Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.06.2005 at 00:54 #524256
Ja þola þeir þetta…
Hingað til eru þeir að þola þetta – ég er búinn að keyra um 10 þ.km síðan ég keypti bílinn og þar af ca helminginn á fjöllum og engin vandamál… Aron Keyrði hann eitthvað svipað á þessum hjólum þó ég viti ekki hversu mikið var á fjöllum…
Þannig að allavega er búið að keyra hann um 20 þ. km á þessum hjólum og án vandræða – kannski ekki mikil reynsla, en eins og ég sagði – so far so good…
Svo eru 38" bílarnir orðnir fjölmargir og hafa ekki lent í neinum vandræðum sem ég veit til.
En ég hef alltaf sagt að ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé í lagi fyrr en eftir næsta vetur – þá verð ég væntanlega búinn að keyra 20 – 30 þ.km í viðbót og örugglega helminginn á fjöllum – ef þetta verður enþá í lagi þá er ég allavega sannfærður – nú ef ekki þá set ég bara rör undir hann…
En það er alls ekki hægt að setja allan klafabúnað undir sama hatt – þetta er allt annar búnaður sem er t.d. undir eldri Pajero. Nú svo hef ég verið að horfa á þetta undir 4runner, hilux og 120 crusier og þar virkar þetta mun veikbyggðara en undir nýja Pajero – Svo er hægt að nefna terranoinn en hann virðist ekki þola stærra en 33" án þess að gliðna allur og teygjast…. Þannig að það er ekki það sama klafi og klafi….. Svo gæti ég byrjað að tala um föðrunina og munin á gormafjöðrun og vindustöngum, en…..
En annars finnst mér eðlilegt að ef þetta er í alvöru eitthvað sem er verið að ræða þá ætti tækninefndin að taka strax á þessu máli og reyna að koma þessum mönnum í skilning um að þessi búnaður er síst veikari en sumar hásingar og á alveg eins heima í þessum breyttu bílum eins og annað.
benni
19.06.2005 at 23:07 #524250Hvað eru stjórnarmenn að reyna að vekja vefinn upp af þyrnirósarsvefni með því að koma af stað umræðu….
Ég vona það svo sannarlega – annars verð ég að renna niður í Umferðarstofu og sýna þessum mönnum að klafar eins og á mínum bíl þola 44" dekk mjög vel – algerlega vandræðalaust sem er annað en hægt er að segja um hásingar undir sumum af þessum margrómuðu toy bílum….
En annars væri þetta alveg til að kóróna vitleysuna hérna á þessu skeri —— það endar án nokkurs vafa með því að það verður bannað að keyra á stærra en 35" á götunum, manni virðist allt stefna í þá átt og öll umræða er á þeim nótunum.
Þetta verður eflaust á endanum þannig að maður sér 44" breytta bíla á 35" með kerru fulla af dekkjum þegar fara á í túr – ef þetta sport okkar verður hreinlega ekki algerlega bannað á endanum.
Benni
16.06.2005 at 12:15 #524160Bjöllurnar voru snilldarbílar…
En ég hef heyrt sögur af bjöllum sem fóru undir eigin vélarafli og drifi inn í Mörk.
Reyndar fylgdi sögunni að sennilega hefði hann flotið á brettunum og svo þegar menn voru komnir með eitthvað sterkara en vatn á djúsbrúsan þá hafi bjallan verið sett í rallígírinn og Krossá tekin á ferðinni. Í einni slíkri ferð þá sprungu brettin af bílnum undan vatnsþrýstingnum og eftir það hætti hann að virka nokkuð sem vatnadreki og sökk eins og steinn….
Benni
11.06.2005 at 15:39 #524066Sælir
Þetta er ekki nokkur spurning – það er nauðsynlegt að kynna þeim okkar sjónarmið svona "hands on".
Ég mun gefa kost á mér og mínum bíl í svona ferð ef ég get (kemst ekki 3. sept en annað laust í haust). Enda er þetta nákvæmlega það sem ég, Óskar og Valur vorum að ræða um daginn og lögðum til hér á netinu fyrir um viku síðan…. Nú er bara að framkvæma þetta en láta það ekki sofna í sumar.
Benni
10.06.2005 at 17:27 #524044Ég hef heyrt menn tala um að þessir bílar hafi allt til að bera til að geta orðið öflugir jeppar – en það bara kostar…. og sennilega ekki margir til í að setja 10 – 15 milljónir í dæmið.
En ef maður ætti þann pening til að setja í svona þá væri ég sko til – 313 hestöfl hljóma vel – svo sá ég á netinu að það er hægt að fá þá með orginal rafmagnslæsingum að framan og aftan –
10.06.2005 at 15:07 #196022Hefur einhver fengið Setrið í júní ?
Ég hef allavega ekkert blað fengið og þó er maður vanur að þetta berist rétt í kring um mánaðarmótin….
Á að senda út leitarflokk ?
Benni
01.06.2005 at 22:32 #523704Þó svo að þú hafir ekki getað farið á Grímsfjall og til baka á Ameríska Patrolnum um þar síðustu helgi án bilana þá þarftu ekkert að vera svekktur út í okkur fyrir að hafa getað keyrt jökulinn þveran og endilangan og það mest allan tíman í afturdrifinu.
En því miður þá varð ein bilun í túrnum og þó svo að ekki liggi endanlega fyrir hvað gerðist þá bendir flest til þess að læsing hafi gefið sig – en ekkert orginal úr Pajero….
En annars er það þannig Gísli að þegar maður nær að ferðast eitthvað en er ekki fastur í skála þá finnur maður stundum færi þar sem þarf að nota allt dótið í bílnum og þannig var það núna – þrátt fyrir að hafa getað keyrt í afturdrifinu lang mestan tíman þá fundum við líka færi þar sem við mjökuðumst áfram í lógír – það var sunnan við Mávabyggðir og þegar við fórum upp á milli Mávabyggða og Esjufjalla.
Og þetta með að Patrol hafi alltaf haft nothæfar vélar … Hvernig vél er aftur í Patrolnum þínum ?
En annars er þessi hugmynd með þingmennina frábær og ætti svo sannarlega að hrinda henni í framkvæmd – það myndi án efa styrkja okkar málstað – bjóða þeim t.d. upp í Setur í kaffi ….
Benni
29.05.2005 at 22:28 #523592Við erum komnir langleiðina í Snæfell og ég var að taka Óskar aftur inn – hann þoldi vel 30 á jökli en var farinn að kvarta þegar ég var kominn yfir 5 á mölinni….
Já Lella – það er aldrei að vita nema myndunum fjölgi þannig að þú verður að fara að hugsa upp góðan mótleik…
Og Hlynur minn – það er alveg rétt að ég hef góða reynslu af spottanum þínum – en það á eftir að koma sér sérlega vel þegar ég launa þér greiðann síðar – enda núna kominn á nothæf dekk undir almennilegum bíl.
Skál
Benni og Óskar…
29.05.2005 at 21:36 #523582Við fundum þetta líka fína gprs samband hér og er því bara með í umræðunni.
En ég held að það sé rétt að koma því á framfæri að það var sennilega ekki pajerohlutur sem bilaði heldur aukahlutur sem þoldi ekki það sem honum var ætlað.
Kveðja
Benni.P.S.
Hvað er óhætt að keyra hratt með mann í bandi ? – Óskar var nefnilega settur í band eftir síðustu skilaboð.
28.05.2005 at 13:52 #523568við erum kmnir af stað – komnir í vatnsfell og að detta úr netsambandi… sól og logn og bara gaman framundan….
benni
28.05.2005 at 13:50 #523440Jú rétt er það ég tapaði 35 kkr af fyrri spilviðskiptum – en maður lætur það ekki slá sig út og heldur bara áfram – síðan þá er ég búinn að flytja inn dót í bílinn fyrir 2 – 300 þ.kr og spara yfir 100 þ á því…
benni
ps. kom eitthvað út úr kærunum ?
26.05.2005 at 14:45 #523434Ég þekki ekki þessi spil en ég keypti Warn 9,5ti frá USA um daginn og kostaði mig 79þ með öllum tollum og gjöldum. Í pakkanum var spil m/vír, rúlluvör, lykkjur á bílinn og vírar til að tengja dótið.
Benni
25.05.2005 at 10:10 #523106Sælir
Ég og Óskar ásamt fleirum erum að fara á Vatnajökul á Laugardagsmorgun en hluti hópsins hafði hugsað sér að fara af stað á föstudag og gista í Hrauneyjum – fara í pottinn og slaka á…
En það er svo sem ekkert mikið lengra inn í Laugar ef einhverjir ætla að vera þar á föstudegi….
Benni
23.05.2005 at 13:15 #523294Ég mótmæli þessu ákvæði reglugerðarinnar af fullum hug.
Benedikt Magnússon kt. 311071-5729
20.05.2005 at 12:06 #522534EIns og einhverjum er eflaust kunnugt þá þurfti ég að geyma bílinn minn í nokkra daga uppi á Vatnajökli um síðustu áramót.
Þegar svo kom að því að sækja hann leit út fyrir að einn góður dagur á milli lægða gæfist til að komast upp á jökul og niður aftur – þegar bíllinn var skilinn eftir var færið þannig að 44" bílar með lóló og allt læst komust vart áfram.
Þess vegna ákvað ég að taka enga sénsa og fékk Björgunarsveitina Árborgu á Selfossi til að fara með mér á snjóbíl að sækja bílinn – við lögðum af stað frá selfossi um miðja nótt , ég og Jóhannes og þrír menn frá Árborgu á vörubíl með snjóbíl á pallinum. björgunarferðin var í alla staði vel heppnuð og sem betur fer komst bíllinn minn undir eigin vélarafli til byggða en ef það hefði ekki verið hefði án efa reynst þungt fyrir bíla að draga hann og snjóbíll því verið nauðsynlegur við þessar aðstæður. þessi ferð tók okkur 24 tíma.
Þannig að þarna voru 3 menn sem þekktu mig ekkert með milljóna tæki í 24 tíma að aðstoða mig. Það hvarflaði að sjálfsögðu aldrei að mér annað en að ég myndi greiða þessum mönnum fyrir vinnuna og tækin og gerði ég allt eins ráð fyrir að þetta myndi kosta mig á annað hundarð þúsunda. Það reyndist hins vegar ekki raunin – þeir vildu enga greiðsu aðra en útlagðan kostnað sem var 27 þúsund krónur og þökkuðu mér fyrir tækifærið til að komast og æfa sig án kostnaðar.
Það að geta fengið aðstoð vel þjálfaðara og reyndra manna á öflugum tækjum fyrir einungis útlagaðn kostnað er ómetanlegt og til skammar að sjá menn bísnast hér yfir því að þurfa að greiða björgunarsveit á Blönduósi 20 þ.kr eða olíu og annan kostnað á bíla hjálparsveitarmanna í 4×4.
Það kostar helling að skjótast á fjöll til að draga bíla eða fara með varahluti og að sjálfsögðu ætti það að vera fullkomlega eðlilegt og þyrfti vart að ræða það að sá sem aðstoðina þyggur greiðir þann kostnað sem til fellur – mér dytti í það minnsta aldrei í hug að byðja nokkurn mann að aðstoða mig án þess að gera ráð fyrir að greiða útlagaðan kostnað – það er svo allt annað mál hvað menn svo gera fyrir félaga sína og þar verður hver og einn að eiga við sig – sjálfur skrepp ég með glöðu geði með varahluti fyrir félagana á fjöll ef hægt er án þess að hafa áhyggjur af kostnaði – en ég myndi aldrei ætlast til þess af öðrum og allra síst mönnum sem ég kannast ekkert við.
Kveðja Benni
20.05.2005 at 11:21 #522880Það er dálítið gaman að því að sjá hvað það að hirða upp skaft af drullutjakk getur skapað skemmtilegar umræður
En annars að þessu blessaða írska sulli – ég skil ekki og mun aldrei skilja hvað menn geta látist með þennan óþverra – þetta lítur út eins og illa brunnin mótorolía og bragðið er sínu verra – það er því með öllu óskiljanlegt að menn vilji dröslast með þetta með sér á fjöll, að maður tali nú ekki um alla leið á Hvannadalshnjúk…..
Við Lella mætum á fjöll með almennilegan gylltan mjöð sem rennur ljúft og á að vera kaldur og þarf eingar seremoniur við að koma í glös, bara hella ! – svo má bæta á sig með alvöru drykkjum frá nágrönnum þessara Íra – alvöru skosku wiskey ef menn vilja – enda er það það eina nothæfa sem komið hefur frá bretlandseyjum…..
Með Carlsberg kveðju
Benni
19.05.2005 at 12:59 #522836Því miður Lella mín þá er eigandi þessa skafts kominn fram.
Hann er að vísu ekki búinn að sækja það en það er nú sennilega mér að kenna því ég finn ekki gemsann minn og hann sjálfsagt búinn að hringja hann batteríislausan einhverstaðar.
Eigandinn getur þá bara sent mér póst á bm@sk3.is eða hringt í mig í vinnuna 561 9040 svona ef hann vill nálgast þetta fljótlega – annars hlýt ég að finna blessaðann gemsan aftur – hann er í bílskúrnum – en draslið þar er allnokkuð og því þarf sennilega að taka dag í að leita……
En ég fer upp í Jökulheima um næstu helgi og þá skal ég leita að álkarlinum ykkar – en þó þykir mér líklegast að einhver sé búinn að hirða hann upp – enda traffíkin um síðustu helgi væntanlega eins og í miðbænum á laugardagskvöldi…
Benni
16.05.2005 at 23:54 #195948Ég fann skaft af Drullutjakk á Jökulheimaleið – skammt frá Drekavatni.
Ef einhver saknar svoleiðis þá er síminn minn 898 6561
Benni
15.05.2005 at 14:55 #522588Æi – ég er bara svo gleyminn…. Ég bara man þetta varla – enda búinn að selja þann bíl norður í land, honum þótti of gaman á Vatnajökli
Benni
15.05.2005 at 14:16 #522584Það er að sjálfsögðu ekkert skrítið að stebbi sé stunginn af og kominn upp – enda á Pajero.
En annars er þetta allt rétt að Lúther lenti í því að affelga úti í Tungná og það varð að kippa honum uppúr og við það komu nokkur falleg göt á dekkið.
Ég og Óskar skruppum á Björgunarbílnum (Pajero að sjálfsögðu) inn í Jökulheima með dekk og lokur í nótt – en lokurnar á pattanum voru eitthvað að stríða.
En annrs er þetta magnað – ég geri varla orðið annað en að skjótast á fjöll með varahluti í Toyotur og Patta – 4×4 hlýtur að fara að veita Gundi og öðrum björgunarsveitarmönnum fjárveitingu til að kaupa Pajeró í það að rúnta með varahluti um hálendið – enda skilst mér að björgunarsveitin hafi verið bíllaus þegar átti að fá hana til að skjótast – sennilega eru þeir allir á Toy…. :).
En annars var ég að tala við Lúther og Þau voru kominn á Grímsfjall í glampandi sól og -8°C og frábæru færi – ætluðu fljótlega að fara að dóla niður jökulinn og undirbúa grillveislu kvöldsins.
Kveðja
Björgunar BenniP.S.
Ofsi – auðvitað hefur Stebbi bjargað honum – enda er það venjulega Pajeró sem kemur til bjargar ……
-
AuthorReplies