brotnaði í því eftir ca. 5.000 km. Það brotnuðu sex rillur úr tannhjólinu. Það finnst mér nokkuð lítil ending. Ekki var tekið á þessu sem neinu nemur. Tvær fjallaferðir en engar meirriháttar festur og ekki verið að draga heldur. Gaman væri að heyra reynslusögur og hugsanlegar skýring á þessu.
05.12.2006 at 00:07 #570296Í fréttum áðan virðist samgönguráðherra loks vera að vakna og farin að taka undir tvöföldun. Ég bý á Selfossi og vinn í Rvk. eins og margir aðrir. Umferðin þarna er hrikaleg sértaklega á veturnar þegar minna vanir bílstjórar keyra á 50-60 km. hraða og allir fyrir aftan eru að springa því umferð á móti leyfir ekki framúrakstur. Vona að þetta verði lagað eins og Reykjanesbrautinn.
22.11.2006 at 14:01 #569102Takk fyrir svörin, en þau eru nokkuð misvísandi. Sleðaleiðinn inná þetta svæði er frá Vörðu og innúr. Er hún enn að mestu snjólaus.
22.11.2006 at 11:39 #199020Sælir félagar, er að spá í ferð á slóðir norðan við Skjaldbreið og upp í Slunkaríki um helgina. Hafa menn einhverjar fréttir af snjóalögum og færð á svæðinu.
30.05.2006 at 11:48 #553400Ég á nýjar fjaðrir undan Tacomu, setti hann á loftpúða svo þetta liggur inní skúr hjá mér. Veit ekki hvort það passar undir HiLux. Hafðu samband ef þú hefur áhuga. GSM 894-4349
03.05.2006 at 16:36 #551574þegar maður horfir á þá í baksýnisspeglinum.
MBK
Hamingjusamur Tacoma eigandi
10.03.2006 at 21:51 #546120Ísl. fjallaleiðsögumenn eru að skipuleggja ferð. Ef vanir fjallamenn eru í för þá er hægt að fara á eigin vegum, en menn verða að gæta að öryggi. Mest er hættann á spungum og því þarf að hafa með sér línu, belti, ísaxir og brodda og kunna að fara með þetta. Hægt er tjalda í Skaftafell eða semja um ferðþjónustubændur sem eru víða á svæðinu ef þið viljið sofa í uppábúnu rúmi. Tvær leiðir eru algengastar, það eru Sandfellsleið sem meira aflíðandi og þægileg en lengri og hin er að fara upp Virkisjökull, mun brattari en styttri. Huga þarf vel að veðri og ekki tefla í tvísýnu. Það er mikil munur á veðri í jökli eða niðri í Skaftafelli. En þetta er ótrúlega gaman ef þið hittið á gott veður og vel þess virði að gera þetta einu sinni á ævinni.
01.03.2006 at 22:16 #545166Þetta er sannkallaður glæsivagn, kóngablár. Eru þetta 38" dekk undir honum. Væri sannlega gaman að fá aðeins nánari upplýsingar um gripinn. Eins og kanta og felgur ofl.
Kv. IS
09.02.2006 at 15:19 #197276Nú stendur til að breyta Toyotu Tacomu. Veit einhver um aðila sem selja veltigrindur fyrir svona bíla.
Gaman væri ef þeir sem hafa breytt svona bílum deildu með okkur upplýsingum og myndum.Kv. Ingimundur
-
AuthorReplies