Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.06.2009 at 07:45 #650452
Sælir félagar.
Þess má geta að núna eru komnar skráningar á tæplega 30 manns í Flateyjarferðina. Veðurspáin spáir hægviðri og um 20 stiga hita þannig að þetta lítur út fyrir að verða eins og best verður á kosið.
Kveðja Húsavíkurdeild 4×4
24.06.2009 at 18:52 #204873Sælir félagar.
Síðasti séns.
Núna fer að styttast í að hægt er að skrá sig í ferðina sem Húsavíkurdeildin stendur fyrir til Flateyjar á laugardag.
Ferðin er kostuð af Húsavíkurdeildinni og innifalið í henni eru ferðirnar og tvö grill. Komið heim um miðnætti.
Skráning fer fram hjá Foringjanum Ómari S:8664083.Kveðja Húsavíkurdeildin.
24.06.2009 at 17:44 #204872Sælir félagar.
Núna fer að styttast í að hægt er að skrá sig í ferðina sem Húsavíkurdeildin stendur fyrir til Flateyjar á laugardag.
Ferðin er kostuð af Húsavíkurdeildinni og innifalið í henni eru ferðirnar og tvö grill. Komið heim um miðnætti.
Kveðja Húsavíkurdeildin.
20.04.2009 at 14:54 #646150Ókosturinn við nýja kortið sýnist mér vera það að það er bundið við mitt debetkort og ég get því ekki látið konuna fylla bílinn. Með gamla kortinu gat ég látið hvern sem er innan fjölskyldunnar fylla á bílinn en ekki með nýja. Þannig að ég mun ekki virkja nýja kortið.
30.07.2008 at 08:47 #625944Það má taka undir þessi orð Erlings að nokkru leiti. Kannski var 4×4 hátíðin ekki auglýst sem skyldi en það er ekki við nokkurn að sakast nema okkur sjálfa. Skilti voru í bænum sem beindu fólki í átt að tjaldstæði 4×4. En Mærudagarnir á Húsavík eru að heppnast einstaklega vel og kannski týndist því hátíð 4×4 í öðrum gleðskap sem var stanslaus alla þessa daga og sem var sniðin mikið fyrir fjölskyldufólk þannig að gestir voru í flestum húsum og tjaldstæðin full nema tjaldstæði 4×4. Á Mærudögum sem þessum fengu jeppamenn á Húsavík mikið af aðkomufólki í sín hús og skýrir það að hluta af hverju þeir létu sig vanta á þessa samkomu 4×4. Vegalengdin frá Rvík er sú sama og fyrir okkur hin að fara suður og er kostnaðurinn orðinn óheirilegur við þessi ferða lög. Á meðal jeppa er þetta um 30 þúsund kall bara í olíuna fram og til baka og það er mjög eðlilegt að það dragi aðeins kraftinn úr starfi 4×4 þegar þessu er bætt ofan á annann kostnað. Menn velja og hafna hvar þeir ætla að vera og er það eðlilegt þegar um gleðskap getur verið á mörgum stöðum sama tíma. Og það er því óþarfi að vera stóryrtur um mætingaleysi á 4×4 hátíðina því menn gera bara það sem þeir geta og verða að sníða sér stakk eftir vexti. En Mærudagarnir á Húsavíkeru komnir til að vera og í blíðunni sem var alla þessa daga og er enn leika menn við hvurn sinn fingur. Veriði því bara velkomin að ári á næstu stórhátið Mærudaga 2009.
Með sumarkveðju Oddur Örvar Húsavík f4x4 Þ-450
23.07.2008 at 17:39 #625876Og vegna mærudaganna þá má geta þess að góða veðrið er komið á Húsavík og á það að endast fram á sunnudag svona fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna. Verið velkomin.
kv ice
17.02.2008 at 02:01 #614316Sælir.
Það sem ég reyndi á á mínum LC80 á 38 mudder dagsdaglega var draumur í dós. Mjög stöðugur og gat keyrt mikið í snjó á þessum dekkjum. En þessir bílar þurfa að vera breittir fyrir 44" ef um lagar og erfiðar fjallaferðir er að ræða.Það er ekkert vit í því að vera á flottum landkruser 80 á 38" dekkjum og þurfa að vera alltaf að vera öðru hvoru í spotta. Þessir bíla eiga að vera með aðra í spotta og það gera þeir ekki á 38", eins öflugir og þeir eru.
kv ice
09.01.2008 at 22:05 #584406Sælir.
Þetta er nú orðin meiri þvælan þessi umræða. Á þeim degi sem björgunarseitirnar byrja að rukka fyrir björgun mun ég hætta að styrkja þær með kaupum á flugeldum um áramótin og eyða andvirðinu í betri búnað til fjallaferða.
Allir geta lent í óhöppum, og það á ekki að rukka fyrir björgun við slíkar aðstæður. Þeir sem það vilja ættuð ekki að koma nálægt svona félagsskap eins og f4x4. Teppið heima er best fyrir þá.
Kveðja
03.01.2008 at 10:56 #607962Sælir veriði félagar.
Ég vil þakka sérstaklega fyrir útgáfuna á þessu Seturs blaði. Blaðið er gott þó að það sé ekki gallalaust. Gagnrýni á blaðið getur verið af hinu góða, og þeir sem það gera ættu umsvifalaust að gefa kost á sér í ritnefnd blaðsins svo hægt sé að bæta úr þeim vanköntum sem þeim finnst vera á blaðinu. Margar hendur vinna létt verk.
Við sem búum á landsbyggðinni finnst þetta blað alveg ómissandi og það á að vera skylda klúbbsins að gefa það reglulega út því það tengir mjög marga við kúbbinn þó ekki sé það annað en að lesa setrið. Ef útgáfa Setursins yrði hætt mundu margir hætta að borga félagsgjöldin. Hjá mér er setrið við rúmstokkinn og gott að grípa í það til lesturs fyrir svefninn.
Kveðja Oddur Örvar Húsavík Þ-450
15.12.2007 at 21:38 #606760Sælir.
Tími blæjuwillisanna er liðinn. Láttu þér ekki dreyma um að fara á þessu á fjöll. Ef þú lendi í alvöru bálviðri og snjókomu á fjöllum í túr með kannski öðrum þá er alveg sama hversu þétt þetta er. Þetta fyllist fyrr eða síðar allt af snjó. Að maður minnist ekki á sláttinn í þessu drasli eins og komið hefur fram hér að ofan. Miðstöðvarnar hafa oftast verið í lagi en það er bara ekki nóg. Dúðaður í kuldagalla……kræst..Þú fyrigefur. Minn tími er liðinn í þessu blæjudóti. Var í þessu í 30 ár.
Kveðja
14.12.2007 at 10:52 #603386Dagur. Veit ég vel að gufan í geyminum myndast við hleðslu. En gufan heldur áfram að stíga úr geymi sem búinn er að vera í hleðslu og er því varasamt að sjóða fyrir ofan rafgeymi eða í nálægð við hann. Svo er aftur spurning hvað aðferðir þarf að grípa til þegar um neyðaraðgerð er að ræða eins og í þessu tilfelli og ekki mikill tækjabúnaður til staðar. Varúðarráðstöfun er samt að reyna að leggja eitthvað yfir geymana ef hægt er því þeir eru bara púðurtunna undir ákveðnum aðstæðum.
kv ice
12.12.2007 at 20:36 #603366Sælir. Á neðri myndinni sést hvar suðumaðurinn er að sjóða saman hrútshornið. Undir suðuneistunum er rafgeymirinn í bílnum og gæti hæglega sprungið faman í suðumanninn. Svona uppsetning á suðugæjunum er stórhættuleg.
Kveðja oö
20.10.2006 at 21:36 #564316Sauðkrækingur er sá heppni.
Ætli það verði ekki eitthvað fljótandi sem kemur í staðinn…….???
Mar veit aldrei hvert dellan leiðir mann………en ég er ekki hættur. Er bara í biðstöðu.
kv ice
19.10.2006 at 20:18 #19877319.09.2006 at 13:31 #560714Eina aðferðin sem ég nota er að herða fyrst innri rónna þannig að slaglaust verði. Slaka síðan örlítið til baka til þess að fá slag,,, því að þegar splittróin(þessi ytri) er sett og hert þá herðist innri róin aðeins líka og þá verður þetta slaglaust.
Ef innri róin er hert slaglaust þá veistu ekkert hvað herslan er orðin á legunni þegar búið er að herða splitt rónna þessa ytri. Sú hersla gæti verið of mikil og legan hrunið útaf oherslu og hita.
kv ice
22.04.2006 at 01:43 #197818Kræst maður. Þessi djövulsins heimasíða 4×4 getur gert mann alveg snar……….
Trekk í trekk kemur einhver andskotans melding um að maður hafi ekki aðgang að þessari andskotans síðu……….
Maður sest niður og ætlar að svara einhverju og skrifar pistil og ítir á ‘i LAGI TAKKANN OG FÆR ÞETTA ADSKOTANS KJAFTÆÐI AFTUR OG AFTUR……………
DJÖ….DJÖ……
20.04.2006 at 08:44 #549906Þetta er bara flottur bíll. Vantar smá úpá dótastuðulinn ein og stangir og ljós á toppinn. En það kemur seinna. En bíllinn er dökkur þanni að það er auðvelt að skreitann eins og krómlistana á brettakantana eins og ég er með. Ekkert mál að gera þennann að virkilegu augnayndi.
Sjálfskiptingar……minn er sjálfskiptu og engin vandræði með það. Alveg draumur að keirann. En ef menn eru mikið á fjöllum og í þungum færum þá er öruggara að fara í ákveðna aðgerðir svona seinna og þegar fjárráð leifa.
Sjá:http://www.automatictransmission.com.au/orto.asp
Kv ice
20.04.2006 at 00:50 #549900Sveinn……..
Byrjaðu bara á einum svona 38" og auktu getuna í 44" þegar rétti tíminn er kominn. Þú færð svona bíl á 38" frá 1600 þús til 2,2 millj 92-94 model. Og verður sæll með kraftinn.
Sja: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/458
Kv ice
19.04.2006 at 21:53 #547012Í flottustu festunni er líklegast að menn séu að hugsa heim til konunnar frekar en að hugsa um aksturinn ef marka má frétt MBL.IS. Menn gera mistök þegar þeir fara að hugsa gróft….og taka rangar ákvarðanir.
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1196886
kv ice
19.04.2006 at 09:10 #549862Ég var í þessum sömu sporum fyrir 5 árum, og gaf mér góðann tíma í valið. Endanlega valið var Cruiser 80.
Jújú….rökin með og móti cruiser eða patta voru mímörg.
Cruiserinn hafði það á móti sér að það þurfti að skipta um stangalegur í sirka 150 þúsund kílómetrum annars færi illa og eftir það í sirka 100þ kílómetra fresti svona til öryggis. Framhásingin væri ekki nógu sterk í crusernum, var einn punkturinn. En aftur á móti þá væri þar nægt vélarafl og annað kram frekar sterkt og bíllinn alveg draumur að öðru leiti.
Nú pattinn hafði það með sér að vera með sterkar hásingar og engar sögur fóru af kassavandræðum en vélarnar voru hlutir sem af fóru vægst sagt slæmar sögur. Þær voru hrynjandi út og suður og verksmiðjan skipti út vélum í einhvejum módelum. Heddin voru að springa og enginn patrol komst eitthvað til ára sinna sem hafði verið breittur öðru vísi en að vélin hafði ekki hrunið eða heddin. Annað með pattann var það að enginn gortaði af kraftinum, þær voru vélarvana miðað við stærð og þyngd bílsins.
Að velja milli þessara tveggja kosta var ekki auðvelt fyrir mig fyrr en ég fékk að keira báðar þessar tegundir. Þá fann ég muninn og hreinlega nennti ekki og gat ekki hugsað mér að kaupa bíl sem ég ætlaði að eiga í mörg ár og væri alveg vélarvana.
Ég er búinn að vera lengi í vélsleðamennskunni og það leiðinlegasta sem maður lendir í er að vera á kraftlausu tæki. Því varð valið Cruserinn hjá mér og ég sé ekki eftir því, þó hann sé kannski ekki fullkominn en kostirnir eru mun fleiri að mínu mati en í pattanum.
Kv ice
-
AuthorReplies