You are here: Home / Björn Bergmann Þorvaldsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Takk fyrir mig. Þetta var sérstaklega vel heppnuð ferð í alla staði enda var veðrið með afbrigðum gott. Þá þakka ég Sverri vasklega fararstjórn.
Björn – G3
Ég hef farið í nokkrar Litlunefndarferðir og haft gaman af, þar á meðal ágæta Langjökulsferð í janúar 2009 sem endaði með skemmtilegri hringferð um Skjaldbreið sem tók eitthvað lengri tíma en ætlað var. Einhvern atvikast það þannig að tímasetningar rekast oft á og þannig er það með þessa helgi. Þá er ég líklegast með of þungan bíl á 35" dekkjum fyrir þessa ferð, en skráð eigin þyngd (bílsins, nota bene) er 2.480 kg og leyfileg heildarþyngd 2.805 kg.
mbk/Björn
Ég tek undir með samferðafólki mínu í þessari ferð, sem var bæði skemmtileg og lærdómsrík fyrir okkur sem erum að taka fyrstu sporin. Ég vil þakka fararstjórum og öðrum fórnfúsum sem gáfu ekkert eftir til þess að við hin nytum ferðarinnar. Mér sýndist þeir jafnvel hafa meira gaman af þessu en við hin sem þurftum á hjálp þeirra að halda.
mbk/Björn
p.s. Ég var á rauðum Navara, en var nú bara með spotta af allra einföldustu gerð. Líklega á Magnús spottann sem er í óskilum hjá Gunnari.