Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.11.2006 at 20:45 #568194
Sælir,
ef að dekkin eru að snúast á felgunum er bara eitt að gera sem vit er í ….stækka felgurnar, valsa þær út svo amk 30 til 40 psi þurfi til að koma gúmmíinu á stálið……Frost kveðja…
15.11.2006 at 10:05 #567866Sælir félagar,
Búinn að vera á þessum dekkjum síðan í jan 2005,vara áður á 38"Mödder ástæðan fyrir því að ég vildi prófa aðra gerð var aðalega mikill kostnaður á dekkjakaupum, þe eitt til tvö ný dekk þurfti að kaupa á kepnistímabilinu des-júni (þykir held ég ekki mikið í formúlunni) svo ég kynnti mér hvað var í boði og fannst þessi álitlegust.
Það sem kom strax í ljós var að þau voru að snúast á felgunum þegar lógírinn var notaður, í bjartsýni þá var prófað að bera á kantinn grunn með sandi í….. virkaði í smá tíma, næst voru felgurnar valsaðar töluvert út þe kanturinn(allt reynt til að sleppa við bedlockin ) og þarf um 40 psi til að koma dekki á felgu,bar reyndar einnig á einhverja grófa kæfu frá Kemi, og ég held að ekki sé hægt að ná gúmmíinu af nema með gummíeyði…..sem er aftur í fínu lagi því ekki hefur mér tekist enn að skemma dekk 7-9-13, svo nú er maður að græða svakalega
Dekkin hafa bara virkað fínt, eiga að sjálfsögðu sína vondu daga eins og önnur, þurfti að taka úr þeim nýja hrollinn eins og stundum virðist með ný dekk.
En það er alveg klárt að 39,5 IROK er með efnismeiri hliðum og menn ættu ekki að vera að bera þessi dekk saman við 38" eða 44" frekar en að menn séu að bera saman 38" við 44" þessar þrjár stærðir hafa hver um sig sína kosti og galla, og þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur það að skipta mestu að allt sé í samhengi þe að jeppinn sé ekki:
1)
oftar en aðrir fastur.
2)
oftar en aðrir síðastur.
3)
oftar en aðrir að kvarta undan malbikinu…..
4)
oftar en aðrir með bilanir sem rekja má til rangrar dekkjastærðar.Eitt atriði sem menn hafa minnst á við mig (reyndar ekki fyrr en að þeir voru búnir að selja 39,5" ganginn sinn) töluvert meira afl þarf í þessi dekk í snjóakstri samanborið við 38", reyndar hefur einn maður sagt mér að honum hafi jafnvel fundist léttara að snúa 44". Að sjálfsögðu þekki ég þetta, aflið er bara svo hrikalegt………………….:-)
Bestu ferða kveðjur.
18.05.2006 at 17:17 #197977Eru allir komnir í garðvinnuna..? vegna óvæntra forfalla er allt gistipláss laust á fjallinu,já reyndar líka í Jökulheimum, færðin fín mest allt vatn runnið burt og jökullinn var góður síðustu helgi.
Kveðja
Vilhjálmur.
26.10.2005 at 10:02 #527694Það ætti nú að vera nokkuð ljóst að þegar ný dekk koma á markað og við förum að þeytast um öll fjöll með pínulitið loft í dekkjunum að ekkert nema reynslan getur sagt okkur hvort þau komi til með að þola misnotkunina.
30.09.2005 at 10:14 #196358Getur einhver frætt mig um snjómagn í nágrenni Hofsjökuls, Sprengisand og Kjöl.
Vetrar kveðja
Vilhjálmur.
29.03.2005 at 11:08 #19576639´5″ Irokinn svínvirkaði í krabanum. Er á 14″ breiðum felgum og tel ég það fullreynt að þau munu ekki affelgast óvænt eða óumbeðið, soðinn kantur og felgur frá Smára í Skerpu.Einnig var kanturinn málaður með Epoxy grunni og var slatti af sandblásturssandi settur útí málninguna til að tryggja það að þau snúist „jafn hratt“ og felgan og er búið að fullreyna það í lógír með sleðakerru aftan í bílnum upp brekkur og í krabanum á leið inn í Jökulheima um daginn.
Kv Vilhjálmur.
11.01.2005 at 14:14 #512254Sæl og gleðilegan ferðavetur,vegna fyrirspurna ætla ég að deila með ykkur reynslu minni af 39,5" Irok sem ég setti nýlega undir hjá mér,enn sem komið er er reynslan einungis einn góður túr sem við fórum á nýársdagsmorgni og gistum í Jökulheimum,fórum norður fyrir Þórisvatn (Þórisós)og keyrðum gegnum hraunið og komum inn á Jökulheimaleið við Þröskuld færið var þungt í gegnum hraunið en lagaðist heldur þegar komið var inn á slétturnar undir Ljósufjöllum.Með í för voru 90 LC á 38" Mödderum og 60 LC á 44"DC. 38"bíllinn gat ekki keyrt í ótroðnum snjó og förinn eftir okkur voru það djúp að honum gekk ekki vel í förum,náði einfaldlega ekki niður settist á klafana.44" bílnum gekk ágætlega og held ég að ekki sé á neinn hallað að segja að okkur hafi gengið svipað,fyrst hleypti ég niður í 1 psi en fanst sporið sem kom eftir bílinn vera allt of laust í sér svipað og kemur eftir 44" svo ég pumpaði í 2 psi og virtist það ekki muna í floti en farið varð betra slétt og hart eins og á að vera eftir radialdekk,vissulega eru hliðarnar stífari í þessum heldur en í MÖDD eða Grhw en hvort að það sé galli er ég ekki viss um því alls ekki má gleyma að þessi dekk eru stærri standa 39,5" undir bílnum því ætti flotið að aukast á lengdina,sporið í ótroðnum snjó virtist vera heldur breiðara en Mödd (ekki mjög nákvæm mæling)Auðvitað er þetta bara fyrsta ferð en engu síður lofa þau góðu.
Á þjóðvegi eru þau góð heyrist lítið í þeim mun minna en í Mödder.
Jeppinn hjá mér er 2190kg galtómur.
Með kveðju og von um að kominn sé nýr valkostur í snjódekkjum,
Vilhjálmur.
20.12.2004 at 08:50 #510648Ef ég er ekki of seinn að panta þá myndi ég vilja gera það nú,fjögur stykki takk fyrir
19.11.2004 at 18:20 #508980Sælir ekki dugar að setja eingöngu smurefni í loftinntakið þar sem það fer bara ofaná stimplana ágætt ráð er að setja smurkopp í húsið og smyrja með feiti,það smyr þá veltilegu, stangir og annað sem þar er að finna og fer ekki svo glatt út með loftinu.Þetta er nokkuð ljóst ef skoðað er inní.
Kveðja VSK
-
AuthorReplies