Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2004 at 22:12 #509596
Mér finnst þetta bara æðislegt. Hefur ekki verið talað um að veikleiki 80 bílsins séu hásingarnar og þyngdin. Að setja hann á 44" og hásingar sem klikka ekki hlýtur að gera þennann bíl bara að enn meiri draumabíl en hann er fyrir. Ég vil óska þessum mönnum bara til hamingju með bílinn og viljann til þess að gera þetta og koma þessu í verk.
Kv ice
08.11.2004 at 21:36 #508312Ég get gefið þér kút ef þú vilt, um það bil 10-12 lítra. Þú verður bara að græa sjálfur stúta á hann fyrir slöngur.
S: 8951776.Kv ice
08.11.2004 at 21:30 #50822202.11.2004 at 08:09 #507418Ef marka má skýrslu samkeppnisstofnunar var Kristinn Björnsson höfuðpaurinn í þessu máli. Var það þá ekki samkomulag olíufélaganna um að Shell fengi 4×4 klúbbinn?
kv ice
29.10.2004 at 09:20 #506716Hérna er líka annað dæmi um gamlan patrol lítið ekinn en einhver hefur áhuga á að bjóða:
http://www.rikiskaup.is/rikiskaup.nsf/p … proweb1163kv ice…..
28.10.2004 at 21:45 #506712Eyðslutölur á mínum cruser 80 hafa verið 13-14 í blönduðum akstri. 38" dekk sjálfskiptur og á orginal hlutföllum, olíuverk óbreitt. Í sparakstri komst hann í 12l miðað við 80-90 km langkeirslu en um 18-19. þegar ekið var talsvert yfir ólöglegum. Meðaleyðsla um 14 sem ég er sáttur við.
Kv ice
18.08.2004 at 21:47 #5044601994 landcruser ekinn 238000 km. Skipt var um stangalegur í 150000 samkvæmt tilmætum Toyota. Tímareim á 100000 þúsundinu. Annað ekki gert. Gengur ein og bífluga, suðar bara í henni. Ótrúlega ljúfur gangur af díselvél að vera.
kv ice
20.03.2004 at 17:55 #492245Ingaling, já þú mátt það en þá dælir dælan bara um út um aflestunarventilinn en það er spurning hvort hún fer í gang ef of mikill þrístingur er á lögninni.
kv ice
20.03.2004 at 17:55 #499505Ingaling, já þú mátt það en þá dælir dælan bara um út um aflestunarventilinn en það er spurning hvort hún fer í gang ef of mikill þrístingur er á lögninni.
kv ice
17.03.2004 at 12:00 #491718Sælir.
Sæll Sterkur.
Hvað kostuðu gormarnir hingað komnir með öllu??
kv ice
17.03.2004 at 12:00 #498823Sælir.
Sæll Sterkur.
Hvað kostuðu gormarnir hingað komnir með öllu??
kv ice
20.01.2004 at 16:40 #484886Hægt er að sjá útfærsluna mína hérna á þessum slöngum og hraðkúplingu. Ég hafði allar tengingar fyrir 8 mm slöngur þannig að ekkert hindaði loftflæðið.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=1281
Kv ice
20.01.2004 at 10:10 #484876Nokkur svör til OHR.
Að hafa dæluna í skottinu bara eins og hún er er ágætt, það er hreinlega ekkert að því. Bara góð lausn.
Það var líka ágætt hérna í gamla daga að keira bara Willisjeppana óbreitta, það var bara fínt. Allir ánægðir, nema einhver sem vildi komast meira en hinir og fór að stækka dekkin og hækka upp bílana. Og hinir fóru að gera eins.
Þannig er það líka með þessar Fini-loftdælur. Þær eru sterkar og dæla miklu lofti. Eigum við að láta þar við sitja eða eigum við að nýta okkur kosti dælunnar og ná meira notagildi útúr dælunni með því að flétta smá búnaði við hana?? Menn hafa þetta val, ég kaus það og sé ekki eftir því.
Svo ég svari nú OHR aðeins vegna hans spurninga en sé ekki bara með smá söguhorn þá koma nokkur svör við hans spurningum.
Pressustat er rofi sem rýfur straum eins og allir aðrir rofar í bílnum þínum. Í staðinn fyrir að þú sért alltaf að kveikja á Finiloftdælunni þinni þá sér þessi rofi(pressustat) um það fyrir þig. Í staðinn fyrir að þú notir puttann til þess að kveikja eða slökkva þá gerir lofþrýstingurinn það fyrir þig. Þegar þýstingurinn er kominn í 8 kíló slekkur rofinn á pressunni, þegar þú ferð að nota loftið minnkar þrýstingurinn í kútnum og þá kveikir rofinn(pressustaið) á Fini-dælunni. Hvar þú vilt láta hana kveikja og slökkva er still með einföldu stjörnujárni. Rofinn(pressustatið) færð þú til dæmis hjá Danfoss og heitir: Þrýstirofi CS 4-12 bar, Partnúmer 031E0235. Og aflestunarventill heitir: F.CS R partnumer: 031E0297. Alsjálfvirkt.
Kosturinn er að þú er með meira loft og ert um það bil 10 mínútum fljótari að dæla lofti í dekkin en án búnaðarins. Þú getur notað loftlikil líka við kerfið.
Loftkútarnir eru allavega, ég notaði gamlann Freonkút 25 l, það er einnig hægt að nota gaskúta sem þú færð á næstu bensínstöð tóma fyrir smá pening. Það er smá mix að setja stútana á kútana en það geta flestallir þessir jeppakallar, annað eins sjóða þeir og mixa. það er best að slaglóða þá við eða koparbrasa, eða silfurkveikja. Pís of kake. Ef einhverjum vantar kúta þá get ég útvegað 12 lítra kúta, þeir eru alltaf öðru hverju að falla til hjá mér. Þeir vega 4 kíló tómir, en þá á náttúrulega eftir að brasa á þá stútana og einhverjar festingar. Flestallir þessir kúta eru gerðir fyrir mun meiri þrýsting, allt að 50 kíló þannig að þetta er auðvelt með loftþrýsting uppá 6-8 kíló. Eins og ég sagði, Pís of Kake.
Aircondition dælurna eru ágætar þar sem það við, ókosturinn við þær er að þetta eru kæli og frystidælur sem eiga að ganga í lokuðu kerfi þar sem olían í kerfinu fer alltaf hring eftir hring. Þegar búið er að rjúfa þessa hringrás og það fer bara loft inn en engin olía þá verða þær olíulausar fyrr eða síðar og bræða úr sér. Sumir hafa þó passað sig á þessu og smurt í þær reglulega, eins hafa menn tengt loftinntakið á dælunni við loftöndunina á vélinni í bílnum og kemur þá smá olíumettað loft inná dæluna sem heldur henni á lífi, eða allvega lengir lífaldur hennar.
Í Fini-loftdælunni er þú laus við þetta allt nema ókostinn við að þú þarf að hafa hana inni í bílnum, og jú það heirist í henni. En hún er fljót að dæla og slekkur því á sér fljótlega. Ég held að þær séu ekki heppilegarúti í 10-15 stga frosti eða meira.
Vona að þetta hafi hjálpað OHR eitthvað.kv ice
19.01.2004 at 23:42 #484870Sælir aftur
Smá viðbót. Ég notaði 16 quaröt vír í dæluna, þannig að þetta væri í lagi, ég fanna að orginal vírinn volgnaði þegar ég var að hanna kerfið. Hún var reyndar mikið í gangi þá, maður var alltaf að mæla þrýsting á lögn og kút, mæla straumnotkun í amper og prófa.
kv ice
19.01.2004 at 23:32 #484868Sælir Emil og Player
Í fyrsta lagi Emil þá fer dælan ekki í gang með 7-1/2 kílóa þrýsting á lögninni. Ef þín fer í gang þá er þrýstingurinn minni á lögninni hjá þér. Ég er búinn að margmæla startgetu pressunar. Hún bara koksar á því, og er að rembast við gangsetningu. Með pressustatinu og aflestunarventli fer hún í gang við þennann 7-1/2þrýsting, vegna þess að lögnin að einstefnulokanum er þrýstingslaus.
Player…pressustatið kostar 3 þúsund kall, kúturinn ekki neitt. Það er hægt að nota flesta kúta sem til falla, og slangan og tengin kosta um 4 þúsund kall þannig að kostnaðurinn við þetta hjá mér var um 7 þúsund kall og kerið er sjálfvirkt. Pressustaið notar bara stýrisstrauminn í gegnum sig sem er 12v og kannski 3-5 amper. Pressustatið sem ég notaði er frá Danfoss og er gæðavara sem bilar aldrei. 7-9-13.kv ice
19.01.2004 at 11:21 #484760JK…..þú þarft ekkert að þrýstiprófa kút eins og slökkvikút sem þú ætlar til notkunar fyrir loft. þessir kútar þola 20-40 kílóa þrýsting og loftið í þessm kútum fer aldrei nema í kannski 7-9 kíló. Þannig að þú er vel innan marka með kannski 8 kíló þrýsting. ganga bara vel frá lögnum þannig að ekkert leki eins og slöngur eða samsetningar.
kv ice
19.01.2004 at 11:21 #484758JK…..þú þarft ekkert að þrýstiprófa kút eins og slökkvikút sem þú ætlar til notkunar fyrir loft. þessir kútar þola 20-40 kílóa þrýsting og loftið í þessm kútum fer aldrei nema í kannski 7-9 kíló. Þannig að þú er vel innan marka með kannski 8 kíló þrýsting. ganga bara vel frá lögnum þannig að ekkert leki eins og slöngur eða samsetningar.
kv ice
18.01.2004 at 22:57 #484748Ef menn nenna ekki að skoða þessar dælur þá þurfa menn ekki góða hluti. Þessi dæla er hrein snilld. Eins og ég gerði þá heldur hún 8,5 kílóa þrístingi. Og ef það durgir ekki til fyrir loftlæsingar þá veit ég ekki hvað durgir. Ef að þetta kerfi sem ég er með dugir fyrir 1/2" loftverkfæri þá dugir þetta fyrir allt. það tekur fjórar mínútur að dæla í 4 st. 38" dekk úr 4 pundum í 12 pund. Mesti tíminn fer í að skrúfa hetturna´r af og á.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=1281Kv ice
17.01.2004 at 01:44 #484608Strákar.
Gleymið ekki því að hann þarf væntanlega að borga 1000-2000 kall í sendingarkostnað. Ef við landbyggðarmennirnir fáum 4×4 afslátt af einhverju þá þýðir það að við fáum þetta svipað og full útsala hjá ykkur þegar búið er að greiða landflutningum fyrir sitt. Ódýrasti pakkinn sem er í umslagsformi kostar 700 kall, í flutningskostnað.
Kv ice
17.01.2004 at 01:44 #484606Strákar.
Gleymið ekki því að hann þarf væntanlega að borga 1000-2000 kall í sendingarkostnað. Ef við landbyggðarmennirnir fáum 4×4 afslátt af einhverju þá þýðir það að við fáum þetta svipað og full útsala hjá ykkur þegar búið er að greiða landflutningum fyrir sitt. Ódýrasti pakkinn sem er í umslagsformi kostar 700 kall, í flutningskostnað.
Kv ice
-
AuthorReplies