Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.06.2009 at 22:01 #204854
Ég er að skoða 90 cruiser á 38″ með 3.0 dísil. Ég var að velta fyrir mér hvaða eyðslu menn hafa verið að sjá á þessum bílum. Einnig langar mig að vita hvar menn hafa verið að kaupa sér mottur í skottið og grindur við aftursætin.
kv. Haukur
18.04.2009 at 20:56 #646040Ertu búinn að tjékka á skynjurum? Hvaða fídusa er hún með? húdd-, skott-, dyra, hreyfi- eða rúðuskynjara? Kannksi er einhver skynjari orðinn laus og gefur samband ef bíllinn ruggar eða eitthvað slíkt.
16.04.2009 at 11:45 #645782Ég er með 300W inverter og hann dugar fínt fyrir mig. Get hlaðið tölvuna, tengt lóðbolta og notað lítil rafmagnstæki.
Eru flestir að nota innstunguna á inverternum eða eru menn að koma fyrir innstungum í t.d. miðjustokk? Ég á nefnilega 2 nokkuð vatnsheldar innstungur sem gæti verið sniðugt að nota í svona.
07.04.2009 at 17:38 #645284Það er líka pláss fyrir einn mæli hægramegin við handbremsuna.
Þar setti ég 52mm Autometer voltmæli, passar eins og flís við rass og sést mjög vel á hann þó ég sé 2metra maður með langar leggi.
Það er fínt að hafa hann þarna því ég þarf ekki að horfa á hann stöðugt og hann sést voðalega lítið nema maður vilji sjá hann, þannig að þetta er snyrtilegt.
Það er hægt að epoxía eða trebba tvöfaldann mælahatt ofan á stýristúpuna þannig að hann sé ekki fyrir og mælarnir halli að augunum á manni.
Svo eru hér mælahús á A-pillar. http://www.truckpillars.com/
31.03.2009 at 13:39 #644664Það var nú einmitt það sem stöðvaði mig. Ég var farinn að hallast að því að hafa báða alternatorana, láta orginalinn hlaða startgeymana og þann nýja hlaða þriðja geyminn sem er fyrir allt nema startið.
Það er kannksi hægt að finna sér vakúmdælu úr samlæsingabúnaði eða einhverju öðru. Vakúmið er jú bara fyrir bremsuboosterinn og þarf því varla mikið vakúm.
31.03.2009 at 13:16 #644660Ég var að hugsa um það í vetur að setja GM alternator í Hiluxinn hjá mér. Það er hægt að fá GM CS-130D alternator sem hleður 100 eða 105 amper og er þriggja víra með innbyggðum spennustilli. Það á að vera lítið mál að festa hann á Toyota vélina.
Kv. Haukur Litli
16.02.2009 at 16:36 #640974Ætli það yrðu ekki gerðar breytingar á námskeiðinu sem eiga við jeppana ef þetta yrði að raunveruleika.
16.02.2009 at 16:11 #640928Felgubreiddin er ekki svo critical. Þú getur sett 35" dekk á 8" breiðar felgur en þau munu ekki virka eins vel í snjó og 35" dekk á breiðari felgum, breiðari felgurnar leyfa dekkunum að bælast meira.
Það er minni hætta á að affelga á mjórri felgu og þú getur byrjað á þeim og skipt svo þegar þú finnur þér aðrar felgur en 10-12" felgur væru betri fyrir þessi dekk.
16.02.2009 at 15:50 #203831Hafa menn verið að skipta um drif í 8″ Hilux hásingum?
Hvaða drif hafa verið notuð? Passa Toyota öxlarnir í einhver önnur drif?
Hvernig passa drifin í drifkúlurnar á hásingunum, hafa menn verið að skera í þær og smíða utan um drifið?
Er svipuð dýpt á mismunadrifinu, þ.e.a.s. eru mismunadrifin jafnlangt útúr kögglinum eða myndi þurfa að sjóða spacer á milli til að öxlarnir pössuðu í?
Er hægt að raða svona saman með orginal pörtum úr mörgum tegundum þannig að það virki bara?
Hafa menn verið að láta renna öxla og fræsa í þá nýjar rillur í svona grams?
Haukur Þ.
16.02.2009 at 15:41 #640970Það væri ekki slæm hugmynd ef meiraprófið miðaðist við einhvert hlutfall af breytingu. Það er ekki það sama Fox/Samurai á 38" og 80 Cruiser á 38". Maður myndi halda að Cruiserinn myndi hegða sér betur í akstri heldur en smábíll á borð við Fox eða Samurai á sömu dekkjum.
Mér finnst að ef menn finna almennilega leið til að flokka jeppana í réttindaflokka þá sé þetta ágæt hugmynd.
Mér þykir auðveldara að keyra 6 hjóla flutningabíl sem er 6m milli hjóla en 44" Patrol innanbæjar, svo getur hver sem er keypt sér breyttann jeppa og keyrt hann.
15.02.2009 at 15:12 #640922Ef felgurnar eru 15" þá komast þessi dekk á þær.
Eru ekki orginal felgurnar 8" breiðar? Dekkin væru fín sem sumardekk en þau myndu ekki virka eins vel í snjó og sömu dekk á 10" eða 12" felgum.
Ég veit samt ekkert hvernig plássið er undir Patrol.
31.01.2009 at 02:19 #639636Ég er með svipaða boga og gömlu Dick Cepek bogana. Það eru bara festingar sem ég hnoðaði við boddíið og setti prófíl á milli.
Það er séns að finna gamla boga annars hlýtur þetta að vera fánlegt einhvers staðar.
21.01.2009 at 19:14 #638556Marlin Crawler er með kúplingarsett fyrir 3.0 og 2.4 Toyotur og Tacomur líka held ég. Það gæti verið að kúpling af 89-95 V6 eða 4cyl Tacomu passi á þessa vél. Það eru kúplingar sem eru með 1200lb og 1600lb pressu og semi metallic disk. Orginal kúpling í gamla Hilux var 900lb. Það er einnig hægt að fá keramik disk en það er meira fyrir spyrnubíla og keppnisgræjur, þær eru óþjálar á litlum hraða.
12.01.2009 at 12:55 #636990Ég hef keypt mér 100W perur í H3 og H1 og 130W H1 perur. Ég get fengið gular H3 en það virðist enginn vilja selja gular H1 perur. Ég hef séð björgunarsveita bíla með þær þannig að ég veit að þær eru til. Ég þræddi allar búðir á Akureyri og fékk þau svör hjá Olís að það væri ólöglegt fyrir aðra en lögreglu og björgunarsveitir að hafa gular H1 perur.
Ætli maður verði ekki að kaupa sér H1 IPF ion á netinu.
11.01.2009 at 13:29 #636974Það er vacuum tankur nokkurs konar við hvalbakinn. Heldur hann ekki svolitlu vacuumi?
Hvað þurfa bremsu boosterar mikið sog? Gæti ég notað dælu fyrir samlæsingar í VW eða Benz?
Kannski ætti maður bara að breyta ódýrri dekkjadælu í vacuumdælu.
10.01.2009 at 21:53 #636968Ég var búinn að velta fyrir mér að fá mér einhvern "performance" alternator. En þeir kosta bara slatta. Mér datt í hug að maður gæti fundið GM torana notaða á einhvern pínu pening og svo gæti maður hent helmingnum af rafmagnsdótinu sem er á innri brettunum.
10.01.2009 at 19:59 #636976Hentu þessum perum bara.
Eru kastarnir með lituð gler? Ef ekki þá mæli ég með gulum perum, 12V 100W ætti að vera fínt.
10.01.2009 at 19:56 #636964Held alveg örugglega ekki. En það er eflaust hægt að ná dælunni aftan af Denso alternatornum og koma á hana trissu.
Annars er örugglega hægt að finna einhverja litla dælu sem hægt væri að nota i að búa til vacum.
10.01.2009 at 04:04 #203525Ég er að hugsa um að skipta 60 ampera Denso alternatornum mínum og öllu hleðslu stýringardótinu út fyrir CS-130 eða CS-130D alternatora frá GM. Þeir skila 100 og 105 amperum og eru með innbyggðri stýringu.
Hefur einhver vit á þessum alternatorum? Hefur einhver sett svona alternator í Hilux? Hvað mætti maður búast við að borga fyrir notaðann alternator hérna á klakanum?
07.01.2009 at 10:40 #636564Þetta lítur meira út eins og vel smíðuð og háflæðandi pústgrein heldur en flækjur finnst mér.
-
AuthorReplies