Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2005 at 13:10 #520444
Eitthvað vandamál virðist vera við að eyða út gömlum myndum – ég virðist allavega ekki geta það.
Benni
04.04.2005 at 22:15 #520366Til hamingju með síðuna – glæsileg.
Benni
Cool – það er hægt að breyta ef maður ruglar of mikið
02.04.2005 at 13:18 #195782Ég sá ekki betur en þú værir kominn á nýjann bíl …
Stórglæsilegur bíll – Til Hamingju.
Benni
01.04.2005 at 17:05 #520170Bazzi
Það var ekki ósvipað atvik og þú lýsir sem fullvissaði mig um að klafarnir væru nógu sterkir – ég keyrði ofaní sprungu á töluverðri ferð 40 – 60 km/h þannig að annað dekkið (44") fór nánast alveg á kaf og bíllinn snarstoppaði og höggið var það mikið að ég var steinhissa á að loftpúðarnir skyldu ekki springa – allavega var ég aumur eftir beltið. Bíllinn hefur örugglega lyfst helling að aftan þannig að samferðamenn mínir hefðu sjálfsagt séð undirvagninn ef þeir hefðu ekki verið svona langt á eftir.
En við þetta skemmdist ekki nokkur hlutur og ég meira að segja var svo vantrúaður á að það gæti verið allt í lagi að ég fór með bílinn á verkstæði til að láta skoða hann – en þetta þolir greinilega töluvert.
Benni
01.04.2005 at 15:59 #520166Það er margt til í því sem Skúli segir – ég er t.d. sammála því að klafabílarnir séu oftar en ekki verri í miklum krapa. Þó svo að ég hafi ekki lennt í því sjálfur að eiga í vandræðum í svoleiðis færi að þá er augljóst að þegar maður er kominn á kaf í krapa þá er meiri fyrirstaða í klöfunum heldur en röri sem hleypir bæði yfir sig og undir.
Ég er hins vegar alls ekki sammála því að klafarnir séu eitthvað verri í ám og skörum – þvert á móti held ég að bílar eins minn standi sig vel í slíkum aðstæðum – engin kúla að þvælast fyrir, mjög hátt undir hann miðjan og frammdekk mjög framarlega – og ég hef engar áhyggjur af því að skemma klafabúnaðinn – því eins og ég sagði í fyrri pósti þá er þetta gríðarlega öflugur búnaður sem er undir hjá mér og ég á alls ekki von á að neitt gefi sig þar.
Varðandi stökkin þá er ég algerlega sammála – það eru engir bílar byggðir til að stökkva á þeim. Enda er hér á vefnum hver myndin á fætur annari af brotnum rörum eftir stökk – og klafarnir koma örugglega ekki betur út þar þó svo að ég hafi reyndar ekki enþá orðið vitni af biluðum klöfum eftir stökk – en þó séð nokkur stökk og tekið nokkur sjálfur.
Svo er það þetta með flotið – Ég hef heyrt menn færa rök fyrir því að með því að minka sem mest þann hluta sem ekki fjaðrar þá bæti menn floteiginleika bílana. Eða öllu heldur því minni sem ófjaðrandi þyngd er því minni líkur á að missa niður flot við ójöfnur – Það ætti að leiða mann að þeirri niðurstöðu að klafabílar ættu að vera sterkari á þessu sviði þar sem að ófjaðrandi þyngd er mun minni en á rörabílunum – en ég hef svo sem ekkert gert til að sannreyna þessa kenningu, en hún er vissulega áhugaverð.
Benni
P.S. Annars er gaman að ferðast á hverju sem er – það er bara meira gaman ef manni líður vel líka
01.04.2005 at 13:52 #520212Er maður að láta fara illa með sig ??? Ég sá þennan póst í gærkvöldi/nótt og áttaði mig ekki á djö.. dagsetningunni
BM
01.04.2005 at 11:33 #520202Ég tek nú undir það að mér þætti áhugavert að fá að vita hvað stjórnin sá athugavert við þennan hóp – ég gat ekki séð að það væri neitt í lögum félagsins sem bannaði þetta – Reyndar eru lögin sem hægt er að nálgast hér á vefnum úrelt og reyndar dálítið skrítið að nú þegar styttist í næsta aðalfund að þá skuli ekki enþá vera búið að koma réttum lögum á netið sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi.
Nú svo er eitt annað plagg á vefnum sem nefnist stefnumótun 4×4 – reyndar er það hundgamalt en hlýtur að vera í fullu gildi, þó svo að mér sem gömlum hundi í félagsstörfum finnist stórundarlegt ef að engin formleg og markviss stefnumótunarvinna hefur átt sér stað síðan 1997. En nóg um það – þar eru tilgreind mörg fögur markmið og meðal annars að efla nýliðastarf og ná til nýrra aðila – ég hefði haldið að hópur ungs fólks gerði einmitt það.
En ef að rétt er að stjórnin hafi viljað láta loka á þennan hóp innan félagsins þá þætti mér mjög áhugavert að fá að vita hvers vegna – þó svo að ég sé ekki gjaldgengur í þennan hóp.
Benni
01.04.2005 at 10:54 #520162Baldur,
Þetta er til í dag og er undir nýju gerðinni af Pajero – Ég held að menn ættu að skoða þann búnað almennilega áður en þeir fordæma hann – Allavega hafa þessir Hardcore hásingakallar verið hálfundarlegir á svipinn eftir að hafa fengið að skoða hvað er undir bílnum mínum – En undir þessum bílum er allt mun öflugra en það þarf að vera fyrir hefðbundna notkun á óbreyttum jeppum – þarna er 7,75" drif að framan og 9,25" að aftan og allt annað samsvarandi við það.
Á 44" er þessi bíll að koma hreint frábærlega út og ég hef ekki enþá lennt í því að hann hafi farið minna en hásingabílar eða hafi verið að setjast á kviðinn.
Ég er búinn að eiga bíla (Pajero) með klafa að framan í 6 ár og ég hef aldrei lennt í því að þessi búnaður hafi bilað og ég hef aldrei heyrt ískur í klöfunum á þessum tíma. Ég hef hins vegar grun um að þessi búnaður undir Toyota bílum, allavega eldri gerðum sé ekki eins öflugur og það sem er undir Pajero – allavega virðist manni að það séu bara eigendur svoleiðis bíla sem kvarta undan þessu og ég hef bara séð tvær myndir af biluðum klöfum hér á vefnum og það var í bæði skiptin undir toyotu. En reyndar hef ég séð einhverja tugi af biluðum hásingum – hvaða ályktun sem má svo sem draga af því.
það er hins vegar ekkert leyndarmál að ég var búinn að skoða það ýtarlega að setja hásingu að framan undir síðasta Pajeró sem ég átti – en hætti við þar sem að ég sá fram á að ókostirnir væru fleiri en kostirnir. Það sem að háði þeim bíl fyrst og fremst var það að hann þurfti að hækka meira – þegar ég var á ferð með hásingabílum sem voru svipað háir þá var ekki hægt að sjá neinn mun á hvor var að komast meira – en svo fór ég líka eina ferð þar sem var hásingabíll sem var töluvert hærra undir og hann stóð sig mun betur – þannig að það er ansi margt annað en fjörunarbúnaðurinn sem hefur um það að segja hvað menn drífa.
En ég held að ef að menn sleppa barnalegum fullyrðingum, sem gera ekkert annað en að lýsa grunnhyggni þeirra sem setja þær fram, og skoða þann búnað sem er til undir nýju Pajero bílunum þá held ég að menn komist að því – eins og margir eru þegar búnir að – að sá búnaður er yfirdrifið nógu öflugur til að bera 44" dekk, hvað þá 38" og er síður en svo veikari en hásingar undir sambærilegum bílum – menn geta svo deilt endalaust um hvor búnaðurinn skilar betri fjöðrun og ég get skrifað margar blaðsíður um það en þetta er nóg að sinni.
En að lokum þá er hverjum sem er velkomið að skríða undir bílinn hjá mér til að skoða þetta – og sannfærast
Benni
28.03.2005 at 18:34 #519988Það er vissulega rétt að fjöðrunin á nýju bílunum er mikið skemmtilegri en á þeim gamla.
En ég átti ’98 módel á 38" og hann fjaðraði mjög vel og fór reglulega vel með þá sem innanborðs voru.
En það er mjög auðvelt að eyðileggja alla fjöðrunareiginleka í framfjöðruninni með því að skrúfa þá endalaust upp – Eina vitið er að boddýhækka bíla með vindustangir til að þurfa sem minnst að skrúfa upp.
Þannig að bíllinn hjá Pabba þínum er annað hvort með bilaðan fjöðrunarbúnað að framan eða of mikið skrúfaður upp ef að hann fjaðrar illa og fer illa með fólk – það er leitun að bílum sem fara betur með fólk en þessi gerð af Pajero og finnst eiginlega varla nema í nýju gerðini af þessum bílum.
En það er hins vegar ekkert að því að spá í hásingar að framan í þessa bíla – ég pældi heilmikið í svoleiðis breytingu, það hefur bæði kosti og galla að fara þá leið og ég var kominn á þá skoðun að það væru fleiri gallar en kostir sem fylgdu því. En ég ætla ekkert að neita því að mér fannst bíllinn ekki drífa nóg við erfiðar aðstæður og það var fyrst og fremst vegna þess hversu lágur hann var, auk þess eru þessir bílar í þyngri mörkunum fyrir 38" dekk. Ég ætlaði því að breyta mínum gamla fyrir 44" og halda klöfunum að framan – en svo bauðst mér bara betri kostur í bílnum sem ég er á í dag.
En það eru til margir svona bílar sem er ekki nógu vel breytt og eru of lágir og þarf að hreynsa fullt af járnarusli undan þeim – þeir tveir bílar sem eru hvað best breyttir eru bíllin hjá Val og bíllinn hjá Ragga (sem Jói í Wurth breytti) Þessir bílar eru báðir nógu háir og búið að taka vel til undir þeim – auk þess er Valur með loftpúða að aftan sem er að koma rosalega vel út.
Ég hef ferðast með báðum þessum bílum og þeir virka þrælvel.En eitt af því sem ég sá sem vesen við hásingarnar var að ég fann enga hásingu sem passaði þokkalega – það þyrfti að færa kúlu og stytta eða lengja – þannig að þetta yrði allt of dýr framkvæmd.
Kveðja
Benni
23.03.2005 at 14:33 #519194Ég er nú svo sem sammála því að í flestu tilvikum er VHF stöðin að virka betur – þ.e. betri hljómur og minna af skruðningum.
EN ég er hins vegar sammála Einari að best sé að vera með bæði í bílunum. Ég var alltaf með hvort tveggja í gamla bílnum og þurfti aldrei að nota CB – Hins vegar er bara VHF í nýja og að sjálfsögðu hefði ég þurft á CB að halda í þrígang síðan ég skipti um bíl
Góð CB stöð með gott loftnet og rétt stillt getur virkað ágætlega sem samskiptatæki á milli bíla og þess vegna ætla ég að fá mér svoleiðis stöð aftur.
Ég hef ekki pláss á mælaborði fyrir CB stöð og því var ég að fá Nesradío til að panta fyrir mig Cobra talstöð þar sem allt er í mikrafóninum og bara lítið tengibox sem kemur undir mælaborð – ég var með svoleiðis CB stöð í gamla bílnum og þetta er alger snilld fyrir þá sem nota VHF oftast en vilja geta gripið upp CB þegar á þarf að halda – þá er þetta bara í hanskahólfinu og stungið í samband.
Benni
22.03.2005 at 23:49 #519580Þetta er ansi áhugaverð spurning, Ég held að það sé mikið til í því að ef að þeir sem eru að breyta sjálfir yrðu stoppaðir af þá myndi það skemma verulega fyrir sportinu.
En það breytir ekki því að það mætti vera mun meira og betra eftirlit með þeim breytingum sem verið er að framkvæma og því miður þá eru skoðunarmenn hjá skoðunarstöðvunum í fæstum tilvikum með þá sérþekkingu sem þarf til að skoða breytta jeppa svo vel sé. Skoðanir þeirra og athugasemdir virðast oftar en ekki vera tilviljanakenndar og lítið samhengi á milli þess sem sett er útá og því sem sleppur í gegn.
Ég held að besta lausnin í þessu sé að menn verði að ná sér í réttindi og löggildingu á þessu sviði til að votta hvort bílar séu nógu vel breyttir. Þessa löggildingu ættu breytingaverkstæði, skoðanastöðvar o.fl. að geta orðið sér úti um og þeir gætu vottað bíla fyrir þá sem eru að breyta sjálfir. Þannig fengjum við fagmenn á sviði breytinga til að skoða og koma með ábendingar um það sem betur megi fara í stað tilviljankenndra athugasemda eins og virðist vera raunin í dag. Hvernig slapp annars afturhásingin hjá Bassa í gegn í fyrri skoðun ?
Menn geta horft á aðrar greinar sem lúta allnokkru eftirliti og reglum í dag – T.d. byggingariðnaðinn, Það fær enginn að byggja hús nema hafa til þess öll tilskylin réttindi og að hafa alla iðnmeistar sem þarf á húsinu og Teikningar frá Löggiltum hönnuðum. Ég held að sem betur fer séu fáir sem myndu vilja búa í blokk sem hefði verið byggð af fúskurum, án eftirlits, hönnunar og úttektar fagaðila – það eru svoleiðis hús sem eru að hrynja í útlöndum án nokkurra skýringa.
Því er það mín skoðun að við ættum ekki að sætta okkur við minna eftirlit á bílum sem eru á ferð í umferðinni – sem betur fer er mikilli meirihluti breyttra bíl mjög góðir, en það eru hins vegar bílar í umferð sem eru stórhættulegir og það verður að koma í veg fyrir svoleiðs farartæki. Það þarf ekki nema eitt slys þar sem illa breyttur bíll veldur til að fordæma alla breytta bíla og hugsanlega setja mun meiri hömlur á okkur en við getum ímyndað okkur.
Mér myndi allavega ekki detta í hug að bjóða fjölskyldunni í bíltúr nema ég sé viss um að bílnum sem ég ek hafi verið breytt af fagmönnum og á vandaðann hátt – Í dag verð ég að treysta á orðsporið sem fer af þeim sem breyttu mínum bíl en ef það væru reglur og krafa um löggildingu og skoðun fagaðila þá væri maður enþá öruggari með bílinn og öryggi hans.
Benni
19.03.2005 at 16:33 #519362Sæll Nafni,
Ég veit að það er hundfúlt að þurf að hanga í vinnunni á laugardegi – allavega vildi ég frekar vera á fjöllum
En hitt er annað mál að ég sé að ég þarf að fara að renna norður og bjóða þér í bíltúr á alvöru Pajeró, með réttri dekkjastærð, alvöru vél í húddinu og nægt afl, almennilegri fjöðrun og síðast en ekki síst með klafa-, hjóla- og drifbúnað sem þolir álagið
Benni
18.03.2005 at 10:34 #195698Sælir
Nú vantar mig upplýsingar um það hvernig menn telja best að yfirborðsmeðhöndla stálfelgur þannig að þær verði flottar og þetta endist eitthvað.
Eru menn að láta galvanhúða þetta eða polyhúða ? Eða er kannski best að sandblása og mála bara ? Hvað með hita, hitnar felgan ekki það mikið að hún geti aflagast við Galvaniseringu eða Polyhúðun ?
Allavega þá er ég að láta breyta tveimur göngum af felgum fyrir mig og vantar góðar tillögur að frágangi og þá líka hverjir eru færastir í að vinna verkið.
Kveðja
Benni
18.03.2005 at 10:03 #519262Sæll,
Þessar vélar eru þannig að þú getur lítið gert nema að keyra hann niður í Heklu og fá þá til að lesa af vélinni með tölvu – þá ætti væntanlega að koma í ljós hvað er að.
Þetta getur verið í tölvunni en aðaltölvan í bílnum stýrir t.d. hituninni á glóðarkertunum, tímanum á olíuverkinu o.fl.
Þetta hef ég einmitt frá Rúnari – Bíllinn minn er frekar seinni í gang heitur en kaldur og þeir hafa verið að skoða hvað getur valdið því en enþá án árangurs.
En það eru fleiri þarna sem vita eitthvað um þessa bíla – t.d. Brynjar – en hann er að vísu í fríi fram yfir mánaðamót.
En það er ekkert vit í að vera að skipta um hitt og þetta í bílnum í von um að hitta á það rétta – það kemur yfirleitt strax í ljós hvert vandamálið er þegar hann er tengdur við tölvu – þetta þarf ekki að ver neitt alvarlegra en að einhver skynjari sé orðinn lélegur og tolvan ruglast við það.
Kveðja
Benni
18.03.2005 at 09:11 #519048Jú það er rétt – það má ganga yfir óræktað eignarland lögbýla hvar sem er á landinu og það sem meira er þá held ég að maður megi líka tjalda þar. Ef ég man rétt þá var mikið fjallað um svoleiðis mál í fyrra sumar, þar sem einhver nýríkur borgarbúinn keypti jörð og fór svo á límingunum þegar einhver tjaldaði inn á hans landi.
Benni
16.03.2005 at 09:23 #519158Ég fór nú við svipaðar aðstæður við annan mann á fjöll fyrir nokkrum árum og ekki tróð ég því í blöðin – enda var enginn sportbíll þar á ferð – bara lada 1200 og Dihatsu Charade og hvorugur nær 300 km nema kannski í frjálsu falli úr flugvél. Og þeir voru ekki fjórhóladrifnir.
Snýst þetta ekki allt um athyglissýki – það er hægt að fara á skjaldbreið á hvaða ökutæki sem er núna – það setja það bara ekki allir í blöðin. Reyndar keyrði ég fram á Porche "jeppa" á Hellisheiði fyrir nokkru – þar var hann í stökustu vandræðum í nánast engum snjó, og gott ef ökumaðurinn var ekki sá sami og var á Skjaldbreið um daginn – ekki rataði það í blöðin
BM
15.03.2005 at 11:20 #518870Það er ekki spurning að ég tek þátt í mótmælum ef þetta verður niðurstaðan – en hins vegar er ég sammála því að ef að olían verður á eitthvað rétt undir 90 kr líterinn þá er þetta bara í góðu lagi mín vegna og mun réttlátara kerfi en núverandi kerfi. En olían má ALDREI verða dýrari en bensínið.
Þó vissulega væri það kostur fyrir menn sem þurfa reglulega að skipta um díselvélarnar í bílunum sínum – fá sér bara bensín og láta veskinu líða betur….
Benni
14.03.2005 at 16:03 #518792Sælir
Ég keyrði aðeins á þessum Goodyear 40" dekkjum – en bíllinn minn var á þessu þegar ég fékk hann.
Ég var svo sem ekki neitt yfir mig hrifinn en ég tek það þó fram að ég keyrði mjög lítið á þeim – ég hins vegar vildi þessi dekk alls ekki þar sem að mér finnst þetta forljótt á 17" felgum.
Ég er búinn að kaupa 39,5" Irok sem ég ætla að nota sem sumardekk – þau eru ekki enþá komin undir þannig að ég veit ekki hvernig þau reynast en ég hef þó fulla trú á þeim sem sumardekkjum.
Benni
14.03.2005 at 10:16 #518776Sælir
Ég hef líka heyrt þetta – þ.e. að leggja eigi kerfið niður eftir 2 – 3 ár og það hef ég eftir nokkuð áræðanlegum heimildum.
Vandi símans er sá að það eru ekki lengur framleiddir varahlutir né nokkuð annað fyrir þetta kerfi og því mun kerfið á endanum deyja af sjálfu sér. Það er að vísu ein von og það er það að austurevrópulönd eru farin að vilja nota þetta kerfi og það gæti orðið til þess að framleiðendur kerfanna sjá sér hag í að byrja að framleiða þetta aftur og það gæti bjargað okkur.
Annars er það ekkert annað en Iridium sem kemur í staðinn – ég var að skoða svoleiðis síma um daginn og var búinn að finna flottann síma á 1300 dollara – mánaðargjöldin eru held ég um 2500 en ég er ekki klár á hvað kostar að nota svoleiðis síma – örugglega helling. En þetta er eina alvöru símtækið, virkar örugglega allstaðar.
Benni
12.03.2005 at 04:38 #518576Takk Haffi…
Jú ég var á ferð í Borgarfirði í gær – fimmtudag – á leið á Langjökul.
Ég ætla að keyra bílinn á Irok 39,5 R dekkjum þegar ekki er verið á fjöllum – en reyndar virkar hann djö.. vel á þessum dekkjum, verst hvað þau þola malbikið illa annars myndi ég örugglega hafa þetta lengur undir.
kveðja
Benni
-
AuthorReplies