Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.04.2004 at 23:27 #498563
Sælir
Að sjálfsögðu er það til háborinar skammar þegar menn haga sér svona og ætti að sekta menn sem eru staðnir að utanvegaakstri að nauðsynjalausu.
Hitt er annað mál að ég held að það sé rétt hjá Skúla að það stoðar lítt að skammast yfir þessu á þessum vef – flestir 4×4 félagar haga sér betur en þetta (vona ég)
Klúbburinn gæti hins vegar að sýna gott fordæmi og farið út í fræðsluherferð um akstur á viðkvæmum svæðum, utanvegaakstur, lokanir o.fl. tengt akstri jeppa.
Þetta kostar auðvitað helling en mætti án efa gera í samstarfi við fleiri aðlila eins og t.d. umferðarráð, náttúruvernd, vélhjólamenn o.fl. þannig að kostnaður deilist á marga.
Það að 4×4 hefði frumkvæðið að svona átaki yrði okkur gott veganesti í þeirri baráttu fyrir ferðafrelsi sem virðist standa fyrir dyrum.
Nú getur vel verið að svona lagað hafi verið gert áður en ef svo er þá er orðið löngu tímabært að gera það aftur og í raun þarf að halda uppi stöðugri fræðslu – hvert einasta vor því þetta er árvisst að svona komi upp.
Kveðja
Benni
13.04.2004 at 15:12 #498215Sælir
Svakalega er ég sammála ykkur um að þetta megi alls ekki gerast.
En þetta virðist því miður vera þróunin, eru ekki nú þegar komnar fram hugmyndir um að byggja upp vegi eins og Kjalveg, Sprengisand, Fjallabaksleið og nú inn í Þórsmörk.
Og þetta á tæplega eftir að stoppa við þetta…..Ég styð það því heilshugar að klúbburinn álykti gegn þessum hugmyndum öllum saman og hvetji vegagerðina og stjórnvöld frekar til að einbeita sér að því að gera hringveginn og aðrar stofnbrautir öruggari. T.d. með þvi að útrýma einbreiðum brúm.
Ég hef gert nokkuð af því að semja ályktanir fyrir stjórnmálasamtök o.fl. og skal með glöðu geði aðstoða við að semja ályktanir ef þörf er á…
Kveðja
Benni
bm@sk3.is
13.04.2004 at 15:03 #498454Sælir
Ég hef verið á bæði sjálfskiptum og beinskiptum bílum í snjó – núna er ég á sjálfskiptum bíl og ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér að fara aftur á beinskiptan bíl.
Það er allt þægilegra við það að vera á sjálfskiptum bíl og þetta með að hjakka er ekkert mál – það þarf bara að læra það eins og annað.
Varðandi afl og eyðslu þá er það vissulega rétt að sjálfskiptingin tekur svolítið til sín en það kemur á móti að það er nokkur niðurgírun í skiptingunni sjálfri sem kemur sér mjög vel í þungu færi – það vel að í mínum bíl er ekki nauðsynlegt að lækka hlutföll þrátt fyrir að vera kominn á 38" – ég veit hins vegar að menn á beinskiptum 2,8 pajero langar flesta í lægri hlutföll.
En sjálfskiptingin hefur fleiri kosti eins og t.d. mýktina í skiptingunni – hversu oft hefur maður ekki séð beinskipta bíla missa ferð það mikið að þeir stoppa í þungu færi þegar skipt er um gír ?
Og að maður tali nú ekki um þægindin af sjálfskiptingunni í innanbæjarakstri – maður er því miður ekki í snjóakstri á fjöllum nema örfá daga á ári og verður því að geta notað þetta dót á þægilegan hátt í bænum.
Allavega mæli ég hiklaust með sjálfskiptingu – jafnvel þó bíllinn sé grútmáttlaus lýsisbrennari
Benni
12.04.2004 at 23:23 #493885Sæl
Ef einhver saknar húfu eftir ferðina þá fann ég eina svarta húfu þar sem við komum niður af jöklinum…
Þannig að bara að hafa samband ef þið saknið hennar
Eins fann ég hlíf á Hella kastara á leiðinni inn í Þórsmörk, rétt við Bása. Hún er þó ekki ættuð frá litludeildinni en ef einhver var þarna á ferðinni og saknar hennar þá er hún hjá mér.
Benni
bm@sk3.is
821-4696
12.04.2004 at 23:23 #501173Sæl
Ef einhver saknar húfu eftir ferðina þá fann ég eina svarta húfu þar sem við komum niður af jöklinum…
Þannig að bara að hafa samband ef þið saknið hennar
Eins fann ég hlíf á Hella kastara á leiðinni inn í Þórsmörk, rétt við Bása. Hún er þó ekki ættuð frá litludeildinni en ef einhver var þarna á ferðinni og saknar hennar þá er hún hjá mér.
Benni
bm@sk3.is
821-4696
11.04.2004 at 22:37 #498034Ágúst
Það er alveg á mörkunum að ég nenni að svara svona barnalegum skætingi en…Var ég að lýsa því yfir að ég væri eitthvað voðalega klár……
En annars snýst þetta bara um tíma – ég ligg ekki á liði mínu með að vinna fyrir þennan klúbb eða aðra sem ég starfa fyrir, en ég tek heldur ekki að mér hluti nema að geta sinnt þeim og hafa nægan tíma til þess….
En annars er ekkert að þessum vef hérna þegar hann er uppi – þannig að kannski er þetta bara spurning um að koma þessu á öruggari server.
En annars fann ég ágætis svæði(pbase) til að setja myndirnar mínar á – takk fyrir ábendinguna Arnór.
BM
11.04.2004 at 17:14 #497997Síðasta mynd fór inn um miðnættið síðasta miðvikudag – og mér er slétt sama hvort menn vinna hlutina í sjálfboðavinnu eða ekki, ef þeir taka þá að sér eiga þeir að sinna þeim.
Ég vinn mjög mikið í sjálfboðavinnu – og hef m.a. haldið úti nokkrum vefjum í slíkri vinnu og veit því allt um það hversu mikil vinna þetta er….
Hitt er svo allt annað mál að mér finnst að klúbburinn geti vel borgað fyrir þessa þjónustu og komið henni á nothæfan server þannig að þetta sé sæmilega stöðugt.
En ég var hins vegar með póstinum að spyrja um aðrar síður þar sem hægt er að setja inn myndir og koma sér upp sínu eigin myndaalbúmi- veit einhver um slíkt ?
BM
11.04.2004 at 16:48 #194178Hvernig er það er ekki hægt að setja myndir inn á vefinn á öðrum stöðum en hér á 4×4 ?
Hvaða staðir koma til greina með slíkt – þetta er óþolandi ástand á þessum vef og ég nenni ekki að bíða dögum saman eftir því að vefstjórinn vakni upp af værum blundi og komi þessu í lag….
Benni
11.04.2004 at 16:02 #493873Þetta var flott ferð hjá okkur og ekki skemmdi fyrir að koma öllum þessum bílum á topp jökulsins. Og ferðin inn í Þórsmörk var ekki síðri og Krossá tekin létt.
Nú er litla deildin búin að sigra einn jökul og ekki spurning að halda bara ótrauð áfram.
Í því sambandi þá er vert að minna á að 17. Júní næstkomandi eru liðin 20 ár síðan fyrstu jepparnir komust á Grímsfjall og var annar þeirra Hilux á 33" en hinn willys CJ5 á 38"……
Kærar þakkir fyrir samveruna um helgina
Áhöfnin á Pajeró þakkar fyrir sig….
Benni og Sigrún.
11.04.2004 at 16:02 #501161Þetta var flott ferð hjá okkur og ekki skemmdi fyrir að koma öllum þessum bílum á topp jökulsins. Og ferðin inn í Þórsmörk var ekki síðri og Krossá tekin létt.
Nú er litla deildin búin að sigra einn jökul og ekki spurning að halda bara ótrauð áfram.
Í því sambandi þá er vert að minna á að 17. Júní næstkomandi eru liðin 20 ár síðan fyrstu jepparnir komust á Grímsfjall og var annar þeirra Hilux á 33" en hinn willys CJ5 á 38"……
Kærar þakkir fyrir samveruna um helgina
Áhöfnin á Pajeró þakkar fyrir sig….
Benni og Sigrún.
08.04.2004 at 21:09 #493811Sælir
Færðin upp að Eyjafjallajökli var bara urð og grjót og ekki boðleg bílum á minna en 38" – og mér stóð alls ekki á sama um dekkin mín.
Ég snéri við þegar ég átti um 4 km ófarna í jökulröndina.
Færðin upp á Mýrdalsjökul er hins vegar nokkuð góð að því er okkur er sagt og þar voru lítið breyttir bílar á ferðinni um síðustu helgi og fyrir tveim vikum fór 35" Ford pickup yfir jökulinn.
Leiðin upp að Sólheimajökli er um 4 – 5 km frá þjóðvegi og það á að vera sæmilegur vegur.
Þannig að þetta verður bara gaman…..
Sjáumst í Fyrramálið
08.04.2004 at 21:09 #501103Sælir
Færðin upp að Eyjafjallajökli var bara urð og grjót og ekki boðleg bílum á minna en 38" – og mér stóð alls ekki á sama um dekkin mín.
Ég snéri við þegar ég átti um 4 km ófarna í jökulröndina.
Færðin upp á Mýrdalsjökul er hins vegar nokkuð góð að því er okkur er sagt og þar voru lítið breyttir bílar á ferðinni um síðustu helgi og fyrir tveim vikum fór 35" Ford pickup yfir jökulinn.
Leiðin upp að Sólheimajökli er um 4 – 5 km frá þjóðvegi og það á að vera sæmilegur vegur.
Þannig að þetta verður bara gaman…..
Sjáumst í Fyrramálið
07.04.2004 at 20:25 #497843Við vorum þarna á sunnudag og þá var flott færi upp á jökulinn en þungt á toppnum.
Kveðja
Benni
07.04.2004 at 15:17 #497799Sæll
Reikningslega þá er um 10 % munur á því hve þungt þú stígur niður á þessum dekkjum.
Hve mikil áhrif það hefur á flotið í raunveruleikanum hef ég ekki hugmynd um. En í litlubílaferðinni í Landmannalaugar voru Terrano bílar á 35" og stóðu sig með mikilli prýði og gekk aðeins betur en eins bíl á 33".
Kveðja
Benni
07.04.2004 at 12:11 #495465Ég ætlaði bara að hvetja menn til að halda áfram að senda bréf á umhverfisráðherra.
Ég var að enda við að senda henni bréf og við verðum að halda áfram að dæla á hana okkar skoðunum á þessu máli.
Öðruvísi breytum við engu…
Kveðja
Benni
07.04.2004 at 12:11 #502790Ég ætlaði bara að hvetja menn til að halda áfram að senda bréf á umhverfisráðherra.
Ég var að enda við að senda henni bréf og við verðum að halda áfram að dæla á hana okkar skoðunum á þessu máli.
Öðruvísi breytum við engu…
Kveðja
Benni
06.04.2004 at 14:17 #194152Hverjir eru bestir (og ódýrastir) í að taka upp spíssa fyrir mig, þ.e. skipta um dísur og stilla þetta.
Ég er með Pajeró 2,8 og hann er bæði farinn að reykja og eyða óþarflega miklu og því væntanlega orðið tímabært að endurnýja þetta.
Kveðja
Benni
02.04.2004 at 00:20 #494589Sæll Hannes,
Ég er allavega til í hvað sem er – hvort sem er á laugardag eða sunnudag. Enda búinn að redda pössun og vinna af mér helgina….
Það væri meira að segja hugmynd að athuga með hús í Húsafelli….
Skoðum málið, verðum í sambandi á morgun…
Kveðja
Benni
02.04.2004 at 00:20 #501895Sæll Hannes,
Ég er allavega til í hvað sem er – hvort sem er á laugardag eða sunnudag. Enda búinn að redda pössun og vinna af mér helgina….
Það væri meira að segja hugmynd að athuga með hús í Húsafelli….
Skoðum málið, verðum í sambandi á morgun…
Kveðja
Benni
01.04.2004 at 22:10 #501887Jæja Bazzi,
Hvenær hefjast svo skráningar í saumaklúbbinn ?
Annars var ég passlega búinn að gera bílinn klárann þegar ég sá að búið var að fresta ferðinni . . . það er líklega rétt að fara út í skúr aftur og byrja að tína draslið úr honum aftur
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies