Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.09.2012 at 17:57 #756687
Þessi myndalinkur virkar ekki sem skildi..
21.08.2012 at 18:42 #756689Þessi litlaferð var með þeim betri sem ég hef farið í.
12.08.2012 at 22:09 #756391Húrra fyrir ykkur.
Maður situr nánast stjarfur heima yfir dugnaðinum, og með móral yfir því að hafa ekki rétt fram hjálparhönd (er samt með góðar afsakanir :))Snilldin ein að búið sé að fækka nokkrum egghvössum steinum í Illahrauni, manni stóð ekki á sama þarna um daginn.
12.08.2012 at 18:41 #224050Er svo gott sem búinn með fyrri áfangann af úrhleypibúnaðinum, þ.e klára að tengja loftið út að hjólum.
Þetta er ódýr útgáfa og hefur kostað hingað til um 35 þús frá Landvélum með 4×4 afsl.Hér er verið að prufa kerfið.
Setti þetta svona upp, vinstra megin kemur loftið inn og út hægra meginn.
Svo er aftari kraninn við T-stykkið vinstra meginn, fyrir mælinn sem sýnir þrýsting í dekkjum, en ég valdi 1 bar mæli eða 15 pund.
Það er því mikilvægt að klikka ekki á því að opna inn á hann þegar meiri þrýstingur er á kerfinu. Ætla samt að bæta við einum felguventli einhversstaðar til að geta mælt meiri þrýsting í dekkjum, og til vara ef maður sprengir mælinn í hita leiksins..
Vinstri mælirinn er dekkjaþrýstingur og sá hægri fyrir þrýsting á kerfinu.
Splæsti líka í Led ljós í loftið, takkinn er til að kveikja annað ljós sem ég setti við baksýnisspegilinn.
Þetta er rosalegur munur frá litlu glóperunni sem var fyrir.
Megi komandi vetur vera snjóþungur og dimmur, amen
22.07.2012 at 18:27 #755967Já líklega væri stanslaust video streymi fullmikið.
Þó það væri ekki nema ein mynd á dag eins og á hekgi.dk, þá væri það bara snilld.
21.07.2012 at 13:26 #223927Fékk þessa flugu í höfuðið áðan, og veit ekki hvort hún hafi verið rædd.
En er einhver grundvöllur fyrir þessu, þ.e.a.s gengur þetta upp, t.d með kostnað og rekstur á svona vél.
Gengur þetta ekki fyrir sólarsellu og rafgeymum?Eitt er víst að gaman væri að geta fylgst með mannaferðum þarna uppfrá, snjódýpt, veðri og skyggni. Gæti vélin t.d. verið staðsett ofan á Setunni og myndi beinast að Setrinu með Kerlingarfjöll í bakgrunn.
08.06.2012 at 18:49 #223670Síðasti vetur var fyrsti veturinn minn þar sem ég ferðaðist af einhverri alvöru um hálendið. Reyndi ég að vera duglegur að taka myndir og safnaði ég þessu á vef f4x4.
Kom sér vel að í vetur snjóaði bara ágætlega.
Vonandi hafa menn gaman af safninu og að það kveiki í mönnum fyrir næstkomandi kuldatíð.https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=308949
27.05.2012 at 20:01 #754719Kaldidalur er auðvitað skráður ófær, en mér til undrunar hefur hann ekki verið bannaður umferð í vor samkvæmt vegagerðinni [url:cp2sglo0]http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.gif[/url:cp2sglo0]
11.05.2012 at 17:07 #754159Skoðaðu [url=http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf:1y3cuo6v]kort vegagerðarinnar[/url:1y3cuo6v]
Mest allt lokað.
18.04.2012 at 18:40 #750665Hvar er video Drekanna?
Ég frétti að það hefði skarað frammúr..
14.04.2012 at 20:26 #7531417 pund á 38"?
Þá liggur við að fararskjótinn minn hafi afl til að komast áframSetrið hljómar vel ef maður fær frí á föstudeginum.
15.03.2012 at 14:10 #751369Skemmtilegt video.
Michael Bolton kom sterkur inn eftir mín. 6:00kv HB
27.02.2012 at 10:56 #749412Takk fyrir okkur, snilldarferð í alla staði.
Mínar myndir má sjá hér: https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … mId=313454
22.02.2012 at 15:30 #749380Hádegi er fullsnemmt fyrir mig. Þar sem ég þekki svo gott sem engan náið í þessum hóp á ég erfitt með að rottast bak við tjöldin.
Ég auglýsi þá hér með að mig langar að leggja af stað um ca. miðjan dag, hvort sem menn komi með mér eða ég með öðrum.
Endilega látið mig vita því ekki vil ég verða einn eftir..s: 8626087
hordurbja@gmail.com
20.02.2012 at 18:50 #749376Nú fer að styttast í fjörið, er einhver ferðaáætlun virk eða á hver að hugsa um sig?
09.02.2012 at 10:32 #749332Frank, þú mátt ekki gera svona lítið úr frúnni 😉
08.02.2012 at 13:56 #749316Hörður Bjarnason +1
11.01.2012 at 16:59 #7465736 eða 7 króna afsláttur af 250 krónum er bara grín.
Meiri afslátt takk!
05.01.2012 at 08:50 #221927Eru til einhverjar fréttir af snjóalögum á Langjökli?
26.12.2011 at 17:20 #744881Sæll SBS.
Loksins fékk maður góðar leiðbeiningar hvernig maður á að setja inn myndir á þessa svakalegu myndasíðu.
Var að setja inn myndir úr nýliðaferð.
En þú nefnir safnmöppu með nafni eigandans, bý ég þá til möppu og get ég hent myndunum í hana eða verð ég að byrja upp á nýtt í gegn um safnmöppuna?kv Hörður, sem er búinn að eyða hálfum jólunum í að setja inn myndir
-
AuthorReplies