Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2009 at 00:40 #663596
3000K eru gul ljós, 6500K eru þessi venjulegu hvít-bláu sem eru orginal í flestum bílum, 8000K eru blá, 10.000K eru dökkblá, 14.000K eru fjólublá.
Ég myndi mæla með 3000K í þokuljós og 6500K í aðalljós.
Sjálfur er ég með 100/90W gular halogen í Cruisernum og með IPF fiskiaugu, sem eru náttúrulega gul líka. Ég ætla í 3000K HID í aðalljósin þegar ég finn mér ljós af 2000+ bíl, ljós með skornum sgegli virðast ekki blinda jafnmikið og ljós með skornu gleri.
Ég prufaði hvít og blá ljós í langan tíma en ég endaði í gulu, mér finnst þau virka við fleiri aðstæður og þau blinda fólk ekki jafn mikið og blá ljós.
21.10.2009 at 22:04 #663174Þeir sem sjá sér fært að taka brennuefni, euro- og ameríku bretti mega hafa samband við mig. Ég er með helling af þessu uppi í vinnu.
Haukur Þór
663-6898
10.10.2009 at 14:32 #661314K&N sían fylgdi bílnum þegar ég keypti hann. Ég var með orginal Toyota pappírssíu í sumar en setti þessa í fyrir viku síðan, enda var farin að koma snjór á jörðina.
Ég hef grun um að pappírssían hefði bólgnað við að reyna að sjúa í gegnum sig allan þennan raka. K&N síur eru fínar á veturna en ég treysti henni ekki á sumrin. Ég nota hana því að ég á hana.
Ég á samt K&N í 2.4D Hilux ef einhver vill kaupa hana, hún var keypt bara upp á kúlið þegar ég var 18 ára. 😀
10.10.2009 at 11:34 #661308[quote="totus":tebmsrle]Snorkelinn er góður í ám og vötnum,en ekki snjóbyl og mikilli rigningu.[/quote:tebmsrle]
Safari snorkel eru með vatnsskilju í hattinum og mér skilst að hún virki afar vel. Eins hefuir maður séð snorkel sem eru með risa hatta, eitthvað hljóta þessir hattar að gera.
10.10.2009 at 11:31 #661306[quote="KarlHK":3bmqtxo8]Ég hélt að snorkel væri ekki gott í blindbyl . . . .
Jafnvel verra en hitt .. . .[/quote:3bmqtxo8]Ég veit að allavega Safari snorkel eru þannig að maður getur snúið hattinum. Ef hann hefði snúið aftur og jafnvel verið með ullarsokk þá hefði ég líklega fengið minni snjó inn. Orginal loftinntakið er bakvið h. framljós.
Eins og einhver sagði gæti verið gott að geta tekið snorkelið frá. Þá sé ég fyrir mér að taka loft aftast og efst úr vélarsalnum, þar ætti allt að hafa bráðnað og lekið niður fyrir mótor.
09.10.2009 at 22:40 #207227Ég var að keyra krúserinn minn í blindbyl á Möðrudalsöræfum. Hann gekk bara fínt og allt leit vel út. En þegar ég var búinn að keyra upp á móti vindinum í 2 mínútur og sá bara tvær stikur fram fyrir mig þá kviknaði check engine ljósið og blikkaði ört.
Ég keyrði út í kant og opnaði húddið, hvergi var að sjá neina leka, engin óhljóð, og allt virkaði eðlilega. Ég keyrði af stað og hann vann eðlilega, ekkert hik og aflið var óbreytt. Eftir klukkutíma slökknaði ljósið, kviknaði svo aftur þegar ég keyrði aftur upp í vindinn.
Getur verið að hann sé með vatnsskynjara í loftsíu boxinu og að hann hafi verið að sjúa inn snjó?
Hann er með 3.0 TD, bsk, 97 árgerð, óbreytt loftinntak en kominn með K&N síu fyrir veturinn. Hann stóð í klukkutíma með dautt á mótornum á meðan við borðuðum. Hann kveikti ljósið ekki þegar ég ræsti hann aftur.
Er þetta nokkuð áhyggjuefni? Ég reyndi að sannfæra yfirvaldið á heimilinu um að snorkel væri nauðsynlegt, hún var svo hrædd við vindinn að hún gúdderaði það bara. 😀
23.09.2009 at 14:40 #658494Athugaðu það að bína af stærri mótor eins og td. 3.2 gæti verið lengur að koma inn, sem minnkar tog á lágum snúning.
28.08.2009 at 22:41 #655172Ég á þetta líklega til handa þér á skikkanlegu verði. Gætirðu sent inn mynd af tenginu þannig að ég sjái hvort þetta sé sama tengi og á því sem ég á? Það er einhver munur á einhverjum tengjum á milli árgerða.
28.08.2009 at 09:16 #655600Þó þú gerir ekkert annað fyrir dæluna þá myndi gera henni gott að fá dropa af Militec í loftinntakið við og við.
25.08.2009 at 21:18 #655284Þú mannst að ég reyni að redda þér relíi. Taktu bara mynd af því og reyndu að finna númerið á því.
Kv. Haukur Þór
24.08.2009 at 22:41 #655244Ég mæti. Ég er ólíkt Bubba kominn á stærri dekk til að geta leikið með þeim sem eru á stóru blöðrunum.
24.08.2009 at 16:49 #655206Gott að heyra, þá ríf ég þetta undan þegar það hættir að rigna.
24.08.2009 at 16:03 #205994Núna er ég á fullu að græja nýja Cruiserinn minn fyrir skoðun. Eitt af því sem er að honum er það að stangirnar sem tengja ballansstangirnar við klafa og aftur hásingu.
Önnur stöngin að framan er brotin og einnig önnur að aftan, þannig að hann er ekki að nýta ballansstangirnar. Hann er búinn að vera svona síðan ég keypti hann, ég hef keyrt hann á fjöllum, þjóðvegi og innanbæjar og finnst hann alveg nógu stabíll.
Ef ég tek allt ballansstanga dótið undan bílnum, fæ ég þá skoðun á hann þannig?
Kv. Haukur Þór
03.08.2009 at 22:15 #652922Það er grein í Diesel Power eða Diesel World núna um lagfæringar á öllum veikleikum einhverrar Ford vélar, 6,0 minnir mig.
03.08.2009 at 16:14 #652756Er kominn með hleðslutæki.
29.07.2009 at 18:18 #205491Mig vantar hleðslutæki fyrir Mac-ann minn. Þetta er 60W tæki með ferköntuðu tengi sem mig vantar, en 85W Macbook Pro hleðslutæki virkar líka.
Haukur 663-6898.
01.07.2009 at 03:12 #205002Hverjir hafa verið að smíða almennileg down-pipe hér á Íslandi?
Ég er að fara að sækja 38″ 90 Cruiser í næstu viku og þeir eru víst með ömurlega þröng, steypt down-pipe. Mig langar í 3″ með constant radius beygjum og stýfu yfir í gírkassabolta til að koma í veg fyrir sprungur og sig. Stærra down-pipe á einnig að hjálpa til við lækka afgashita og túrbínan kemur fyrr inn og nær snúning hraðar.
Einar áttavillti, BJB, Kvikk, Fjöðrin eða einhver hérna á spjallinu? Hvert ætti maður að leita?
Hérna er mynd af svipuðu stykki.
Orginal er hérna hægramegin og eldspýtnastokkurinn fer ekki lengra inn en þetta. Þessi vinstri lítur vel en það vantar þá bara eitt flatjárn til að stýfa þetta við gírkassann.
Hvað mætti ég búast við að borga fyrir eitthvað svipað þessu?
Kv. Haukur Þór Smárason.
01.07.2009 at 03:05 #650716Ég á mótor handa þér eins og þú veist. Vertu bara í bandi.
29.06.2009 at 08:59 #650706Ef þú vilt pottþétta læsingu sem bilar ekki þá gætirðu fengið þér Toyota raflás og sett á hann barka. Það sem menn hafa verið að finna að þessum læsingum eru mótorarnir, en þeir vilja fyllast af drullu og/eða spansgrænu.
K2M á Akureyri er að selja lofttjakk sem kemur í staðin fyrir mótorinn. Hann er utan á hásingunni en hefur þó það fram yfir ARB að maður þarf ekki að rífa köggulinn úr til að skipta um þéttihringi.
24.06.2009 at 23:42 #650410Beinskiptur og ég veit ekki hvaða hlutföll eru í honum en þau eru ekki orginal.
-
AuthorReplies