Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2009 at 10:48 #637006
Ég hef nú sett svona í eina 5 bíla og það var bara í einum af þeim sem þau áttu það til að blikka smá (og það var nú nýjasti bíllinn af þeim (2007)), það vandamál var bara leyst með viðnámi á straumsnúrurnar (ca 50 kr sem sú viðgerð kostaði mig).
En ef þetta er svona allsvakalegt diskóljósashow, þá þarf bara að setja relay og tengja við geyminn því það er greinilega ekki að berast nægilega stöðugur straumur í ljósin.
Xenon í háuljósunum er bara snilld miðað við mína reynslu og fær því mín meðmæli.
24.11.2008 at 15:58 #203260Og í mínu tilviki er ég að leita að síunni fyrir sjálfskiptinguna í 4runner V6.
–
Hverjir fleiri eru með þetta en N1 og AB(Toyota)?
–
kv,
Hjörtur
19.11.2008 at 11:37 #633014maður verði þá ekki bara að prófa þegar tækifæri gefst til, takk fyrir svörin.
kv,
H
17.11.2008 at 17:20 #203219Sælir,
–
Nú fór ég að velta fyrir mér hversu mikið mál það sé að koma 36″ undir fjórhlauparann hjá mér (ef mér tekst að koma honum einhverntímann í lag).
Hann er á 35″ í dag og held ég að kantarnir séu eins og á þeim 38″ bílum sem ég hef séð.
Ég veit að það þarf að færa bodyfestingarnar að framan og hækka body fyrir 38″ en þarf líka að gera það fyrir 36″?
–
kv,
einn sem hefur ekkert vit á bílabreytingum.
31.10.2008 at 10:48 #624998ég týndi öðrum svona svörtum kubb í haust og vantar því annan ef einhver lumar á slíkum grip.
–
Kv,
Hjörtur
hjorturlogi(hjá)gmail.com eða 699-0735
31.10.2008 at 10:44 #631122en þó eitthvað….
Í síðustu viku reif ég pústskynjarann úr sambandi og er hann nú að gefa eitthvað merki, tókst nú ekki að gera alveg eins vísindalega mælingu á honum og mælt var með í þeim leiðbeiningum sem ég fann, en tók samt eftir því að gangurinn breyttist í honum þegar ég tók hann úr sambandi og ohm tölurnar virtust vera á því bili sem mælt er með.
–
Mældi viðnámið fyrir kaldræsispíssinn og var það í lagi, gat að vísu ekki mælt flæðið í gegnum hann.
–
Einnig keypti ég spíssahreinsinn frá komma og sullaði í tankinn, er að vísu ekki búinn að keyra bílinn mikið síðan.
–
En ég tók eftir einu. bíllinn er helmingi kraftlausari þegar hann er kaldur miðað við hvernig hann er heitur. Er það eitthvað sem menn geta tengt við eitthvað?
–
Svo er annað sem ég var alveg búinn að gleyma, hraðamælabreytirinn hjá mér fór í rugl í vor og ég reif hann úr sambandi, á einhver slíkan grip sem er tilbúinn að láta hann af hendi í skiptum fyrir lambakjöt eða kreppukrónur?
–
Á svipuðum tíma og það skeði fór "O/D off" ljósið að blikka þegar "overdrive-ið" er í notkun, en það virkar allt eðlilega, gæti þetta verið eitthvað sambandsleysi??
–
Svo vantar mig líka 2 perustæði fyrir stefnuljós, annað í brettið & hitt í framstuðarann.
–
Kv,
brasmann
21.10.2008 at 13:42 #631120er þetta [url=http://www.personal.utulsa.edu/~nathan-buchanan/93fsm/:9cdrkbtk]hún?[/url:9cdrkbtk]
21.10.2008 at 09:21 #631118átti að verða næsta mál á dagskrá, á bara eftir að finna slíkan, vill ekki spreða í nýjan ef hann er ekki vandamálið. Þetta vandamál var komið upp áður en nýja pústið fór í og var breytt púst í honum fyrir.
–
ég var nú búinn að sulla einhverju hreinsiefni í bensíntankinn fyrr í sumar án nokkurs árangurs.
–
Eiður, ég vill þakka þér fyrir boðið, en ætla að leita betur hérna á höfuðborgarsvæðinu áður en ég fæ fólk á Reyðarfirði til að stússast fyrir mig, ef það gengur ekki, þá leita ég til þín.
–
Ég minntist nú á TPS-inn við Toyotu menn þegar þeir tóku hann, en er farinn að hallast að því að ég verði að kíkja í kaffi og kleinur til hjálparsveitarmeðlims og fá lánaða þessa snilldarbók.
–
kv,
nett pirraði gaurinn
19.10.2008 at 16:13 #631108Annar loftflæðiskynjari og breyttist ekkert við það.
Falskt loft var útilokað.
Tók tölvuna úr og skoðaði lóðningar, en sá ekkert að þeim, leit allt út eins og nýtt.
Bensínþrýstingur var mældur, samkvæmt þeim mæli sem var notaður, þá var þrýstingur tæplega 2.4 bör og breyttist ekkert undir álagi, og skylst mér að þetta sé innan leyfilegra marka.
Öryggið fyrir EFI var tekið úr og breytti engu.
Fann leiðbeiningar á netinu til að lesa úr tölvunni og fékk þau skilaboð frá henni að allt væri í lagi.
Kveikjutíminn er í lagi.
Man ekki eftir meiru í augnablikinu, en óska eftir tölvu og öllum hinum hlutunum sem menn hafa stungið uppá sem ég á eftir að prófa.
–
Takk enn og aftur fyrir alla hjálpina.
16.10.2008 at 22:32 #631104er fákurinn hjá mér, ég á einmitt tölvu úr beinskiptum.
16.10.2008 at 16:23 #631098[i:12mqhrw2]ég hugsa að þú ættir að kíkja í kaffi til mín og fá ljáða bókina góðu. Þar er fullt af skemmtilegum upplýsingum um svona vitleysur.[/i:12mqhrw2]
–
ég er ekki frá því að það styttist í það
–
[i:12mqhrw2]Annars eitt sem mér datt líka í hug, er hvarfakútur undir bílnum? Ef svo er, er hann nokkuð stíflaður?[/i:12mqhrw2]
–
nibb, ekkert svoleiðis, glænýtt púst alla leið… eins og helvíti margt annað
–
[i:12mqhrw2]Svo þetta með vacuum slöngurnar, þá er vacuum slöngur fyrir innsprautunina og fleira dót. Slæmt ef að þær byrja að leka. Ég man að þegar ég leit á þetta hjá þér þá virtist loftflæðiskynjarinn vera í lagi. En það er spurning að fara betur yfir allar mælingar og sjá hvort skynjararnir séu að skila sér. Það er hægt með að mæla ákveðna póla í bilunarleitartenginu frammí húddi.[/i:12mqhrw2]
–
Held að þetta ýti bara undir kaffi heimsókn til þín
–
[i:12mqhrw2]Bensínþrýstingur, Ath hann hvort hann sé réttur,
nb það er ekki gert með því að losa lögn og ath hvort komi eitthvað út það þarf að mæla því að kerfið er byggt upp fyrir að vinna á ákveðnum þrýstingi ef hann er of lár þá td getur spíssatími lengst til að reyna að leiðrétta afgasið sem að súrefnisskynjarinn les en ekki er víst að það náist með of lágann þrýsting[/i:12mqhrw2]
–
bifreiðaverkstæði reykjavíkur, sagði of lágan bensínþrýsting og í framhaldi af því var skipt um bensínsíu… toyota mældi þetta svo og sagði að þrýstingurinn væri í lagi… en þar sem ég veit ekki hver hann á að vera né hvernig hann er mældur, þá held ég að fyrsta skrefið sé að komast að því hver hann á að vera…
–
Kærar þakkir fyrir allar hugmyndirnar og nú verður maður bara haldið áfram að prófa
16.10.2008 at 09:56 #631092[b:2wxj3jvp]Er bíllinn máttlaus óháð snúningshraða?[/b:2wxj3jvp]
Já, ekkert mál að láta hann snúast, en það vantar allt tog og vinnslu, manni líður eins og maður sé með 1300 vél.
–
[b:2wxj3jvp]þú getur prufað að taka skynjaran úr sambandi það leynir sér ekki ef hann er bilaður. [/b:2wxj3jvp]
komst loksins í það í gær að kippa honum úr sambandi og bíllinn drap á sér um leið
–
[b:2wxj3jvp]Hvernig er bensínsýjan kerti og það allt gums.[/b:2wxj3jvp]
bensínsía, kerti, kveikjuhamar og kveikjulokið er allt nýtt, er að vísu ekki búinn að skipta um kertaþræði, en þeir litu ágætlega út.
–
[b:2wxj3jvp]Búinn að lesa úr ECU-inu? Getur ýmislegt gagnlegt komið fram þar.[/b:2wxj3jvp]
þú varst nú búinn að lesa úr tölvunni fyrir mig í sumar og hresstist bíllinn mikið við það, en það dugði bara þangað til að heim var komið, næst þegar bíllinn var hreyfður var allt afl horfið.
sömu sögu er að segja af því þegar bifreiðaverkstæði reykjavíkur og toyota í kópavogi fóru yfir hann
–
[b:2wxj3jvp]Eins líka að kippa EFI örygginu úr í eina mínútu eða svo.[/b:2wxj3jvp]
hvar er það að finna?
–
[b:2wxj3jvp]Það er svo margt sem getur bilað. Tölvan, spíssar, hann gæti verið að draga falskt loft, léleg kerti, kveikjuhamar, os.f.v.[/b:2wxj3jvp]
þetta er næst á dagskrá, á einhver tölvu úr ’94 bíl til að leyfa mér að prófa, ég á tölvu úr ’91 bíl og það eru öðruvísi tengi á henni
–
[b:2wxj3jvp]svo er náttúrulega ómanneskjulegt magn af vacuum slöngum þarna sem geta farið að leka, og þá fer allt í rugl.[/b:2wxj3jvp]
það er nú búið að rífa mengunarvarnarbúnaðinn í burtu (ef þú ert að meina slöngurnar í honum) og toyotu menn fundu ekkert að því
–
[b:2wxj3jvp]Er hann að reykja eins og dísilbíll þegar honum er gefið inn??[/b:2wxj3jvp]
hef ekki tekið eftir því
–
[b:2wxj3jvp]Eitt sem er gríðarlega mikilvægt við þessa eðalbíla er að hann dragi hvergi loft á milli loftflæðiskynjara og soggreinar. Bara örlítið loft þar inn og allt fer úr skotrðum.[/b:2wxj3jvp]
skoða þetta næst, takk
–
[b:2wxj3jvp]Ennig er mjög mikilvægt að allt sem tengist sensorum á vélinni sé í lag s.s. loftflæðiskynjari knock sensor og púst skynjari.[/b:2wxj3jvp]
eins og kemur fram ofar í þessu svari frá mér, þá hafa 2 verkstæði farið yfir hann án þess að takast að komast fyrir þetta.
–
[b:2wxj3jvp]Oft hefur bilun í þessum, valdið mikilli eyðslu og töluverðu kraftleysi..[/b:2wxj3jvp]
þetta er nákvæmlega mín bilanalýsing.
–
[b:2wxj3jvp]Ég á þennan skynjar ef þú vilt og eitthvað meira af varahlutum í fjórhlaupara…[/b:2wxj3jvp]
Takk kærlega fyrir það, tel ekki ólíklegt að ég muni hafa samband
–
kv,
Einn í stanslausum vandræðum
14.10.2008 at 12:13 #203059Er ekki einhver sem lumar á loftflæðiskynjara í lagi fyrir 3.0 V6 4Runner, sem getur leyft mér að prófa. Er að kljást við kraftleysi í mínum bíl og langar að útiloka loftflæðiskynjarann áður en lengra er haldið.
Er á höfuðborgarsvæðinu.
–
699-0735 eða hjorturlogi(hjá)gmail.com
Hjörtur
19.08.2008 at 12:51 #627842Kiddi
27.06.2008 at 10:27 #624996það vildi svo skemmtilega til að einn góður félagsmaður átti þetta til og reddaði mér.
26.06.2008 at 10:54 #202596Sælir meistarar,
–
ekki vill svo skemmtilega til að einhver lumi á svona miðju eða viti hvar ég get keypt svona.
–
Mig vantar aðallega svarta plastkubbinn, en heilt lok er ekki verra á nokkurn hátt.
–
Einnig eru einhverjar skinnur undir rónum og mig vantar nokkur stykki af þeim líka, dekkið datt undan og týndust nokkrar.
–
kv.
08.05.2008 at 17:17 #622558leiðir í ljós að það sé alveg jafn gáfulegt að pæla bara í vélarskiptum miðað við hvað turbó dót kostar…nema maður geti fundið allt sem til þarf fyrir lítið,
eða bara hætta þessu helvítis væla, púkka upp á það sem fyrir er og fara út að keyra ;o)
07.05.2008 at 10:54 #622550miðað við verð á þessum flækjum sem virðist vera áætlað á bilinu 70-90 þús kall hingað komið, þá á maður eftir að henda þessu í og laga restina af pústinu, sem gæti verið á bilinu 20-40 þús, þá sé ég ekki ávinninginn af því að flytja þetta inn umfram smíði frá einari, nema það sé mun betri ending í þessu.
–
fann einnig annað sett hjá summit sem er "ceramic coated" sem er örlítið dýrara, hver er munurinn á að hafa þessa húðun?
–
og fyrst það stefnir í þessar fjárhæðir fyrir flækjur sem gefa litla aukningu í afli, er þá ekki alveg eins gott að huga að því hvað kostar að turbo/supercharger væða??
–
ps. Atli þú átt póst… eða ég vona að hann hafi skilað sér til þín.
06.05.2008 at 22:15 #622544ég var eitthvað að leita að flækjum frá ameríkuhreppi, en var ekki búinn að finna neinar fyrir V6 vélina, fann fullt fyrir 4 cyl aftur á móti.
–
Að vísu er ég búinn að biðja þá hjá Benna að athuga hvort þeir geti reddað mér svona og er það bara enn í athugun, vona að þeir svari mér á morgun.
–
En ég ætla að halda áfram að skoða alla möguleika í stöðunni áður en ákvörðun verður tekin.
06.05.2008 at 19:15 #202411Sælir, nú er komið í ljós að flækjurnar í bílnum hjá mér eru ónýtar sem og mest allt pústið. Hvort er betra að leita að notuðum, blæða í nýjar hjá Einari, sem er nú bara á við nýjan bíl, eða bara fara í orginal kerfi.
–
Ég fékk BJB til að skipta um kútinn í fyrra en nú hefur komið í ljós að þeir settu bara 2″ kút við 2,5″ kerfið sem er í bílnum og er það allt farið að pústa út.
–
Endilega látið ljós ykkar skína.
–
ps. bíllinn sem um ræðir er 4Runner ’94 3.0 V6
-
AuthorReplies