Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2004 at 01:44 #484604
Strákar.
Gleymið ekki því að hann þarf væntanlega að borga 1000-2000 kall í sendingarkostnað. Ef við landbyggðarmennirnir fáum 4×4 afslátt af einhverju þá þýðir það að við fáum þetta svipað og full útsala hjá ykkur þegar búið er að greiða landflutningum fyrir sitt. Ódýrasti pakkinn sem er í umslagsformi kostar 700 kall, í flutningskostnað.
Kv ice
09.01.2004 at 14:29 #483554Veit einhver hverjir selja svona loftkælda olíukæla, eða hvar hægt er að fá þá ætli ég að setja stærri við skiptinguna??
kv ice
09.01.2004 at 12:00 #483550Nei ég keiri ekkert í Drivinu í ófærum, ég hef sett hann bara strax í lágadrifið og keirt þannig. Standard eru þessir bílar þannig að það er ekki hægt að setja þá í overdrivið þegar hann er í lágadrivinu. Hvað segirðu með þennann hitamæli Ýktur, er hann síðan bara snúrutengdur við mæli inni í bílnum eða er fölerinn(skinjarinn) með járnvír.
Kv ice
09.01.2004 at 09:25 #483544Já, það er spurning hvort áreynslustuðullinn sé í hærri kantinum? Hann er á 4,10 hlutföllum víst óbreittur og þessi er óbreittur, en mér finnst í keirslu hann erkkert vera að efiða. Það vantar aldrei kraft og hann fer létt með þetta að því er mér finnst.
kv ice
09.01.2004 at 00:06 #483540Smá prufa hérna:
Mér fannst hitinn frá kælinum vera of mikill, það var sjóðandi inná aukakælinn og þó nokkuð heitt frá honum. Samt fer þetta í aukakælinn eftir að vera búið að fara í gegnum kælinn í vatnaskassanum. Ég var að vísu búinn að keira í einhverja klukkutíka í lágadrifinu en það á svo sem ekkert að skipta máli. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þessi kælir væri nógu stór, hann er 35 cm x 10 cm.
kv ice
08.01.2004 at 23:42 #483536Hafa ekki fleiri neitt um þetta að segja, einhverjir með reynslu af hita í sjálfskiptingu?? Hérna er betri mynd af aukakælinum.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/edit.p … ureid=8005
kv ice
08.01.2004 at 10:02 #193399Sælir félagar.
Ég er með cruser 80 sjálfskiptan með aukakæli við sjálskiptinguna og var að velta fyrir mér hvort þetta kælikerfi á skiptingunni væri nóg ?? Ég var í ferð um síðustu helgi og fannst mér finna hitaligt, og fannst hún koma frá skiptingunni, er samt ekki viss. Þegar ég fór að athuga þetta þá var aukakælirinn á kafi í snjó og hreinsaði ég frá honum og bar ekkert á þessu síðar. Sjálfskiptiolían er rauð og virðist ekki hafa hitnað(svört). Vita menn hvað olían má hitna mikið og hafa menn sett hitamæla við þessar skiptingar, eins ætli þessi aukakælir sé nóg fyrir skiptinguna eða ætti ég að stækka hann??
Sjá mynd:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=2942&albumid=379&collectionid=523&offset=0kv ice
05.01.2004 at 22:20 #472322Sælir.
Þá er dælan klár og komin í bílinn. Hægt er að sjá útfærluna hérna:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=1281Kv ice
13.12.2003 at 00:12 #482614Sælir.
Ég skil nú alveg íslensku og þætti betra ef menn skrifuðu ílensku bara fyrir mig. Þá væri þetta allt einfaldara en mikið djö er Ion góður myndasmiður og bara flottar myndir hjá honum. Hann hefur auga fyrir uppsetnigu myndanna þegar hann tekur myndir.
kv ice
10.12.2003 at 21:39 #482452Hann er á orginal hlutföllum sem eru víst 4,10 í sjálfskiptum. Var mér tjáð að 4,10 væri ágætt fyrir 38" og bíllinn réði vel við það. Ég hef komist að því að það er allt í lagi, nægur er krafturinn. En fyrir 44" veit ég ekki hvað menn nota í sjálfskiptum bíl. Ég hef svo sem ekkert velt 44" fyrir mér því þetta er aðallega veiðibíll og svo náttúrulega einhverjar torfærur þegar þær verða á vegi manns. Ég ætla að sjá til,,,,,sé kannski hvað þú gerir við þann nýja??? Ég er nú ekki mjög gefin fyrir tilraunir og fer því leiðir sem aðrir eru búnir að sannreyna að eru góðar. Því vantar mér frekari upplýsingar eins og þú hvað menn sem eru með sjálfskipta hafa gert á 44". Eitt hef ég þó heirt og hef sannreint sjálfur. Þegar ekið er í lágadrifinu þá er lága drifið mjög lágt og ekki er hægt að keira mjög hratt, því hafa menn brugðið á það ráð að taka einn vír úr sambandi sem stjórnar overdrævinu þannig að hægt er að keira bílinn í lága með overdrivið á. Þá kemst hann mun hraðar en vinnur samt létt. Ég er búinn að fá teikningar af þessum gjörning og er þetta mitt næsta verk ásamt þessu hefðbundna eins og talstöð, ljós og so on.
Kv ice
10.12.2003 at 16:58 #482448Ég spurði sömu spurninga fyrir rúmu ári síðan og fékk þessi svör:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=155
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=200Síðan var bara að velja þá útfærslu sem manni hugnaðist best með tilliti til þess að maður yrði ánægður og gæti átt bílinn einhvern tíma. Þetta varð svo mín útfærsla:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=458
og
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=523kv ice
10.12.2003 at 10:28 #482360Ég þekki þenann kassa nú ekki en í gömlu kössunum voru kúlur og gormar til að fyrirbyggja að þú gætir sett í lága gírinn öðruvísi en að fyrst færi hann í framdrifið. Getur verið að þetta sé svipað og að þú hafir ruglað kúlunum, misst gorm úr eða eins og var í gamla þá var sívalur lítill pinni á milli stanganna sem komst ekki inní hak á stönginni nema vera rétt staðsettur. Athugaðu þetta eftir að þú athugar hvort afstaðan á skiptistöngunum sé rétt eins og kom fram hér fyrr.
kv ice
04.12.2003 at 00:13 #481974Sælir félagar.
Hérna á norðanverðu landinu fékk ég félagsskírteinið sent og gjalddagi var 21.10.2003 og ég borgaði 31 okt 2003. Alveg til fyrirmynda af Húsavíkurdeildinni enda er afsláttarskírteinið notað í botn.
Kv ice
04.12.2003 at 00:13 #481972Sælir félagar.
Hérna á norðanverðu landinu fékk ég félagsskírteinið sent og gjalddagi var 21.10.2003 og ég borgaði 31 okt 2003. Alveg til fyrirmynda af Húsavíkurdeildinni enda er afsláttarskírteinið notað í botn.
Kv ice
02.12.2003 at 17:16 #472314Vita menn hvort 4×4 afsláttur er á þessari Fini dælu og hvert verðið sé þá?? Fær maður 4×4 afsláttinn bara í Byko Skemmuvegi eða fær maður þennann afslátt í öllum Byko verslunum hvar sem er á landinu??
kv ice
01.12.2003 at 16:05 #472312Þakka ykkur fyrir þetta strákar, ég fer reley leiðina og læt stýrisstrauminn á releyið fara í gegnum pressustatið. Releyið verður 70 amp. Pressustatið fékk ég í Danfoss og heitir cs 4-12 bar.
Kv ice
01.12.2003 at 13:07 #472306Sælir.
Veit einhver hvað þessar Fini dælur taka í amperum, hvað þarf stórt öruggi fyrir þær?? Presustatið sem ég ætla að nota fyrir dæluna er gefið upp 220/414v…..12 amper.
kv ice
26.11.2003 at 23:18 #481620Fyrsti er á því heddi sem framar er, síðan koll af kolli. Áttundi aftast á aftari heddinu.
kv ice
26.11.2003 at 19:20 #481308Sæll aftur Jóhann.
Ef mögulegt er,,, gætirðu athugað hvað pressustatið heitir,,,það er t.d. KP-15 eð hvað sem stimplað er á það svo ég geti pantað mér eins frá Danfoss.
Kv ice
26.11.2003 at 07:57 #481304Sæll Jóhann.
Það var akkurat þetta sem ég var að spá í hvort þessi dæla næði að starta sér með fullum þrýsting á lögninni. Þú segir að aflesta þurfi lögnina til þess að hún nái að starta sér, hvernig pressustat er þetta sem aflestar lögnina?? gerist þetta sjálfvirkt??
kv ice
-
AuthorReplies