Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.11.2010 at 13:30 #709580
En Rúnar – þú veist að þegar Voffinn stoppaði þarna í endanum á videóinu þá var farin í honum skiptingin, eða loftpúðarnir, eða rúðuupphalararnir, eða sprungin pera, eða farin vatnsdæla, eða bilaður spíss, eða farin hráolíudæla, eða eða eða… Veldu bara.. Það er nefnilega ekki séns að VW Touareg hafi getað keyrt svona langt án þess að bila… Búinn að eiga svona
Benni
21.10.2010 at 23:58 #7068325,13
21.10.2010 at 12:28 #706828Sæll Árni
Ég hef ekki keyrt sjálfur á Pitbull en það sem að ég hef séð til þeirra í snjó (að vísu bara 44") þá virtust þau virka mjög vel og ég hef ekki heyrt annað en að þeir sem að hafa notað þau séu ánægðir.
Að skoða þau og specana um þau þá líta þau vel út.
Það eina sem ég hef heyrt – og það óstaðfestar sögusagnir – er að þau slitni hratt í malbiksakstri, sem ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því að Það er jú líka raunin með mörg önnur Bias dekk eins og t.d. 44" DC, o.m.fl.
Mig langaði dálítið að prófa 47" sem sumardekk en hætti eiginlega við það eftir að hafa talað við náunga í USA sem var búinn að keyra á þeim og sagði þau slitna mjög hratt.
Benni
20.10.2010 at 20:37 #707334Ég myndi ekki hika við að fara í 44"
Ég kannast við tvo mussó sem vorku komnir á 44" og þeir virkuðu svakalega vel. Reyndar var annar þeirra bensín og hann var helst til léttur fyrir 44" ef eitthvað var.
Eina sem ég myndi setja spurningamerki við er framhjólabúnaðurinn – hann er ekkert sérstaklega hraustur og spurning hvort að þú yrðir ekki að fara í hásingu að framan – síðan er þetta væntanlega bara hefðbundið – lyfta, klippa og hugsanlega færa afturhásingu.
Annars er örugglega heillavænlegast upp á upplýsingar að hafa uppi á einhverjum klárum hjá Bílabúð Benna og rekja úr honum garnirnar.
Benni
20.10.2010 at 20:27 #70682446" dekkin eru 19,5" á breidd
17 – 18" er fín fyrir 46" – Ef þetta er undir F350 eða sambærilega bíla þá gengur breiðara ekki upp á að halda bílnum í löglegri breidd. Nema þú sért með þeim mun meira backspace á felgunni, sem að næst allavega ekki á nýrri F350 vegna stærri bremsudælna að framan.
Þess utan höfum við prófað nokkrar breiddir á þessum dekkjum og reyndar 49" líka og komist að því að það er sama og engin munur á drifgetu þó að breikkað séu 1 eða 2 tommur.
Ég er í dag með 17,5 – 18" á 49" (sem að er 21" á breidd) og það virkar flott. Prófaði að fara upp í 21" á breidd og fann nákvæmlega engan mun á dreifgetu en fann merkjanlegan mun á eyðslu.
Benni
P.S. Árni
44" pitbull og 46" MT standa alls ekki jafnhátt, ekki frekar en að 47" pitbull séu jafnhá 49" Irok. Ég hef skoðað þessi dekk undir svipað þungum bílum, svipað slitin og í sama þrýstingi og munurinn í báðum tilvikum er nær því að vera það sem stærðin segir til um heldur en hitt.
19.10.2010 at 11:26 #707006Rúnar…
54" er bara fyrir kjéllingar sem kunna ekki að keyra…..
Benni
19.10.2010 at 08:45 #707002Þetta er bara snilld.
Gaman að sjá þegar menn þora að gera eitthvað öðruvísi…
Kv. Benni
18.10.2010 at 15:00 #706572Ég fæ þá sem sagt ekkert að draga þig heim í vetur Tóti ?
Benni
18.10.2010 at 00:04 #706568Arnór félagi minn var með svona dekk undir LC80 áður en hann fékk sér Ford á 49".
Þetta virkaði svo sem ósköp svipað og hinar toyoturnar sem ég hef ferðast með á 44" – dreif álíka lítið og braut jafnmikið af framdrifum.
En hann var yfir sig hamingjusamur með þetta…
Benni
17.10.2010 at 21:38 #706810Ég keyrði trxus sem sumardekk eitt sumar undir Fordinum og það var hreint út sagt skelfilegt. Þessi dekk voru reyndar hálfslitin og kann vel að vera að þetta sé eitthvað skárra nýlegt – en ég get allavega alls ekki mælt með þeim.
Svo skildist mér á Gunna í Dekkjahöllinni að það væru til tvær gerðir af þessum Trxus dekkjum. Það væru líka til dekk með miklu meiri burðargetu, þá væntanlega 12 eða fleiri strigalög. Mér skildist að það hefðu verið svoleiðis dekk undir Dodgeinum sem að Hjörtur nefndi. En algengast er að þau séu 8 strigalaga í bana og 6 í hlið.
Flest bias dekk sem að við notum hins vegar til snjóaksturs eru 4 strigalaga í hliðum og 6 á bana.
Það er svo sem ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að dekkjum fyrir 17" felgur. Í svipin man ég eftir þessum:
44" DC eru til fyrir 16,5" og ég held að þau séu líka til fyrir 17" – en eitthvað er ég efins um burðargetuna í þeim.
TRxus er til eins og þú veist
Pitbull er til í 44" og 47"
Svo er til hellingur af super swamper og öðrum dekkjum frá Interco fyrir 17" felgur. Best að skoða hér http://www.intercotire.com og tala svo bara við Ása hjá N1 uppi á höfða.46" MT Baja claw dekkin eru bara til fyrir 16", 16,5" og 20" felgur.
17.10.2010 at 14:28 #70680044" trexus eru skelfileg dekk til að keyra á – rása meira en 44" DC og þá er nú mikið sagt. – En þau eru kringlótt og hafa burðargetu fyrir bílinn. en þau eru of lítil undir svona bíl fyrir alvöru snjókeyrslu.
47" dekkin hafa ekki burðargetu í þessa bíla og hafa því verið til vandræða undir þeim – springa út úr hliðum með látum.
Eins og er eru bestu dekkin undir þessa bíla 46" sem hefur bæði burðargetu og þú nærð að drífa ágætlega á þeim. og þau hafa verið að endast bærilega.
Næst kemur 49" sem að svínvirkar að sjálfsögðu, eru kringlótt og gott að keyra á þeim. – en þau dekk verða að vera á vönduðum felgum með beadlock báðum megin ef þau eiga að endast eitthvað af viti.
Svo er 54" – það er bara sama og engin reynsla komin á þau dekk – Boggerinn slitnar eins og mjúkt strokleður veit ég en það hefur ekki verið keyrt neytt af ráði á Baja claw 54" hjólunum.
Benni
11.10.2010 at 13:43 #705986Mín reynsla er sú að þessar svokölluðu olíþolnu slöngur sem fást í Landvélum og Barka eru ekki olíuþolnar til lengdar og fara allar að leka eftir ákveðinn tíma. Þær entust í 3 ár hjá mér.
Benni
08.10.2010 at 11:51 #695650Ég er búinn að keyra allnokkuð um hálendið eftir að NMT kerfið lét sig hverfa og ég verð að segja að þjónustunni við okkur sem ferðumst á hálendinu hefur hrakað töluvert – þrátt fyrir fögur fyrirheit Símans.
Ég er á leið á Landsfund upp í Kerlingafjöll í dag og hlakkar til að sjá hvernig staðan er á Kili. en þar voru nokkrir staðir áður sem að NMT var eina vonin.
Ég er sammála Hlyn að VHF kerfið sem að klúbburinn á er alger snilld, en dugir þó því miður ekki til þar sem að það uppfyllir ekki þær kröfur dagsins í dag um að geta haft samband "heim" og látið vita af sér. En stundum hægt að nota það til að bjarga sér ef að einhver er að hlusta – sem er bara alls ekki öruggt og því er VHF sem neyðarfjarskipti alls ekki nógu gott.
Ég var með Tetra og eins og þeir segja þá er það ekkert betra og því er ég búinn að henda þeirri græju úr bílnum. Hefði haldið tækinu inni og þar með haft hlustun á Tetra, sem að hefði líka getað Nýst neyðarlínunni þar sem að við sem að erum mikið á fjöllum gætum í mörgum tilvikum veitt aðstoð og hugsanlega verið mikið nær óhöppum heldur en nokkur annar. En af því að Neyðarlínan ákvað að rukka menn um rúmlega 20 þúsund í fast gjald, óháð notkun þá hentu flestir sem ég kannsat við þessum græjum út. Ég hefði verið til í að borga há notkunargjöld ef fast gjald hefði ekki verið til staðar…
Þá er það gervihnattasíminn – ég er með slíkt tæki í mínum bíl og nota hann töluvert í dag þar sem að það eru ansi margir staðir eftir þar sem að ekkert annað virkar. Kostnaðurinn við slíkt tæki er töluverður eða um 66 þúsund á ári og mínútuverðið er 185 kr. (til samanburðar þá var ég í Tyrklandi um daginn og þar kostaði mínútan í gsm 500 kr)
En þrátt fyrir þennan kostnað (sem er ekkert mikið fjærri kostnaði við eina helgarferð á fjöll með alla fjölskylduna) þá hvarflar ekki að mér að sleppa þessu tæki þar sem að þetta er eina öryggistækið sem að hægt er að treysta á á íslandi í dag. Ég ferðast nánast alltaf með börnin mín með mér og ég vill ekki lenda í þeirri stöðu að geta ekki kallað eftir aðstoð ef á þarf að halda.Svo víkjum við að HF fjarskiptum – ég væri alveg til í að fá mér HF stöð, en ég hef bara nákvæmlega engan tíma til að fara á 10 vikna amatör námskeið til að meiga nota það kerfi. Og þannig er staðan á langflestum sem að ég þekki í jeppabransanum.
Þar vantar eitthvað minna námskeið – max einn laugardag til að menn geti fengið heimild til að nota HF stöðvar á einhverju ákveðnu tíðnibili hér innanlands.
Þetta er eitthvað sem að fjarskiptanefnd 4×4 ætti að beita sér fyrir. Til þess að slíkt geti orðið að veruleika þarf væntanlega einhverja reglugerðarbreytingu og leyfi frá Póst og fjar, en ég tel að það ætti að vera hægt að sækja slíkt auðveldlega þar sem að um er að ræða mögulega bætingu á öryggi ferðafólks og sjófarenda.Benni
06.10.2010 at 17:20 #705366Ameríkanar kunna ekkert að keyra í snjó…
En sándið flott – hvenær fáum við að heyra í þinni ?
Benni
29.09.2010 at 16:11 #704386Þetta er málefni sem að er í dálítilli óvissu.
Það hefur lengi verið óvissa um hvort að 10 % regla gildi fyrir breytta bíla – skv. ströngustu túlkun reglugerðar um gerð og búnað ökutækja þá gerir hún það ekki.
En þetta er mál sem að er núna í skoðun hjá Tækninefnd 4×4 og höfum við óskað eftir fundi við umferðarstofu um málið. Okkar hugur stendur til að fá breytingu á þessu ákvæði þannig að allur vafi sé tekin af því hvort að breyttur bíll sé löglegur á annarri dekkjastærð en stendur skrifuð í skráningarskýrteini.
Athugið að þó svo að 10 % reglan gilti um breytta bíla þá mætti bíll sem er breytingaskoðaður fyrir 44" ekki aka á 38"
Ein hugmyndin er að fá að skrá tvær dekkjastærðir í skráningarskýrteini – til að svo yrði þyrfti bíllinn væntanlega að vera útbúinn með hraðamælabreyti sem að gerir ráð fyrir tveimur eða fleirri dekkjastærðum. T.d. true speed eða sambærilegu.
En málið er í vinnslu hjá Tækninnefnd og við látum vita um framvinduna um leið og eitthvað gerist.
Benni
Formaður Tækninefndar
29.09.2010 at 15:00 #214861Er hægt að fá uppgefið hvar jarðaförin á að fara fram ?
Á einum stað er talað um Kistuöldu og á öðrum stað talað um Vonarskarð – á milli þessara staða eru um 30 km í loftlínu og allnokkuð lengra á slóða.
Gott væri að fá nákvæma staðsetningu auglýsta og þá helst hnit af áætlaðri staðsetningu krossins til að ekkert fari á milli mála, svona ef að menn eru ekki með örnefni á hreinu.
Benni
27.09.2010 at 14:36 #703956Er bannað að aka veginn um Arnarfellsmúla ?
Hefur sá slóði ekki verið ekinn jafn lengi og Vonarskarð ?
Ef það er bannað, hver bannaði og hvenær ?
Spyr sá sem ekki veit….
Benni
21.09.2010 at 12:51 #703434Talaðu við Óla á Ljónsstöðum – hann getur örugglega reddað þessu fyrir þig á eðlilegu verði.
20.09.2010 at 16:20 #703368Ég vil fá styttu af mér við hliðina á Geirfuglinum…..
En flottur fundur hjá ykkur og gott að vita að það er verið að vinna í málunum af festu. Vona bara að þetta skili einhverjum árangri.
Það er hins vegar staðreynd að ef að ekkert verður að gert af hálfu ráðherra og þessi áætlun tekur gildi lítið eða óbreytt þá mun virðing manna fyrir þjóðgarðinum og þeim reglum sem settar eru innan hans, verða lítil sem engin. Þetta heyrir maður frá gríðarlega breiðum hópi útivistarunnenda – hvort sem þeir ferðast um á hestum, jeppum, hjólum eða sleðum. Menn ætla almennt að virða þessa áætlun og hennar boð og bönn algerlega að vettugi og láta þá frekar á það reyna að láta hirða sig.
Ég fæ ekki séð að það geti á nokkurn hátt þjónað hagsmunum nokkurs manns né náttúrunnar að setja slíkar reglur að megin þorri þeira sem ferðast um svæðið séu ósátt við þær.
Í svari við athugasemdum sem að ég sendi inn var alloft vísað í hinar og þessar reglugerðirnar sem að þegar eru í gildi og sagt að þær væru ástæðan fyrir boðum og bönnum. Þetta eru engin rök sem að halda, þó svo að vitleysunni hafi verið lætt inn með reglugerðum sem að settar voru án þess að nokkur útivistarunnandi eða félagasamtök þeirra hafi fengið að gera athugasemdir. Það á einfaldlega að breyta vitlausum reglugerðum og það getur ráðherra gert.
Benni
20.09.2010 at 15:15 #214644Getum tekið nokkra Vélsleða, fjórhjól, mótorhjól eða tjaldvagna í geymslu.
Einnig mögulegt að bæta 1 – 2 bílum í langtímageymslu.
Getum einnig geymt aðra hluti – svo sem dekk, varahluti og annað smálegt.Upphitað húsnæði í Reykjavík.
Möguleiki að sækja tækin með stuttum fyrirvara.
Hægt að hafa hleðslutæki á rafgeymum.
Þjófavarnarkerfi í húsinu.
Verð fer eftir stærð tækja og er verðið 2.500 kr á fermeter fyrir tæki sem eru hreyfð reglulega. en 1.500 kr á fermeter fyrir tæki sem standa kyrr lengur en 4 mánuði í senn.
Einnig er möguleiki að leigja viðgerðapláss fyrir jeppa og er þá samið um verð í hverju tilviki fyrir sig.
Nánari upplýsingar á netfangi bm@sk3.is eða í síma 898 6561.
-
AuthorReplies