You are here: Home / Ingibjörg Erna Sigurðardóttir
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Já sæll veðrið í morgun tók hraustlega á móti okkur grenjandi rigning og rok, í útvarpinu var varað við ofsaveðri og fullt af lokunum, já setti bara niður ein aukaföt í viðbót og bætti við auka lopapeysu. Ferðin verður farinn enda eru jeppamenn að leggja af stað en ekki sportbílaklúbburinn hann verður eftir heima. Hittingur er kl. 12:00 upp á Shellstöðinni og lagt verður af stað kl. 13:00 ca. Farinn verður hefðbundin leið þ.e. þjóðvegurinn og ætlum að kýkja upp á Þorskafjarðarheiðina fá okkur semsagt smá basl. Bara að prufa. Skilst að það verði nánast allur hópurinn sem fer af stað í hádeginu. Aðrir sem hafa áhuga á að mæta í veisluna á laugardaginn endileg hringið í okkur eða sendið póst á stjorn@f4x4.is og látið okkur vita við eigum smá afgang eftir af matnum. Meira síðar verð að drífa mig að klára að setja í bílinn.
Ferðakveðjur frá stjórn
Sveinbjörn Halldórsson
Prufa