Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2005 at 14:32 #516594
IH bætir patrolvélar upp að ákveðnu marki – þ.e. ákveðinn akstur og/eða aldur. Þetta há Ellu og Sindra er bara smáræði – ég veit um einn patrol sem er að aka um á sinni sjöundu vél í dag.
En það bila fleiri vélar en Patrol – þetta getur sjálfsagt farið í öllum bílum, meira að segja Pajero og minn bíll er á sinni annari vél sem hrundi í 120 þ.km vegna ónýtra/gallaðra glóðakerta og/eða gallaðs tölvukubbs. Hekla bætti vélina að fullu og sett nýja vél, tveimur árum yngri í bílinn. Þannig að þjónustan þar er 100% í dag – hvað svo sem hefur verið áður. Og ég verð að segja að ef að 50% af þeim sögum sem maður heyrir um sum bílaverkstæðin þá er þjónustan hjá Heklu betri en 100 % í samanburðinum.
En hvað sem þessu líður þá horfði ég á stelpurnar á netinu áðan og þetta var frábært hjá þeim – mig hlakkar mikið til að fá að sjá þetta video sem okkur var lofað eftir ferðina…
……
Benni
11.02.2005 at 00:15 #478882Rangur – það var alls ekki meiningin að gefa í skyna að allit rörabílar væru hastir og leiðinlegir – ég hef nú ekki ferðast í öllum þeim bílum til að geta myndað mér skoðun á því – ég hef t.d. adrei setið í Rover bíl á stærri en orginal dekkjum og veit því ekkert hvernig þeir virka.
Ég hef líka komið í Patrol þar sem búið var að breyta fjöðrun það mikið að hann fjaðraði hreint út sagt frábærlega.
Auðvitað hefur þetta allt sýna kosti og galla – aðal málið er að menn séu sáttir við það sem þeir aka um á og að bílarnir hennti í það sem á að nota þá – í mínu tilfelli ek ég bílnum 80% innan póstnúmers 101 og því voðalega jákvætt að hafa bíl sem er jafn lipur og skemmtilegur í þrengslunum en vera jafnframt á 44" dekkjum, læstur að framan og aftan og með skriðgír og drífa bara alveg helling – og hafa nóg afl – En sætta mig við á móti að geta ekki teygt dekkin á milli hæða í bílastæðahúsunum
En svo ætti þetta með Paris dakar að sýna monnum að þessi fjöðrun er að svínvirka á miklum hraða í svoleiðis ósléttum – bílarnir liggja eins og klessur á veginum með þessari fjöðrun og það hlítur að hjálpa þessum rallybílum.
Benni
10.02.2005 at 19:55 #516444Sæll
Jú ljósið á að loga stöðugt þegar millikassinn er læstur – það að ljósið blikki þíðir hins vegar ekki endilega að kassinn sé ekki að læsa. Þetta ljósashow á það víst til að stríða eitthvað.
Hugsanlega geta strákarnir í Heklu lesið úr tölvunni hvort eitthvað er að.
Benni
10.02.2005 at 13:57 #516438Það er ekki nokkur spurning að Jeppaþjónustan Breytir eru með lang mesta reynslu í þessum bílum.
Mínum gamla (og reyndar nýja líka) breytt þar – topp vinnubrögð og góð þjónusta.
Benni
09.02.2005 at 17:26 #478852Sæll Hlynur,
Ekki kom nú blautur blettur í buxurnar við að sjá Gísla detta í sprunguna – en ég viðurkenni þó að þar er á ferðinni alvöru misfjöðrun, en það bjargaði honum ekki þarna og þurfti að spila hann upp alveg eins og hefði þurft að gera ef ég eða þú hefðum pompað þarna. Ég á mynd af þessu heima og skal reyna að setja hana inn í kvöld.
Benni
09.02.2005 at 16:43 #478844Ég ætlaði nú ekki að röfla meira hérna, það hefur engan tilgang því menn eru svo fastir í sínu og virðast ekki þora að reyna nýjungar – og svo er ansi erfitt að rökræða þessi mál við menn sem vita ekkert um hvað þeir eru að tala því þeir hafa aldrei ferðast á bílum með sjálfstæða gormafjöðrun á öllum hjólum.
En tvennu ætla ég að svara:
Rangur: Ég þarf ekki að bera mig saman við Patrol til að finnast Pajeró mjúkur – hins vegar tók ég hann sem dæmi að því að það er eitthvað sem ég þekki vel og ég, ólíkt mörgum öðrum hér, nota ekki rök og fullyrðingar án þess að þekkja hlutina af eigin raun.
Skúli – Ég hef ferðast um marga jökla og þá mjög óslétta án nokkurra vandræða á mínum gamal Pajeró – sem var að vísu bara með klafa að framan og aldrei kom til þess að ég kæmist ekki áfram vegna þess að hann misfjaðraði ekki nógu vel – en djöfull var mikill munur að keyra hann á 100 eftir jöklum og líða um eins og á fljúgandi teppi.
Gæsavatnaleið fór ég líka á þessum sama bíl án nokkurra vandræða meira að segja þó ég hafi verið með Ford fjós dinglandi á eftir mér – oft í spotta – Helstu óþægindin í þeirri ferð voru af helvítis hásingunni að aftan sem var alltaf að rekast í grjót – það verður þvílíkur munur á þessum nýja að þurfa ekki að hafa áhyggjur af stórum steinum sem beygja eða brjóta þessi rör í umvörpum – Hlynur og nafni minn á Akureyri þekkja svoleiðis vandamál vel.
En svo er bara eitt fyrir ykkur að gera strákar – fá að ferðst í bíl með svona fjöðrun og reyna svo að segja með fullri sannfæringu að þetta sé ekki frábær fjöðrun…
með fjaðrandi kveðju…
Benni
06.02.2005 at 13:31 #478800Þetta er sniðugt að þessi þráður skuli poppa upp aftur einmitt núna – ég er nýbúinn að kaupa MMC með sjálftæðri fjöðrun allan hringinn og fór mína fyrstu ferð í gær þegar ég skrapp upp í Setur.
Ég veit svo sem ekkert um það hvort bíllin nær að teygja sig jafn langt og hásingabílar með breytta fjöðrun – reyndar efast ég stórlega um að hann geti það með sitt orginal fjöðrunarsvið.
En strákar mínir – þar til að þið prófið að ferðast á svona bíl þá eru þið ekki rökræðuhæfir um það hvernig þessi fjöðrun virkar – Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hversu vel þessir bílar fara með mann – ég ók Kvíslarveituveginn á 80 – 100 km hraða í gær án þess að svo mikið sem finna fyrir misfellum eða ójöfnum – Mér hefði þótt gaman að sjá hásingabíl gera þetta – ég hefði allavega ekki viljað sitja í honum. Ég hef nefnilega, illu heilli, þurft að ferðast langferð í Patrol á 44" og sá bíll fer allt annað en vel með farþegana.
Svo er það þetta með akstur í þrengslum og umferð – ja, það þarf eiginlega ekki að bera þessar tegundir fjöðrunar saman við slíkar aðstæður – Minn 44" Pajero er liprari innanbæjar en Óbreyttur Patrol, það þekki ég af eigin raun…
Í mínum huga snúast gæði fjöðrunar um það hversu vel hún virkar heilt yfir og þar hefur sjálfstæð fjöðrun, að mínu mati, gríðarlega yfirburði – ég nota minn bíl nefnilega 99,5 % við aðstæður þar sem hann þarf ekki að teygja hjólin marga metra upp eða niður – hvað með ykkur
Benni
06.02.2005 at 12:52 #515854Ég var að tala við Óskar.
Setursfarar voru komnir á Kvíslarveituveg og allt gekk eins og í sögu – tveir bílar pompuðu niður í krapa á leið niður á veg en annars var allt frosið enþá.
Kveðja
Benni
06.02.2005 at 02:38 #515852Ég var að koma í bæinn eftir að hafa skroppið upp í Setur með varahluti í Toyotu – Smakkaði aðeins á Þorramatnum sem var skemmdur að vanda og ákvað svo að drífa mig í bæinn aftur. Reyndar var slappleiki að hrjá mig (óháð þorramatnum þó) og því var túrinn styttur frá því sem áður var áætlað.
Færið frá Kvíslarveituvegi að Setri var nokkru betra en innanbæjar í Reykjavík á sumardegi – en víða mátti þó sjá ummerki eftir Jarðýtu – nei ég meina TogÝtu og Patrerpillar vinnuvélar sem höfðu rutt mikla skurði og gert gryfjur hér og þar á leiðinni.
En þrátt fyrir að færið hafi verið gott í kvöld þá er ekki öll von um vesen úti enn – Það var nebblega orðið frostlaust í Hrauneyjum og kyngdi niður snjó – sem síðan var orðinn að rigningu þegar nær strondinni var komið – þannig að þau gætu fengið að sulla á heimleiðinni.
Ég heyrði síðast í fólkinu um miðnættið og þá var mikið stuð og gleði í Setrinu….
Benni
04.02.2005 at 21:19 #515828Ég var að tala við Lellu – Þau Þorgeir höfðu ætlað að fara kjöl – Kerlingafjöll í Setrið. Þau fóru aðeins lengra en Árbúðir og komu þar að miklum Krapa og leist ekki á að leggja í hann einbíla og því eru þau nú á leið frá Árbúðum og ætla um Sóleyjarhöfðan – en þau voru ekki búin að ákveða hvort þau færu núna eða á morgun.
Þau voru um það bil að mæta Litludeildinni þegar ég talaði við þau – en litla deildin var á 4 bílum á leið í Árbúðir.
Benni
04.02.2005 at 20:50 #515826Ég var að tala við Halla (Dittó) – Hann og Valur (Vals) voru búnir að ná Lúther og Óskari og Halli var að draga Lúther upp úr krapapytti.
Þeim Halla og Val gekk mjög vel uppeftir og var Krapinn ekkert að trufla þá – enda báðir á Pajero.
Þeir töluðu um fínt færi, flott veður -10°C og heiðskýrt – Bara gaman !!!
Eitthvað höfðu þau heyrt í Þorgeir og Helenu en ég veit ekkert hvernig þeim gekk.
Benni
04.02.2005 at 14:38 #515816Þeir félagar eru búnir að færast 200 m frá því kl 7 í morgun – þeir voru ný lausir þegar ég hringdi áðan og á meðan ég talaði við Óskar þá hvarf Lúther ofaní næsta krapapytt.
En annars var bara gaman hjá þeim og að sögn Óskars er eitthvað smá eftir af súrmatnum en sér orðið verulega á öðrum byrgðum.
Þeir ráðlögðu mönnum að vera klárir með spotta bæði framan og aftan í bílum þannig að ekki þyrfti endalaust að vera að grafa niður í krapaelginn eftir festu þegar bílarnir pompuðu niður en víða er vatnið um mittisdjúpt undir snjófölinni – og svo bara allir í vöðlurnar.
Benni
04.02.2005 at 09:34 #515794Þeir eru enþá á sama stað og þeir voru kl 7 í morgun. Eru báðir pikkfastir og eru bara búnir að taka smá pásu.
Voru að byrja að reyna að losa bílana núna og settu nú stefnuna á að vera komnir í pottinn í Kerlingafjöllum um tvöleitið. Enda áttu þeir von á Mussó komandi úr þeirri átt og töldu fullvíst að hann þyrfti aðstoð.
Núna er -8 °C hjá þeim og farið að skafa svolítið.
Þeir höfðu engar áhyggjur af þeim sem fara þessa leið í björtu – vandamálin voru flest tilkomin vegna þess að þeir sáu illa.
Benni
04.02.2005 at 07:28 #515788Var að tala við Óskar.
Þeir eru núna 11 km frá Setrinu og fastir hlið við hlið í krapa.
Voru að næra sig og safna kröftum fyrir það að moka sig lausa og stefna á að verða komnir í Setrið um hádegi.
Vaðið var það gott að þeir tóku ekki eftir því þegar þeir fóru yfir.
Benni
04.02.2005 at 01:21 #515782Var að tala við Óskar – þeir eru ekki enþá farnir að sjá vaðið… Síðasta setningin sem ég heyrði áður en að slitnaði var "Djöfull er hann fastur"
Benni
04.02.2005 at 00:03 #515774Helvíti erum við samtaka nafni….
BM
04.02.2005 at 00:02 #515772Ég var að tala við Óskar – þeir áttu 8 km í beygjuna út af Kvíslarveituvegi – ferðin sóttist mjög hægt og hann talaði um krapa upp að öxlum, og það á veginum.
Lúther var hins vegar í essinu sínu og ruddi hvern skipaskurðinn á fætur öðrum.
Benni
03.02.2005 at 22:43 #515388Ég var að tala við Óskar.
Hann og Lúther voru nýlega lagðir af stað frá Hrauneyjum – búnir að vera lengi á leiðinni þangað vegna mikillar hálku og lélegs skygnis.
Þeir áætla að vera við vaðið um miðnætti.
Benni
P.S.
Ég stefni að því að leggja af stað á blótið fyrir hádegi á laugardag – ef einhver vill vera í samfloti þá er bara að hringja – 898 6561
03.02.2005 at 07:44 #195400Glæsilegt blað sem kom inn um lúguna með Fréttablaðinu í morgun.
Svona á að gera þetta…
Til hamingju með frábært framtak.
Benni
02.02.2005 at 17:33 #515360Sæll,
Hvaða árgerð af Pajeró ert þú að tala um ?
En annars er lang best fyrir þig að fara bara til þeirra í jeppaþjónustunni og spjalla við þá – Þeir hafa alltaf verið boðnir og búnir að leiðbeina mér eða græja hlutina fyrir mig um leið og þeir eru beðnir.
Annars var eitthvað vesen á póstinum hjá þeim um daginn en í síma svara þeir alltaf um leið – ég hef aldrei lent í því að ekki sé svarað.
Ertu örugglega með rétt númer ? Síminn hjá þeim er 567 7722
og netfangið jeppabreytir@simnet.isBenni
-
AuthorReplies