Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2010 at 13:52 #702718
Nei Guðbrandur það þarf ekki… Félagar í hópnum "Ekið á alvöru amerískum jeppum" ætla að keyra í kjölfarið og hirða upp það sem eftir liggur….
og sjá um að koma því heim..
11.08.2010 at 09:25 #699770Ég mun væntanlega ferðast að minnsta kosti aðra hverja helgi líkt og undanfarin 5 – 6 árin, ef það verður einhver snjór.
En vertu endilega ekkert að hvetja menn til ferðalaga – þetta var svo fínt í fyrra, alltaf nóg pláss í skálum og maður algerlega einn í heiminum uppi á fjöllum….
Benni
13.07.2010 at 13:17 #698340Frábært framtak hjá Hjálparsveit 4×4 – þetta er til sóma.
Annars þykir mér nánast öruggt að Míla eða einhver af Björgunarsveitunum sem voru í lögguleik á hálsinum eigi þessa tunnu og því væri rétt að leggjast í rannsóknarvinnu á því og krefja viðkomandi um há björgunarlaun til handa hjálparsveit 4×4 og þeim sem í þessu stóðu….
Benni
12.07.2010 at 15:09 #695950Ég kem því miður sennilega ekki til með að mæta á sumarhátíðina þar sem að ég var búinn að skipuleggja annað þessa helgi rétt áður en tilkynnt var hvenær hún ætti að vera – með öðrum orðum, tímasetning hátíðarinnar var tilkynnt allt of seint fyrir mig og sennilega marga aðra.
En staðsetningin er frábær og ég hefði nokkuð örugglega mætt ef ekki hefði staðið svona af sér með tímann.
Ég óska svo öllum góðrar skemmtunar og ef eitthvað breytist hjá mér mun ég mæta – enda ekki nema örskotsstund verið að henda hjólhýsinu aftaní og bruna upp í Hvalfjörð.
Benni
11.07.2010 at 23:44 #697844Var bara að sjá þetta núna þannig að sennilega er það orðið of seint fyrir ykkur.
En ég á afturskaft í F350 ef að þið getið nýtt ykkur það.
Benni
26.06.2010 at 14:10 #695916Síðast þegar ég sá Sóðana í ferð þá fóru þeir í fjöruferð en þorðu ekki með okkur í Túttugenginu til fjalla – allt yfir 10 m.y.s. var of hátt fyrir þá.
26.06.2010 at 14:08 #695618Nafni – ég vissi ekki að maður þyrfti að ljúga sig inn á póstlistann hjá þér
En ertu þá búinn að finna græju sem gengur við 3G langdrægt og öll hin kerfin líka og er með útiloftneti ?
Svo er bara að fá sér gsm síma hjá SIP [url:2mso2l2y]http://www.sip.is/[/url:2mso2l2y] – en þeir eru eða verða allavega með reikisamninga við bæði Símann og Vondafone og því virka þeira gsm kort allstaðr þar sem er eitthvað signal.
24.06.2010 at 17:40 #697008hóst… hrikaleg hvað …. hóst hóst…
P.S.
Fallegur bíll…
24.06.2010 at 16:56 #696986Ég sendi þetta:
____________________________________________________________________________________________Ég undirritaður hef ferðast um það svæði sem fellur undir Vatnajökulsþjóðgar undanfarin 15 ár. Ég hef, að því er ég best veit, ekið alla þekkta slóða innan garðsins og einnig lagt að baki tugi þúsunda kílómetra á jökli og utan hans á snjó að vetri. Ég tel mig því þekkja svæðið bærilega og vera vel dómbær á það hvort umferð um svæði þjóðgarðsins hafi valdið náttúrunni skaða. Ég tel svo ekki vera, en ég tel einnig að viðkvæm svæði innan garðsins þoli illa þá umferð sem ætluð er um þau og þá uppbyggingu mannvirkja sem fyrirhuguð er. Þannig tel ég að skálabyggingar í Vonarskarði eigi ekki rétt á sér og ég tel að það eigi ekki að eyðileggja það svæði líkt og gerst hefur í Landmannalaugum.
Ég mótmæli því harðlega að loka eigi akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem að eknir hafa verið í áratugi án þess að náttúran hafi borið skaða af. Þær leiðir sem um ræðir eru leiðir á Jökulheimasvæði, leið um Vonarskarð, Heinabergsdal og Vikrafellsleið. Flestar þessara leiða liggja um úfin hraun og foksanda þar sem að umferð manna, á hvern hátt sem hún er er vart merkjanleg nema í stuttan tíma eftir að farið hefur verið um. Sú upplifun að ferðast um eyðimerkurlandslag líkt og á Jökulheimasvæðinu lætur hins vegar engan ósnortin og því væri mikill skaði af því að banna slíkt, um það svæði fer engin gangandi nema allra hraustustu göngugarpar sem geta borið með sér allan búnað og vatn.
Með því að loka þessum leiðum er verið að gera einni tegund útivistar hærra undir höfði en annarri og jafnframt að koma í veg fyrir að mikill meirihluti áhugasamra ferðalanga geti notið þeirrar stórbrotnu náttúru sem að svæðið hefur upp á að bjóða. Það að heimila einungis umferð gangandi um þessi svæði, þar sem að slóðar eru fyrir, lokar á alla þá sem ekki hafa heilsu til að ganga með allt sitt á bakinu, það lokar á börn og eldri borgara, það lokar á fjölskyldufólk. Þegar svo er orðið þá spyr maður sig fyrir hverja er þjóðgarðurinn ? Örfáa göngumenn, ferðafélög og ferðþjónutuaðila ?
Jafnframt mótmæli ég þeim ákvæðum verndaráætlunar að þjóðgarðsverðir megi loka ákveðnum svæðum án rökstuðnings. Við þurfum ekki geðþóttaákvarðanir einstakra aðila í þessum þjóðgarði. Það hefur þegar sýnt sig að slíkar geðþóttaákvarðanir landvarða á fjallabakssvæðinu hafa valdið úlfúð og jafnvel kærum.
Ég mótmæli því einnig að akandi ferðamönnum sé ekki heimilt að tjalda á sömu stöðum og gangandi ferðamönnum. Slíkt er einfaldlega brot á jafnræðisreglu og ég efast um að það standist fyrir dómi að mismuna fólki á þennan hátt og er þess einnig fullviss að á það verður látið reyna ef þetta fer óbreytt í gegn.
Ég mótmæli því einnig að ákveðnir slóðar verði einungis opnir þeim sem hafa hagsmuni af honum vegna atvinnu. Það er ólíðandi að landið sé einkavætt og fært ákveðnum ferðþjónustufyrirtækjum á þennan hátt. Það eru gæði og verðmæti fólgin í því að fá að ferðast um landið – það á ekki að færa ferðafélögum og fyrirtækum þau verðmæti að gjöf á kostnað almennings.
Á sama hátt mótmæli ég því að ákveðnar leiðir verði einungis opin veiðimönnum á veiðitíma – slíkt er á nákvæmlega sama hátt brot á jafnræði að aðrir en vopnaðir menn með veiðileyfi upp á vasan fái ekki að ferðast um landið.
Ég mótmæli einnig öllum hugmyndum um frekari lokanir fyrir akstur á snjó og frosinni jörð í Vatnajökulsþjóðgarði sem og akstur á jökli. Nú þegar eru lagðar allt of miklar takmarkanir á akstur um jökulinn á besta ferðatíma um hann.
Ég mótmæli því einnig að ekki hafi verið haft samráð við fulltrúa allra útivistarfélaga við gerð verndaráætlunarinnar. Fulltrúar útivistarfélaga hafa á flestum stöðum verið fulltrúar Ferðafélags Íslands og einungis og augljóslega haft hagsmuni þess félags og þeirrar ferðamennsku sem þar er stunduð að leiðarljósi. Þó er það þannig að stærstan hluta ársins eru það félagsmenn jeppa- og vélsleðafélaga sem ferðast mest um jökulinn og nágrenni hans, en verndaráætlunin ber þess augljós merki að lítið samráð hefur verið haft við þá hópa.
Ég tel að sú verndaráætlun sem að liggur frami sé að mörgu leiti góðra gjald verð en hins vegar er það mikið sem að þarf að endurskoða að ég tel að að hefja eigi þá vinnu alla aftur og þá með aðkomu allra þeirra sem nota og njóta þjóðgarðsins, ekki bara fulltrúm þeirra sem hafa fjárhagslega hagsmuni af þjóðgarðinum líkt og staðreyndin er með ferðafélög, ferðaþjónustuaðila, leiðsögumenn og bændur.
Benedikt Magnússon
15.06.2010 at 22:49 #696102Fin umræða hér.
En það er reyndar staðreynd sem að margoft hefur verið bent á að spjallið hér er, og hefur verið lengi, mjög dapurt. Það að loka á utanfélagsmenn var ágæt tilraun til að fá félagsmenn frekar inn á spjallið og til að losna við leiðindaskjóður – en ég held að hún hafi einfaldlega ekki skilað tilætluðum árangri. Reyndar sýnist mér líka að spjallið sem var sett upp þessu til höfuðs sé líka að lognast útaf – þannig að kannski er þetta pest sem nær út fyrir klúbbinn.
Ég get líka tekið undir með þeim sem hafa talað um að síðan sé ekki nógu notendavæn – það er hún alls ekki og vafðist töluvert fyrir mér í upphafi og þó vinn ég við tölvur allan daginn og hef gert síðustu tuttugu ár og tel mig vel færann tölvumann. Gallinn við hana er kannski einmitt sá að þeir sem hafa verið að vinna í henni eru of færir á sínu sviði til að sjá fyrir hvaða vandamálum meðal tölvufatlaður jeppakall getur lent í. Þessu þarf að breyta og það hratt, til að einhver von sé að ná þeim gömlu aftur inn áður en þeir gefast endanlega upp.
Reyndar verður því miður að segjast að síðan og lífið á henni hefur einungis dofnað síðan byrjað var að breyta henni og hræra í henni fyrir 5 – 6 árum síðan. Gamla síðan með nafnleyndinni var lang líflegust og ég held að ansi margir sakni þess tíma þegar Patrolman og aðrir góðir skrifuðu hér. Þessi gamla síða hafði að vísu sína galla og má eiginega segja að framkoma örfárra einstaklinga á spjallinu þá hafi eyðilagt fyrir því að geta hafta hana jafn opna og hún var… en það var þó líf á síðunni og hún var svo einföld að tölvufatlaðir réðu við hana.
Ég veit svo sem ekki hver lausnin á vanda síðunar er nákvæmlega, en ein þeirra er klárlega að gera hana svo einfalda í notkun að hvaða barn eða öldungur sem er geti notaða hana skammlaust. Þessu hlýtur að meiga ná fram með auðveldari uppsetningu á spjalli og myndaalbúmi og ekki síður með því að setja greinargóðar leiðbeiningar á vefinn.
Svo er það spurningin hvort að ekki eigi að endurskoða lokunina og opna spjallið aftur – þessi tilraun virðist allavega ekki skila miklu.
svo er það myndaalbúmið – það var, og ætti að vera, ein allra öflugast leið klúbbsins til að halda utanum þá grósku sem er í jeppaferðum og breytingum. Það er því verulega sorglegt að lélegur og flókin hugbúnaður skuli vera að afmá þessa sögu sem myndaalbúmið var. Það ætti því að vera eitt af forgangsatriðum að gera það aftur "idiot proof" og jafnframt hraðvirkt til að menn geti og nenni að setja inn myndir.
Ef að þær breytingar sem að eru nauðsynlegar á vefnum kalla á mikla vinnu og/eða aukin vélbúnað/hugbúnað undir síðuna þá á stjórn einfaldlega að veita nauðsynlegu fjármagn í þetta verkefni – það má vel hugsa sér að ráða mannskap í að vinna þessa vinnu þar sem að það er ekki hægt að ætlast til þess að vefnefndarmenn vinni dag og nótt í þessu.
Það er nauðsynlegt að leggja mikla vinnu í að verja ferðafrelsið og rétt okkar til að fá að breyta jeppum og nota þá á götunum. En það er ekki síður mikilvægt að ná til sem flestra jeppamanna og að efla innra starfið í klúbbnum og það er þar sem vefsíðan er lang mikilvægasta tólið… og hún verður að virka, þó það kosti eitthvað.
Benni
11.06.2010 at 01:23 #213155Hvernig er það á ekkert að fara að láta okkur vita hvar og hvenær sumarhátíðin verður haldinn ? Eða verður þetta kannski svona einka-leynihátíð lengst úti á landi eins og undanfarin ár og þá skiptir engu þó menn viti ekki einu sinni hvenær hún er því það mætir hvort sem er enginn ?
En grínlaust þá var ég búinn að frétta eftir krókaleiðum að hátíðin verði í Þórisdal á Draghálsi en ég veit ekki hvenær hún á að vera.
Að mínu mati hefði átt að kynna hana fyrir allnokkru – allavega tímasetninguna. að eru margir nú þegar búnir að skipuleggja sitt sumarfrí (ég er allavega að verða búinn) og því minka líkurnar á því að sumarhátíðin komist á það skipulag með hverjum deginum á meðan maður veit ekkert um hana.
Benni
11.06.2010 at 01:17 #695588Ég er með svona Huwei græju í hjólhýsinu hjá mér og hef verið með lengi – fékk þetta sem tilraunatæki frá símanum.
Þetta bara svínvirkar og ég gæti vel trúað því að ég endi á að setja svoa fast í jeppann.
Benni
08.06.2010 at 20:25 #695752Systemið sem að þú sýnir á þremur neðstu myndunum er selt í bílabúð Benna og ég þekki fullt af mönnum sem eru með þetta. Þetta er svo sem ágætt til þess að gefa hugmynd um þrýsting í hærri kantinum. En þar sem að þetta er hannað í fólksbíla þá mælir þetta ekki þrýsting undir 4 pundum af neinni nákvæmni. Eins álítur þetta þrýsting undir 25 pundum vera of lítinn og vælir stöðugt sé hann lægri en þau mörk – því er þó hægt að redda með því að klippa á vírana að hátalaranum.
Verst þykir mér þó við þennan búnað að skynjararnir vilja losna og eyðileggjast og hafa því sjaldan enst mér lengur en fáeina mánuði í senn – með tilheyrandi veseni við að skipta þeim út.
Eina gagnið sem að þetta gerir fyrir mig er að segja mér til um þrýstinginn í þjóðvegaakstri – sem er svo sem ágætt þar sem að þessu stóru hjól leka alltaf aðeins og ekki óalgengt að hafa tapað 5 – 15 pundum á viku.
Lýst betur á þetta hettusystem – auðveldara að skipta um hettur þegar þær eru ónýtar
Benni
08.06.2010 at 19:12 #695572Snorri
Hvaða möguleika eigum við sem ekki erum með radio amatör réttindi á að ná í HF stöð ?
Ég hef ekki haft tíma til að fara á þetta námskeið hjá IRA og sé ekki fram á að hafa hann á næstunni allavega – enda finnst mér þetta allt of langt hjá þeim.
En ég væri hins vegar alveg til í að skella svona stöð í bílinn hjá mér.
Benni
02.06.2010 at 09:30 #695120Flott mál að óska eftir hugmyndum hér og ég vona að það verði framhald á þessum vinnubrögðum hjá stjórn að nota vefinn meira og vera sýnilegri hér á spjallinu með fréttir, upplýsingar, fyrirspurninr eða hvaðeina.
En varðandi hugmyndir að stórferðum þá þori ég varla að opna munninn af ótta við að vera settur í nefnd
En ég hef svo sem hugmyndir að fjölda ferða sem að mætti fara með stóran hóp líkt og Hjólfaraferðin. Bæði eru þar um að ræða ferðir sem að ég hef sjálfur farið í minni hópum eða aðrar sem eru á óskalistanum. Einn galli er þó við að hafa þetta svona gríðarlega stórar ferðir og það er einmitt stærðin eða öllu heldur mannfjöldinn sem að þarf að koma fyrir í gistiplássi.
Þess vegna gæti allt eins verið að betra væri að fara fleiri en eina ferð ef að menn vilja skoða leiðir sem að bjóða ekki upp á gistipláss fyrir hundrað manns eða meira.
En til að nefna nokkrar hugmyndir:
Þvera Ísland frá Vestri til Austurs – Aka sem beinasta línu frá Öndverðarnesvita til Dalatanga
Slíkt hið sama mætti gera í aðrar áttir – svo sem í kross eða frá N – S.Vatnajökulsferð með gistimöguleikum í Sigurðarskála og á Smyrlabjörgum – pláss fyrir allt að 90 manns
Önnur góð ferð gæti verið Kerlingafjöll – Nýjidalur – Sigurðarskáli – Smyrlabjörg
Svo mætti styrkja skálamál klúbbsins með því að halda ferð sem miðaði að því að gista bara í skálum klúbbsins – það yrði þó að vera minni ferð og mætti því bara halda hana tvisvar eða þrisvar. Byrja t.d. í Setrinu með um 40 – 50 manns skipta svo liði og hringa Höfsjökul sitt hvorri áttinni (eða fara yfir) og enda í Skiptabakka og Réttartorfu. Svo mætti jafnvel hafa ferðina fámennari og fara ferð sem væri Sultarfit – Setrið – Skiptabakki – Réttartorfa og svo heim. Um að gera að leyfa félagsmönnum að sjá og prófa þessa fínu skála sem deildirnar hafa komið upp og fengið til þess fullt af peningum frá móðurfélaginu. Eins á Austurlandsdeildin aðkomu að skálum á þeirra svæði sem að settar voru margar milljónir af peningum klúbbsins í – en það er erfiðara að koma þeim inn í ferð.
Og eitthvað á ég meira af ferðahugmyndum… nenni bara ekki að pikka meira í bili.
Benni
30.05.2010 at 13:03 #694998Það hlítur að birtast hér fundargerð innan skamms.
Ritari var Didda og ég stýrði fundi.
En annars var það helsta sem gerðist þetta:
Þeir sem voru i framboði skv. lista í öðrum pósti hér á spjallinu voru allir kosnir + einn eða tveir sem bættust í á fundinum.
Lagabreytingum var vísað frá og við það yfirgaf flutningsmaður þeirra samkvæmið og hefur í því samhengi lýsti yfir andláti 4×4 klúbbsins á öðrum vetvangi
Stjórnin fór fram á heimild til að veita allt að fimm milljónum til ferðafrelsisnefndar og fékk þá heimild.
Fundiurinn stóð í 1 klukkustund og 45 mínútur. Og eins og ráða má af því var hann fremur átakalítill.
Benni
27.05.2010 at 23:32 #692756Þessar tillögur að lagabreytingum sem að Stefanía setur fram eru nánast þær sömu og tveir eða þrír aðilar stóðu að þegar nýju lögin voru sett. Þá voru þessar tillögur felldar.
Það sem Lella bendir einnig á er alveg rétt að þassi lög hafa ekki verið í gildi í nema örfáa mánuði og því vart komin nein marktæk reynsla á þau.
Þess utan þá má benda á að við setningu þessara laga var lögð mjög mikil áhersla á að gera það í sátt við sem flesta í klúbbnum. Þannig var unnið að þessum lögum í langan tíma af hópi félagsmanna sem að setti þau svo fram á aðalfundi. Þar var tillagan skotin í kaf og því afgreiðslu frestað og ég ásamt Friðrik Halldórssyni fengnir til að vinna úr gagnrýni sem fram hafði komið. Það var gert og niðurstaðan kynnt fyrir nefndum og deildum ásamt því að vera rædd á landsfundi þar sem tillögum okkar Friðriks var breytt nokkuð. Sú tillaga var svo lögð fyrir aukaaðalfund þar sem hún var samþykkt og síðan eru liðnir 6 mánuðir.
Síðan má svo sem eyða tíma í að ryfja upp rökin fyrir því að þessum breytingatillögum var hafnað síðast þegar þær voru lagðar fram – T.d. það að hafa tvo varamenn í stjórn sem sitja allan tímann og hafa málfrelsi og tillögurétt er í raun ekkert annað en að hafa tvo auka stjórnarmenn þar sem að vald atkvæða ræður sjaldnast, ef nokkurntíman, niðurstöðum í venjulegum stjórnum félagasamtaka. Þá væri einfaldlega nær að leggja til að fjölga í stjórn og hafa sjö stjórnarmenn sem allir bera ábyrgð á störfum stjórnarinnar. Ekki fimm stjórnarmenn sem bera ábyrgð og tvo sem voru í öllu en voru bara varamenn án ábyrgðar.
Svo er það aukafélagin – ég fæ bara alls ekki séð nein góð rök fyrir því að útiloka duglegt fólk frá því að starfa í nefndum og stjórnum bara af því að það er gift eða í sambúð með félagsmanni.
Ég er verð þó líka að taka fram að ég hef alltaf metið viðleitni Stefaníu til þess að koma upplýsingum á framfæri mjög mikils og ég vona að klúbburinn eigi eftir að njóta hennar krafta áfram í framtíðinni.
Benni
26.05.2010 at 12:15 #693322Heiðar,
Ég þakka traustið og áskoruninna, en Fyrst Sveinbjörn gefur kost á sér áfram þá lýst mér vel á það og mun ég væntanlega starfa áfram í Tækninefnd og víðar að sinni. Ég sagði hins vegar þegar ég varð að hætta við framboð síðast að ég myndi koma síðar og klára það sem ég byrjaði á og það stendur enþá til.
Benni
10.05.2010 at 11:49 #693310Eftirfarandi framboð hafa borist í Tækninefnd:
Benedikt Magnússon gefur kost á sér áfram
Valur Sveinbjörnsson gefur kost á sér áfram
Atli Ingimarsson gefur kost á sérkv.
Benedikt Magnússon
Formaður Tækninefndar
09.05.2010 at 12:19 #693260Ætli það sé ekki bara Ellingsen…
-
AuthorReplies