Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.12.2004 at 21:21 #511054
Óskar þú getur að sjálfsögðu verið bara í BANDI – Þú hlítur að vera mjög vanur því – enda á Toy…
Benni
14.12.2004 at 21:17 #511042Lúther minn – langar þig svona mikið með …. ?
Mig LÍKA ! en ég kemst ekki fyrr en á sunnudag – þannig að ef þig langar að fara og festa þig í skafli einhverstaðar á sunnudaginn – Hringdu þá endilega..
Benni
14.12.2004 at 09:25 #511008Sælir
Ég keypti mér box í Bílanaust og það hefur staðið af sér merkilega mikil veður án þess að skemmast.
Hins vegar ætla ég að láta smíða box úr áli á toppinn hjá mér – þá getur maður hætt að hafa áhyggjur af draslinu í hvert skipti sem keyrt er á Kjalarnesinu í roki.
Benni
14.12.2004 at 09:22 #510980Sælir
Þegar ég lét setja lásinn í minn bíl (fyir 2 mán) þá byrjaði ég á að biðja þá í Bílabúð Benna að leita að lás í þennan bíl hjá ARB og þá kom ekkert út úr því – kannski er þetta fáanlegt núna.
Hins vegar er ég viss um að íslensku lásarnir séu sambærilegir að gæðum – að mínu mati eru þeir sennilega betri (sterkari) – Hvað samkeppnishæfni í verðum varðar veit ég ekki um þar sem að ég veit ekki hvað ARB lás myndi kosta. En mér fannst þessi íslenski alls ekki dýr miðað við það sem maður hafði heyrt um aðrar bíltegundir°.
Kveðja
Benni
13.12.2004 at 21:43 #510970Það eru til fínar loftlæsingar í þessa bíla – Algrip – Íslensk framleiðsla sem er nú þegar búin að sanna sig í Pajeró bílum.
Ég er með svona læsingu hjá mér og hún bara virkar ! Þannig að það er engin ástæða til að vera að eltast við ARB þegar hægt er að fá íslenska topp framleiðslu.
Benni
12.12.2004 at 17:23 #487048Sæll Magnús,
Kunningi minn lenti í svona veseni um daginn – þá var stífluð sía hjá stýrisdælu. Hann hreinsaði hana og þá var allt eins og nýtt.
Þetta var 96 módel af bíl minnir mig.
En allavega myndi ég athuga allar síur í stýrisdótinu – sjá hvort einhver drulla hefur komist í þetta.
Kveðja
Benni
09.12.2004 at 22:29 #510696Björn Þorri – Það er ekkert undarlegt við það að þú hafir ekki brotið neitt, þú ert á Pajeró og það er bara ekki hægt að brjóta neitt á þessum eðalvögnum.
En annars get ég mælt með strákunum í Jeppaþjónustunni-Breyti – topp þjónusta og 100% vinnubrögð.
kveðja
Benni
08.12.2004 at 23:23 #510684Og hvað telst gott verð – segðu okkur það endilega.
Þú getur líka sennt mér póst ef þú vilt ekki gefa verð á netinu, já eða hringt.
Benni
bm@sk3.is
8986561
08.12.2004 at 16:28 #506562Ég setti myndir af bílnum á þessu í albúmið mitt..
Benni
08.12.2004 at 16:24 #506560Sælir
Ég fór áðan og fékk svona dekk lánað til að máta undir Pajeró.
Mér líst vel á munstrið og hæðina á dekkinu en hefði vissulega vilja sjá það svolítið breiðara. Reyndar er munstrið svipað breitt og á 38" Ground Hawg – jafnvel aðeins breiðara, en belgurinn er mjórri.
Dekkið sem að ég var með er á 14" felgu og ég er alls ekki viss um að það henti vel – dekkið virkaði eins og það væri spennt út til hliðana og skv. því finnst mér að það gæti verið meiri affelgunarhætta og svo er væntanlega erfitt að koma þessu dekki aftur á 14" felgu ef maður affelgar á fjöllum – enda virðist það hafa verið reynslan hjá þeim sem fóru inn í Dómadal um síðustu helgi.
Svo er líka hugsanlegt að dekkið leggist ekki eins vel ef það er spennt út á svona breiða felgu – gæti lagst betur á 12 – 13" felgu. Mér fannst það alls ekki bælast nógu vel undir bílnum hjá mér. En að sama skapi er ég ekki viss um að það sé neitt að marka að hleypa úr einu alveg nýju dekki inni á verkstæði – það bælist örugglega betur þegar búið er að keyra svolítið á þessu.
En ég er mjög spenntur fyrir að prófa þetta, það þarf sáralítið að klippa til að ég komi þessu undir og ég fæ klárlega meiri hæð undir bílinn með þessu, og það veitir ekki af því – svo getur sjálfsagt ekkert annað en reynslan skorið úr um drifgetuna.
Svo skilst mér á þeim sem voru á Hveravöllum í nýliðaferð að nafni minn hafi skilið alla aðra eftir í snjókófi og meira að segja drifið meira en Pajeróinn sem var þarna – sem er með ólíkindum þar sem að hann er á Toyotu…..
Kveðja
Benni
07.12.2004 at 15:10 #506552Það væri gaman að fá fréttir frá ykkur sem eruð á þessum dekkjum. Eru menn enþá jafn sannfærðir um ágæti þeirra eða…. ?
Hvernig gekk á Hveravöllum Benni ? Og hvernig gekk Halla á 39,5" Trxus ?
Mig dauðlangar í þessa stærð undir Pajeróinn en mig vantar frekari upplýsingar áður en ég tek endanlega ákvörðun.
Skv. þessari mynd þá eru menn ekkert of ánægðir með þetta á 14" felgu :
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 4&offset=0
Kveðja
BM
06.12.2004 at 23:34 #510418Af hverju sendið þið ekki bara póst á einhvern stjórnarmann – mig minnir að Agnes eða Emil hafi verið að sjá um félagatalið.
Ég held að skráningarformið hér á netinu hafi ekki virkað lengi.
Benni
06.12.2004 at 15:57 #195004Félagi minn sendi mér þessa slóð :
Þetta er náungi sem safnar myndum af föstum bílum – Reyndar allir í drullu svo að það er spurning um að einhver sendi honum myndir af almennilegum krapafestum.
En það besta við þetta er að náunginn kallar sig „Sir Stuck“ – þannig að Fastur á nafna í útlandinu.
Benni
06.12.2004 at 11:12 #510328Ég var með NMT loftnetið á miðjum bílnum, aftarlega – Síðan flutti ég það út á horn og ég hef ekki ennþá fundið neinn mun á drægni eða gæðum.
VHF loftnetið var á frambrettinu áður en ég flutti það og ég þykist finna nokkurn mun til batnaðar eftir að ég flutti það aftur á horn – en ég held þó að það sé fyrst og fermst vegna hæðarmunar.
En það er alveg rétt að virknin er best ef þetta er staðsett sem næst miðjum bíl – eða svo segja allir spekingarnir manni – en þá verður líka að styrkja málminn eða setja í gegnum bita.
Ég hef skoðað þennan frágang hjá nokkrum sem farið hafa á þekkt og viðurkennd radíóverkstæði og látið setja loftnet á miðjan topp – þeir setja engar styrkingar og því ljóst að á endanum brestur málmurinn og enn frekar ef loftnetið svignar ekkert.
Kveðja
Benni
06.12.2004 at 10:49 #510322Ég hefði haldið að það væri betra fyrir undirstöðuna – þ.e. þann hluta bílsins sem loftnetið er fest – að loftnetið sé sem mýkst.
Það kemur vindálag á lofnetið á ferð og eitthvað verður að taka við því álagi – ef að lofnetið er breiðara, eins og þessi kústsköft þá er álagið bara meira. Þau lofnet sem sveigjast ekki flytja álagið beint niður á undirstöðuna og því veður hún að vera mun sterkari fyrir vikið.
Mér hefur sýnst að menn séu allt of margir að setja loftnetin inn á miðja toppa á bílunum sínum – þetta er alls ekki góð staðsetning m.t.t. álags á bílinn – loftnetið vaggar til og frá og við það hreyfist blikkið í toppnum líka og smám saman kemur þreyta í málminn og hann springur með tilheyrandi lekavandamálum. Og ef menn setja þessi sveru, stífu loftnet beint á blikkið þá finnst mér líklegt að þetta gerist mun fyrr en ella.
Ég setti loftnetin þannig á bílinn hjá mér að loftnetsfæturnir koma á hliðina á toppnum – rétt neðan við beygjuna á toppnum. Þar er málmurinn sterkari en annarstaðar og loftnetið er í raun utan við bílinn og því litlar líkur á að það sláist í bílinn – ég er með VHF öðru meginn og NMT hinu meginn þannig að þau ná ekki heldur saman. Þetta hefur allavega aldrei slegist í eitt né neitt hjá mér.
Benni
06.12.2004 at 00:44 #510344Við vorum að koma í hús fyrir stuttu, rétt búin að tæma bílinn.
Þetta var frábær ferð og fullt af snjó og sköflum, þó vissulega hefði mátt vera meira á köflum.
Það er rétt að Þorgeir slapp við spottann núna – en hann tók þó að sér hlutverk grjótruðningsvélar í túrnum – eða á maður frekar að segja grjótmulningsvélar – og má sjá slóð brotinna og sléttaðra steina alla leið á Hveravelli. En þetta segir manni þó eitt – að undirvagninn á Mussó er alvöru og þá sérstaklega klafarnir sem muldu stærstu steinana.
En frábær ferð í alla staði og ég, Sigrún og Inga Birna þökkum kærlega fyrir frábæra helgi í enn betri félagsskap.
Benni
P.S.
Hannes – þín var sárt saknað…..
24.11.2004 at 13:30 #509326Sælir
Ég var við veiðar í Kjarrá í ágúst og kokkurinn þar var á 60 crusier á 44".
Á meðan að ég var við veiðar þá varð það óhapp að þessi bíll valt og að því er mér skilst stórskemmdist.
Þetta gæti verið bíllinn sem þú ert búinn að kaupa og því ætti að vera hægur leikur fyrir þig að hafa samband við veiðifélag Kjarrár og finna út hver var kokkur þar seinnihluta ágúst – ég á nafnið hans einherstaðar skrifað en það gæti orðið verulega þungt að finna það.
Kveðja
BenniPS. Djöfull eru þessi tímamörk á skrifum inn á vefinn óþolandi – ég var ekki nema 2 min að skrifa þetta en samt datt ég út á meðan. URRR….
17.11.2004 at 23:36 #508388Sælir
Ég hef með mér a.m.k 50 lítra auka – þá eru ca 150 l sem maður hefur frá Hrauneyjum.
Í þungu færi er Pæjan hjá mér að eyða mest 8 – 10 l á klukkutímann – mun minna ef færið er létt.
Ég veit svo sem ekki hvað við erum lengi frá Hrauneyjum inn í jökulheima – kannski 4 tíma hvora leið – svo 8 tíma bíltúr á laugardag. Þannig að 150 l hljóta að duga – sérstakleg þar sem að í svona stórum hóp þá er maður alltaf mikin hluta af tímanum í förum sem gera færið léttara.
Benni
17.11.2004 at 18:26 #508384Jú Jú hellings áhugi og spennan alvega að verða komin –
Reyndar held ég að þetta verði svo auðveld ferð og það verður tæplega nokkuð vesen – það eru nefnilega allavega fimm eða sex pajeró bílar í túrnum þannig að það er engin hætta á brotnum hásingum, driflokum eða öðrum klassískum Platrol-/togytavandræðum Að vísu er nóg af Trooerum sem við Pajerómenn getum dregið uppeftir – einn á mann minnir mig.
En það er hins vegar enginn amerískur með þannig að það komast væntanlega allir bílar aftur heim
Sjáumst hress
Benni
17.11.2004 at 11:13 #508858Þú getur líka fengið 60*60*4 og hann er eðlilega þéttari en líka sterkari – þú kemur 50*50 prófíl vel inn í hann.
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies