Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2009 at 22:14 #638380
fórum á tveimur 38 tommu bílum upp frá Húsafelli í dag og upp á jökul. Ekki lolo færi en þungt samt á köflum, fórum upp öxlina en ekki lengra inn á jökulinn. Kaldidalur heim greiðfær fyrir breytta jeppa, ekki mikill snjór þar.
31.01.2009 at 21:44 #203695er einhver sem hefur upplýsingar um færið á Langjökli síðan í dag eða kaldadal? erum að spá í að skreppa í túr þangað á morgun.
kv. Höskuldur
02.01.2008 at 18:18 #608578Þú getu notað ýmsa olíu gott ef þú átt eitthvað á sprayi, aðal málið er ekki að vera með þykka feiti. Tilgangurinn er aðallega að halda frá raka og verja gegn riði. Svo mæli ég með að hafa lokurnar alltaf í "ON" þegar þetta er komið í lag.
Ég mæli með að þú einbeitir þér að lokunum áður en þú ferð að rífa eitthvað meira, vera 100% að þær séu ekki sökudólgurinn áður en lengra er haldið.
Gangi þér vel.
02.01.2008 at 15:40 #608574ég veðja á lokurnar, þótt þú hafir skipt ef þú settir gamlar lokur í þá getur verið vandamál með þær líka. Svona lokuvandamál er nokkuð algengt og ég hef sjálfur lent í þessu á patta, lýsti sér nákvæmlega eins hjá þér.
Ég tók lokurnar hjá mér og þreyf þær mjög vel allar og smurði með þunnri olíu (ekki feiti) þá lagaðist allt saman. Svo er fínt að hafa lokurnar bara alltaf ON yfir veturinn þá minka líkur á veseni.
Mér finnst mjög ótrúlegt að drifskapt eða hjöruliðskrossar valdi svona smellum nema þeir séu handónýtir.
30.12.2007 at 14:43 #608192við fórum í gær á þremur bílum upp að Jaka og eyddum nokkrum tímum í að spóla í brekkunni fyrir ofan skálann. við töldum a.m.k. 50 bíla og mjög líklega voru mun fleiri. Færið var mjög þungt og gerði það að verkum að flestir fengu næga útrás í fyrstu brekkunni og fáir fóru inn á jökul sem var ef til vill eins gott, annars væru þá kanski fleiri björgunarleiðangrar í gangi núna. Eins og spáð hafði verið brast á leiðinda veður með skafrenningi seinnipartinn og voru þá flestir á förum og komnir af jöklinum. Vona að vel gangi að bjarga strandaglópunum.
Gleðileg áramót!
21.04.2007 at 17:33 #588796það var fínt þarna í fyrradag, á fimmtudag. púður ofaná hörðu lagi. 2-3 pund og manni voru allir vegir færir um jökulinn. Sjá myndasafn.
11.02.2007 at 23:29 #580126ath vel jarðtenginguna á vélinni, gæti líka verið háspennukefli.
09.12.2006 at 11:47 #563820‘eg var að setja ljós á bílinn hjá mér, tvö á hvora hlið. Ég er með langboga á toppnum og tók vírinn í gegnum fótinn á þeim, það er nokkuð snyrtilegt og ekkert sýnilegt gat á toppinn. ég boraði gat í gegnum fótinn á langboganum og þar með toppinn við hliðina á festingaboltanum á boganum. Þar með gat ég svo leitt vírinn áfram niður hurðapóstana og fram í geymi.
01.12.2006 at 22:01 #569976Sigurður, þú skrúfar bara niður í olíuverkinu þannig að bíllinn sé drullu máttlaus í gegnum skoðunina. þá flýgur hann í gegn, ég gerði þetta með gömlu Pattana mína og gekk vel. Einfalt, ein skrúfa aftan á olíuverkinu, prófaðu að taka hana hálfan hring til að byrja með, þú finnur strax muninn.
28.04.2006 at 13:12 #551336Takk kærlega fyrir upplýsingarnar!
28.04.2006 at 08:51 #197867sælir félagar, ég er með 2000 patrol en það virðist vera smá slag í spindillegu öðru megin að framan hjá mér. Er hægt að herða upp á þessu eða er málið að skipta um leguna ?
Og hvað er mikið mál að gera þetta? Er þetta vinna sem maður getur gert út á plani í góðu veðri?
Væri þakklátur ef einhver gæti gefið mér góð ráð.
10.04.2006 at 22:46 #54904838 tommu breiting kostar 1.5 til 2 millur fyrir utan skriðgírinn svo þetta er pottþétt 2.5 milla lágmark.
06.04.2006 at 12:37 #548482Ég er með stöð sem er bæði FM og AM stilling á og það reynist mér betur að nota FM stillinguna hún er mun skýrari. Annars eru þessar stöðvar mjög takmarkaðar og varla brúklegar nema rétt til að spjalla á milli bíla þegar ekki er langt á milli en það getur líka verið þægilegt.
24.03.2006 at 09:00 #547284ég setti svona dælu í kassann á afturhurðinni, það er mjög fín lausn ef það er ekki pláss undir húddinu. Það þarf bara að passa að nota nógu sveran vír þar sem að leiðin er nokkuð löng sem þarf að leggja, ég þurfti 6 eða 7 metra, man ekki sverleikann en keypti hann í Aukaraf og þeir vita hvað á að nota.
En ef þú kemur henni undir húddið þá er það minna vesen.
08.03.2006 at 14:35 #545898siggias74
númer eitt er að fyrirbyggja frekari slys! þú anar t.d. ekki inn á hættulegan slysstað án þess að gera einhverjar ráðstafanir. Þetta getur t.d. átt við snjóflóðahættusvæði, hættuleg sprungusvæði, þar sem sprengihætta er o.fl.
08.03.2006 at 13:06 #545884tekur full stórt upp í sig. Það er að mínu viti fáránlegt að ætla að bera saman að missa mann útbyrðis á sjó eða að falla í jökulsprungu, ég bara sé ekki samhengi. Það eru aftur á móti ágætir punktar í þessari grein og væri hún bara nokkuð góð ef greinarhöfundurinn hefði vandað sig aðeins betur og sýnt smá stillingu. Maður sér hann fyrir sér froðufellandi yfir lyklaborðinu : ) Að sjálfsögðu er öll þekking og þjálfun af hinu góða í þessum efnum en það eru takmörk hvað hægt er að fara fram á að menn græji sig fyrir svona ferðir. Aðalmálið er að sjálfsögðu að aka á "öruggum" svæðum og forðast sprungusvæði eins og hægt er og svo er verða menn náttúrlega að hafa ákveðinn lágmarksútbúnað og kunnáttu til að veita fyrstu hjálp og bjarga sér.
Góð hugmynd annars að beintengja MOB hnappinn við 112. : )
07.03.2006 at 21:51 #545818menn hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að gera við þessar græjur nema vera í góðri þjálfun og kunna vel á búnaðinn. Gott og gilt að hafa línu við ár og þegar gengið er á undan bílum á varasömum svæðum en ef eitthvað slæmt kemur fyrir gera menn ekki mikið meira en að kalla á hjálp. Eins og Freyr sagði þá eru þetta heilmiklar græjur sem þarf til alvöru björgunaraðgerða og ekki á færi nema vel þjálfaðra manna að nota. Ég mundi láta nægja línu og kanski mannbrodda og hjálm.
28.02.2006 at 20:28 #545080það vantar gagnasafn með þekktum leiðum sem teljast öruggar á öllum jöklum sem verið er að aka um. Það mætti svo fylgja með upplýsingar um svæði sem eru mjög hættuleg.
Er ekki ástæða fyrir klúbbinn að standa fyrir því að búa til svona gagnasafn! þekkingin er til staðar og fullt af upplýsingum og fróðum mönnum svo það ætti ekkert að vera að vanbúnaði.
28.02.2006 at 16:58 #544968Sæll, þetta er án ábyrgðar en mér var gefin þessi punktur og ég notaði hann um helgina síðustu og hitti beint í mark.
64 42 569
20 25 876
hellarnir eru í jökuljaðrinum vestanverðum og undir hárri brún. Við og flestir sem ég sá til fórum nokkur hundruð metra norðurfyrir punktinn og keyrðum niður fyrir hellana, eða þegar þú kemur ofan af jöklinum úr austri þá ferðu vel hægra megin við punktinn og kemur að honum neðanfrá. Það er lýtið mál að sjá þetta ef að skyggnið er gott og þá eru líka mjög líklega greinilegar slóðir þarna niður. Flottir hellar og vel þess virði að kíkja á.
Passið bara að keyra ekki beint á punktinn þá komið þið fram á brúnina yfir hellunum!!!! allavega ekki ef skyggnið er lélegt.[img:25rlgqp7]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4259/29014.jpg[/img:25rlgqp7]
27.02.2006 at 16:06 #544940Það er ekki spurning að það er löngu tímabært að koma upp svona gagnagrunni. Ég get aðstoðað með að útvega flugvél og myndatöku. Annars góð hugmynd með Ómar Ragnarsson ef hann fengist í verkið, það væri náttúrlega ekki hægt að fá betri mann í það.
-
AuthorReplies