Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.04.2012 at 10:54 #753621
Sæll.
Ég er með svipaðan bíl, 1999 GX sjálfskiptan, en þessir bílar eru báðir með vélinni sem kom á undan D4D vélinni. Minn er á 265/75 dekkjum sem útleggjast sem 32".Minn er að eyða 12-13,5 innanbæjar (síðari talan er pjúra innanbæjar akstur í snjó með negldum dekkjum) og ég hef séð hann fara niður fyrir 10 í utanbæjar akstri. Að vísu er hann ekki með kerru, en hún tekur sitt. Ég er að fara með minn í hjólastillingu eftir helgi því ég veit að hann er aðeins innskeifur og það verður forvitnilegt að sjá eyðsluna eftir það.
Kv.
Þórir I.
25.04.2012 at 21:47 #753539Sælir.
Já, ég sé það núna að það er vel hægt að misskilja þetta. Ég er að ræða um afturhlerann. Ég smelli á þig símtali á morgun, er spenntur að heyra hvað gæti reddað þessu.KV.
Þórir I.
24.04.2012 at 20:23 #223333Sælir.
Ég hef verið að fást við ískur í afturhurð á LC 90, er mismikið en hrikalega hvimleitt. Ískrið virðist koma úr neðri hurðarlöm á afturhlera og þegar ég lyfti hleranum virðist vera smá gjögt í löminni. Einnig er hurðin orðin aðeins sigin þegar henni er lokað.Hefur einhver hérna átt í svipuðu vandamáli? Ég hef skoðað hvað ný löm kostar hjá Toyota og það eru 20.000 kr. stk. Er einhver önnur lausn en að kaupa nýja löm, að minnsta kosti þá neðri?
Kv.
Þórir I.
ichiro@simnet.is
12.10.2009 at 12:21 #207289Sæl öll.
Ég er að velta fyrir mér, hvað er sanngjarnt verð fyrir vaccum stýringu f.læsingu í afturdrifi, f.Nissa Patrol 1992? Þetta er s.s. lítið tengistykki sem er fest í hvalbak, ofan við bremsudæluna.
Hef milligöngu um að finna svona fyrir vin og veit ekkert hvað sanngjarnt verð er.Kv.
Þórir I.
29.06.2008 at 17:48 #202607Sælir.
Ég er búinn að leita hérna en finn enga spjallþræði varðandi þetta. Ég er með mapsource og íslandskort inni á því, þó ekki R Sigmunds kortið. Síðan er ég með Garmin 60CSx tæki, sem er tengt við tölvuna gegnum USB tengi.Vandræði mín eru þessi. Ég virðist ekki geta fengið rauntíma gps feril úr tækinu í tölvuna, s.s til þess að ég geti verið með tölvuna uppivið og látið hana trakka auk þess að vera með stærra sjáanlegt kort. Hinsvegar, ef ég kalla eftir því, virðist forritið sjá tækið og hægt að kalla eftir trökkum og routum, en ekki „real time“ eða í rauntíma.
Spurning mín er þessi. Er þetta hægt eða verð ég að redda mér öðru forriti til þess? EF þetta er hægt, hvernig fæ ég tækið til að vera í stöðugu sambandi við tölvuna.
Kv.
Þórir Ingvarssonps. ég bið fólk afsökunar ef þetta er 100 pósturinn með sömu spurningu, en ég fann engin svör varðandi þetta með leitinni.
19.11.2007 at 08:48 #201213Sæl öll.
Nú stend ég í smá vandræðum með Patrol 1992 módel. Þannig er að stundum, rétt eftir start, byrjar glóðarkertaljósið að blikka og gerir það í þónokkurn tíma áður en það hættir. Ef ég drep á bílnum og starta honum aftur hættir þetta einnig. Ljósið byrjar frekar að blikka ef ég leyfi honum að ganga soldið lausagang áður en ég tek af stað.
Nú eru ný glóðarkerti í bílnum auk þess að það er nýuppgerður alternator og nýjir geymar. Hversvegna blikkar þetta bévítans ljós?
Takk fyrir aðstoðina.
Þórir
27.08.2007 at 11:37 #595482Sæll.
Mér fannst þetta líka sniðugt en við frekari umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki hentugt. Ég held nefnilega að íslenska rokið gæti leikið þetta ansi grátt og sérstaklega ef maður skyldi asnast til að opna svona að vetri til. Sú reynsla sem ég hef að fjallamennsku er sú að maður vill hafa tjaldið eins lágt og hægt er, til að minnka vindmótstöðu.
Kveðja
Þórir I
22.08.2007 at 20:42 #200681Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver hér viti hvort 35″ kanntar af stuttum Patrol passi á þennan „venjulega“, lengri Patrol.
Ég er nokkuð viss um að kanntarnir að framan passi beint á en er ekki alveg eins viss um afturkanntana. Er einhver hérna sem veit þetta?
Kveðja
Þórir I.
15.06.2007 at 10:57 #592498Sælir aftur.
Nei, ég verð ekki var við það að hann sé að missa vatn og tek ekki eftir loftbólum í vatninu. Miðstöðin hitar eins og hún sé hönnuð í neðra og hann hitar sig ekki í hægagangi.
Eina sem ég hef áhyggjur af er að hann hitar sig undir álagi, td. upp kambana. Þá finnst mér líklegt að vatnskassinn sé farinn að svíkja.
Kv.
Þórir
14.06.2007 at 18:10 #592490Sæll Þorbjörn.
Nennirðu að senda mér verðhugmynd fyrir vatnskassann á e-mail: Ichiro@simnet.is
kveðja
Þórir
14.06.2007 at 14:43 #592484Sælir aftur.
Ok. Ég er nefnilega orðinn soldið hræddur um að það sé vatnskassinn enda virðist hann ekki hita sig í hægagangi sem er líkari því þegar viftukúpling fer.
Hvar er best að verða sér úti um vatnskassa? Er það Grettir eða er í lagi að fá sér notaðan vatnskassa?
Kveðja
Þórir I.
14.06.2007 at 13:02 #200425Sælir.
Ég er með 1992 Nissan patrol 2,8Td og er farinn að sjá að hann er farinn að hitna soldið við átök, svo dæmi séu tekin þá hef ég veitt því athygli að nálin rís töluvert í átt að rauðu þegar ég fer td. upp kambana, eða ég reyni mikið á hann.
Er þetta eðlilegt? Mér sýnist vatnskassinn ekki vera illa útlítandi en ég veit ekki hversu gamall hann er. Þarf ég að verða mér úti um nýrri eða stærri vatnskassa í gripinn?
Ég þakka fyrirfram fyrir góða viðtökur. Hérna á 4×4 eru yfirleitt góð og málefnaleg svör við þeim fyrirspurnum sem lagðar eru fyrir.
Kveðja
Þórir Ingvarsson
18.05.2007 at 11:27 #200331Sælir.
Þannig er mál með vexti að ég er með 92´ módel af Patrol og á í erfiðleikum vegna snúningshraðamælisins í honum. Þannig er að hann virkar stundum og stundum ekki, en oftast mitt á milli, virkar í nokkrar sek. og síðan dettur hann út í nokkrar sek.
Nú er ég ekki fróður um bílrafmagn en var að velta því fyrir mér hvort aðrir hafi lent í þessum vandræðum og þá hvar lausnin kunni að liggja. Hvar er best að byrja að leita?
Kveðja
Þórir I.
26.04.2007 at 17:16 #589122Sælir.
Jæja, þá er ég búinn að verða mér úti um orginal einangrunarskinnurnar sem eiga vera milli brettanna sem fara á innri kertin þrjú og þá ætti þetta að hætta að leiða milli. Ég var að finna þetta úti í bæ þar sem sá sem hefur gert þetta á undan mér hefur líkast til hent öllum skinnunum og síðan mixað eitthvað drasl í staðinn þegar allt leiddi út. Síðan bætist við að IH á þetta ekki til. O jæja, nú er þetta komið.
En þá vantar mig fused-link-inn eða öryggið sem er milli relay-anna og brettanna en það virðist einnig vera vandfundið. Hvar er best að finna þetta? Eru einhverjir sem hafa þurft að skipta um þetta hjá sér? Hvað er best að finna svona?
Kveðja
Þórir I.
23.04.2007 at 15:24 #589140Sæll.
Ég hef nú ekki prufað það, en ég veit að þú Rancho framleiða 9000 ( fjölstillanlega ) dempara fyrir Patrolinn, og ef þig langar veit ég meira að segja typunúmerin á dempurunum. allir fjórir voru á rétt um 25 þús. með sendingarkostnaði innan USA, en þá á eftir að koma þeim heim og borga af þeim hér. Þetta gengur vel upp ef menn eru hvort eð er að fara út eða þekkja einhvern þarna úti í vestur-hreppum.
Ég var að kíkja á Summit. Þar eru Rancho 9000 á tilboði, 62$ stykkið.
Það er erfitt að finna dempara undir Patrol í USA, vegna þess hve lítið er af þeim þar, að mér vitandi var Y60 ekki seldur þar, hann var víst mest seldur í Ástralíu enda mikil jeppa menning þar. Gott er að vita að hann var einnig seldur sem Ford Maverick.
Kveðja
Þórir I.
23.04.2007 at 12:34 #589116Sælir.
Já, ég tékka á því þegar ég kem heim á eftir. En, ég tók eftir því hjá mér að eina skinnuna vantaði, hvað væri best að nota í staðinn, er einhver sem hefur þurft að skipta hjá sér?
Er þá ekki bara best að mæla milli efri tengjanna, sem tengja öftustu þrjá, við neðri tengin, sem fara í alla cylindra, og sjá hvort leiði milli?
Ég skildi það nefnilega þannig að það væri straumur á öllum, jörðin kæmi svo gegnum blokkina, en þetta er jú alhedd.
Endilega komiði með hugmyndir, ég er alveg úti að skíta í þessu.
Kveðja
Þórir I.
22.04.2007 at 19:46 #589112Sælir.
Nei, ég áttaði mig nú á því að setja ekki stærri vír. Þá eyðilegg ég bara meir.
Já, einangrunarskinnurnar gætu hafa misfarist eitthvað. Það voru einungis tvær slíkar, á númer 4 og 5, ef einn er fremstur, en ekki á nr.6, s.s. aftasta. Ég taldi það vera mistök og bætti við. Ætli það séu mistökin?
En afsakaði að ég spyrji, ég er einstaklega ófróður bílarafmagn þótt ég hafi dundað mér við einfaldar viðgerðir. Er þetta s.s. merki um útleiðslu? EF svo er, þá hlýtur það að vera mikil útleiðsla, ef hann brennir upp svona öryggisvír einn tveir og þrír?
Hvert væri helst að leita?Takk kærlega fyrir aðstoðina.
Kveðja
Þórir I.
22.04.2007 at 14:59 #200168Sælir.
Þannig er mál með vexti að ég var að skipta um glóðarkerti í Patrol 1992 módel, 2,8 turbo Diesel. Þegar ég síðan var búinn að skipta og ætlaði að setja drossíuna í gang tek ég eftir reyk sem mér leist lítið á. Við nánari athugun sé ég að svokallaður „fused Link“ sem liggur rétt við relay-inn tvö hefur brunnið yfir. Síðan þá er ég búinn að setja annan „fused link“ inn en hann brann einnig yfir með tilheyrandi lykt og fínheitum. Nú spyr ég menn, hvað dettur ykkur í hug? Er það bara stærri vír og keyra þangað til eitthvað hrynur? Endilega látið mig vita hvað ykkur dettur í hug.
Kveðja
Þórir Ingvarsson
ichiro@simnet.is
24.01.2007 at 14:27 #576950Sælir.
Ég var að panta mér einn svona frá Ástralíu. Kostar rétt um 1000 kallinn. Hlakkar til að sjá hvenær hann kemur.
24.01.2007 at 14:03 #576948Sæll.
Já, ég hefði mikinn áhuga á því, gott að hafa svoleiðis við hendina. Væri séns að fá þig til að afrita? Myndi þá bara greiða þér fyrir diskinn eða eitthvað . . . .
ps. Var að fatta að þetta er frá 98 og gengur því ekki fyrir mig.
Kveðja
Þórir
ichiro@simnet.is
-
AuthorReplies