Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2012 at 09:06 #759765
Það er búið að senda formönnum allra deilda samninginn til kynningar í sínum deildum og líklega verður hann kynntur á félagsfundum þar. Í móðurfélaginu munum við kynna samninginn á næsta félagsfundi á Hótel Loftleiðum (Natura), mánudagskvöldið 5. nóv. Það er fjöldi manns innan félagsins sem hafa komið að þessu og komið með innlegg í vinnuna.
Endilega fjölmenna á næsta félagsfund til að taka þátt í kynningunni.
Kveðja,
Hafliði
23.10.2012 at 12:15 #759655Til hamingju, og velkominn í jeppasportið. Það er alltaf ákveðið ævintýri að byrja á sínum fyrsta jeppa. Þú ættir endilega að spá í Litlunefndarferðirnar, sem eru auglýstar hér á síðunni. Þær eru góðar til að kynnast sportinu og læra á jeppann.
Við erum síðan með ýmsar uppákomur, m.a. félagsfundi mánaðarlega (fyrsta mánudag í hverjum mánuði).
Kveðja,
Hafliði
15.10.2012 at 11:15 #224650Skipulagsstofnun mun í október og byrjun nóvember halda kynningarfundi víða um land þar sem kynnt verður tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 – 2024 sem auglýst hefur verið samkvæmt 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á kynningarfundunum munu Stefán Thors og Einar Jónsson kynna:
§ Markmið og áhrif landsskipulagsstefnu og staða í skipulagskerfinu
§ Ferli landsskipulagsstefnu og samráð
§ Áherslur ráðherra fyrir gerð landsskipulagsstefnu
§ Helstu forsendur, sviðsmyndir og afmörkun stefnumótunar
§ Stefna
o Skipulagsmál á miðhálendi Íslands
o Búsetumynstur og dreifing byggðar
o Skipulag á haf- og strandsvæðum
§ Umhverfismat landsskipulagsstefnu 2013-2024
Kynningarfundirnir verða á eftirfarandi stöðum:
· Borgarnes 17. október kl. 13:00 á Hótel Hamri
· Egilsstaðir 18. október kl. 13:00 á Austurbrú
· Blönduósi 24. október kl. 13:00 í Eyvindarstofu
· Ísafirði 25. október kl. 13:00 í Bryggjusal, Edinborgarhúsi
· Akureyri 26. október kl. 13:30 á Hótel KEA
· Reykjavík 30. október kl. 13:00 og kl. 16:00 Borgartúni 6, Rúgbrauðsgerðinni
· Reykjanesbæ 31. október kl. 15:00 í Eldey, Grænásbraut 506
· Selfoss 1. nóvember kl. 14:00 (nánari upplýsingar um staðsetningu síðar)
Fundirnir eru haldnir í samvinnu við landshlutasamtöku sveitarfélaganna og er reiknað með að á fundunum verði um klukkutíma kynning og umræður í um klukkutíma.
11.10.2012 at 14:13 #758901Velkominn í hópinn. Ekki vera feiminn við að mæta á félagsfundi og opið hús til að ræða málin.
Ég hef aldrei átt Súkku sjálfur, en hef ferðast í bæði breyttri og óbreyttri Súkku með öðrum. Fór einu sinni á óbreyttri súkku upp á Arnarvatnsheiði og var að þvælast milli vatnanna sunnanmegin, lentum í engum vandræðum þó stærri og betur búnir bílar væru sumir hverjir í miklum vandræðumKv. Hafliði
04.10.2012 at 11:17 #758413Við erum að stefna á að fara úr bænum um 17:30 og fara Kerlingarfjallaleið. Ég veit af fleirum sem ætla sömu leið, en starttíminn er eitthvað breytilegur.
Kveðja,
Hafliði
25.09.2012 at 16:34 #757347Ferðaklúbburinn hefur sent umsögn um drögin, þakka þeim sem komu að þessari vinnu.
Kveðja,
Hafliði
29.08.2012 at 21:05 #224231Það er með miklum trega og eftirsjá sem við félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 kveðjum Vilhjálm Frey Jónsson eða Freysa eins og hann var jafnan kallaður. Hann var einn af stóru nöfnunum í klúbbnum, allir litu upp til hans; mannsins sem ávallt var í fremstu víglínu í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var búinn að vera félagi í klúbbnum í fjölda ára og get ég hiklaust fullyrt nú að leiðarlokum að fáir ef nokkrir lögðu starfinu mikilvægara lið en einmitt hann.
Freysi var lengi í tækninefnd 4×4 og var algjör frumkvöðull á heimsvísu varðandi endurbætur og tækninýjungar á jeppum. Hann var ófeiminn við að fara nýjar leiðir og prófa nýja hluti. Vakti það að vonum heimsathygli þegar hann ók breyttum jeppa á Suðurskautslandið árið 1997 og ekki síður þegar hann ásamt fleirum, fór fyrstur manna á slíku farartæki þvert yfir Grænlandsjökul, tveimur árum síðar. Til þess þurfti áræði og dug en ekki síður þol og þrek. Freysi bjó yfir öllum þessum eðlisþáttum umfram aðra menn.
Hér heima fyrir var Freysi nánast persónugervingur fyrir okkur jeppakalla og öflugur málsvari Ferðaklúbbsins 4×4 fyrir viðurkenningu á breyttum farartækjum. Hann var mikill áhugamaður um ferðafrelsi og taldi það sjálfsögð mannréttindi að almenningur hefði tækifæri til að ferðast um hálendi Íslands. Jafnframt gerði hann ríkar kröfur til okkar um að ferðast með ábyrgum hætti því fáa þekktum við sem bar eins mikla og djúpa virðingu fyrir íslenskri náttúru. Hann var einlægur í baráttunni gegn utanvegaakstri og við skynjuðum sterkt hvað honum þótti miður þegar einhverjir óábyrgir ökumenn höfðu ekið utan slóða og sært landið djúpum sárum.
Freysi var ljúfmenni og taldi aldrei eftir sér að leggja öðrum lið. Við jeppamenn kveðjum góðan félaga og forvígismann með sárum söknuði og sendum fjölskyldu hans og aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur.Hafliði S. Magnússon
formaður
13.07.2012 at 22:05 #223745Við höfum fengið beiðni frá Poulsen, þeir verða með afsláttardag næsta föstudag, 20. júlí, ætla að grilla og vera með fullt skemmtilegt í gangi.
Þeir hafa áhuga á að fá nokkra breytta jeppa (að lágmarki 38″) til að vera til sýnis á planinu hjá þeim yfir daginn, t.d. frá 9:00 til 17:00.
Þeir sem geta orðið við þessari beiðni eru beðnir um að hafa samband við Friðrik hjá Poulsen, síminn hjá honum er 820 8801
Kveðja,
Hafliði
05.07.2012 at 08:36 #755615Ég og konan komum, reyndar ekki fyrr en á laugardag.
Skeljungur mun styrkja okkur með pylsum og floridana og eins munu þeir veita félagsmönnum 12 kr. afslátt á eldsneyti, fyrir þá sem borga með orkulykli eða staðgreiðslukorti, meðan hátíðin er!
Kveðja,
Hafliði
25.06.2012 at 08:54 #755099Hvernig voru árnar á leiðinni? Ég er að spá í að fara á morgun með nokkra, það er einn í hópnum á jeppling, er fært fyrir jepplinga?
Kv. hsm
05.06.2012 at 08:25 #754915[quote="Icejaki":1y7sjb6s]1. Hverjir eru að selja/smíða svona topp/upphækkanir á vana og setja þá á? held að þetta kallist skel? sel það ekki lengra en heyrði það
[/quote:1y7sjb6s]Sæll,
Ég verslaði topp hjá Bátahöllinni, Hellissandi. Mjög fínt hjá þeim. Sjá: http://www.batahollin.is/index.php?opti … &Itemid=31
Kveðja,
Hafliði
25.05.2012 at 21:21 #75469524.05.2012 at 19:39 #754191Við sendum inn í gær athugasemdir við frumvarpið, Ella vann þær fyrir okkur af sinni alkunnu snilld.
Kveðja,
Hafliði
22.05.2012 at 09:09 #754369[quote="Elías":12q6k5lr]Hafliði.
Hef ekki orðið vitni af þessari kynningu hjá Eyjafjarðardeild sem þú talar um.
kv,
Elli[/quote:12q6k5lr]Sæll Elli,
Ég veit ekki hvernig einstakar deildir kynntu þetta áfram, en kynningin var send á stjórnir allra deilda.
Kveðja,
Hafliði
18.05.2012 at 14:59 #754351Sæll,
Leitt að heyra að þú hafir lent í veseni með afslættina. Við endursömdum við Shell í vor og kynntum það mjög vel á félagsfundi í framhaldinu. Það eru upplýsingar um afslættina við Skeljung/Orkuna í skjalinu https://old.f4x4.is/attachments/971_Afslaett … 202012.pdf
Kveðja,
Hafliði
18.05.2012 at 13:22 #754323Stjórn F4x4 hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fréttarinnar í Morgunblaðinu í dag. Sjá: [url:2ytwdc2x]http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1755:frettatilkynning-vegna-greinar-i-morgunblaeinu-i-dag-18-mai&catid=152:tilkynningar&Itemid=313[/url:2ytwdc2x]
05.05.2012 at 20:13 #753837Hver er staðan á öðrum nefndum? Endilega tjá sig sem fyrst.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu hjá okkur, það eru ýmsir möguleikar sem hægt er að velja á milli. Minni líka á félagsfundinn nk. mánudagskvöld, þar er hægt að koma með fyrirspurnir hvort sem er á fundinum eða í kaffihléinu.
Kveðja,
Hafliði
03.05.2012 at 15:43 #753833Í sambandi við lagabreytingar, þá hafa engar tillögur borist um lagabreytingar.
Kveðja,
Hafliði
03.05.2012 at 08:33 #753831Það eru tveir úr stjórn sem þarf að kjósa um í ár auk formanns, úr stjórn eru það Óskar og Samúel auk undirritaðs, allir gefa kost á sér áfram.
Undirbúningur fyrir aðalfund er á fullu þessa dagana og ég tek undir orð Óla og hvet alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi klúbbsins að hafa samband við stjórnar- og/eða nefndarmenn og bjóða sig fram. Næst komandi mánudagskvöld er síðasti félagsfundur vetrarins og er það kjörið tækifæri til að mæta, kynna sér málin, koma með spurningar og ræða málin.
Kveðja,
Hafliði
17.04.2012 at 08:24 #739877Ég á eftir að lesa greinina þar sem ég hef ekki komist yfir blaðið enn. Mjög ánægjulegt að sjá þessi skrif hér og ég tek fyllilega undir orð þeirra sem þakka Tækninefnd og öðrum þeim sem komu að skrif greinarinnar.
Kveðja,
Hafliði
-
AuthorReplies