Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.03.2008 at 20:16 #616908
Nokkrar góðar hugmyndir strákar, en Subaru boxer í Súkku hefur held ég verið prófað ef ég man rétt.
Sá bíll fór aldrei á götuna, var bara leiktæki. V6 Ford er kannski eitthvað sem maður ætti að skoða. Var reyndar á tímabili að spá í V8 3,5 vél úr gömlum Range Rover en veit ekki hvernig hún myndi passa ofaní Súkkuna. Helst vildi ég vera laus við vélar með tölvu vegna þess að það er bæði meira mál að koma þeim til að virka og það er líka fleira sem getur bilað. Hafa það einfalt og geta gert við með skiptilykli,skrúfjárni og sleggjuSúkkukall
07.03.2008 at 16:42 #202046Mig langar að fá álit ykkar á hvaða vél henti best ofaní Súkku. Þetta er langi bíllinn á 38″ með 5.38 hlutföll og er í dag með Volvo vél sem gerir lítið nema eyða bensíni. Veit einhver hvað svona Volvo B21 vél er að vikta?. Ég hef nokkrar hugmyndir að vélum en gaman væri að fá að vita hvað ykkur dettur í hug. Vélin þarf helst að vera létt, bensín eða dísil skiptir ekki öllu máli og svo þarf hún að komast sæmilega fyrir í bílnum. Ekki segja mér bara að gleyma þessu og fá mér bara „alvöru bíl“
eins og einn sagði við mig, það kemur ekki til greina, Súkka skal það vera.Súkkukall
27.02.2008 at 23:57 #615250Það klikkar ekki að leita til ykkar hér á vefnum, búinn að fá fullt af góðum ráðum takk fyrir það.
Hef verið í sambandi við Guðna Sveins og fengið góðar upplýsingar þar. Mál standa nú þannig að ég veit um LC70 hásingar hér á staðnum og er að spá í að fara bara út í að skipta þessu dóti öllu út. Er ekki frekar auðvelt að fá hlutföll og læsingar í þessi drif? KV Björn Ingi
25.02.2008 at 08:47 #615236Það er víst ekki gott að sjóða saman pott og stál segja mér vanir suðumenn þannig að það kemur ekki til greina en mér var búið að detta það í hug líka. Ég mun athuga þetta með lc 70 hásinguna. Guðni ég hef örugglega samband við þig, takk fyrir það. Kv BIO
24.02.2008 at 22:05 #615226Sæll Kristinn
Takk fyrir þetta. Ég var reyndar aðeins búinn að skoða þetta á netinu líka en datt kannski í hug að einhver hefði fundið einhverja lausn á þessu. Það er nú svo margt brallað í jeppamenskunni sem ekki á að vera hægt að gera. Gallinn er sá að þetta er orðið svo gamalt dót sem ég er með að allir eru hættir að pæla í því nema sérvitringar eins og ég. Vandræðin við að skipta um hásingu eru þau að ég er með Súkku millikassan og get þarafleiðandi ekki notað hvaða hásingu sem er því kúlan þarf að vera til hliðar.Endilgea ef einhverjum dettur í hug eitthvað sem kæmi til greina látið mig vita. BIO
24.02.2008 at 17:43 #201943Ég er í nettum vandræðum með afturhásingu undir Súkku sem ég á. Hásingin er Dana 44 undan gömlum Willys og er með það sem Kaninn kallar tapered öxlum, það er að segja að nafið er laust á öxlinum og er fest með kíl og splittaðri ró upp á endan á öxlinum. Það virðist alltaf koma los á þetta og við það verður kíllinn ónýtur og líka kílsporið í öxlinum og nafinu. Er búinn að skipta út einum öxli útaf þessu. Bíllinn er á 38″ þannig að eflaust er meira álag þetta en ætlast var til í upphafi. Þá kemur stóra spurningin til ykkar snillinga þarna úti.Get ég notað „venjulega“ öxla úr annari Dana 44 undan yngri Willys eða á ég bara að fara að leita mér að annari hásingu og skipta þessari út. Það væri miklu meiri vinna heldur en að skipta bara um öxla. Endilega gefið mér góð ráð því maður þorir varla að fara neitt af hræðslu við að þetta gefi sig þegar verst stendur á með til heirandi vandræðum og veseni. Kv. BIO
-
AuthorReplies