Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2004 at 11:16 #486256
Sæll
Ég er með tölvuborð sem er eingöngu uppbyggt úr hlutum frá R. Sigmundssyni. Þetta er stöng sem ég skrúfaði í stokkinn á milli sætana og stífaði svo niður í sætisbolta. Síðan er kúla á endanum á þessu. Síðan er ég með arm í tölvuborðið sem er borð sem klemmist utanum tölvuna og heldur henni algerlega fastri. Þetta kerfi frá þeim er alger snilld og lítur líka mjög snyrtilega út. Þetta er hins vegar alls ekki gefins og mig minnir að þetta hafi allt saman verið að kosta í kringum 20 þúsund.
Spennubreytirinn minn er sá minnsti á markaðnum og er að afkasta 150 W. Það dugir mér til að hafa í gangi fartölvu og hlaða videó og myndavél í einu.
Annars geturðu lesið á straumbreyta tækjanna sem þú ætlar að nota og þar áttu að sjá hversu mikið afl þeir þurfa.
Kveðja
Benedikt
27.01.2004 at 02:11 #485772Sælir
Já rétt er það Páll að ég þekki förin eftir Broncoinn þinn vel – og ég get fullyrt það að það er reglulega gaman að elta þau
Skjaldbreið hljómar vel og ég verð örugglega með um helgina.
Benni
26.01.2004 at 14:48 #485762Sælir,
Ég er til í að kíkja með ykkur ef ekkert óvænt kemur uppá. Ég er á 35" Pajeró og mér þætti ekki ótrúlegt að frændi minn kæmi líka með á stuttum Terrano á 31".
Veðurspáin fyrir næstu helgi er svona:
_______
Á föstudag: Norðlæg átt og él á Norður- og Austurlandi og á stöku stað við suðurströndina, en annars víða léttskýjað. Frost 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina, en léttskýjað vestanlands. Hiti breytist lítið.
________Þannig að vesturlandið er mest spennandi eins og er – en það er enþá langt í sunnudaginn.
Kveðja Benni
821 4696
bm@sk3.is
26.01.2004 at 12:14 #485434Sælir
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera kóari á Dittó í þessari hópferð þriggja Pajeróa á Eyjafjallajökul. Ferðin var frábær í alla staði, bæði veður og færi og vil ég nota tækifærið og þakka ferðafélögunum fyrir frábæra ferð og þá sérstaklega Halla fyrir að bjóða mér með.
Þessi ferð varð til þess að nú er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Pæjan mín verði komin á 38" áður en langt um líður…
Benedikt
21.01.2004 at 11:40 #485326Sælir
Hvar getur maður látið vikta bílinn hjá sér ?
BM
21.01.2004 at 10:46 #485040Sælir
Ég er nú nýlega genginn í þennan félagsskap og hef aldrei komið í Setrið – en á það vonandi eftir.
En eitt í þessari umræðu vil ég kommenta á og það er sú hugmynd að hækka bara félagsgjöldin til að standa straum af rekstrarkostnaði skálans. Þetta er eithvað sem ég held að menn ættu alls ekki að hugsa um því að ég held að margir myndu setja það fyrir sig að borga fyrir eitthvað sem þeir hugsanlega aldrei nota. Svo þætti mér reyndar gaman að vita hversu stór (eða lítill) hluti rekstrarkostnaðar setursins er í raun greiddur með almennum félagsgjöldum, varla duga þessi litlu skálagjöld sem koma inn ?
Mér sýnist á þessari umræðu að eina lausnin til að koma algerlega í veg fyrir að menn svindli á skálagjöldum en séu samt sem áður "frjálsir" ferða sinna sé að setja upp talnalás og myndavélakerfi. Þannig komast menn inn með því að hringja og geta ekki logið til um fjölda því myndavélarnar taka allt upp.
Það er svo annarra að svara því hvort svona kerfi svarar kostnaði eða ekki. En þessi lausn er til þess að gera einföld í uppsetningu og búnaðurinn er allur fáanlegur.
BM
21.01.2004 at 10:25 #485116Sæll Skúli,
Ég er nú ekki kominn langt í skipulagningu síðan í morgun en ég er nokkuð viss um að það verður eitthvað farið eða gert þessa helgi – hvort sem það er Hólaskógur eða annað.
Ég hvet alla sem langar með í einhvern leik þessa helgi að hafa bara samband við mig og við reynum að gera eitthvað skemmtilegt – e-mail bm@sk3.is eða 821 4696. Ég er á 35" dekkjum og reikna með að það verði einn á 31" með þannig að við förum bara eitthvað sem allir jeppar ættu að komast.
Við hvern talar maður til að bóka gistingu í Hólaskógi ?
Benni
21.01.2004 at 09:21 #485112Hva helvíti voru menn fljótir að flauta þetta af – það leið ekki nema 1,5 sólarhringur frá því að tilkynnt var um að þátttöku vantaði og þar til menn gefast upp… Maður nær varla að smala saman í hóp á svona stuttum tíma
Ég var reyndar ekki kominn nema með 4 – 6 þannig að það hefði svo sem hrokkið stutt upp í þá 40 sem þarf þannig að það hefði sennilega breytt litlu….
Þetta er fúlt því ekki fer maður með í Setrið í svona færi… En við þessu er´sjálfsagt lítið að gera.
BM
21.01.2004 at 00:00 #485102Veit ekki einhver hvort hægt er að gista tvær nætur þarna ?
En ég tek undir það með Lúther og öðrum hér að það er ansi dapurt ef menn eru tilbúnir til að skammast yfir því að lítið sé gert en vilja svo ekki taka þátt í því fáa sem er í boði.
Auðvitað henta tímasetningar ekki öllum og það er skiljanlegt en samt verðum við sem erum enþá á litlu dekkjunum að reyna að taka þátt í því sem er skipulagt fyrir okkur – annars er eðlilegt að það nenni enginn að standa í því lengur.
Jóhannes – það er aldrei of seint að byrja
Já og Hlynur það er rétt hjá þér að það eru komnir verulegir vaxtarverkir í pajero og aldrei að vita nema að einhverntíman verði hann stór
Kveðja
Benni
20.01.2004 at 17:19 #485188Sæll Hannes
Ég á nú ekki svona bíl en þekki aðeins til þeirra. Ég held að þetta séu mjög góðir bílar. Túrbínan í þeim hefur verið gölluð og umboðið hefur allavega kallað einhverjar árgerðir inn vegna þess.
Svo hefur mér sýnst að þyngdardreyfingin sé svolítið vitlaus í þeim og það sé að há þeim svolítið. Þetta geta þó eigendur svona bíla væntanlega frætt þig betur um.
Það virðst hins vegar allar sölur vera fullar af þessum bílum á 38" dekkjum hvort sem það er vísbending um einhver leiðindi eða ekki.
BM
20.01.2004 at 16:46 #485092Smá mistök,
Þetta átti að vera aðfararnótt laugardags en ekki föstudags.
BM
20.01.2004 at 16:42 #485090Sælir
Hvernig er það með Hólaskóg, er hægt að fá gistingu þar á aðfararnótt föstudags líka ?
Ef það er hægt þá er hægt að leika sér eitthvað þarna í kring á laugardeginum. Mér sýndist á korti að það sé allavega slatti af slóðum sem liggja þarna í kring. Meðal annars er leið frá Hólaskógi upp undir Svartárgljúfur og þaðan aftur niður á Þjórsárdalsveg skammt frá Árnesi. Og svo eru sjálfsagt fleiri skemmtilegar leiðir þarna sem að hugsanlega er hægt að finna einhvern skafl á til að spóla í.
Ég veit reyndar ekkert hvernig þessar leiðir þarna eru og kannski er einhver mér fróðari sem getur sagt til um það.
Væri kannski komið tækifæri þarna fyrir okkur sem erum á 33 – 35" bílum til að fara smá hring saman ?
kveðja
Benedikt
17.01.2004 at 11:08 #484222Það eru komnar flestar bíltegundir hérna inn svo ég verð að bæta pajeró við þetta. ég er búinn að eiga þrjá og þetta eru tölurnar á þeim
Stuttur 2,5 turbo-int. árg. 99 32" dekk beinsk. er með 12 – 15 lítra
Langur 3,0 bensín árg. 94 32" dekk sjálfsk. sá bíll fór aldrei undir 16 var oftast nær 18.
Langur 2,8 turbo-int. árg. 98 35" dekk sjálfsk. Þessi er að eyða um 17 í innanbæjar akstri og mjög lítið minna á langkeyrslu.
Mér finnst þessir bílar allir eyða óþarflega miklu, sérstaklega þar sem að ég er svo sem ekkert með pinnan í gólfinu öllum stundum. En Maður lifir með þessu þar sem að Pajero er slíkur snilldar bíll að öllu leiti
Benni
14.01.2004 at 09:16 #484148Sælir og takk fyrir svörin,
Ég er búinn að vera að spá þónokkuð í þessum bílum og líst bara vel á þá – sérstaklega þar sem að nú er hægt að fá loftlæsingar í þá (kosta um 200þ) og mér skilst að vélarnar í þeim séu nánast ódrepandi. Og svo er verðið á þessum D/C bílum ekki að skemma fyrir þeim.
Nei Jóhannes, Pajeróinn er ekki seldur en er til sölu á 2,5 M.kr ef einhver vill skoða…
Það er annað hvort að skipta honum upp í svipað dýran eða dýrari 38" bíl eða að fara útí að breyta honum. Það kostar bara full mikið fyrir núverandi ástand buddunar að breyta honum – eða ca milljón.
Svo er 35" breytingin á honum bara til trafala þegar á að setja hann á 38" og því væri betra að selja hann og byrja á óbreyttum bíl ef maður ætlaði á annað borð út í breytinguna.Benedikt
13.01.2004 at 23:27 #193448Sælir
Hvað getið þið sagt mér um Nissan D/C árgerð 1999 og yngri ?
Ég er að spá í svona bíl á 38″ – vita menn eitthvað hvernig þeir hafa verið að standa sig og er eitthvað sem bilar meira í þessum bílum en öðrum ?
Eða er Hiluxinn kannski betri kostur ?
BM
12.01.2004 at 23:57 #483944Mér skilst að það séu til a.m.k. tvær gerðir af Bfg. Það er fínt og gróft munstur (A/T og M/T). ég er með fínna munstrið A/T – mér fannst hin vera of gróf og þau eru örugglega mun háværari.
Mig minnir að það sé dekkjalagerinn sem er að selja þessi dekk.
BM
12.01.2004 at 11:20 #483938Sæll
Ég er að nota Bfg og þau hafa hingað til reynst mér mjög vel. Eru líka mjúk og skemmtileg að keyra á – ég á líka einn gang af Goodyear 35" og mér finnst þau ekki eins skemmtileg og Bfg.
Svo skemmir ekki fyrir að þessi dekk eru að virka fínt í snjónum. Ég er reyndar með þau negld á köntum og míkróskorin í miðju.
BM
08.01.2004 at 15:34 #483586Takk fyrir það nafni – ég hringi í þig á eftir.
Benedikt
08.01.2004 at 14:58 #193403Ég er að spá í að fá mér leitarljós á bílinn hjá mér og vantar ráðleggingar.
Hvernig hafa þessi ljós sem eru með sogskál og tengjast í sígarettukveikjara verið að virka ? Og er ekkert vesen að vera með snúrurnar lausar inn með hurð ? Og halda þessar sogskálar almennilega ?
Hvernig er með fjarstýringarnar, eru menn almennt með þráðlausa fjarstýringu eða er alveg jafngott að vera með snúrufjarstýringu ?
Svo er það spurning hvort einhver ein tegund er betri en önnur og eins hvaða styrkleika maður eigi að taka, ég hef séð ljós frá 100.000 – 500.000 „candlepower“
Ég hef verið að sjá þessi ljós á vefnum og er að spá í að panta þetta frá bandaríkjunum enda er verðið hér fráleitt miðað við það sem er þar. Ljós sem kostar 38.000 hér er að kosta innan við 200 dollara úti og ég hef fundið flott ljós sem kosta innan við 100 dollara – spurning hvað bætist mikið við þetta hingað komið – veit það einhver ?
06.01.2004 at 17:50 #483526Sælir
Ég var alls ekki að meina að 4×4 ætti að standa fyrir blóti í bænum. Ég stóð hins vegar í þeirri meiningu að fyrra þorrablótið væri þannig – minn misskilningur.
Hitt er annað mál að það væri örugglega ekkert vitlaust þar sem að það eru ekki allir sem geta tekið tvo daga í þorrablót en væru samt til í að vera með….
BM
-
AuthorReplies