Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.01.2009 at 20:09 #636302
Menn hafa verið að setja bæði 3,4 og 2,7 Tacoma mótora í Hilux og 4Runner.
Þú átt að geta fengið mótorfestingar, rafkerfi og allt saman af netinu. Marlin Crawler á millistykki fyrir Tacoma skiptingu í lógír og Hilux millikassa.
Off Road Solutions voru að selja rafkerfi en þeir voru að loka fyrirtækinu. Ég hef þó heyrt að einn eigendanna muni halda áfram að framleiða rafkerfin fyrir 2,7 og 3,4 breytingarnar.
Þeir voru líka með fullt af öðru vélaskiptadóti. Vatnshosur, mótorfestingar, fóðringar og slíkt. Svo er bara spurning hver tekur við þessum markaði núna.
Þeir eru held ég enn að selja af lagernum, núna er rétti tíminn til að fá gott verð á þessu.
24.12.2008 at 09:10 #635262Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
13.12.2008 at 23:58 #634486Er ekki hægt að setja bara mjótt rör á milli pústanna og skynjarann í það? Eða X tengingu alveg við vélina.
Þá kæmi pústið svona:
II
X
II
II
IIRörin myndu bæði opnast inn í Xið og svo skiljast að aftur.
Skynjarinn væri þá í Xinu.
06.12.2008 at 03:13 #634286Eru ekki bestu síurnar í umboðinu? Er það ekki opið á morgun?
03.12.2008 at 16:58 #634036Ég fann tvo kassa. Ég leit á annann kassann, og hann er í fínu lagi fyrir utan tvo örlitla skurði sem þarf að setja suðupunkt í.
Það straukst við hann slípirokkur þegar bíllinn var rifinn. Skurðirnir eru á botninum, þykkt efni rétt við stútinn. Það ætti að duga að setja suðupunkt í hvorn skurð. Færð djók prís á honum.
Hinn er í góðu standi, Lakkið er ekki fallegt en kæliraufarnar eru beinar og fínar.
Ég á líka lítinn olíukæli, stutarnir eru á stærð við vakúmhosur og hann er ca 30 cm og eins raða. Get litið betur á hann ef einhver vill.
03.12.2008 at 09:39 #634032Ég á kassa handa þér. Þarf bara að kíkja á hann í dag og skoða ástandið á honum. Hef samband við þig þegar ég er búinn að skoða hann.
29.11.2008 at 13:17 #633390Ég er að tala um ferköntuð 200mm aðalljós sem passa á Hilux, Cherokee, 80´s sportbíla og fleiri.
Ég er agalega sáttur við þessi ljós en hef alveg séð af myndum og skrifum annara að Hella ljósin hafa betri ljósdreifingu og skýrari mörk á geislanum. Ljósin virkuðu vægast sagt svaðalega með 170/100W perunum. Ég var með bláa Britax kastara á bílnum með 100W perum og þeir breyttu engu ef ég var með 170W háageislann á, þannig að ég miðaði kösturunum lengra út í kantana.
Ég vill samt taka fram að ég er með mitt eigið rafkerfi fyrir framljósin, EKKI reyna að tengja þessar perur við orginal rafkerfið.
Ég er núna með 60/55W perur með litasíu í þessum ljósum, Hella Luminator Chrome ökuljós með 130W perum og gömul Hella Þokuljós með 100W perum.
Ég er alsáttur eins og er en er samt að hugsa um að setja gular perur í aðalljósin, 3000K HID í kastarana og fá mér kannski einn daginn fiskiaugu í staðinn fyrir þessi gömlu þokuljós.
28.11.2008 at 21:58 #633386Ég keypti mér ljós í stillingu fyrir tveim árum. Parið var á ca 7000 kr og þau eru glær með skornum spegli.
Ég veit núna að ég hefði átt að fá mér Hella ljós.
Þessi eru MUN betri en orginal ljósin, en Hella ljósin hafa skýrari mörk/cut off á ljósgeislanum og dreifingin er betri.
En ljósin sem ég er með þoldu 170/100W IPF H4 perur í ca eitt ár. Ég tók perurnar úr vegna þess að Hiluxinn hleður ekki nóg í hægagangi fyrir tvo 100W lágageisla, öflugri græjur, miðstöðina og allt annað rafmagnsdót.
20.11.2008 at 21:41 #633150Er þetta ekki til á partasölum? Kannski er þetta til í Landvélum eða einhverjir vélstjórar vita um þetta.
12.11.2008 at 23:43 #632572Xenon hitnar minna en halogen. Ef ég man rétt þá eru xenon perur 35W en halogenið er 60/55W (H4 perur).
30.10.2008 at 13:19 #631930Skór kannski?
27.10.2008 at 18:13 #631770Ef minn væri ekki á nánast sköllóttum 33" sumardekkjum þá myndi ég kíkja. Vill ekki gera ykkur og spottanum mínum það að vera fastur á 5 metra milibili.
23.10.2008 at 21:23 #631654Ef ykkur vantar hjól, Stiga sleða eða hjólbörur þá endar þetta oft í garðinum og bílastæðinu hjá mér.
Svona er að búa í miðbænum. Nú þarf ég bara að rekast á 38" mudder og Hilux kanta í garðinum, verst að fyllibytturnar eru ekki oft að rúlla dekkjum með sér.
20.10.2008 at 19:29 #631384Ég er ekki góður í þessum sjálfskiptingum en ég veit sitt hvað um beinskiptingarnar.
Mér skilst að H150F sé 21 rillu en H151F sé 14 rillu.
Hvort er þetta 12 ventla eða 24 ventla díselvélin?
H150F kom í 12 ventla dísel bílunum en H151F í 1HD-T (24 ventla, 4,2L, 6 gata dísel) og 1FZ-FE (4,5L, 6 gata bensín).
Þær eiga að deila sömu 300mm kúplingunni og 14 rillu skaftinu.
Skoðaðu rillurnar, þetta á að passa ef þær eru 14 rillu. Ég er samt ekki viss um það hvort sjálfskiptingarnar boltast beint á blokkina eða hvort þú þarft að færa á milli fremsta hluta skiptinganna.
Eins er ég ekki viss um það hvort sjálfskipting af dísel skipti sér rétt á bensínbíl.
Benni Akureyringur veit örugglega meira en ég um 80 krúser, ég er bara Hilux maður.
17.10.2008 at 13:02 #631272felgur.is eru líklegastir held ég.
16.10.2008 at 13:45 #629604Menn tala mikið um það að ekkert vinnist á þessu þar sem vélin knýr alternatorinn sem framleiðir rafmagn fyrir þetta system. Þarf vél ekki að snúa supercharger til að hann geri eitthvað?
Hvað vinnst á því? Aukið snúninsvægi eftir að blásarinn hefur unnið upp tapið sem hann sjálfur veldur.
Eru ekki flest DIY settin of lítil til að gera gagn?
Ég var að ræða við mann á bensín E150 á 46" um daginn og hann var með sett sem hann setti saman sjálfur. 8 krukkur tengdar í tvær seríur, þ.e. 4 krukkur tengdar saman og slanga leitt upp í loftinntak.
Hann sagðist blanda 1 tsk matarsódi/1L vatn. Hann var með 1+ skaut og 1- skaut í hverri krukku.
Hann sagði þetta virka, hann væri að eyða minna en vinur hans með 7,3 Powerstroke.
Ég ætla að setja saman sett í Hiluxinn, ef þetta virkar ekki þá bara veit ég það.
Hann sagðist vera að nota krukkur undan sætuefni úr Bónus þar sem þær kostuðu einungis 99kr og eru úr gleri með plastloki. Lokið leiðir ekki straum og ef eitthvað kemur upp á þá smella lokin af áður en krukkurnar springa.
Hann var með slíf utan af 0.75-1 mm vír sem öndun inn á hvora seríu og leiddi gasið af einni krukku yfir í þá næstu og af þeirri fjórðu inn á loftinntak. Hann sagðist hafa þrengt öndunina niður í þetta vegna þess að að hann var annars að tapa út gasi eða eitthvað slíkt.
16.10.2008 at 12:58 #631200Marlin Crawler á millistykki fyrir þig til að setja gírdrifna hilux millikassa aftan á Tacoma skiptinguna. Er þetta ekki annars R150F skipting?
21.09.2008 at 13:38 #62974414.09.2008 at 23:10 #202916Passa stýrir úr Corollu, Celicu eða annari „sportlegri“ Toyotu í Hilux ´90?
Er orðinn leiður á stóra plaststýrinu sem er svo mjótt að maður nær varla taki á því. Langar í minna stýri sem er þykkra í lófann og fóðrað, skemmir ekki fyrir ef það er leðrað.
16.08.2008 at 14:31 #627290MHN, hvað ætlar þú að gera við loftdælu sem dælir upp í 200 bör?
Nota þrýstiloft til halda þér á floti í krapa eða til að blása þér upp brekkur?
Ég sjálfur myndi sætta mig við 100-150 PSI.
-
AuthorReplies