Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2004 at 16:27 #483516
Sælir
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að "Í byggð" þýddi að maður gæti tekið leigubíl heim að blóti loknu en þyrfti ekki að gista.
Er ekki nóg að Seinna blótið taki heila helgi ?
BM
03.01.2004 at 00:48 #483050Sælir
Ég er búinn að eiga 3 pajero á síðustu árum og búinn að prufa flesta aðra japanska jeppa og niðurstaðan er sú að pajeróinn er lang skemmtilegasti bíllinn að flestu leiti.
Hversu stór dekk þarf undir þá fer bara eftir því hvað menn ætla að gera. Núna er ég á 2,8 bíl árg. ’98 á 35" og hann er mjög skemmtilegur í akstri og kemst helling í snjó og flest allt sem manni dettur í hug að fara að sumri. Ég fór m.a. í nýliðaferðina á Hveravelli og gekk bara bærilega.
Hitt er annað mál að fyrir minn smekk þá er 35" ekki nóg fyrir vetrarferðir þó maður komist fullt og því er ég á leiðinni að fá mér Pajero á 38" – þ.e. breyta þessum eða öðrum sambærilegum (er til í að selja minn eða skifta á óbreyttum) þar sem að ég veit ekki um neinn almennilegann til sölu.
En ég myndi virkilega skoða það að setja bílinn frekar á 35" heldur en 33" – 33" undir svona þungum bíl eru ekki að gera mikið meira fyrir hann en 32" auk þess sem mér finnst hann mýkri og skemmtilegri á 35".
Það er ein mynd af mínum í albúminu og fleiri á leiðinni.
Benedikt
26.12.2003 at 18:14 #482822Sælir
Ég var að koma þarna ofan að núna – færið var stórskemmtilegt fyrir okkur. Við vorum á þrem bílum – Pajero á 35", stuttum Terrano á 31" og Trooper á 32". Fóru allir til þess að gera létt með þetta þó að Trooperinn hafi stundum þurft að hjakka aðeins.
Ágætt sleðafæri en þó ekkert súper – óþarflega mikið af steinum uppúr fyrir minn smekk.
Ég set myndir úr túrnum í albúmið innan skamms.
BM
26.12.2003 at 00:54 #193344Sælir
Veit einhver hvernig færið er þarna uppfrá núna ?
Ætli sé komið sleðafæri á þessu svæði ?
BM
05.12.2003 at 20:08 #482186Sælir
Ég fór nýlega í gegnum þetta mál hjá mér. Ég tryggi hjá VÍS og ég fór til þeirra til að ganga frá þessari tryggingu.
Ég spurði þá í þaula við hvaða skilyrði tryggingin gilti ekki og þeir fullyrtu við mig að það væru engin skilyrði önnur en ölvun og vítavert gáleysi sem að ógiltu þessa tryggingu. Ég spurði sérstaklega út í jökla og vatnssull og þeir fullvissuðu mig um að þeir bættu bílinn ef ég eyðilegði hann í sprungu á jökli og eins ef ég myndi drekkja honum algerlega í vatni.
Þó væru aukahlutir eins og GPS, Talstöðvar, Fartölvur o.þ.h. ekki bætt við drekkingu.
Ég sá hins vegar í skilmálum um utanvegakaskó sem er "innifalið" í kaskó hjá Tryggingamiðstöðinni að þeir bæta EKKI vatnstjón !
En þetta er greinilega mjög mismunandi og mikið atriði að spyrja félögin í þaula um það hvað er inni og hvað ekki.
Eitt er alveg öruggt, að þegar á hólmin er komið reyna tryggingafélögin allt til að komast hjá því að borga…..Benedikt
04.12.2003 at 11:54 #482090Sæll Arnar
Ég fór í gegnum svipaðan pakka og þú, er með sömu græjur.
Varðandi músina þá er það rétt sem fram hefur komið að það má ekki ræsa GPS-inn fyrr en búið er að kveikja á tölvunni.
Hin vandamálin eru ekki jafn augljós – það sem ég lenti í var að tölvan tók upp á því að frjósa í tíma og ótíma. Stundum náði ég sambandi við GPS og stundum ekki.
Þessi vandamál og reyndar öll önnur leystust þegar ég fékk mér annan Serial/usb breyti. Ég hafði keypt breyti í Hugver og hann var bara drasl – ég fékk svo lánaðan breyti hjá R.Sigmundsyni og þá fór allt að virka.
Þannig að ég legg til að þú athugir breytinn ef hann er ekki frá R.Sigmundsyni.
Benedikt
02.12.2003 at 13:03 #481796Sælir
Ég tek undir með Palla og Hannesi að ferðin var alveg frábær í alla staði.
Ég var þarna á mínum 35" pajero og var líkt og Hannes í mest allan gærdag að skoða 38" bíla og velta fyrir mér möguleikum á því að breyta mínum – ætli hann verði ekki kominn á stærri skó fyrir næsta vetur, jafnvel fyrr.
Þannig að ég er illa smitaður og á ekki von á því að lækning finnist sem dugir á mig.
Benedikt
01.12.2003 at 14:38 #481682Ég tek undir það að ferðin upp á Hveravelli var mjög góð, frábær hópur og stórgóð fararstjórn hjá Hlyni og félögum.
Fyrir mig sem algeran nýliða var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég fékk að prófa krókinn á Patrol nokkrum sinnum en þó var það eftirminnilegast í [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=7197&albumid=780&collectionid=1164&offset=0:2070fgg3]þetta[/url:2070fgg3] skiptið. Eins fengum við að kynnast bilunum, affelgunum og viðgerðum á fjöllum…. sem sagt ein með öllu…
Áhöfnin á Pajero þakkar kærlega fyrir frábæra ferð.
Kveðja
Benedikt
27.11.2003 at 16:51 #481488Landcruser 100 og Platrol í sama flokki ?!?
Ertu ekki með öllum mjalla Hlynur ?
Er ekki nýji Patrolin frekar kraftlítil eftirlíking af Landcruser 80.BM
25.11.2003 at 16:03 #481384Það er líka hægt að finna upplýsingar um snjódýpt hérna :
http://www.vedur.is/athuganir/urkoma/snj0.html?
Þó finst mér þessar mælingar oft vera undarlegar – skv. þeim er t.d. autt á Hveravöllum núna kl 9 í morgun en ég á nú ansi erfitt með að trúa því.
Benedikt
25.11.2003 at 14:32 #481430Ég var svona rétt að renna yfir spjallþræðina og þá kemur eitt í ljós, Í miklum meirihluta fyrirsagna koma fyrir tvö orð :
PATROL OG VANDAMÁL !!
Merkilegt
Þið ættuð að hætta þessari vitleysu og fá ykkur Pajero..
Pajerókveðja
BM
20.11.2003 at 12:37 #481054Er þetta ekki bara spurning um að banna myndbyrtingar annara en félagsmanna – þá er á hreinu að þeir sem eru að "mis"nota dýrmætt geymslupláss harðra diska 4×4 eru búnir að borga fyrir það…
Benedikt
20.11.2003 at 09:38 #481044Nú er ég ekki sammála ykkur. Hvaða máli skiptir hvaða myndir menn setja í SITT myndaalbúm ? Úr því að 4×4 vefurinn er að bjóða notendum upp á þennan möguleika þá skiptir það engu máli af hverju þessar myndir eru. Það fær hver notandi möguleika á ákveðnu plássi undir myndir og ég fæ ekki séð að það skipti nokkru einasta máli hvernig það er notað.
Mér finnst þetta bara mjög sniðugt ef að menn eru að nýta möguleikan á að auglýsa hérna á vefnum og setja svo mynd af því sem þeir eru að selja í albúmið sitt. Þeir taka myndirnar svo væntanlega út þegar hluturinn er seldur.
Benedikt
14.11.2003 at 10:47 #480586Sælir,
Nú veit ég ekkert um microskurð á dekkjum og því spyr ég –
Hvað eru menn að gera þetta við "lítil" dekk ?
Hefur einhvern tilgang að láta gera þetta við nelgd 35" Bridgestone A/T dekk ? Hvað með enn minni dekk ?
Hefur þetta einhver áhrif á endingu dekkjana ?
Hvað kostar að láta gera þetta ?
Kveðja
Benedikt
07.11.2003 at 12:31 #479062Sæll Skúli
Ég er búinn að sjá þessa tilkynningu núna – fór algerlega framhjá mér… Þar kemur meira að segja fram að minna breyttir bílar komist með … Svona getur manni yfirsést…
Búinn að senda póst á Hlyn, við sjáum svo hvort Pajeróinn dugir eða ekki…..
BM
07.11.2003 at 08:57 #479048Sælir,
Í fyrsta lagi þá hefur hvergi komið fram hér á síðunni hverjar kröfurnar á bílana eru í þessum nýliðaferðum þannig að fyrir þá okkar sem hafa ekki komist á fundi síðustu 2 vikurnar þá er engin leið að vita um þessa hluti.
Ég frétti það fyrst núna að 35" bílar ættu séns þarna og því er ég þegar byrjaður að vinna í því að fá mig lausan þessa helgi – vona að það takist.
Annars skráði ég mig á einhver póstlista varðandi nýliðaferðir hér á vefnum en hef ekki orðið var við að sú skráning hafi tekist – veit einhver hvað veldur ?
Benedikt
28.10.2003 at 00:38 #479042Sæl öll
Það hefur verið gaman að fylgjast með skrifunum hérna eftir að ég sendi þennan póst inn – og ég er margs vísari á eftir.
Einhver sagði að menn ættu ekki að vera að væla og skipuleggja bara ferðir sjálfir – það er svo sem ekki vandamál að skipuleggja – hitt er meira vandamál að þegar maður er reynslulítill í fjallaferðum þá vill maður frekar reyna að fá að slást í för með reyndari mönnum og læra.
Einhver stakk líka upp á að við sem værum á minna breyttum bílum ættum bara að auglýsa á vefnum og koma okkur saman um ferð – það er góð hugmynd og er í raun byrjun á því sem að ég var að tala um í upphafi, deild fyrir okkur á minna breyttum bílum. Ég auglýsi hér með formlega eftir því að kynnast fólki á svipuðum farartækjum og ég er á sem er til í að fara í stuttar ferðir frá borginni. Þeir sem eru til geta sennt mér póst á bm@sk3.is og við síðan séð til hvað verður úr því.
Ég hef aldrei mætt að fund eða opið hús hjá klúbbnum, bara skoðað þessa síðu – sem er að flestu leyti glæsileg. En af lestri hennar fékk ég þá tilfinningu að maður á lítið breyttum bíl hefði ekkert í þennan félagskap að gera, ég veit betur núnu og mun mæta fljótlega á fund.
Takk fyrir góð og skemmtileg svör
Benedikt
24.10.2003 at 10:58 #479000Sælt veri fólkið og takk fyrir svörin
Það var kannski ofsagt hjá mér að ég kæmist ekki með í neitt af því sem klúbburinn er að gera – en af myndunum á vefnum að dæma þá hefði 33 – 35" breyttur bíll ekki mikið í þessar ferðir að gera – myndi bara hanga í kaðli aftan í einhverjum öflugri bíl.
Skv. vefnum þá var einn bíll á minna en 38" í síðustu nýliðaferð…..
En fyrir nýliða í þessu þá lítur út fyrir að ef maður ætlar að vera gjaldgengur í þennan félagsskap þá verði maður að vera á a.m.k. 38" breyttum bíl. Það er kannski eitthvað sem hægt væri að bæta úr á vefnum.
Ég er hins vegar mjög ánægður með að heyra að menn telji að ég hafi eitthvað erindi í klúbbinn á mínum bíl því að mig vantar að komast í einhver ferðahóp – ekki er hægt að vera að þvælast á einum bíl á fjöll.
Kveðja
Benedikt Magnússon
24.10.2003 at 10:02 #193058Ég hef verið að skoða þennan vef undanfarið og fylgjast með því sem ferðaklúbburinn er að gera. Margt af því er mjög spennandi og skemmtilegt en þó er allt því marki brennt að til að taka þátt þá þarf maður að vera á a.m.k. 38″ breyttum bíl.
Ég er hins vegar á 35″ breyttum bíl og hef því fram til þessa ekki séð neina ástæðu til að ganga í klúbbinn þar sem að ég yrði ekki gjaldgengur í neitt af því sem verið er að gera – enda virðist það að mestu snúast um jökla- og snjóferðir.
Ég veit að það eru mjög margir sem hafa áhuga á því að ferðast um landið á lítið breyttum bílum eins og sést á ferðunum sem umboðin eru að skipuleggja. Því spyr ég hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að stofna nýjan klúbb eða deild inna ferðaklúbbsins fyrir lítið breytta jeppa ?
hmm
-
AuthorReplies