Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.08.2008 at 14:31 #627292
Einu sinni er kannski nóg hjá manni.
10.08.2008 at 17:58 #202762Ég tók eftir því í gær að útvarpið í hiluxnum slökkti á sér en small inn strax aftur og ef ég kveikti á miðstöðinni þá kom rafgeymisljós í mælaborðið. Hann gekk fínt og framljósin lýstu alveg eins og venjulega.
Ég stoppaði og leit á rafgeymana, allir kapalskór vel fastir við pólana. Gaumljósin á rafgeymunum voru eiturgræn og hleðslan var ca 13V í hægagangi.
Svo drap ég á honum seinna og þegar ég ætlaði að ræsa hann aftur þá kom ekkert nema fyrrnefnt rafgeymaljós á mælaborðið. Ég sneri lyklinum fram og til baka og eftir nokkur skipti þá virkaði allt rétt. Ég drap þá á honum aftur og reyndi að starta honum aftur, þá gerðist ekkert fyrr en ég bankaði nokkrum sinnum í svissinn.
Núna gerist ekkert nema það að rafgeymaljósið kviknar og það eitt relí smellur í samband.
Er það ekki örugglega rétt hjá mér að svissbotninn er farinn?
Hvað kostar slíkur gripur? Ætti ég að taka hann hjá Toyota eða reyna að finna hann annars staðar?Með fyrirfram þökkum. Haukur Þór.
02.07.2008 at 01:18 #625224F hedd eru ekki fyrir leiktæki.
Ég ætla að fá eina 3VZ-GTE í hiluxinn.
24.06.2008 at 22:03 #624888Áttu við svona bjarma sem er oftast undir sportbílum og lækkuðum pikkumm?
Þetta heitir neon og þú myndir þurfa stangir sem eru hannaðar undir bíla, þær eru sumar tvöfaldar. Þ.e. innri stöng og svo plaströr utan um það.
10.06.2008 at 19:46 #202539Mig bráðvantar rafkerfi í 90 dísel hilux.
Um er að ræða öryggjaboxið og loomið sem liggur bakvið vatnskassann og að hvalbak vinstramegin. Mig minnir að stöðuljósin og stefnuljósin séu í þessu líka, gæti verið að þetta liggi að alternator.
Ef einhver á partabíl með þessu í þá væri ég þakklátur ef hann gæti farið og losað öll tengi (ekki klippa, nenni ekki að standa í því að lóða tengi.), sett þetta í kassa, rukkað mig um pening og sent mér.
Ég er búinn að hringja í allar partasölur sem mér dttur í hug og það virðist enginn eiga dísel hilux eða þá að rafkerfið hefur verið klippt í sundur.
Ég er að fara að flytja núna 20. júní og þarf að koma luxanum með mér þangað.
Með fyrirfram þökkum.
kv Haukur Þór Smárason.
05.06.2008 at 23:05 #624108Er ekki bara laus jörð þarna fyrir þetta allt?
Kerrutengi er tengt inn á afturljósin, líklega er sameiginleg jörð einhversstaðar.
30.05.2008 at 19:40 #623716Eflaust er einhversstaðar til tölvukubbur fyrir þennann mótor.
3" pústið myndi gera að verkum að túrbínan kæmi örlítið fyrr inn og væri fljótari upp á snúning.
Fá þér háflæðiloftsíu. Ekki fá þér K&N, mér skilst á mönnum að olían í þeim sé til vandræða í skynjurum. Green síur og fleiri þurrsíur eru góðar, jafnvel að nota orginal síu fyrir rykið á sumrin.
Gætir fengið einhvern suðumann með þér í það að smíða nýja pústgrein, skipta steyptu greininni út fyrir röragrein með góðum beygjum. Þetta er ekki erfitt, tekur bara smá stund að finna út hvernig þú vilt að rörin liggi. Passa að hafa nógu þykkt í þessu, greinin þarf að halda uppi túrbínunni og þola hitann á sama tíma. Notaðu frekar rör með 3mm veggþykkt en púströr í þetta. 😉
Þú gætir slegið 2 flugur í einu höggi og fengið þér snorkel, gott í vatnið og svo færðu kalt og gott loft. Í framhaldi af snorkelinu gætirðu lagt sverari lagnir með góðum beygjum að túrbínu, intercooler og að loftinntaki til að loftið flæði almennilega.
Vatnsúði á intercooler, önnur breyting sem er ekki flókin en tekur tíma að púsla saman og finna besta staðinn fyrir spíssann.
Svo geturðu misst þig og farið að opna mótorinn, portað heddið til að loftið flæði vel.
Lækkað þjöppu til að geta boostað meira, vatnsinnspíting (lækkar afgashita), gasinnspýting (betri eldsneytisnýting) og margt fleira.
Ég myndi samt byrja á loftinntaki og pústi og fleiri hlutum sem auðvelt er að skipta út.
29.04.2008 at 23:34 #621788Það er ekki rétt að tala um flækjur. Þetta er bara túrbó pústgrein.
http://autospeed.com/cms/A_2605/article.html
Þetta eru leiðbeiningar um smíði túrbó pústgreina.
Þetta er svipað og flækjur en er ekki ætlað að virka eins.
Þetta hækkar líka dótastuðulinn um 2 stig.
26.04.2008 at 15:08 #620194Ég ætla að tilnefna bróður minn.
Hann er með V6 4Runner sem er kominn með 3.0TDi Runner mótor, Hilux framhásingu, skriðgír og allar aðrar nauðsynlegar græjur. Hann stefnir á Patrol hásingar fljótlega skilst mér á honum.
old.f4x4.is/new/files/photoalbums/5629/44779.jpg
P.s. Svo er kallinn að komast á besta aldur. 😉
18.03.2008 at 22:31 #617964Segjum sem svo að "einhver" fari í Bónus, kaupi repjuolíu og skelli henni á tankinn ásamt bætiefnum og keyri um glaður með steikingarlykt. Segjum sem svo að líterinn kosti 129,5 kr og endurvinnslan borgi skilagjald afbrúsunum.
Myndu menn ekki vera glaðir með þá stöðu?
En þetta eru allt bara pælingar…
11.01.2008 at 21:30 #609944Ég er með 4Runner króm grill og stuðara á Luxanum mínum.
Ameríku hiluxarnir-Toyota pick-up eru krómaðir að framan.
SR5 er með króm framenda.
Partar úr árg. 89-95 passa allir saman. Toyota merkið kom samt ekki fyrr en 92, þangað til stóð TOYOTA á grillinu.
Ameríku 4-Runner er með öðruvísi stuðara, mun mjúklegri stuðari.
14.11.2007 at 22:34 #589344Við í Dekkjahöllinni settum svona 47" dekk undir 80 Cruiserinn hjá björgunarsveitinni Súlum.
Hann var vígalegur, vægast sagt.
04.10.2007 at 17:18 #597014Ég mæti og tek kellinguna með.
Ég þarf ekki gistingu nema mér verði hent út.
Haukur Þór, A-864.
28.09.2007 at 20:18 #597978Eru ekki flestir með 3" við 4,2 mótorinn?
4" er eflaust fínt ef þú hefur pláss fyrir þannig holræsisrör undir toyotunni.
25.09.2007 at 21:05 #597712Ég er á túrbolausum 2.4 dobblara á 33" dekkjum og 4.10 hlutföllum.
Hann er allt í lagi innanbæjar, heldur mér löglegur utanbæjar og eyðir ekki miklu nema ég sé að deyja úr óþolinmæði.
Hann er fínn í hjakki og slíku, hef ekki reynt hann í mjög erfiðum aðstæðum ennþá.
21.09.2007 at 00:21 #596134Pallurinn er kominn hringinn kringum skálann. Við kláruðum nánast að klæða viðbygginguna að innan.
Elli var eitthvað að sniglast kringum Listerinn held ég.
Ingi braut framdrif við kerrudráttinn.
Pétur mætti "pínu" þunnur úr Laugafelli og við klæddum viðbygginguna.
Vatnslögnin var urðuð aftur í ánni og ætti að vera góð í vetur vona ég. Einnig vona ég að þetta sé síðasta vanslögnin í bili.
Það var gengið frá útvarpinu og sett upp 12V ljós yfir matarborðinu, nú ætti maturinn að sjást.
Svo var smá tiltekt og fannst fullt af brennu efni undir skálanum.
Sáum smá snjó og gátum aðeins dýft dekkjunum í hann.
Allt í allt fín ferð og mikið gert.Svo mega aðrir bæta við því sem ég gleymdi alveg örugglega að nefna.
09.09.2007 at 14:26 #596096Ég fékk pabba til að koma með uppeftir, svo kemur einhver félagi hans líklega með. Við munum að öllum líkindum hossast þetta á Hilux.
06.09.2007 at 18:51 #596080Ég kem uppeftir.
Annað hvort næ ég að gera við luxinn eða sníki far, en þú mátt allavega merkja við STÓRANN skammt handa mér í grillveisluna.
05.09.2007 at 02:25 #596012Er hann ekki bara eins og 2.4 hilux, með glóþráðatölvu undir mælaborðinu?
18.08.2007 at 17:18 #594842Ég held að þetta heiti dielectric grease. Sama efni og er notað til að smyrja rafmagnstengin fyrir flautur í stýrum.
-
AuthorReplies