Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2010 at 10:02 #212720
Jæja alltaf tekst mér að búa til vesen. Nú BRÁÐVANTAR mig boltana sem halda kambinum við mismunadrifshúsið. Þannig er að ég er að setja NoSpin læsingu í 8“ Toyotuhásingu (LC70) og boltarnir sem halda kambinum er of stuttir þegar kamburinn er kominn á NoSpinið. Orginal boltarnir eru 20mm langir frá haus en mig vantar bolta sem eru ca. 25mm langir. Er búinn að athuga víða, Arctic Truck, Stál og Stansar, Jeppasmiðjan og Fossberg en enginn á þetta til því þetta eru svolítið spes boltar því ummálið á þeim er 11mm, 17mm boltahaus og gengjur eru millimetragengjur.Mikið rosalega væri nú gott ef einhver ætti þetta í dóti hjá sér eða vissi hvar hægt er að fá svona bolta. Eftir því sem ég kemst næst hafa menn verið að nota stuttu boltana með því að herða þá munn minna en gefið er upp en mér finnst það ekki alveg vera að gera sig að leysa þetta þannig.
Svona líta þeir stuttu út og mig vantar eins bolta nema lengri ca. 25mm (frá haus)
11.05.2010 at 11:39 #693344Hér er smá umræða um þessar stöðvar á jeppaspjallinu [url:pu9pksfo]http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=6&t=410[/url:pu9pksfo]
Kv. BIO
28.04.2010 at 19:45 #681788[quote="Fugli":2sclrpsi]Rétt er það að eins og á Rvk svæðinu borgar þig sig varla að vera elta afslæti ef maður þarf að aka langt til þess en í litlum bæ útá landi þar sem vegalengdirnar eru engar og ekki um margar stöðvar að ræða þá auðvitað fer maður á þá stöð sem er ódýrust sama hvaða nafni hun heitir[/quote:2sclrpsi]
Ekki er þetta nú algilt því ég þyrfti að fara alla leið á Sauðárkrók til að geta notað minn afslátt, það er nefnilega
enginn Skeljungs stöð hvorki hér á Sakagaströnd (Olís) eða á Blönduósi (N1, ÓB) þannig að ég nýti þetta ekkert nema þegar maður á leið þarna yfirum.Kv. BIO
27.04.2010 at 18:42 #691692Ég tel að það sé ekkert verið að skíta út göngumenn þó að bent sé á að þeirra umferð veldur skemmdum eins og reyndar allur átroðningur gerir. Það sem ég er að meina er að ef raunverulega á að vernda náttúruna þá þarf
að gera átak í því að byggja upp göngustíga á fjölförnustu svæðunum svo ekki komi til slíkar skemmda, það er aldrei hugsað út í það að gera nokkuð fyrir þau svæði sem eru orðin illa leikin eftir mikla umferð heldur bara "vernda" fleiri staði án þess að gera nokkrar ráðstafanir þar heldur. Auðvitað veit maður að það kostar sitt að gera slíka hluti en þess þarf ef virkilega á að vernda náttúru Íslands. Umferð veldur skemmdum ef svæðið er ekki í stakk búið til að taka við henni og þess vegna keyrum við á slóðum um hálendi landsins því slóðarnir þola frekar umferð en ósnortin náttúran í kring.P.S. Þessar myndir eru fengnar hjá miklum göngugarpi sem er mér hjartanlega sammála með að ekki sé staðið rétt að málum í þessum efnum.
27.04.2010 at 09:51 #691688Ég held að þeir sem láta sig umhverfisvernd einhverju skipta af alvöru ættu kannski að byrja á því
að koma í veg fyrir meiri skemmdir en orðnar eru á landinu okkar allra og það eru ekki skemmdir eftir jeppamenn
heldur göngufólkið okkar. Aðstöðuleysi er víðast algjört og fjölfarnar gönguleiðir ekki byggðar þannig upp að þær þoli
ágang gangandi í þúsunda tali og svo vilja menn loka fyrir aðra umferð en gangandi, er það til þessa að þeir geti
eyðilagt landið í friði fyrir okkur hinum.
Máli mínu til stuðnings birti ég hér nokkrar myndir fengnar að láni af bloggsíðu Sigurðar Sigurðarsonar.
Þetta eru ekki för eftir ökutæki heldur gangandi fólk.
[img:s3mtnh94]http://sigsig.blog.is/img/tncache/500×500/6e/sigsig/img/dsc00066.jpg[/img:s3mtnh94]
[img:s3mtnh94]http://sigsig.blog.is/img/tncache/500×500/6e/sigsig/img/dsc_0122.jpg[/img:s3mtnh94]
11.04.2010 at 12:21 #690308Ég skora á ykkur að skoða þessa bloggfærslu hér http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1040556/
Það eru þá ekki jeppamenn landsins sem eru að eyðileggja landið heldur göngufólkið. Ég veit að þetta er svolítið verið að alhæfa en mér bara stór brá þegar ég sá þessar myndir. Þetta er ekkert grín og held ég að nær væri að umhverfisbattríðið allt byrjaði á að koma svona málum í lag áður en farið er að "friða" meira og banna aðra umferð en fótgangandi.
Alveg makalaust hvað þeir sem með stjórn þessara mála fara hverju sinni byrja alltaf á vitlausum enda.
05.04.2010 at 00:14 #689014[quote:2bpb6uol]Enn ég hef hins vegar marg oft lánað ungum björgunarsveitarmönnum (skátum, flugbj.sv. og fl.) viðgerðarhönd og/eða rétt þeim spotta á fjöllum[/quote:2bpb6uol]
Uss ekki gott að heyra þetta að þeir séu svona illa græjaðir og ósjálfbjarga þarna sunnanheiða, það verður að senda þá hingað norður svo við getum hert þá svolítið upp hérna.
Kv. BIO
04.04.2010 at 18:35 #688998Eitt finnst mér skína í gegn hjá téðum Atla og það er að hann talar eins og hann eigi einhverra harma að hefna gagnvart björgunarsveitum landsins, hvað gerðu þeir svona svakalegt á hans hlut, það hlýtur að hafa verið eitthvað mikið því slík er heiftin nema þá að hann langi svona að vera líka í „löggu og bófaleik“ þarna á Fimmvörðuhálsinum. Þeir sem sinna sjálfboðaliðastörfum á vegum björgunarsveita landsins eru bara menn eins og ég og þú og misjafnt hvernig menn höndla bæði streitu og mannleg samskipti, það breytir því ekki að menn eiga að sýna kurteisi en það er alltaf einn og einn sem kannski gleymir sér í hita augabliksins. Munum að björgunarsveitirnar eru ekki þarna af því að þá langi svo að vera þarna heldur eru þeir á vegum Almannavarna ríkisins og lögreglu. Björgunarsveitamenn eru ekki hafnir yfir réttmæta gagnrýni en hún þarf þá líka að vera málefnaleg. Svo eru alltaf fleiri en ein hlið á öllum málum og svo er líka örugglega í þessu tilviki. Við Jeppamenn vitum það manna best hvað fólk er gjarnt á að dæma marga af gjörðum fárra svo höfum það í huga.
Kv. Björn Ingi P.S. Ég er einn af þessum leiðinda gaurum sem er í björgunarsveit til að gera öðrum lífið leitt eða er það ekki??????
25.03.2010 at 09:29 #687878Mikið rosalega er ég sammála þér Stefanía, við þurfum að hafa meiri áhyggjur af einhverju öðru en að fá að fara og kíkja á eitthvert eldgos sem maður hvort sem er sér í hverjum fréttatíma. Það eru þessar hægt og hljótt aðferðir ríkisvaldsins sem við þurfum virkilega að hafa áhyggjur af, það á að laumast með í gegn allskonar lokanir, boð og bönn án þessa að við fáum að segja svo mikið sem eitt aukatekið orð um þau mál. En við hverju er að búast af rauðgrænni ríkistjórn sem kann það eitt að setja boð og bönn meðan allt annað fær að sitja á hakanum. Það er eins og hugsunin sé sú að koma sem mestu í verk í boð og banndeildinni meðan þessi stjórn situr við völd.
Kv. Björn Ingi
23.03.2010 at 13:13 #687818Af hverju halda menn endilega að einhverjar aðrar ástæður en almennt öryggi fólks liggi á bak við þessar lokanir. Ég held að þeir sem þarna stjórna séu einfaldlega að vinna vinnuna sína og gæta þess að fólk fari sér ekki að voða, eldgos og eldfjöll eru óútreiknanleg og allt getur gerst með leifturhraða og þá er nú ekki sniðugt að hafa nokkur hundruð manns á þvælingi um svæðið. Þetta fer að minna mann á ísbjarnarfárið, fallegur lítill bangsi en menn gleyma því hann er stórhættulegur og algjörlega óútreiknanlegur, það eru eldgos líka.
Nú þegar þetta er skrifað er búið að opna að mestu fyrir umferð á svæðinu og afmarka sérstakt hættusvæði.
Kv. BIO H-1995
19.03.2010 at 16:01 #678796Svona var staðan á þeim kl. 15:50
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/DepillSigurar.jpg[/img:34i8q773]
Depill: Sigurður
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/SPOTGsti.jpg[/img:34i8q773]
SPOT: Skúli
[img:34i8q773]http://i520.photobucket.com/albums/w327/bjorningi/SPOTorstienn.jpg[/img:34i8q773]
SPOT: GústiKv. BIO H-1995
16.03.2010 at 10:26 #686882Já ég get staðfest að það gerðist að lokað var á greidda félagsmenn, ég hringdi eitt símtal á skrifstofu F4x4 og málinu var snarlega reddað. Skjót og góð viðbrögð þar.
Kv. Björn Ingi H-1995
15.03.2010 at 19:24 #687056Takk fyrir þetta strákar, nú er ég einhverju nær um þetta. Þetta eru sem sagt algjörlega vonlausir demparar sem ég er með núna fyrst þeir eru svona stífir saman. Maður ætti kannski að skoða 4Runner demparana ef þeir eru ódýrir og virka vel.
Kv BIO
15.03.2010 at 12:05 #687050[quote="Addi_Sig":3p3zhtau]Dempararnir þurfa að vera stífari þegar þú ert með púða, annars fer hásingin að skoppa í vissum færum, ég lenti í því þegar ég notaði orginal hilux dempara úr fjaðrabíl við púðana hjá mér, ég breytti svo afturdempurum úr 4runner og setti í og hef ekki lent í þessu vandamáli aftur, en reyndar ekki nema ein eða 2 ferðir sem ég hef farið í snjó svo það er ekki komin mikil reynsla á þetta.
En þú ert með alveg fisléttan bíl, prófaðu að setja svolítið farg á pallinn og athugaðu hvort þér finnst bíllinn ekki mýkjast, minn gerði það allavega, mér var bent á að setja utanáliggjandi kút við hvorn púða til að auka rýmdina í púðanum aðeins, því 1200kg púðarnir væru í stærri kantinum fyrir hilux, þá yrði bíllinn mýkri, en ég hef ekki gert neitt í því ennþá.
Kv
Addi[/quote:3p3zhtau]
Já Addi ég get verið sammála því að þeir þurfi að vera stífari en með gormafjöðrun, en þetta er bara fáránlega stíft þetta dót sem ég er með núna, ég tel mig nú ekkert vera neinn aumingja en ég rétt tomma þeim saman þó ég leggist á þá af fullum þunga, enda hefur mér alltaf fundist hann hastur að aftan nema með fullan tank af bensín (150 lit.) þá er hann sæmilegur en eins og verðlagið er á bensíni núna þá fyllir maður bara við hátíðleg tækifæri þannig að oftast er maður að keyra með lítið í tanknum. Torfærutrölli. Maður ætti kannski að skoða þessa Discovery dempara, örugglega ekki eins dýrir og stillanlegir Koni.
14.03.2010 at 22:11 #211437Mikið væri nú gott ef einhver gæti frætt mann á því hvað verið er að nota stífa dempara með loftpúðum. Komst nefnilega að því þegar ég reif afturhásinguna
undan hjá mér að það eru alveg svakalega stífir demparar notaðir með púðunum enda hef ég aldrei alveg getað fundið þá mýkt sem sumir tala um að loftpúðar gefi. Dempurunum var líka hallað alveg helling, sjálfsagt til að minnka virknina í þeim. Mér finnst þetta hljóti að vera allt of stíft fyrir svona léttan bíl. Getur einhver frætt mig um þetta. Já og ef það skiftir máli þá eru þetta 600kg púðar.Kv. Björn Ingi
14.03.2010 at 19:44 #686874Ég er sammála því að verulega hefur dregið úr spjallinu hér á þessari síðu enda er nú orðið um nokkrar síður að velja ef menn vilja tjá sig eitthvað. Hef ekki tekið eftir því að þetta skítkast og leiðindi hafi flutt sig á einhverja aðra vefi, það virðist bara hafa gufað upp sem betur fer, held reyndar að Addi Sig hitti svolítið naglann á höfuðið þegar hann nefnir að fullt nafn til hliðar við spjalldálkinn hafi eitthvað að segja. Það er nú bara orðið töluvert verk ef menn ætla að fylgjast með á öllum þessum spjallsíðum svo að sjálfsagt velja menn sér einhverjar eina til tvær sem þeir heimsækja mest og er það líklegt að opnu síðurnar séu þar ofarlega.
Kv. Björn Ingi
12.03.2010 at 15:49 #686746Sæll Addi
Það gæti verið en ég er samt ekki viss því að ég held að það hafi hreinsast allt út úr tækinu í Toyotunni núna síðast þegar nýju kortin voru sett inn, það var eitthvað vesen þegar það var gert og ég held að það hafi þurft að endusstilla tækið alveg en það er spurning um tölvuna í Fordinum, ég tékka á því, takk fyrir.Kv. BIO
12.03.2010 at 12:47 #211380Á ekki einhver til gott GPS track fyrir jeppa af leiðinni frá Steingrímsfjarðarheiði á Drangajökull, ef svo er væri mjög gott ef sá hinn sami væri til í að deila því og senda mér í pósti á bingio@est.is
Kv. Björn Ingi H-1995
28.02.2010 at 21:33 #685246Lenti líka í því sama og Villi, ég hringdi bara á skrifstofuna og eftir smá stund var búið að redda þessu fjótt og vel og vil ég bara þakka fyrir skjót viðbrögð.
Kv Björn Ingi H1995
28.02.2010 at 15:00 #685124Heyrði fyrir nokkru sérkennilega sögu sem var á þá leið að fyrir mistök hefði litaðri olíu verið dælt á tanka fyrir ólitaða olíu á bensínstöð og í staða þess að dæla öllu af tönkunum hefði einhver gæi frá olíufélaginu mætt á staðinn og hellt einhverju útí tankana sem aflitaði olíuna. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti og sagan er góð, og ef þetta aflitunardæmi er til þá………… Já segi ekki meir. En þetta er sjálfsagt bara svona flökkusaga og ekki fótur til fyrir henni.
Kv. BIO
-
AuthorReplies