Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.05.2004 at 14:38 #501909
Sælir
Ég er algerlega sammála Lúther með það að ég held að húsnæði hér í bænum yrði klúbbnum veruleg lyftistöng.
Við verðum að átta okkur á því að því stærri og öflugri sem klúbburinn verður því betri málsvari verður hann fyrir okkur sem viljum veg jeppamenskunar sem mestann.
Það eru ekki margir vaxtarbroddar mögulegir fyrir klúbbinn og þar til litla deildin var stofnuð var þetta í raun staðnaður félagsskapur nokkurra "gengja" sem að ómögulegt var fyrir nokkurn mann að komast inní – eftir að Litla deildin var stofnuð hefur hins vegra færst mikið líf í félagsskapinn og margar umsóknir um inngöngu í félagið komið vegna þess framtaks.
Ég held að húsnæði í bænum gæti orðið starfinu álíka mikill vaxarbroddur og stofnun litlu deildarinnar var. Þar væri hægt að hafa alla aðstöðu til skrifstofuhalds, funda og mannfagnaða auk þess sem að hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir menn til að leigja undir smáviðgerðir eða breytingar.
Ég sé í það minnsta fyrir mér að þetta gæti orðið mjög öflugt og stórt skref framávið fyrir klúbbinn og vel hægt að setja þetta þannig upp að tekjur af eigninni myndu fara langt með að standa undir henni.Það að vilja taka svona góða hugmynd út af borðinu án þess að kanna hana til hlýtar ber einungis vott um verulega skammsýni og íhaldssemi þeirra sem slíkar tillögur flytja.
Það er mín skoðun að það eigi að fara strax af stað í að leita að hentugri lóð og/eða húsi og fara síðan í útreikninga á kostnaði og arðsemi slíkrar framkvæmdar fyrir klúbbinn. Þegar búið er að gera það er fyrst hægt að fara að ræða þetta á raunhæfum grundvelli.
Kveðja
Benedikt Magnússon
Byggingatæknifræðingur – og skal með glöðu geði aðstoða við alla útreikninga og hönnun ef á þarf að halda.
11.05.2004 at 13:59 #501801Sælir félagar,
Í gær mætti ég á aðalfund 4×4 og var það í fyrsta skipti sem að ég mæti á slíkan fund, enda innan við ár síðan ég gekk í félagið. Ég verð að segja að þetta var ágætis fundur og nokkuð vel upplýsandi fyrir þá fáu sem þarna voru. En fyrir gamalreyndan félagsmálahund eins og mig var þetta mjög sérstök upplifun að sitja þennan fund og var margt við þennan fund gagnrýnivert og má gera mun betur að mínu mati. Þess vegna skrifa ég þennan póst, til að benda á það sem að mínu mati má betur fara.
Skýrsla stjórnar var flutt af formanni félagsins og var mjög gaman að hlusta á hana, hitt er annað mál að ég á því að venjast að skýrslu stjórnar sé dreift á til fundarmanna til að þeir geti lesið hana yfir sjálfir, en formaður fari yfir helstu atriði. Ég verð að segja að ég saknaði þess nokkuð að fá ekki prentað eintak af skýrslunni og hefði gjarnan vilja eiga slíkt í dag því ég man ekki allt sem sagt var.
Ársreikningar voru vel framsettir og gjaldkeri gerði þeim ágæt skil. Hins vegar fór allt of langur tími í umræður og má þar fyrst og fremst kenna um spurningum úr sal sem að gjaldkeri hafði þegar útskýrt í ræðu sinni ? en það er alltaf gott þegar menn hafa skoðanir á reikningum félags, það veitir nauðsynlegt aðhald.
Skýrslur nefnda voru ljómandi góðar og fræðandi fyrir nýliða í félaginu eins og mig, sérstaklega var skýrsla umhverfisnefndar góð og skemmtilega uppsett.
Lagabreytingar gengu furðulega fyrir sig, en það var þó að fyrst og fremst vegna misskilnings hjá fundarstjóra ? breytingarnar voru þó allar sem betur fer þess eðlis að þær lágu nokkuð beint við og þurftu ekki neina sérstaka umræðu. Það hefði þó verið betra að setja þetta þannig upp á blað að núverandi lagagrein og breytingarnar sem lagðar eru til væru á sama blaði ? en það er kannski bara sérviska í mér.
Kosningar til stjórnar og í nefndir gengu ljómandi vel fyrir sig. Eitt fannst mér þó slæmt og það var að þeir tveir sem voru í framboði til stjórnar skildu ekki standa upp og kynna sig. Það er nú þannig að þó svo að flestir eldri félagar í klúbbnum viti vel hverjir þessir menn eru þá voru líka nokkrir þarna sem vita það ekki og því hefði verið ágætt að fá að sjá framan í þessa menn. Ég hefði að vísu kosið að þeir hefðu farið í pontu og sagt lítillega frá því hverjir þeir væru og hvað þeir ætluðust fyrir í sínum störfum í stjórn ? en enn og aftur er það kannski bara mín sérviska.
Þegar komið var fram í önnur mál þá fyrst blöskraði mér, þá kom í ljós að undir liðnum önnur mál stóð til að afgreiða styrkbeiðnir upp á hart nær 6 milljónir. Ég verð að segja að þetta eina atriði var að mínu mati eitt veigamesta atriðið á dagskrá fundarins og hefði að sjálfsögðu átt að fjalla um mun fyrr á fundinum, en ekki undir liðnum önnur mál þegar klukkan var farin að ganga 12. Nú geri ég mér fulla grein fyrir því að dagskrá aðalfundar er bundin í lög félagsins, en þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem að sótt er um styrki til félagsins. Því legg ég til að á næsta aðalfundi verið lögunum breytt á þann veg að liður sem heitir styrkbeiðnir verði settur inn í dagskrá aðalfundar og komi strax á eftir afgreiðslu reikninga. Að auki ætti stjórn að láta fara yfir þessar kostnaðaráætlanir sem að lagðar eru fram með styrkbeiðnum og gera sínar tillögur að svörum við þessum beiðnum, en ekki að henda þessu svo til óundirbúið inn á aðalfund ? fundarmenn hafa fæstir næga yfirsýn og þekkingu á starfinu og fjármálum félagsins til að geta tekið rétta ákvörðun um svona beiðnir.
Ég varð því miður að fara af fundinum um kl 23:30 og veit því ekki hvernig honum lauk og því væri ljómandi gott að fá fréttir af því hvernig þetta fór allt saman.
En ég get ekki skrifað pistil um aðalfundinn án þess að minnast á þátt fundarstjóra, sem var að mínu mati vægast sagt mjög sérstakur. Stjórn fundarins var öll frekar laus í reipunum og hefði fundurinn án efa geta orðið nokkuð styttri ef að t.d. eitthvað form eða stjórn hefði verið höfð á spurningum úr sal ? en það er allt í góðu með að hafa þetta frjálslegt ef að menn vilja, en það tekur óneitanlega lengri tíma en ella.
Það furðulegasta við þátt fundarstjóra var þó það að hann skyldi svara annarri hverri spurningu sem að beint var stjórnar. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi setið í stjórn síðasta árið, ég veit vel að hann sat í stjórn og gegndi formennsku í félaginu hér áður og hefur án nokkurs vafa gert það mjög vel. Hitt er annað mál að núna er önnur stjórn og annar formaður sem er fullfær um að svara spurningum á aðalfundi og því fáránlegt að fundarstjóri svari spurningum sem ekki er beint til hans.En þrátt fyrir þetta röfl mitt þá hafði ég mjög gaman að fundinum og þakka fyrir hann ? ég vona bara að þessar ábendingar mínar geti orðið til einhvers gagns.
Svo að lokum ætla ég að óska þeim sem kjörnir voru til starfa fyrir félagið í gær til hamingju með kjörið og ég vona að þeim vegni vel í starfi næsta árið.
Kveðja
Benedikt Magnússon
05.05.2004 at 11:22 #501343Sælir
Það er gott mál að gringo skuli svara og segja okkur frá því hvað var á seiði þarna.
En það sem að eftir stendur er það að vegurinn var lokaður allri umferð hvort sem að einhverjar skemmdir hlutust af ferðalaginu eða ekki. Það er það sem að er í raun alvarlegasti hlutinn við þetta að menn virða ekki lokanir vegagerðarinnar og brjóta þar með lög.
Það má kannski að hluta til kenna vegagerðinni sjálfri um það því að ég veit ekki til þess að það sé neitt skilti við veginn sem segir að hann sé lokaður. Þetta skilti sem er þarna segir einungis að það sé ófært, ekki lokað og þar er stór munur á. Það er öllum frjálst að reyna að aka ófæra vegi, en ekki lokaða.
Það mætti því hugsanlega beina því til vegagerðarinnar að þeir taki af öll tvímæli um lokanir með merkingum á vegunum sjálfum en ekki bara með auglýsingum í fjölmiðlum.
Svo að lokum þá vil ég benda þeim sem eiga þessa síðu á að réttast væri fyrir þá að fjarlægja þennan texta og myndir. Eins og þetta er framsett á síðunni hjá þeim getur þetta valdið óbætanlegum skaða á ímynd jeppamanna og mann hryllir við tilhugsuninni um að fréttastofa stöðvar 2 tæki þetta upp. Auk þess eru upplýsingarnar og myndirnar á síðunni án ef nóg til að lögreglan geti kært þá sem þarna voru á ferð fyrir að virða ekki lokanir vegagerðarinnar.
Kveðja
Benedikt
05.05.2004 at 11:11 #501469Sælir
Auðvitað er 6 – 7 þúsund fullt af peningum fyrir gistingu í skála en það má ekki gleyma því að það er dýrt að reka þetta.
Nú hefur Litla deildin farið í ferðir þar sem að gist var á þremur mismunandi stöðum. Þeir voru:
Hólaskógur – 1600 kr á mann
Breiðabólsstaður – 1500 kr á mann
Hellishólar – 1500 kr á mannÁ öllum þessum stöðum er topp aðstaða með öllum sem maður getur þurft í svona ferðum. En þetta eru verðin sem að hægt er að fá niðri á láglendi og því finnst mér mjög skiljanlegt að það þurfi að rukka talsvert hærra á stöðum eins og Grímsfjalli og annarsstaðar á hálendinu.
Maður verður bara að sætta sig við það að þetta er ekki ódýrt áhugamál og það að helgarferð fyrir 2 kosti ca 30.000 með öllu er svo sem ekki svo voðalegt – það væri dýrara að fara með konuna í helgarferð til London :-).
Kveðja
Benedikt
04.05.2004 at 23:58 #501299Sælir
Ég er sammála ykkur með það að þetta er sorglegt að sjá og til skammar fyrir þá sem þarna voru á ferð.
Það verður að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst – það verður að gera þessum drengjum og öðrum grein fyrir því að svona háttarlag verður til þess á endanum að okkur verður gert ókleyft að nota bílana okkar nokkuð.
Kveðja
Benedikt
03.05.2004 at 10:32 #501097Sælir
Þetta er frábært framtak hjá VÍK og umhverfisnefndinni.
Þetta er nákvæmlega það sem að þarf að gera – taka höndum saman við aðra klúbba í því að stöðva utanvegaakstur. Þetta þarf að gera á nógu áberandi hátt þannig að það bæti bæði ímynd okkar og vélhjólamanna.
Gott mál…
Kveðja
Benedikt
22.04.2004 at 11:13 #499705Þeir Sem talað var við í þessum þætti voru Jónatan Garðarsson og Leifur Örn Svavarsson.
Það er hægt að hlusta á þáttinn inn á http://www.ruv.is
Ég vil ítreka að ég er með þessum skrifum ekki að setja út á gangandi fólk á fjöllum – þvert á móti vil ég að allir geti ferðast frjálsir um hálendið á þann máta sem þeir kjósa.
Það er þessi einhliða umfjöllun fjölmiðla sem fer í taugarnar á mér og það að ákveðnir besservissar fá að útmála jeppamenn sem sanna umhverfissóða og engir fá að bera hönd fyrir höfuð okkar.
Kveðja Benni
21.04.2004 at 21:16 #194248Sælir félagar,
Ég var að hlusta á Spegilinn á rás 2 í dag og þar var verið að tala um ferðir á fjöllum. Það var talað við tvo menn sem predikuðu það að eini almennilegi ferðamátinn væri á tveimur jafnfljótum og annar ferðamáti ætti vart rétt á sér á hálendinu. Þeir sögðu að umferð jeppa, vélsleða og mótorhjóla væri þvílík að gangandi ferðamenn ættu fótum sínum fjör að launa á stöðum eins og Snæfellsjökli, Langjökli og víðar.
Eins komu þeir inn á það að þessir jeppakallar, einso það var orðar, litu á sig sem einhverskonar landkönnuði og væru að troða sér á slóðir sem göngufólk ætti að eiga útaf fyrir sig. Í þessu sambandi nefndi hann Bárðargötu sérstaklega og kallaði þá sem að settu gps punkta af þeirri lið á netið Skemmdarverkamenn.
Það var með hreinum ólíkindum að hlusta á þessa menn og þann hroka og vanvirðingu gagnvart öðru útivistarfólki sem þeir sýndu í þessu spjalli. Þeirra tillögur voru að jafnvel ætti að afmarka svæði á hálendinu þar sem að vélknúin ökutæki væru bönnuð.
Það sem mér þótti þó verst var að þarna fengu þessir menn að útvarpa sínum skoðunum án þess að nokkur fengi að veita þeim nein andsvör. Því hljómaði þetta eins og predikun fyrir því að það væru göfugir menn sem gengju um landið en við hinir sem kjósum að ferðast á jeppum værum skríll sem bæri að halda frá náttúruperlum áður en við næðum að eyðileggja allt.
Þetta er reyndar dæmigert fyrir þennan þátt sem spegillinn er að þar fá menn að vaða uppi með rakalaust hjal án þess að nokkur fái að svara.
Ég vona því, og í raun skora á stjórn 4×4 að setja sig í samband við stjórnendur þessa þáttar og fara fram á að fá að koma okkar skoðunum og rökum á framfæri líka og fá jafnlangan tíma til þess og þessir menn fengu… Þetta er jú útvarp allara landsmanna, ekki bara göngumanna.
kveðja
Benedikt Magnússon
16.04.2004 at 16:09 #499027Sælir
Fékk það staðfest núna rétt í þessu hjá þeim í Borgarnesi að Kaldidalur er opinn frá Húsafelli og að Langjökulsvegi – lokaður að öðru leiti.
Þá er það ekki spurning að fara og skoða þennan Íshelli…
Benni
16.04.2004 at 16:02 #499023Sælir
Ég trú vegagerðinni í Borgarnesi mun frekar en þeim í þjónustunúmerinu 1777 sem að ég hringdi í ……
Þannig að manni er þá óhætt að stefna á Langjökul og skoða þennan umtalaða íshelli
flott mál…
Benni
16.04.2004 at 15:32 #499014Sællir
Ég hringdi líka í vegagerðina og var sagt að allar leiðir sem liggja í námunda við Langjökul væru lokaðar.
Þ.e. Kjalvegur úr báðum áttum og Kaldidalur/uxahryggir bæði að norðan og sunnan.
Þannig að sennilega verður maður að gefa Langjökli líf þessa helgi…
Þá er bara að skella sér aftur á Mýrdalsjökul og vona að eitthvað sjáist í þetta skiptið.
Benni
16.04.2004 at 11:38 #499004Sæll Jón og takk sömuleiðis,
Þessi Íshellir hljómar spennandi – en ertu viss um að það megi fara inn á Kaldadal að norðan ?
Mér sýndist að það væri komið "allur akstur bannaður" skilti á veginn á kortinu á heimasíðu vegagerðarinnar….
En ég er til í að kíkja á þennan helli – ef að hægt er að komast þangað.
Kveðja
Benni
16.04.2004 at 11:27 #498941Sælir
Þessi lausn sem Drekinn nefnir er ekki sem verst, en þó með þeim breytingum að hvergi verði minnst á fast gjald heldur einungis kílómetragjald og mæla.
Núverandi kerfi er vitlaust að því leiti að þeir sem nota mest borga ekki á samræmi við notkun og það er engin sanngirni fólgin í því að láta aðra borga sína notkun !
Hins vegar er þungaskatturinn skilgreindur sem greiðsla til vegamála og því fullkomlega eðlilegt að þeir sem nota vegakerfið mest borgi í samræmi við það – að ég tali nú ekki um þá sem hafa tekjur af notkun þess.
Hins vegar er allt tal um það að halda fasta gjaldinu inni mjög ósannfærandi og gerir þá sem mótmæla á þeim forsendum ótrúverðuga. Þetta segi ég vegna þess að þeir sem hafa hæst varðandi fasta gjaldið eru þeir sem keyra það mikið að hluti akstursins er skattfrjáls – þeir eru því að verja eigin hagsmuni, þá hagsmuni að fá að nota vegakerfið áfram "frítt" og láta aðra um að borga… Það er ótrúverðugt!
Ég myndi örugglega mótmæla með ef það er á þessum forsendum….
Kveðja
Benni
16.04.2004 at 08:50 #194214Hvert getur maður farið um helgina ? Ég sé ekki betur en að Vegagerðin sé búin að loka öllum leiðum að jöklum nema Mýrdals/Eyjafjallajökli….
Mig dauðlangar að fara eitthvað á sunnudaginn en vantar hugmyndir að dagsferð og ferðafélaga….
Kveðja
Benni
15.04.2004 at 22:44 #498900Þú gætir þurft að halda niðri "ctrl" takkanum um leið og þú ýtir á "print screen" takkan. Ég held að það sé nauðsynlegt í einhverjum útgáfum af WinDoze…
kveðja
Benni
15.04.2004 at 16:02 #495732Þarna sé ég lausn á málinu – maður lýsir bara yfir sjálfstæði sínu á sinni lóð og opnar svo sendiráð hinu megin við girðinguna
En annars hallast ég en frekar að því að þetta sé jákvætt eftir að hafa lesið þennan pistil – og ég sé að Hlynur Snæland getur fengið 70% af gjaldinu endurgreitt út á rúturnar hjá sér…..
Kveðja
Benni
15.04.2004 at 16:02 #503061Þarna sé ég lausn á málinu – maður lýsir bara yfir sjálfstæði sínu á sinni lóð og opnar svo sendiráð hinu megin við girðinguna
En annars hallast ég en frekar að því að þetta sé jákvætt eftir að hafa lesið þennan pistil – og ég sé að Hlynur Snæland getur fengið 70% af gjaldinu endurgreitt út á rúturnar hjá sér…..
Kveðja
Benni
15.04.2004 at 14:05 #495725Sælir
Það eru ansi margar hliðar á þessu máli. Ég er ekki alveg sannfærður um að þetta sé endilega verra kerfi sem verið er að ræða um. Ég er í það minnsta nokkuð viss um að það er mun meiri sanngirni í því en núverandi kerfi eins og bent hefur verið á.
Ég rek dísel jeppa sem er að eyða 16 l/100km og ég ek hann um 17000 km á ári. Þungaskattur er 160þ á föstu gjaldi. Eftir breytingu er rekstrarkostnaður þessa bíls nánast sá sami og fyrir – m.v. 40 kr meðalverð á olíu í dag og 98 eftir breytingu. Þannig að miðað við núverandi stöðu skiptir þetta mig persónulega engu máli – ég veit að ég get borgað örlítið lægri skatt með því að setja mæli í bílinn, en það er dýrt að setja mælinn í og svarar sennilega ekki kostnaði – auk þess nenni ég ekki að standa í aflestrarkaftæðinu.
Ég rek líka lítin bensínbíl með jeppanum og með þessu nýja kerfi sé ég fram á að geta sparað nokkra upphæð með því að skipta honum yfir í díselbíl. Þannig að heildar kostnaður vegna bíla getur hugsanlega lækkað hjá mér – tek ekki tillit til afskrifta á bílunum.
Hins vegar sé ég að þessi hækkun á eftir að koma verulega illa niður á þeim aðilum sem eru í ferðaþjónustu, hvort sem er á jeppum eða rútum. Þannig held ég að þetta eigi eftir að hækka verðlag verulega þar, hugsanlega það mikið að notendum þjónustunar eigi eftir að fækka – og tekjur ríkissjóðs þannig að minnka sökum þess. Ferðamannaþjónusta er jú að verða einn af stærri tekjustofnum þjóðarinnar og þar er þjónusta sem nýtir díselknúin ökutæki allnokkur hluti.
Varðandi landflutninga á vöru þá mun sú þjónusta líka hækka að óbreyttu. En er svo öruggt að hún verði óbreytt ? Með bættum vegum þá fór að verða fljótlegra og ódýrara að flytja vörur landleiðina og því hafa strandsiglingar í kringum landið nánast lagst af. Ef að þetta eru réttar tölur sem að menn eru að nefna hér, þ.e. að flutningar geti hækkað um allt að 25% þá sé ég alveg möguleikan á því að vöruflutningar á skipum verði aftur hagkvæmari en landflutningarnir og þannig verði raunhækkun á flutningskostnað ekki svo mikil. Fækkun flutningabíla á þjóðvegum hefði svo fjölmörg önnur jákvæð áhrif, s.s. minna vegslit, minni slysahættu o.s.frv.
Og svona í lokin – menn hafa talað um að það sé svo þægilegt að borga bara eina summu og fara svo bara út að keyra – Það er alveg jafn gott að leggja bara þessa summu inn á bók í upphafi árs og nota svo til að niðurgreiða olíureikningana mánaðarlega – ég hugsa að þannig yrðu menn ekki fyrir neinum verulegum breytingum á útgjöldum.
Auk þess hefur það nokkra hagræðingu í för með sér að vera ekki að borga þungaskatt af bílnum á meðan hann stendur hugsanlega bilaður á innkeyrslunni (fast gjald er háð tíma ekki akstri) – eins geta menn frekar sparað með því að leggja jeppanum í ákveðin tíma ef buddan er illa sett, sem er lítill sparnaður í dag…..Þannig að það eru margar hliðar á þessu og ég er alls ekki sannfærður um að þetta sé alslæmt….
Kveðja Benedikt
15.04.2004 at 14:05 #503053Sælir
Það eru ansi margar hliðar á þessu máli. Ég er ekki alveg sannfærður um að þetta sé endilega verra kerfi sem verið er að ræða um. Ég er í það minnsta nokkuð viss um að það er mun meiri sanngirni í því en núverandi kerfi eins og bent hefur verið á.
Ég rek dísel jeppa sem er að eyða 16 l/100km og ég ek hann um 17000 km á ári. Þungaskattur er 160þ á föstu gjaldi. Eftir breytingu er rekstrarkostnaður þessa bíls nánast sá sami og fyrir – m.v. 40 kr meðalverð á olíu í dag og 98 eftir breytingu. Þannig að miðað við núverandi stöðu skiptir þetta mig persónulega engu máli – ég veit að ég get borgað örlítið lægri skatt með því að setja mæli í bílinn, en það er dýrt að setja mælinn í og svarar sennilega ekki kostnaði – auk þess nenni ég ekki að standa í aflestrarkaftæðinu.
Ég rek líka lítin bensínbíl með jeppanum og með þessu nýja kerfi sé ég fram á að geta sparað nokkra upphæð með því að skipta honum yfir í díselbíl. Þannig að heildar kostnaður vegna bíla getur hugsanlega lækkað hjá mér – tek ekki tillit til afskrifta á bílunum.
Hins vegar sé ég að þessi hækkun á eftir að koma verulega illa niður á þeim aðilum sem eru í ferðaþjónustu, hvort sem er á jeppum eða rútum. Þannig held ég að þetta eigi eftir að hækka verðlag verulega þar, hugsanlega það mikið að notendum þjónustunar eigi eftir að fækka – og tekjur ríkissjóðs þannig að minnka sökum þess. Ferðamannaþjónusta er jú að verða einn af stærri tekjustofnum þjóðarinnar og þar er þjónusta sem nýtir díselknúin ökutæki allnokkur hluti.
Varðandi landflutninga á vöru þá mun sú þjónusta líka hækka að óbreyttu. En er svo öruggt að hún verði óbreytt ? Með bættum vegum þá fór að verða fljótlegra og ódýrara að flytja vörur landleiðina og því hafa strandsiglingar í kringum landið nánast lagst af. Ef að þetta eru réttar tölur sem að menn eru að nefna hér, þ.e. að flutningar geti hækkað um allt að 25% þá sé ég alveg möguleikan á því að vöruflutningar á skipum verði aftur hagkvæmari en landflutningarnir og þannig verði raunhækkun á flutningskostnað ekki svo mikil. Fækkun flutningabíla á þjóðvegum hefði svo fjölmörg önnur jákvæð áhrif, s.s. minna vegslit, minni slysahættu o.s.frv.
Og svona í lokin – menn hafa talað um að það sé svo þægilegt að borga bara eina summu og fara svo bara út að keyra – Það er alveg jafn gott að leggja bara þessa summu inn á bók í upphafi árs og nota svo til að niðurgreiða olíureikningana mánaðarlega – ég hugsa að þannig yrðu menn ekki fyrir neinum verulegum breytingum á útgjöldum.
Auk þess hefur það nokkra hagræðingu í för með sér að vera ekki að borga þungaskatt af bílnum á meðan hann stendur hugsanlega bilaður á innkeyrslunni (fast gjald er háð tíma ekki akstri) – eins geta menn frekar sparað með því að leggja jeppanum í ákveðin tíma ef buddan er illa sett, sem er lítill sparnaður í dag…..Þannig að það eru margar hliðar á þessu og ég er alls ekki sannfærður um að þetta sé alslæmt….
Kveðja Benedikt
14.04.2004 at 00:22 #498629Þessi bók er gargandi snilld….
Ég mæli sérstaklega með köflum eins og "Anatomy of a Crap" og "Becoming a Poop Packer"
Og svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt að lesa kaflan "Definition of Shit" svo maður viti um hvað maður er að tala……
En Hlynur að hverju varstu að leita þegar þú fannst þetta :-)…………
Benni
-
AuthorReplies