Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.03.2010 at 18:29 #685310
Er ekki einhver sem lumar á skemtilegum myndum úr ferðinni ???
23.01.2010 at 11:07 #210148Sælir
Er enginn hér á landi sem hefur farið út í það að gera við olíuverk af 3l vélunum. Mér blöskrar svo verðið á þessu uppgerðu að ég vil frekar borga einhverjum góðum manni fyrir að gera við þetta fyrir mig.
24.11.2009 at 21:52 #668484Sæll Sverrir
Ég er með smá reynslusögu handa þér, bara svona til að hafa í huga.
Ég er með Patrol árg ´00 með 3l vél og sjálfskiptingu, breyttur á 35 tommu dekkjum. Ég er mjög ánægður með bílinn sem slíkann, enginn ofurkraftur en hefur komið mér frá A til B og aftur til baka, í flestum tilvikum.
Þegar ég keypti bílinn var ég búinn að frétta af þessum vélarvandræðum og kynnti mér það því aðeins og talaði við þjónustufulltrúa á IH sem fullvissaði mig um að þetta væri í lagi í þessum bíl því hann hefði verið innkallaður í 20.000 og skipt um vél í honum. 130.000 km síðar fer vélin. Ég var ekki með bílinn heima og því lét ég skipta um vél í honum á verkstæði annars staðar með tilheyrandi kostnaði, rúm 600.000 kostaði það. Fékk notaða vél keyrða 160.000 á 300.000. Allt gott um það að segja, það var gert fljótt og vel hjá K2M á Akureyri. Hálfum mánuði seinna neitar bíllinn að fara í gang og eftir að hafa fengið lesara sendann að sunnan kemur það í ljós að olíuverkið er farið. Og það kostar 340-390.000 takk fyrir. Fram að þeim tíma hafði ég aldey heyrt um að það væri að fara í þessum bílum en mér skilst á mönnum sem segjast þekkja til að þetta hvort tveggja sé algengt í 3l vélinni.Bara svona til að hafa í huga.
Kv. Björn Hreinsson.
15.11.2009 at 22:39 #666778Takk fyrir það.
Þegar "change engine" ljósið fer að loga aftur hálfum mánuði eftir síðustu vélarskipti og ekkert virkar eða fer í gang, fer maður að hugsa sinn gang.
4,2 hljómar vel en sennilega liggja þær ekki á lausu. En hvernig er með sjálfskiptinguna, tengist hún ekkert tölvunni sem er við 3l vélina í honum í dag. Ef ekki ætti þetta ekki að vera stór mál.
Hafa menn verið að setja vélar úr LC 80 í Datsuninn ???
Kv. Björn
15.11.2009 at 00:14 #208288Sælir Félagar
Hefur einhver skipt um vél í 3l Patrol og sett eitthvað annað ofaní hann ??? Ef svo er, hvað þá ??? Hvaða vélar gætu hentað í það frekar en aðrar, hann er sjálfskiptur hjá mér, árg. 2000 ???
Kv. Björn
26.10.2009 at 19:41 #663406Við komum ef jeppinn verður kominn saman.
Björn og Sirrý Vopnafirði
18.10.2009 at 22:21 #662778Hér er líka smá fróðleikur, fann þetta inn á radioehf.is, það er Siggi Harðar sem er með það. Kv. Húnninn
16.10.2009 at 19:14 #207414Sælir félagar.
Ég sem nýgræðingur í faginu var að velta einu fyrir mér. Flestir eru með 15″ felgur undir bílunum sínum, allavega upp í 44 tommur, þekki ekki þar fyrir ofan, en hvað er að muna miklu að vera á 15″ felgu eða 17″ þegar dekkið er orðið 42 tommur eða stærra. Nú finnst mér, (sem nýgræðingi) að munurinn sé ekki ýkja mikill á svona stóru dekki, ein tomma eða svo. Það væri gaman ef einhver sem hefði prufað hvort tveggja myndi tjá sig um málið. Kv. Húnninn.
18.08.2009 at 23:29 #653152Sælir
Ég talaði við K2M og þeir hafa ekki verið með milligír í LC 60 en hafa átt lægri hlutföll í millikassann. 3,05:1 í lága drifinu og c.a. 8% lækkun á háa drifinu. Þetta kostaði 170 þúsund hjá þeim í fyrra en hann sagðist ekki eiga svona núna og væri ekki að fara að flytja þetta inn að svo stöddu. Taldi engann tilbúinn til að kaupa svona á 300 þúsund í dag.
Er einhver sem þekkir til á Ástralíu markaði ??? Hvar gæti maður fundið svona þar ??? Hef verið að snuðra en án árangurs.
Kv. Björn
16.08.2009 at 16:37 #654144Sæll Kári
Það væri nú gaman að fá smá meiri upplýsingar um vélina eins og hvaða tegund og týpa þetta er. Og svo kannski verðhugmynd. Ekki væri verra að fá mynd af græjunni.
Kv. Björn
bgh@simnet.is
16.08.2009 at 10:44 #653146Hafa menn verið að skipta um lága drifs hlutfallið í þessum bílum. Ég var að snuðra á netinu og mér sýnist vera 1.963 hlutfall í lága drifinu en í K2M sýnist mér vera hægt að fá bæði 2,82 og 3,05 hlutföll. Það hlítur að muna talsvert um að fara í 3,05 en gaman væri ef einhverjir sem hafa prufað þetta myndu gefa smá comment.
Kv. Björn.
05.08.2009 at 00:23 #205583Sælir Félagar
Hafa menn verið að setja milligír í 6o Cruiserinn ??? Ef svo, hvernig hafa menn verið að útfæra það, er hægt að kaupa hann tilbúinn eða þarf að sérsmíða og þá úr hverju ???
Ekki væri verra ef einhver ætti myndir og svoleiðis af svona breytingu.
Kv. Björn
22.04.2009 at 22:27 #645852Kostnaðurinn við búnaðinn hjá mer er c.a. 30.000. Það er rafmagnslokar, lagnir, tengi, kútur, mælar og rofar. Ég er með 1,6 bar/25 psi mæla sem eru nokkuð nákvæmir, sýnist skekkjan í þeim vera c.a. 1 pund sem gerir ekkert til af því að ég veit af því. Ég var með display frá K2 sem var með 5 mælipunkta en það var ekki að virka fyrir svona lágann loftþrýsting, of mikil skekkja en virkar víst vel við loftpúða. Svo er ég með einn 10 bar mælir fyrir kútinn.
19.04.2009 at 11:40 #645836Sælir, ég er nú ekki svo klár áð ég hafi komið myndunum inn hérna svo ég setti þær í myndaalbúm. Ég er með AC dælu hjá mér og hún er snögg að pumpa 12 lítra kút upp í 110 psi. En mig vantar smurkerfi fyrir hana til að láta hana endast. Hvernig hafa menn verið að útfæra svoleiðis búnað og hvar fær maður svoleiðis á góðu verði. Svo þarf að ná olíunni úr loftinu aftur áður en það fer inn á kútinn.
16.04.2009 at 18:42 #645822já, það er greinilega margt sem ber að athuga í þessu dóti, en það er bara gaman af því. Ég er reyndar með tvær átta mm slöngur frá úrhleypikistunni, úr hvorum enda, en það má kannski opna það betur.
15.04.2009 at 21:03 #204248Sælir félagar.
Ég setti fátækra manna úrhleypibúnað á Crúserinn hjá mér (utanáliggjandi). Er með 12l kút og 110 psi í honum, mælir fyrir hvert hjól og kút. En mér finnst ég vera svo lengi að hleypa úr dekkjunum niður í lágann þrýsting. Ég er með 8 mm nylon lagnir í þessu. Hver er ykkar reynsla af þessu, eruð þið með sverari lagnir eða er ég bara svona óþolinmóður. Var farinn að hugsa um vacum dælu á draslið en það er kannski óþarfi. Gaman væri að fá smá input frá ykkur um ykkar reynslu af svona búnaði.
15.03.2009 at 08:35 #641652Hvað segið þið, lumar enginn á læsingu í afturdrif á 60 Cruiser handa mér ?????
14.03.2009 at 14:15 #641650Jæja, þá er komið í ljós hvað var að angra læsinguna í afturdrifinu hjá mér. Hún er semsagt brotin. Ég setti inn myndaalbúm til að menn átti sig á því hvað um er að ræða. Er einhver sem lumar á þessu stykki handa mér. Mér sýnist vera nóg að fá lokið sem er á endanum á köglinum, með legusætinu og þessum kastala á endanum.
Endilega hafið samband í síma 893-5198 er einhver getur reddað mér.
21.02.2009 at 18:33 #641306Jæja, ég fann loksins vandamálið. Ég tók stýrismaskínuna úr og reif hana í sundur og sá þá að hún var illa rifin að innan. Get ekki ímyndað hvernig það hefur skeð en þarna var vökvinn klárlega að leka á milli.
21.02.2009 at 09:01 #641302Grafið þið nú í gagnabankanum.
-
AuthorReplies