Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.11.2004 at 17:06 #508688
Sælir
Ég ætla alveg að láta það vera að gagnrýna síðuna á þessum tímapunkti – ég bíð frekar rólegur þar til uppfærslum er lokið og vonandi hef ég þá ekki nokkurn hlut út á að setja.
En bara ein spurning – af hverju í ósköpunum var verið að setja tæplega hálfunnið verk í loftið og kalla þar með öll þessi ósköp yfir sig ?
Hefði ekki verið nær að setja upp tilraunavef og fá nokkra vel valda röflara til að rýna þann vef og setja síðan fullunnið verk í loftið þegar það er að fullu tilbúið.
kveðja
benni
15.11.2004 at 15:17 #508650Sælir
Ég var á ´94 módelinu af svona bíl og það var alltaf djöfuls hávaði í millikassanum á honum – það var eiginlega óþolandi að keyra hann í 4H en svo var hann skárri í 4HLc.
Ég lét kíkja á þetta í Heklu og þeir fundu ekkert að – ég trúði því samt svona tæplega og ætlaði alltaf að láta skoða þetta betur en seldi svo bílinn og hef ekki heyrt af neinu veseni með þetta.
Núverandi bíll er hins vegar þannig að ég heyri ekki bofs í þessu og skiptir engu í hvaða drifi hann er. Einu óþarfa hljóðin eru bara söngurinn í dekkjunum, en við þeim er lítið að gera.
Kveðja
Benni
13.11.2004 at 23:37 #508084Þetta voru fínar ferðir – báðar tvær.
Lúther, það var ekkert að þakka – mín var ánægjan og ég kem hvenær sem ég get til að hjálpa toppmönnum eins og þér á fjöllum.
Ingi – Þetta var ekki brúsagrind – ýtutönn væri nær, en hún þarf bara að vera aðeins sterkari – allavega ef keyrt er á 40 á ískannt (b.t.w. ekki í förum) :). En í langstökki keppi ég ekki við þig, og reyndar ekki hástökki heldur – mér finnst nebblega svo gaman að geta keyrt bílinn minn heim án þess að vera með naflastreng í næsta bíl
En annars verð ég að draga þetta með amerísku bílana til baka – það er alltaf gaman að góðu basli, allvega eftir á, og það væri bara svo lítið um það ef allir væru á japönskum eðalvögnum Þá yrðum við bara að treysta á Lúther
En eins og þeir segja þá er allt gott sem endar vel, jafnvel þó bílar komi dálítið laskaðir heim.
Kveðja
Benni
13.11.2004 at 20:13 #508072Voðalega geta menn velt sér upp úr smá skreppi á fjöll – Ég var með í hópnum sem skrapp í smá bíltúr á móti Lúther og félögum (ég heiti reyndar Benni en ekki Baldvin
En ég skil ekki hvað er verið að gera mikið úr þessu – við keyrðum í nánast auðu alla leið að Loðmundi og þar hafði Lúther affelgað í lækjarsprænu – honum var kippt upp og dekkjum reddað. Svo brunuðum við bara í bæinn og ég var sofnaður áður en birti að nýju. Þetta náði því varla að kallast vesen.
Annars er ég sammála því sem fram hefur komið um þessa blessuðu amerísku bíla – það á ekki að leyfa þetta dót á fjöllum eftir 1. september og ekki aftur fyrr en eftir 1. Júní og þá helst með eftirliti almennilegra jeppa.
Kveðja
Benni
11.11.2004 at 22:31 #507978Það snjóar í 7,5 m hæð í 101 Reykjavík þannig að það hlítur að snjóa sæmilega á þá þarna uppfrá – þeir finna Cherokee sennilega aldrei – enda skilst mér að það hafi gleymst að taka punkt við hann og hann bara tekinn á næsta hól í staðinn.
Annars skrái ég mig hér með í hóp D og er farinn út í skúr að græja bílinn
Benni
10.11.2004 at 13:08 #508448Radíóraf er með Kenwood – linkur á tilboð frá þeim á forsíðunni.
Annars er ég með stöð frá Nesradío – Tait 2000 – það er frábær stöð með textaskjá og lausa framhlið -> auðvelt að koma fyrir og erfiðara að stela.
Kveðja
BM
09.11.2004 at 23:28 #508368Minn er loftlæstur að framan en búnaðurinn er eftir sem áður sá sami – þ.a. það er engin ástæða til að vera að setja lokur á þessa bíla.
Annars verður þetta bara sama vesenið og hjá Patrol köllunum – mörg sett af lokum með í hverri ferð
BM
09.11.2004 at 15:13 #507562Ég held að þetta séu nákvæmlega sömu bílarnir – Montero er til víða í evrópu – ég sá fullt af þessum bílum á Spáni fyrir nokkru.
Einhver sagði mér að ástæðan fyrir þessari nafnabreytingu sé sú að Pajero þýði eitthvað miður fallegt á spænsku.
Ég á líka til tækniupplýsingar og viðgerðarhandbækur yfir minn bíl (pajeró ’98) og þar er víða skrifað Pajeró/Monteró
Þannig að þar virðist þetta vera voðalega líkt.Annars hefur mér reynst best að tala við Rúnar tæknimann hjá Heklu – hann er ansi fróður um þessa bíla.
Kveðja
Benni
08.11.2004 at 11:37 #507942Gaman að sjá hvað það hefur margt gerst sem fór alveg framhjá mér – en ég er líka bara svo viðutan.
En ferðin var alveg meiriháttar og Trúðarnir frábærir fararstjórar.
Áhöfnin á (blautum) Pajeró þakkar kærlega fyrir frábæra helgi.
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 12:40 #507730En annars er eina aðferðin sem að gefur öllum félagsmönnum jafnan möguleika sú að skráning fari fram á fyrirfram ákveðnum tíma.
Þann tíma á svo að auglýsa bæði í Setrinu, á mánudagsfundi og á netinu. Gefa svo upp bæði síma og netfang fyrir skráningu.
Þannig hafa allir sama möguleika, hvar sem þeir eru á landinu og hvort sem þeir komast á fundi eða ekki.
Þetta þarf ekki að vera flókið eða umdeilt, bara að skipuleggja þetta aðeins.
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 12:18 #507728Sæll Palli
Netfangið sem að gefið er upp hérna á vefnum er ekki það sama og þú gefur upp nú – ég sendi þér póst á hitt netfangið á þriðjudaginn var.
En það breytir samt ekki því að þó svo að búið hafi verið að láta vita af því að ferðir yrðu kynntar á mánudagsfundi var ekki búið að láta vita að skráð yrði þar – ég sjálfur sat að vísu yfir veiku barni og hefði enganveginn geta mætt – og þar með orðinn útundann, en það er svo sem ekki málið – ég fer bara í Setrið eða eitthvað annað.
Þetta er hins vegar að mínu mat röng aðferð við skráningu – og það að segja að það séu margir sem ekki eru nettengdir eru tæplega góð rök í dag þar sem að kannanir sýna að lang stærstur hluti þjóðarinnar er nettengdur.
Og svo er einnig verið að gefa Lansbyggðarfólki í klúbbnum langt nef með þessari aðferð – eða eru ferðir sem skráð er í á fundum ekki fyrir Landsbyggðardeildir ?
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 11:47 #507720Sæll Fastur,
Jú ég kem með í Setrið – ekki spurning, enda á ég flottan teygjuspotta – reyndar sérhannaður fyrir Patrol, en má svo sem setja hann í aðrar tegundir
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 11:22 #507716Mig langar að spyrja að því hvernig stendur á því að skráð er í ferðir á fundum eins og mánudagsfundi ?
Ég er einn af 90 % félagsmanna sem mætti ekki á síðasta fund og þannig átti ég ekki möguleika á því að komast með í eina af þessum ferðum – sem ég hafði þó mikinn áhuga á.
Nú minnir mig að þessi umræða hafi komið upp áður og þá voru menn sammála um að þessi aðferð mismunaði félagsmönnum mjög verulega þar sem að lang stærstur hluti þeirra er ekki á þessum fundi.
Mér segir einnig svo hugur að þeir sem þessar "nýliða" ferðir eigi að beinast að séu meira á sveimi hér á vefnum heldur en á fundum.
Einhverntíman var gefin sú fáránlega ástæða að þeir sem sáu um ferðina hefðu ekki aðgang að tölvu – en það er að mínu mati einhver sú lélegasta afsökun sem um getur þar sem að hægastur leikurinn er að láta starfsmann/eða stjórnarmann taka við tölvupósti vegna ferða.
En ég beini því til stjórnar að sjá til þess að sem flestum félagsmönnum sé gefinn kostur á að komast í ferðir og það er best gert með því að skrá á þeim vettvangi sem að flestir félagsmenn skoða – vefnum.
Kveðja
Benni
03.11.2004 at 16:02 #487030Sæll
Ég átti ekkert við olíverkið hjá mér – en einhver sagði mér að Hekla hefði skrúfað upp olíverkið í þessum bílum nýjum – en ég sel það ekki dýrara en …..
Ég sé það líka á afgasmælinum að olíumagnið má ekki vera neitt meira en það er í dag.
Eyðslan minkaði um ca 2 l/100 km við allar þessar breytingar hjá mér.
Hvort þú þarft einhverja mæla – auðvitað er betra að vera með afgasmæli til að fylgjast með hlutunum en það er þó varla nauðsynlegt við þessar aðgerðir þar sem þær hafa allar áhrif í átt til lækkunar.
Og með boostið á túrbínunni – ég er ekki með boostmæli hjá mér og hef engar áhyggjur af þessu. Mig minnir að Halli hafi prófað að setja rúma 4 mm undir og þá opnaði öryggisventillinn þannig að 2,4 mm eru ekki vandamál.
Benni
03.11.2004 at 15:14 #487026Sælir
Það er best fyrir ykkur að skoða myndaalbúmið hjá Halla (dittó) – þar eru myndir af þessum skinnum og ýmsu öðru, það er líka margt fróðlegt í myndaalbúminu hjá Val (vals)
Ég get ekki sagt til um hversu mikil aflaukningin er í hestöflum – hins vegar hafði þetta þau áhrif hjá mér að bíllin er mjög fínn á 38" dekkjum og orginal hlutföllum. En fyrir breytingar var hann álíka latur og Patrol
Tæknimennirnir uppi í Heklu sögðu mér að það væri í góðu lagi að bæta við túrbínuþrýstinginn og í raun væri hann óþarflega lágur orginal. Rúnar í Heklu mælti með 1 – 2 mm við mig en Halli o.fl eru með nærri því 4 mm og allt í góðu lagi – ég er með um 2,5 mm.
Kveðja
Benni
03.11.2004 at 14:05 #487020Sæll Sveinn,
Ég er með eins bíl og þú og ég er búinn að auka aflið nokkuð með þessum aðgerðum.
Ég mæli með því að þú byrjir á sverara pústi (ég setti 2,5 "), setjir svo 2 – 3 mm skinnur undir wastegate ventilinn á túrbínunni og þannig eykurðu túrbínuþrýstinginn passlega mikið.
Það síðasta sem ég myndi svo gera væri að fá KN síu – hún gerði ekki mikið fyrir aflið hjá mér en lækkaði hins vegar afgasið nokkuð.
Ekkert af þessu eru stóraðgerðir – pústið ætti að kosta undir 30 þ og KN sía kostar 12 þ.
Kveðja
Benni
01.11.2004 at 10:33 #507244Hvernig er skráningin í ferðina – er orðið fullt ?
Eru menn ekki annars orðnir spenntir ? Ég get allavega ekki beðið eftir að komast af stað og nýjustu fréttir og myndir benda til þess að það sé fullt af snjó uppfrá – bara gaman !!
Hvernig er með þátttakendalistann – fáum við hann eki sendan bráðum – ég er svo forvitinn að sjá hverjir eru að fara….
Ferðakveðja
Benni
01.11.2004 at 09:03 #194767Hvaða rafgeymum mæla menn með – er einhver tegund sem hefur reynst betur en aðrar ?
Svo er það hitt – ég er að fara að bæta öðrum rafgeymi í bílinn hjá mér og er að velta fyrir mér hversu stóra geyma ég á að fá mér – á maður að vera með 70 amperstunda geyma eða 100, eða jafnvel eitthvað allt annað – öll ráð vel þegin.
Kveðja
Benni
31.10.2004 at 23:45 #194766Hverjir eru góðir í að gera við spil ? Og ekki væri verra ef þið vissuð um einhvern sem gæti legið með varahluti í svona dót.
Ég er með slátur af Warn 8274 spili og ætla að reyna að koma því í lag.
Kveðja
Benni
31.10.2004 at 18:33 #506816Ég var þarna á ferð í gær og þá var kveikt á þessari vigt. Þarna er flott að athuga þyngdina.
Bíllinn minn var 2470 kg – ’98 Pajeró 2,8 tdi 38" dekk, Inni í þessari þyngd er ég sjálfur, hálfur tankur af olíu og ca 40 kg af verkfærum og járnarusli.
Þannig að sennilega er bíllinn að vega eitthvað um 2800 kg tilbúinn á fjöll með 150 l af olíu tvo menn og farangur.
Benni
-
AuthorReplies