Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.01.2006 at 14:48 #539690
Ég var í vor sjálfur á höttunum eftir ferðabíl færan á fjöll og snjó.
Ýmsir m.a. núverandi og fyrrverandi Econoline eigendur bentu á Benz sprinter sem möguleika – léttur bíll (2,2 tonn millibíllinn óbreyttur), rúmgóður, hægt að standa uppi í orginal, og fáanlegur m. ágætis vél 2,7 l 160 ha.
Skoðaði einn slíkan hjá Birni Steffenssen bifvélavirkja. Hann henti amerísku röri undir að framan, usa millikassa og fer allt, meira en hann þarf heyrist mér, á 38" Ground Hawk. Svo er hann almennilega innréttaður, m. gaseldavél og ofni, eplapæ hvenær sem er. Og eyðslan minni en f. Patrol á 38"! (eða ca 15-17l í skaki)
Kostnaðurinn v. breytinguna v. frumherjavinnu (enginn gert þetta áður) hljómaði hins vegar þannig að ódýrara væri að skella sér á Econoline breyttan – "fást næstum gefins" sagði Björn.Ég keypti mér á endanum Econoline, en er alltaf svagur f. Benzanum. Veit einhver um einhvern annan sem hefur breytt svona bíl, og hvernig það gékk fyrir sig, kostnaður, eyðsla og þess háttar?
22.01.2006 at 14:14 #539688Fyrst menn eru í Econoline pælingum þá langar mig til að vita hvort einhver hefur sett eitthvað annað en Econoline díselvélarnar og 6,5 gm vélina ofan í svona liner með góðum árangri?
Þessar vélar eyða svo sem ekki svakalegu miðað við þyngd bíls, en eru andsk…. þyngri og slíta legum í framhásingum og dekkjum um of.
Sumir tala um 160 ha 2,7l bens vélina. Hvernig líst mönnum á slíkt ofan í Econoline?
22.01.2006 at 14:09 #539686þ.e. 150 bíll skilst mér, amk miðað v. sambærilega upphækkun.
Mér heyrist það vera misjafnt hvað Econoline eigendur segja um drifgetu í snjó og eyðslu á 150 bílnum.
Eyðslulega tala menn um að geta hangið í ca 19 í langkeyrslu með sexunni (300 cid), jafnvel niður í 16l/100km m. aðhaldi, en að sjálfsögðu bætir hún við sig í streði.
Með 351 eða nýrri 5,4 lítra vélinni þá tala menn um ca 20-21l/100 km á 35-38" dekkjum í langkeyrslu.Geta í snjó: heyrist að menn komist allt á 44" dekkjunum, svona svipað og Patrol á 44". Hins vegar ku það vera svolítið hjakk á 38". Spurning um að skoða frekar 40" eða 42" dekk?
Sjálfur er ég með 350 bíl á 38" og passa mig á að kanna ekki eyðsluna! Tja jú á 35" dekkjum og léttmálmsfelgum þá er hann með ca 21l/100 km í langkeyrslu og mótvindi (80-90km hraði). Ég á enn eftir að prófa hann í snjó, en sumir segja mér að gera mér ekki miklar vonir, fari þó auðveldlega í spor eftir aðra. Mig langar að sjálfsögðu til að afsanna þetta, en hm, líklega er best að bíða með það þar til ég hef einhvern á þungum bíl eins og Econoline með mér til að kippa!
Annað að huga að: Skv. því sem mér skilst þá setja menn yfirleitt Dana 44 að framan undir 150 bíla. Sumir vilja meina að þessi hásing sé á mörkunum undir svona þungan bíl, og maður þurfi að passa sig svolítið í akstri, samanborið við þyngri bíla m. Dana 60 (m.a. þyngri þess vegna!).
Ef þú ferð út í þetta myndi ég athuga m. sterkari öxla í Dana 44, og sjá hvort það dugir. Sjálfsagt þekkja Ljónstaðabræður þetta vel.
21.01.2006 at 18:16 #539774Það fer víst ekkert á milli mála, annað hvort að dæla m. fini eða aftengja loftkælinguna.
Tími varla síðari möguleikanum, það er þá bara Fini
þakkir fyrir pælingarnar
21.01.2006 at 12:11 #539766Ef maður fer þá leið að nota dæluna eingöngu í eitt verkefni í einu, dæla lofti eða kæla,
dettur mönnum í hug að hægt væri að breyta slöngukerfinu þannig að hægt væri að útbúa sviss á inn- og úttök. loft inn og út og freon eða álíka inn og út?Þá er vandamálið líklega það að tap verður á freoninu í hvert skipti sem svissað er yfir.
Það er kannski einhver leið.
Einher komment?
21.01.2006 at 11:36 #539680endilega á þráðinn um loftkælingu og loftdælingu á spjallinu hér,
það væri gaman ef þið hefðuð lausnir á þessu máli, þ.e. loftkælingu OG loftdælingu úr sömu og einu air condition dælunni.
21.01.2006 at 11:33 #539758spurningin er kannski sú hvort ekki fari loft að öllu jöfn út úr air condition dælunni?
Eða blæs air condition dælan bara gasblönduðu lofti að elementi, og þaðan blæs miðstöðvarviftan inn í bíl?
21.01.2006 at 10:59 #197119Ég er með Econoline m. 351 og orginal loftkælingu, þ.e. air condition dælu.
Nú langar mig til að nýta dæluna til að dæla lofti í dekk, en jafnframt geta notað hana til loftkælingar.
Ég veit að menn hafa verið með alls kyns pælingar um nýtingu á air condition dælum, en hef ekki séð eða heyrt mínar óskir framkvæmdar.
Hvað segja sjálfskipaðir verkfræðingar hér á vef, er hægt að nýta dæluna til hvors tveggja, og hvernig væri gáfulegast að fara að, tengja
Það væri náttúrulega verulega slæmt ef dælan bæði dælir lofti OG kælir farþegana í hel uppi á jökli, þannig að finna þarf lausn á því……!
04.10.2005 at 22:51 #528586bíla sem þurfa stærri felgu en 15" vegna bremsudæla, s.s. eins og Econolininn?
Varðandi kanntskort á 16,5" felgum þá virðast menn láta sjóða kannt á felgurnar þannig að dekkin tolli að mestu á þeim.
kv. Ingimundur
04.10.2005 at 13:33 #196391Sælir dekkjaáhugamenn (sbr. dekkjainnflytjandaþráðinn!)
Hvað segja menn um þessi dekk sem eru með 10 strigalög,
á móti 6 fyrir Gr.Hwk, 38x15x15.5, þ.e. f. 15″ felgu.Er hægt að ná einhverju floti með fyrrgreindu týpunni, t.d. undir þungum bíl eins og econolinernum?
Með hvaða dekkjum mæla menn annars með undir ca 3 tonna econoline í stærðinni ca 38″ (má ekki standa stærra en ca 40″) ef maður ætlar að ná einhverju floti í snjó?
kv. Ingimundur
15.09.2005 at 15:43 #526882Sælir.
Á hefðbundið 15 ára gamalt Petzl ljós í góðu standi (ja teygja ónýt) en það notar stóru flötu rafhlöðurnar og er dýrt í notkun.Á einnig ljós, og mæli með svipuðu ljósi og fæst nú á skíð og ingenting í að ég held Europrís frekar en Rúmmfatalagernum, kostar ca 790 kr.
Virkar ágætlega (reyndar of auðvelt að kveikja á því) og það þarf að herða skrúfu nokkra við og við.
Ef þú þarf fyrst og fremst að lýsa nálægt þér, þá er þetta stk. ógalið.kv. Ingimundur
15.09.2005 at 13:06 #526582Liner
351w + "38dekk+"14felgur+snjór=suddayfirferð??!!!Já vel á minnst, ef einhver þarf að losna við 14" breiðar 8 gata 16,5" felgur þá má hinn sami hafa samband v. mig m. ingimundurs@hotmail.com
kv. Ingimundur
14.09.2005 at 14:20 #526578Ef menn eru með þessa kombinasjón, þ.e. 7,3(ekki powerstroke?) vél og 4,10 hlutföll, er þá ekki nauðsynlegt að vera með skriðgír þegar "38 og "44 dekk eru undir?
Ingimundur
10.09.2005 at 22:24 #526562Óskar, takk fyrir greinargott svar.
Nú er bíllinn m. 4,10 hlutföllum, hugsanlega orginal hlutföll, þannig að málin vandast aðeins.
Líklega var bíllinn þó bara aðeins lærra drifaður orginal m.v. 3.73, þannig að þetta ber að sama brunni, 4.56 er ok, og líklega hentugra í almennum akstri.Enn og aftur þakkir.
Ingimundur
09.09.2005 at 14:13 #196234Sælir spekúlantar.
Geta menn sagt mér hvað þeim finnst um að setja 4,56 hlutföll undir Econoline m. 351vél og á „38 dekk, með það að markmiði að komast eitthvað áfram í snjó? Eða eru 4,88 hlutföll nauðsynleg?
Bíllinn yrði nú annars mest keyrður á „35 dekkjum yfir sumartímann.
Bíllinn er sjálfskiptur og ekki með skriðgír.kv. Ingimundur
21.02.2005 at 13:43 #517392í skafrenningi?:)
Ég sé að sumir hér á vefnum kommentera svolítið á gangtruflanir við slíkar aðstæður.Er nokkuð sérstakt sem maður þarf að varast þar??Enn og aftur þakkir fyrir góða upptalningu Bjarki.
Veit nú ekki hvort ég næði þessu á einni helgi hm en vel þess virði að reyna þetta.Þessi framlæsing, er þetta org. Pajero gripur keyptur hjá umboðinu, eða eitthvað annað?
Hvernig fór breytingin með olíunotkunina hjá þér? Hvað er gripurinn að eyða hjá þér kominn á "38?Ég á enn eftir að versla mér svona grip, og maður sér að það er allnokkur verðmunur á díselnum og bensínbílnum. Ekki veistu um einhvern sem breytt hefur slíkum bíl fyrir "38 og hvernig það reynist, eyðsla og annað?
Töltir
20.02.2005 at 16:07 #517386Bjarki,
það væri afar vel þegið ef þú gætir lýst því sem þarf að gera til að breyta óbreyttum Pajeró t.d. ´96 díesel 2,8 fyrir "38 dekk. Hvaða týpu af dekkjum ertu með?
Hefurðu bætt við læsingum, og skipt um drifhlutföll?Töltir – spenntur fyrir Pæju á "38 (rosa flotholt!)
29.01.2005 at 10:50 #513348Sælir.
Ég var að vona að Mussoeigendur litu við á vefnum svona yfir helgi, og gæfu okkur innsýn inn í hvernig svona bílum er breytt fyrir "38. Einhver …..?
Kv.
Töltir
27.01.2005 at 09:57 #513346Ja hérna, mér öðru vísi brá, það tjáir sig enginn Mussoeigandi um þetta mál!
Eru kannski öngvir Mussoeigendur í 4×4?
Nei, nei, nei, í guðana bænum, ekki falla í þá freystingu að fara að hallmæla Musso hér og dásama Toyotur, Patrol, BSA og Iveco Daily hér umfram Mussóinn).Það væri vel þegið ef þið þekkið einhvern sem breytt hefur Musso sjálfur að þið kæmuð upplýsingum um viðkomandi á framfæri.
Annars fer maður að halda að menn vilji bara hjálpa Benna í viðskiptum, og beina mönnum í breytingum til hans!
Það er jú góðra gjalda vert, en svona án gríns, þá væri fróðlegt að fá þessar upplýsingar á vefinn. Það er jú nóg til af lítt upphækkuðum Mussóum á sölum þessa dagana, og ég er viss um að margir væri til í að krækja sér í einn á hóflegu verði sbr. við verð á nýlegum jeppum, og koma sér á fjöll!
Hm, það er að segja ef snjórinn kemur einhvern tíma aftur innan næstu 10 ára (f. næstu ísöld þ.e.).
Töltir
13.01.2005 at 08:20 #513340Sælir.
Ég reyndi að grafa það sama upp hér fyrir nokkru.
Engin svör fengust (kannski bara ekki nokkur sál sem breytt hefur Musso í langan tíma???) en amk fannst þessi síða með grófu yfirliti yfir hvað er gert við 44" breytingu. Sjá hér http://easy.go.is/jeppasport/musso44til.htmGangi þér vel.
Ingimundur
-
AuthorReplies