Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2005 at 17:15 #518630
Ertu búinn að fjarlægja balanseringargúmíð innan úr dekkjunum ?
Þetta var í hjá mér og bíllinn var nánast ókeyrandi – svo var þetta fjarlægt og blanserað vel og hann er eins og nýr bíll á eftir – sama og ekkert hopp né víbríngur.
Þetta var gert í Höfðadekk fyrir mig – frábær vinna þar og óhætt að mæla með þeim…
Benni
11.03.2005 at 14:15 #518490Við vorum á Langjökli í gær á tvemur bílum 44" og 38" – Fórum frá Þjófakrók að Þursaborg og svo þaðan til baka niður í Slunkaríki – Karlaríki – Skjalbreið – Lágafell – Uxahryggjaleið.
Færið var nokkuð þungt á kafla – Hörð skel sem hélt bílunum ekki alveg og maður var að missa þá í gegn, Svolítið af nýjum og frekar þungum snjó á jöklinum. En núna er bruna gaddur þarna uppfrá þannig að þetta er örugglega allt orðið frosið í dag eða á morgun og þá væntanlega orðið subarufæri á þessum slóðum.
Benni
11.03.2005 at 10:38 #518570Það er rétt Guðni að ég er ekki búinn að eiga bílinn nema í einn og hálfan mánuð – Á þeim tíma er ég að vísu búinn að keyra hann rúma 2000 km á fjöllum (sem er meira en margir breyttir bílar fara á heilum vetri) og rúma 4000 km á malbikinu.
Hingað til hefur ekkert bilað og klafasístemið kemur vel út þrátt fyrir að sjálfskipaðir sérfræðingar í því hvað virkar og hvað ekki segi að þetta geti ekki virkað.
Ég hef reynt töluvert mikið á bílinn gagngert til að sjá hvort að þetta gefur sig eða ekki – og eins og ég segi hingað til er þetta bara tóm hamingja.
Ég hef keyrt bílinn í bæði léttu og skemmtilegu færi þar sem að hraðinn á snjó fór vel á annað hundraðið og svo hef ég líka verið í blautu og þungu færi þar sem ekkert nema lóló var að koma mér áfram og aðrir sem voru með mér voru í töluverðu basli – að vísu á 38" þannig að samanburðurinn er ekki sanngjarn.
Aflið í bílnum er mjög gott enda er bíllinn að skila um 170 hp og 400 Nm.
En eins og þú bendir réttilega á þá er ég búinn að vera stuttan tíma á bílnum – þrátt fyrir að hafa notað hann mikið – en … So far so good….
Kveðja
Benni
10.03.2005 at 08:37 #478948Strákar mínir
Bílarnir lyftast frá jörðinni ef maður ekur yfir öldótta jökla á yfir 100 km/h – En það er kannski ekki víst að þið hafið prófað að aka öldóttan jökul svo hratt – Reyndar hef ég ekki enþá heyrt af traktor sem hefur náð 100 á malbiki þannig að …..
Benni
P.S. er farinn á Langjökul að leika – kannski maður nái að hoppa yfir hann núna
09.03.2005 at 20:47 #478942Kæri Litríkur minn – Ef t.d. ég á mínum Pajero á 44" hefði keyrt nákvæmlega eins yfir þennan stein og nafni minn gerði á sínum tíma þá hefði ég einfaldlega keyrt yfir …..
Það er nefnilega ekkert röra/kúlu dót standandi niður úr bílnum til að rekast í grjótin…
Ég var með í þessari frægu ferð þannig að ég sá þetta "live"
Kveðja
BenniP.S. Ég hef stokkið heilmikið á öllum mínum Pajero bílum án þess að skemma nokkuð – tók t.d. örugglega vel yfir 20 stökk um þarsíðustu helgi á langjökli –
Ég viðurkenni þó fúslega að ég hef aldrei stokkið jafnhátt og Ingi gerði í Setursferðinni í Haust – Ég á video af því stökki og ég er fullviss um að það hefði brotnað eitthvað í hvaða bíl sem stokkið svona – Hvort sem um rör eða klafa hefði verið að ræða. Það er nefnilega hægt að skemma allt ef menn reyna nógu mikið….
09.03.2005 at 15:59 #478934Prófa að setja myndina inn:
[img:24izrw0q]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=7198&albumid=803&collectionid=1165&offset=0[/img:24izrw0q]
[img:24izrw0q]http://images7.fotki.com/v152/filehoZu/867a1/5/534790/1886176/Picture039.jpg[/img:24izrw0q]
Benni
09.03.2005 at 15:55 #478932Þær koma að sjálfsögðu miklu betur út eða hvað ?
http://www.bsmg.fotki.com/jeppaferir/tr … e_039.html
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 5&offset=0
Fóru ekki tvær hásingar um helgina og svo veit ég um eina í viðbót sem ekkert hefur verið minnst á – þannig að þar eru komnar þrjár bognar eða brotnar hásingar…
Er þetta endilega betra…..
Kveðja
BenniP.S.
"Roverinn" – Er þetta Rúnar Ingi Hjartarson úr Landeyjunum sem er þarna á ferð ? Hvað er að frétta af þér – sendu mér póst bm@sk3.is
06.03.2005 at 23:08 #518296Talaðu við Jeppaþjónustuna – Breyti. Þar færðu topp vinnu og þjónustu — og alveg örugglega sanngjarnan prís.
kveðja
Benni
26.02.2005 at 23:08 #518018Tek undir það að þetta var ótrúlegur dagur á Langjökli í dag Færið og veðrið eins flott og hugsast getur. Ég setti Pajero í 110 á jökli í dag og ók töluverðan tíma með Cruise control á og stillt á 75 – BARA GAMAN !
En það er ekkert skrítið að það hafi verið lítil umferð þarna – Þessir menn hérna létu konurnar stela af sér bílunum á einni flottustu helgi ársins og sitja svo bara heima og vorkenna sér… Skömm að þessu
Nei en annars var mér hugsað til þeirra í Setrinu þegar ég stóð við fjallkirkju og horfði yfir til þeirra – rosalega held ég að það hafi verið gaman hjá þeim að bruna upp Hofsjökulinn.
Við keyrðum svo niður Vestari Hagafellsjökul og tókum svo nánast beina línu frá jökuljaðrinum og á topp Skjaldbreiðar og fórum svo niður á Gjábakkaveg.
Jökuljaðarinn við Vestari Hagafellsjökul er nokkuð varasamur þar sem komið er niður af honum og borgar sig að fara varlega þar.
Kveðja
Benni
26.02.2005 at 01:02 #487060Sælir
Ég er nú ekki snillingur í þessum málum heldur, en ég kynnti mér þessa kubba fyrir 2,8 vélina nokkuð þegar ég var á svoleiðis bíl.
Það er rétt að í þeim er ekki rafeindastýrt olíuverk en það sem þessi kubbur gerir – eða réttara væri kannski að segja aflaukningarpakki – er að það er sett membra á olíuverkið í stað magnskrúfunar, síðan er þetta tengt á túrbínuna líka og svo er tölvukubbur sem stýrir dótinu. Þetta virkar svo þannig að þegar kveikt er á búnaðnum "skrúfar" hann upp olíuverkið og eykur tæurbínuþrýstinginn. Þetta virkar víst þræl vel en hefur þó einn galla.
Þetta á nefnilega ekki að geta skemmt vélina og því tekur þetta líka tillit til hita – þannig að þegar vatnið hitnar þá slær kubburinn kerfinu út og þú situr uppi með upphaflegu stillingarnar og aflið. Þetta er verulegur galli að mínu mati þar sem að þessir bílar eiga upp til hópa við hitavandamál að stríða og þá sérstaklega þegar maður vill meira afl, t.d. á leið upp jökla.
En ég verð varla hengdur þó að ég gefi ykkur upp slóðina á fyrirtækinu sem framleiðir þetta það er http://www.sttemtec.com En Hekla er með umboð fyrir þetta og þetta fyritæki, sem er sænskt, neitar með öllu að selja búnaðinn nema í gegnum umboðsaðila.
benni
25.02.2005 at 19:01 #517898Já 32" kemst undir án breytinga
benni
25.02.2005 at 17:46 #517892Mér finnst nú afar ólíklegt að það ´se eitthvað brotið þarna inni.
Líklegra er að einhverjar slöngur eða rofar séu ekki að virka – eða membran sem á sér um að tengja og aftengja framdrifið sé orðin léleg þannig að þetta nái ekki að aftengjast almennilega og sé að skralla saman.
Þetta virkar þannig að þegar ekkert vacum er þá er framdrifið tengt og þú ert þá að keyra í sídrifinu – sem er svo sem í fínu lagi – þá ertu með samskonar drif og t.d. Toyota LC90 – þeir eru með sítengt aldrif.
Svo fór einu sinni lega hjá mér á öxlinum næst þessari skiptihulsu og það varð til þess að þegar sett var í afturdrif og allt var laust þá skrallaði þetta allt og gaf frá sér óþægilegustu hljóð sem snarþögnuðu þegar sídrifið var tengt.
En ef þú hefur tök á þá skaltu fá strákan í Jeppaþjónustunni-Breyti til að kíkja á þetta, þeir þjónustuðu bílinn minn og þekkja þennan búnað manna best.
Kveðja
Benni
25.02.2005 at 16:51 #517912Fór þarna um síðustu helgi Flott færi og Heiðin góð. En síðan þá er búin að vera þýða á þessu svæði þannig að það gæti hafa blotnað dálítið í þessu.
kveðja
Benni
25.02.2005 at 13:27 #487056Sælir
Það eru til tölvukubbar í þessa bíla.
Kubbarnir sem hægt er að fá í 2,8 TD bílinn bæta 20 hp við og um 80 Nm í tog – þannig á að vera hægt að ná 145 hp og 372 Nm út úr þessari vél. Það er svona kubbur í bílnum hans Ragga (áður bíll Jóa í Wurth – hvítur með Piaa merkjum á hliðum)
Þessir kubbar eru fáanlegir í gegnum Heklu og kosta ca hægri handleggin.
Mig langar í svona kubb í minn bíl en þá fer vélin að toga um 500 Nm og skila um 200 Hp…..
Svo fékk ég þær fréttir á bjórkvöldinu hjá Jeppaþjónustunni að Smarás væri að smíða tölvukubba og að hann ætlaði að koma með kubb fyrir nýja módelið að Pajero um mitt þetta ár.
Kveðja
Benni
23.02.2005 at 21:58 #501789Sæll Nafni
Ég er að nota Nobeltec visual navigation suite 6.5.620
Ég hef ekki enþá sett in þetta Planer forrit, en kann sæmileg á hitt – þannig að þú hringir bara ef þú heldur að ég geti aðstoðað þig.
Benni
22.02.2005 at 09:19 #517468Pajeróinn sem braut öxul um síðustu helgi er af árgerð 2003. Hann braut liðinn út við hjól að ég held og þar var hann búinn að vera með rifna öxulhosu í langan tíma og allt fullt af skít og drullu.
Þannig að Valur – Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu ef hosurnar eru í lagi – þetta hefur ekki verið að brotna í Pajero ef allt er í lagi.
Benni.
P.S.
Svona pajero eins og braut þennan öxul er ca 170 hestöfl og togar rúm 400 Nm – þannig að hann hefur nú alveg afl til að brjóta járnaruslið ef það er ekki nógu sterkt.P.P.S
Alveg er magnað hvernig Patröl mönnum tekst að skipta hratt um umræðuefni ef það er óþægilegt – þeir gera þetta næstum jafn hratt og þeir skipta um vélar.
21.02.2005 at 09:47 #517450Aldrei má maður opna munninn án þess að einhverju sé troðið upp í mann með það sama
Benni
21.02.2005 at 09:24 #517446Síðustu dagar eru búnir að vera ansi slæmir fyrir Patrolmenn – Fyrst opinberar Ella það sem enginn hefur mátt nefna og í beinu framhaldi af því hrynja þrjár! Patrolvélar á sömu helginni ?
Nú og svo sá ég ekki betur en að hvítur Patrol væri að draga grænan til byggða í gær – læddust með veggjum eins og rottum sæmir…. Ætli það hafi þá verið sá fjórði á viku ?
Það geta svo sem bilað vélar í öllum bíltegundum en … Come on… þetta er fáránlegt
En það er alltaf einhver birta í öllu svartnætti – líka fyrir patrolmenn með ónýtar vélar – ég hef nefnilega kaupanda að Patrol með ónýta vél…. (ehh þá meina ég bilaða vél – þetta er víst ónýtt nýtt)
Benni
P.S.
Annars bila Toyotur líka – ég hef keyrt fram á eina toyotu með brotinn öxul um hverja helgi núna síðustu þrjár helgar – einni færi ég reyndar öxul. Og það virðist engu skipta hvaða gerð af Toy þetta er því þetta voru DC, LC80 og LC90.En þið vitið væntanlega hvar Hekla er er það ekki ?
13.02.2005 at 00:02 #195480Að nokkrir Pajero bílar og einn Patrol hefðu farið á fjöll saman í dag og afleiðingarnar væru þær að IH þyrfti að punga út nýrri vél. Pattinn var víst að reyna að hafa við Pajeróunum og því fór sem fór …….
Ætli það sé eitthvað til í þessu ….
BM
11.02.2005 at 15:50 #478894Sjáumst í Kvöld Hlynur minn – Og þá skulum við Björn Þorri sýna þér hvernig alvöru undirvagn á að líta út
Og kannski getum við skoðað nokkur bogin rör í leiðinni….
Skál
Benni
-
AuthorReplies