Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.12.2001 at 21:26 #457974
Stutti Cruiserinn minn er 2,35 tonn þegar hann er tilbúinn í ferðalag þannig að þú ættir að tala varlega. Bíllinn hjá þér er kannskiörlítð betri í hliðarhalla á útvíðu felgunum og þú getur jafnvel lagt betur á bílinn en þú slátrar líka legum miklu fyrr. En mér finnst málið ekki snúast um hvort felgurnar eru inn- eða útvíðar, nákvæmlega jafn mikið flot, heldur breiddin á þeim. Mér sýnist þetta nú vera farið að snúast um lúkkið á bílnum hjá þér, ekki getu hans.
14.12.2001 at 21:10 #457972Kæri Snake
Hvernig í ósköpunum færð þú það út að bíllinn hjá þér fljóti meira eftir því sem það er breiðara á milli hjóla. Þetta er eitt mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt á mínum 13 ára jeppaferli. Heldur þú að ef þú stendur í snjó að þú sökkvir minna ef það er gleiðara á milli lappanna á þér. Hinsvegar gæti þetta virkað ef þú ert að keyra yfir snjóbrú eða slíkt.
Ég er búinn að prófa flestar felgubreiddir (10"-16") og í dag er ég með 10" allann hringinn á stuttum LandCruiser og þessi bíll hefur verið kallaður litli bigfoot vegna þess að mönnum þótti ótrúlegt hvað hann dreif oft mikið og því vil ég að miklu leyti þakka mjóum felgum.Með von um minnkandi felgubreidd
Hvati
14.12.2001 at 02:33 #457950Þú ert ekki að fá neitt meira flot með breyðari felgum. Þegar þú hleypir úr ertu að langmestu leyti að lengja snertiflöt dekksins en ekki að breykka hann. Einnig ertu að auka viðnámið mikið þegar þú þarft að fara að skera snjóinn.
Þegar þú keyrir í snjó á full pumpuðu drífurðu ekki neitt þótt að bíllinn sökkvi lítið hjá þér. Ástæðan er sú að það er svo lítill hluti munstursins á dekkinu sem snertir snjóinn að það ræður ekki við að koma þér áfram vegna þess að það er svo mikið viðnám í snjónum. Þegar þú svo hleypir úr sekkur bíllinn í sjálfu sér ekkert minna í snjóinn en þú ert kominn með svo mikið munstur á jörðina að það nær að koma bílnum áfram. Þú færð ekkert auka munstur á jörðina með breyðari felgum bara aukið viðnám sem hægir á þér. Þessir örfáu sentimetrar eða millimetrar sem þú færð aukalega á breiddina tapast algjörlega og rúmlega það í auknu viðnámi.Ég veit að margir eru ósammála mér og segjast hafa prófað hitt og þetta en þú ert aldrei í eins færi tvo daga í röð og bílstjórarnir eru misjafnir þannig að erfitt er að gera einhvern nákvæman samanburð. Menn hafa alltaf þá tilhneigingu líka að finnast það stærsta og mesta alltaf best (í þessu tilfelli það breiðasta) en það er því miður bara ekki raunin. Þetta er bara einföld lógig sem hver og einn ætti að sjá ef hann spáir aðeins í þessu. En þetta þíðir auðvitað ekki að 3 tonna bíll eigi að fara á 35" dekk vegna þess að þau eru mjórri, dekkjastærðin verður auðvitað að ráðast af þyngd bílsin en reynið alltaf að hafa felgurnar eins mjóar og þið getið. Ég mæli með 10-12" að framan og 12" að aftan fyrir 38" dekk.
Kveðja
Hvati
14.12.2001 at 01:17 #458108Ég heyrði að þarna hefðu verið á ferð "virtir" menn innan félagsins. Menn sem ávallt eru bendlaðir við félagið þar sem þeir þekkjast þannig að hvort sem þeir voru á vegum félagsins eða ekki eru þeir með þessu framferði að sverta nafnið 4×4. Svona hluti gerir maður ekki og vona ég að þeir bæti ráð sitt því batnandi jeppamönnum er best að ferðast 😉
Kveðja
Hvati
-
AuthorReplies