Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.08.2007 at 17:14 #594790
Ég kaupi minn trebba hjá bátasmiðju hér í bæ.
Frábært resin og herðir, gott að vinna með þetta og svo á hann mismunandi mottur.
Borga heldur ekki N1/Bílanaust verð fyrir þetta, gæðastöff á góðu verði.
18.08.2007 at 17:06 #594770Ég var farinn að kaupa repjuolíu á 115 kr/L í bónus á tímabili. Fyllti kerruna af 4 lítra brúsum og fór svo og fyllti pallinn og fór heim.
Svipurinn á stelpunum í Bónus var ótrúlegur, þegar maður kemur trekk í trekk og kaupir nokkra lítra af matarolíu.
Hilux gengur fínt á hreinni matarolíu, jafnvel betur en á dísel.
Er samt hættur núna, ég fékk þvílíku augnaráðin og sá staffið fylgjast með mér, þannig að ég hætti að stunda þetta.
Fór líka til heildsölu, þau buðu mér ekki betri verð en Bónus.
Þarf að testa fleiri eldfima vökva á Luxinn.
22.07.2007 at 18:14 #593786Þetta leynir á sér. Þú getur tryggt þig í sigi með því að binda línu utan um hanska og grafa hann í snjó.
Annars geturðu líka smíðað akkeri. Benni Sigurgeirs smíðaði eitt, það er hannað þannig að þú notar járnkall/álkall sem stýringu á það, stórt en fislétt minnir mig.
12.07.2007 at 03:00 #593552Jú, við í skálanefndinni eigum eftir að klára að innrétta viðbygginguna við Réttarkot.
Ég þarf einmitt að komast að því hvenær næsta ferð verður farin.
10.07.2007 at 12:48 #58362405.07.2007 at 06:17 #586658Blessaður Adam.
Ég er sammála þér, það að keyra hratt og að keyra illa er ekki sami hlutur.
Og þetta með að gera bíla upptæka, þetta eru ekki bara peningarnir, það fer t.d. gífurlegur tími í þessa jeppa og sportbíla.
En ég hef lítinn séns á að stinga af, Golf og Hilux eru ekki hraðskreiðustu farartækin sem maður finnur.
12.05.2007 at 18:50 #590884Það er ekkert mál.
Taktu gluggana bara úr, gerðu mót af gluggunum og smíðaðu hurðir úr trefjaplasti.
Svo þarftu að smíða grind til að halda hurðunum almennilega föstum, ég myndi nota flatjárn og festa það við grindina í húsinu.
02.05.2007 at 23:10 #590226Já snilld.
En væru ekki portalhásingar málið, ná drifkúlunum ofar.
En væri ekki betra að hafa IFS á svona afturhjóladrifnum bíl?
02.05.2007 at 20:07 #200250Ég var að skoða Nissan DoubleCab og fann þessa rosa flottu krapa maskínu.
Hvað finnst mönnum svo?
Gaman að sjá hvernig framdrifið er þráðlaust.
Takið líka eftir samsláttar púðanum á mynd 3, þetta er keppnis.
Nú þarf maður að fara að lyfta Hilux.
http://forums.vwvortex.com/zerothread?id=3145550&page=1
23.04.2007 at 03:40 #585082Þú átt að geta hreyft skaftið í henni ef þú tekur utan um drifskaftið og ýtir því fast til hliðar, en hún á að stoppa það um leið.
Þetta er mjög þétt gúmmí, bara eins og fóðring í fjöðrun.
21.04.2007 at 05:40 #585074Minn var svona líka, ´89 dísel.
Gúmmíið í drifskafts upphengjunni var orðið það slitið að skaftið slóst til allra hliða þegar maður tók af stað, bíllinn lét eins og maður væri að keyra yfir þvottabretti, nötraði allur.
Skipti um þetta sjálfur (upphengjan kostaði ca. 10-13 þús í toyota), þetta var allt annar bíll eftir það.
27.02.2007 at 11:45 #582262Já Ofsi, ég sá póstinn þinn núna áðan. Forritið flokkaði hann sem junk mail, þannig að ég rak ekki augun í hann fyrr en ég fór að leita að honum.
27.02.2007 at 01:27 #582258Er enginn með myndir af þessum stöðum, hann myndi náttúrulega biðja um leyfi til að nota myndirnar, hann myndi svo borga eitthvað fyrir notkun þeirra.
25.02.2007 at 22:12 #199793Ég er í sambandi við mann í Danmörku sem er að stofna ferðaþjónustu sem sér um ferðir til Íslands.
Hann var að biðja mig um að útvega myndir fyrir sig.
Mér datt í hug að biðja ykkur félagar um að gá hvort þið eigið myndir af eftirtöldum stöðum.
Ath. það væri best ef þið gætuð aðeins sýnt mér myndir sem þið eigið, þ.e. myndir sem þið hafið tekið, ekki myndir sem þið finnið á netinu.
Staðirnir eru:
Þórsmörk
Fjallabak
Vík í mýrdal
Drekagil
Víti
Askja
Öskjuvatn
Kistufells skálinn
Nýjidalur
Gæsavötn
Kv. Haukur
22.02.2007 at 21:34 #581870Það eru síur á báðum loftinntökum á dælunni hjá mér, svona grá hylki á sitthvorum enda dælunnar.
09.02.2007 at 17:30 #579754Ég tengdi stýristraum fyrir kastara á háu ljósin og beint á rafgeymi.
Ég skipti síðan á milli háuljósa og beintengingar með rofa, þetta er þriggja stöðu rofi. Hann skiptir milli; Háuljósin-Slökkt-Beintengt.
Rofann setti ég undir mælaborðið, þannig að úti á þjóðvegi og á skoðunarstöðinni þá er hann stilltur á háljós en utan vegar og við sérstök tilefni þá er hann stilltur á beintengt.
06.02.2007 at 22:50 #579386Það hlýtur að vera eitthvað relay á þessu. Þetta var bilað í gamla mínum, ég hafði aldrei fyrir því að laga þetta.
01.02.2007 at 00:09 #578488Mér skildist þegar ég var að skoða þetta sjálfur að maður ætti að sjóða plötur í gólfið og svo grindina á þær, annars myndi grindin bara fara gegnum gólfið ef eitthvað kæmi fyrir.
30.01.2007 at 01:17 #577960Það er hægt að fá svona perur frá Hella, Phillips, IPF og fleirum. Þær eru með blöndu af Halogen og Xenon og með bláu gleri. Þær lýsa meira og ljósið er hvítara.
Ég er með ný framljós í mínum Hilux. Ég fékk þau í stillingu. Þessi ljós eru dýpri en OEM ljósin og með alveg glæru gleri. Þau lýsa alveg rosalega. Á rúntinum sé ég fólk píra augun og bölva mér þannig að þetta lýsir alveg nóg.;)
Svo hef ég verið með 8" Britax kastara á honum og þeir eru mjög góðir. Fékk parið á 18-19þús í KT. Hef séð marga flutningabíla með þetta. Þeir eru held ég alveg eins og Sirius kastararnir í Stillingu.
11.01.2007 at 16:43 #575008Ég keypti í fyrra sumar 8" Britax með blárri linsu og angel-eyes stöðuljósum hjá KlipTrom. Ég setti strax í þá 100W Phillips Rally perur. Ég var líka með HID framljós með öflugum bláum perum.
Háu ljósin voru eins og lág ljós í samanburði við kastarana.
Núna hafa þeir staðið á kastaragrind í garðinum í 2 mánuði og það sér ekki á þeim. Glansa ennþá eins og daginn sem þeir komu úr kassanum.
Ég held að Sirius kastararnir í Stillingu séu alveg eins.
-
AuthorReplies