Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.07.2005 at 11:46 #524834
Sælir
Ég veit að Aron og Biggi í Jeppaþjónustunni Breyti fluttu inn eitthvað af þessum hlutföllum – þ.e. 5.42.
Ég myndi allavega hafa samband við þá og tékka á hvort þeir eiga ekki eitthvað til af þessu – þeir eru að keyra út 4 stk af 44" pöttum núna og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir hefðu pantað eitthvað aukalega af þessum hlutföllum.
Kveðja
Benni
11.07.2005 at 01:01 #524840Lúther minn – hentu bara þessum hásingum og settu undir hann alvöru sjálfstæða gormafjöðrun…. Svo fyrst þú ert byrjaður þá er ráð að henda þessari vél og setja alvöru rokk í húddið og þá ertu kominn með bíl sem fjaðrar vel og hefur nóg afl til að snúa 44" hjólum – svo er kannski bara spurning um að fá sér Pa…. ja þú veist hvað ég meina
Fjaðrandi kveðjur
Benni
09.07.2005 at 01:14 #524796Þessi hækkun er bara hið besta mál – allavega mun ég ekki sjá eftir þessum fáu aukakrónum ef ég þarf að borga þær….
En að skítalykt og kömrum innanhúss – það eru til þónokkrar og vissulega misgáfulegar leiðir til að koma í veg fyrir að skólplykt berist inn í hús ef vatnslásar þorna – en þær leiðir sem ég hef kynnst í gegnum tíðina hafa allar haft eitt sameiginlegt – þær virka ekki.
Þess vegna held ég að ef að á að vera innangengt á kamarinn þá verði bara að sætta sig við að það sé smá lykt þegar mætt er á staðinn og það verði að lofta út.
En annars hefur mér heyrst að flestir skálanefndarmenn séu sérfróðari um þessi mál en flestir sérfræðingar á sviði frárennslismála þannig að ég bíð spenntur eftir lausninni.
Benni
07.07.2005 at 14:39 #524782Það er greinilegt að það þarf að taka bjórfjárveitinguna af þessum skálanefndarmönnum – þeir vita ekkert hvenær og varla hvert þeir eiga að fara….
Benni
06.07.2005 at 11:25 #524686Þetta er flott – verður örugglega einn sá öflugasti á landinu þegar þetta er búið.
Alltaf gaman þegar einhver þorir að ganga lengra en allir hinir.
Vonandi reynist hann þér vel þegar á hólminn er komið – og ég er alveg sammála þér með kostnaðinn, auðvitað kostar fullt af peningum að vera með flottar græjur, en það er þess virði……
Benni
06.07.2005 at 11:08 #524520Til hamingju með bókina Jón.
Ég fjárfesti í þessum eðalgrip í gær og lá svo yfir henni langt fram á nótt – frábær bók í alla staði og er alls ekki síðri en sú fyrri.
Það eina sem mér finnst að mætti bæta við næstu bók er er að láta allar þessar gps rútur fylgja með á geisladisk – ég væri allavega til í að borga einhverjum krónum meira og fá slíkt með – ég er svo latur að ég nenni ekki að slá þetta allt inn….
En stórglæsileg bók og verður staðalbúnaður í mínum jeppa líkt og sú fyrri – er þegar farinn að leggja drög að smíðum á bókahillu í bílinn….
Benni
29.06.2005 at 10:57 #522954Mér finnst nú eiginlega merkilegt að eigandi skaftsins hefur ekki enþá sótt það – sérstaklega þar sem að þetta er kyngimagnað skaft sem getur komið af stað umræðum og hvaðeina….
Spurning hvort ég fer að halda uppboð á því……
benni
29.06.2005 at 10:54 #524564Við Sigrún mætum allavega… Ég er búinn að redda mér húsi rétt hjá til að geta verið með yngsta fjölskyhldumeðlimin með.
Og eitthvað hef ég heyrt um að Óskar ætli að vera nágranni minn í þessum húsum….
Benni
23.06.2005 at 14:49 #524452Sælir
þetta verð, 70 þ. eru bara tryggingarnar á bílnum með 200 þ.kr sjálfsábyrgð.
En þessi umræða hér ýtti við mér að klára tryggingamál á bílnum og nú var ég að láta fara endanlega yfir þetta hjá mér og skrá á bílinn allt sem í honum er. Þannig eru öll tæki og tól núna innifalin í tryggingunni.
Við þetta ákvað ég að lækka sjálfsábyrgðina niður í 44 þ.kr og þá hækkuðu tryggingarnar um ca 25 þ.
Þannig að bíllinn og allt sem er á honum og í er tryggt með sjálfsábyrgð upp á 44 þ og þá borga ég ca 95 þ á ári.
Þetta á líka við allt sem ég hengi utaná bílinn s.s. spil, toppkassa og innihald, verkfæri o.fl. – en það dót sem er utaná bílnum er ekki tryggt fyrir þjófnaði bara tjóni.
Benni
23.06.2005 at 13:47 #524448Jú þetta er rétt hjá þér Haffi, ég las bara ekki nógu langt og svo hringdi ég líka í Sjóva og fékk staðfest að þetta er orðið innifalið í hefðbundnu kaskótryggingunni.
Annars er ég að borga rétt tæpar 70 þ. fyrir tryggingarnar á jeppanum sem er þá með öllum mögulegum kaskótryggingum.
Benni
23.06.2005 at 12:59 #524438Þú gerir þér vonandi grein fyrir að grein 2.12 í skilmálum Sjóvár fjallar um atriði þar sem bíllinn er EKKI tryggður !
Ég er sjálfur hjá Sjóvá og keypti utanvegakaskó þar – Ég flutti mig frá vís til sjóvár vegna skilmála fyrir utanvegakaskó – Hjá VÍS gátu menn enganveginn sýnt mér almennilega skilmála fyrir utanvegakaskó né gefið mér upp við hvaða skilyrði bíllin yrði bættur – sögðu að það þyrfti að meta aðstæður hverju sinni. Þá setti ég upp fyrir þá nokkur dæmi og niðurstaðan úr því varð sú að þeir bæta nánast aldrei bílinn – auk þess verða menn að gæta að því hvaða verðgildi þeir miða við – bílarnir okkar eru miklu meira virði heldur en almenn verðskrá fyrir sambærilega óbreytta bíla en sum tryggingafélög vilja hins vegar miða við óbreytta bíla og meta breytingar og aukabúnað lítils.
Svo bæta kaskótryggingarnar ekki nein tæki í bílnum – s.s. talstöðvar, gps, nmt, tölvur o.fl – þetta þarf að tryggja sérstaklega. Það sama á við búnað utaná bílnum ens og spil, ýmis verkfæri o.fl.
Þannig að það borgar sig að fara vel yfir það hvað er tryggt og hvað ekki – og það borgar sig að ganga út frá því að tryggingarfélög bæta ekkert nema það sé örugglega skrifað í skilmála.
Benni
22.06.2005 at 14:52 #524380Mislæg gatnamót á þessum stað eru fyrst og fremst til þess að fækka umferðaróhöppum þarna – enda eru þetta hættulegustu gatnamót í borginni og þá væntanlega á landinu þar sem að þarna verða flest umferðaróhöpp og mesta eignatjónið á einum stað. Það er því alveg ljóst að vegna þess eins þarf að bæta ástandið.
Hitt er svo annað mál að hvað tíma varðar þá þarf að sjálfsögðu að lyfta öllum gatnamótum á Miklubraut – Hringbraut og ef vel ætti að vera þyrfti þessi gata að vera þannig að þú getir ekið án þess að koma að ljósum frá Suðurgötu og út úr bænum og ef einhver framsýni væri í þeim sem vinna að skipulagi gatnakerfisins hér þá væri þetta gert. Og helst ætti þessi gata að vera í göngum frá Landspítala og austur fyrir Háaleiti.
Benni
22.06.2005 at 14:33 #524376Sælir
Ég veit ekki hvernig menn fara að því að bera saman umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem búa um 200.000 manns við milljónaborgir úti í heimi. Ég hef sjálfur búið erlendis og keyrt mjög víða um Evrópu og satt best að segja þá fannst mér umferðin í miðborg Rómar ganga betur fyrir sig en umferðin í Reykjavík. Ef maður svo ber saman smábæi á borð við Reykjavík saman við aðra viðlíka í t.d. Noregi, Þýskalandi, Danmörku þá sér það hver sem hefur áhuga á að umferðin hér og þau mannvirki sem eiga að bera hana eru alls ekki boðleg.
Svo verða menn að hugsa um arðsemi mannvirkjana – það að stytta tíma 50.000 bíla á dag um 5 mínútur að morgni í Reykjavík er mun arðbærara en að stytta ferð 3 – 400 bíla um klukkutíma um einhver arfavitlaus göng sem kosta fleiri milljarða.
Ég er alveg sammála því að góðir þjóðvegir um landið eru bara hið besta mál – en ég fer ekki ofan af því, og reyndar eru fjölmargir sérfróðir menn sammála mér í því, að gatnakerfið á höfuðborgarsvæðisins er fyrir löngu sprungið og þarfnast mun frekar úrbóta við heldur en þjóðvegir landsins. Að ekki sé talað um fjáraustur í gæluverkefni á borð við Héðinsfjarðargöng og Hálendisveg.
Það er mín skoðun að það þurfi að einbeita sér að gatnagerð inna höfuðborgarsvæðisins á næstu árum, þar eru brýnustu verkefni að klára þreföldun Miklubrautar, Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut, Göng undir Háaleitisbraut, Mislæg gatnamót við Gensásveg, Sundabraut, og svo verður að skoða tengingu frá miðborginni út á Alftanes – menn verða að átta sig á því að þegar Háskólinn í Reykjavík tekur til starfa þá bætast við 10 – 15.000 manns sem koma í og úr vinna á miðborgarsvæðið á hverjum degi og þrátt fyrir nýlegar lagfæringar þá duga þær ekki.
Allar þessar framkvæmdir eru vafalítið arðbærari en framkvæmdir á borð við Héðinsfjarðargöng.
Svo mega menn ekki gleyma því að þrátt fyrir að alvarlegustu slysin verði oftast úti á þjóðvegunum þá verður mesta eignatjónið hér í borginni og það mætti minnka verulega með almennilegu gatnakerfi hér.
Annar er ég í svipaðri stöðu og Einar – ég bý og starfa á svæði 101 og það tekur mig 5 mínútur að komast í vinnu á slæmum degi, annars ekki nema ca 3 mín og því hef ég persónulega ekki yfir neinu að kvarta.
Ég væri hins vegar í slæmum málum líkt of flestir aðrir Vestan Kringlumýrarbrautar ef að þyrfti að yfirgefa borgina, t.d. vegna Eldgoss eða annarra náttúruhamfara – Það tæki marga daga að koma öllum í burtu með þessu Gatnakerfi sem við búum við í dag.
Benni
22.06.2005 at 10:23 #524354Djöfull er ég sammála þér Hlynur – spurning um að við tökum okkur saman og keyrum yfir hann ef af þessum göngum verður og hann verður ekki lokaður inni – ég skal meira að segja draga þig ef þú ert ekki viss um að drífa yfir kallinn
En annars er ég algerlega á móti þessum hálendisvegi – ég skil vel rökin með þessu en mér finns hins vegar að það sé búið að eyðileggja hálendið nóg með virkjunum, raflínum og vegum þeim tengdum – að menn fari ekki að bæta hraðbraut við.
Svo er bara löngu kominn tími til að fara að eyða eitthvað af þessum peningum sem fara í göng og önnur gæluverkefni á landsbyggðinni í vegagerð hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég ber fulla virðingu fyrir landsbyggðinni og þeim sem kjósa að búa þar en menn verða bara einfaldlega að horfa á staðreyndir – og staðreyndin er sú að hér SV-lands búa flestir og hér eru flestir bílar og mest umferð – og vegakerfið hér löngu sprungið – Ég hef í gegnum tíðina starfað mikið með Gunnari Birgissyni og nánast alltaf verið ósammála honum – en ég tók ofan húfuna fyrir kallinum um daginn þegar hann lagði fram sína vegaáætlun – ég var meira að segja það ánægður með kallinn að ég hefði jafnvel hugsað um að kjósa hann í næstu kosningum ef við værum í sama kjördaæmi…..
Benni
21.06.2005 at 16:01 #524324Nú er ég sammála Skúla – Ég þoli ekki þegar menn geta skrifað nafnlaust á vefi og ég var einn af þeim fjölmörgu sem gagnrýndi það á gamla vefnum.
Þó svo að vissulega hafi verið gaman að Patrolman og öðrum slíkum – en hver þar svo sem Patrolman þegar við höfum Hlyn.
En ég er enþá þeirrar skoðunar að vefurinn eigi ekki að vera opin öðrum en félagsmönnum til skrifa og skoðanaskipta nema að hægt sé að tryggja að viðkomandi sé skráður undir nafni – það er svo allt annað mál með auglýsingar – þær mættu gjarnan vera öllum opnar – en það mun þó hafa þau áhrif að það fyllist allt af auglýsingum um Yaris og subaru….. Sem var eitt af því sem mjög margir pirruðu sig á á gamla vefnum.
En annars hef ég aldrei lent í neinum teljandi vandamálum með þennan vef og er bara að verða nokkuð sáttur við hann – Ég skráði mig inn á hann kvöldið sem hann var opnaður og eina vesenið er að ég hef ekki getað eytt út gömlum myndum en ég hef reyndar ekki prófað það lengi, þannig að það gæti verið komið í lag.
Það virðist hins vegar vera að margir séu að lenda í veseni með að nota hann og það verður að lagast til að ná upp lífinu hér – við eru varla nema 20 – 30 sem skrifum eitthvað af gagni hér og það er fúlt – ég fer að verða leiður á að rökræða við Skúla Hvort sem um upplogin eða raunveruleg málefni er að ræða…….
Benni
20.06.2005 at 15:29 #524298Ég er ekki með þessu að segja að stjórn eða aðrir sem eru að vinna fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu á mjög óeigingjarnan hátt séu ekki að standa sig sem skyldi – heldur er alltaf hætta í félagasamtökum á að menn staðni í því að gera alltaf það sama og gert hefur verið undanfarið. Í slíkum tilfellum er oft gott að setjast niður og reyna að endurmeta stöðuna og finna upp á nýjum áherslum.
En bara til að árétta þá var það sem ég átti við með ferðirnar að þá var ég að hugsa um Landgræðsuferð og Nýliðaferð á Hveravelli – en báðar ferðirnar eru partur af þessari föstu dagskrá klúbbsins – Hofsjökulsferðin var að sjálfsögðu frábærlega heppnuð – það eina sem vantaði var að ég kæmist með……
Varðandi mætingu – mér var tjáð þegar við unnum að húsnæðisskýrslu að 150 manna salur væri allt of lítill – allavega ef menn ætluðu að gera ráð fyrir því að mætingin yrði eins og hún var fyrir nokkurm árum þegar algengt var að yfir 200 manns mættu á mánudagsfundi – en enn og aftur þetta þekki ég ekki af eigin raun.
Nú og að það sé valtað yfir okkur… Þar stend ég við hvert orð og nægir þar að nefna Reglugerð um Snæfellsjökul, Reglugerð um Skaftafellsþjóðgar, Akstursbann við Hvannadalshnjúk og svo nú reglugerð um akstur utan vega – það er vissulega rétt að það náðist fram mikilvæg breyting og tókst með því rétt svo að forða því fyrir horn að vetrarferðir á hálendi legðust af. En það breytir ekki því að okkur er nú bannað að aka árfarvegi, foksanda, fjörur og fleiri staði sem áður var heimilt að aka. Á sama hátt er væntanlega óheimilt að aka að jöklum um jökulruðninga og árfarvegi – Ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir að með þessu er í raun óheimilt að aka að t.d. Tungnárjökli nema þegar snjór er – það er óheimilt að aka niður af Brúarjökli og niður árfarveg Kreppu líkt og menn gera þegar farið er niðurfyrir í Hvergil … O.s.frv. Ég fór þá leið núna um daginn – nokkrum dögum áður en umrædd reglugerð var sett og því erum við félagarnir sem þar vorum á ferð líklega seinustu mennirnir sem förum þar um án þess að eiga á hættu að vera dæmdir í tveggja ára fangelsi.
Því segi ég og stend við það að það er valtað yfir okkur hvar sem við komum….. !
Benni
20.06.2005 at 15:01 #524274Bæring – Þetta hefur væntanlega verið ég sem þú ókst á eftir á leiðinni upp í Borgarnes.
Hafi svo verið er ekkert skrýtið að þér hafi þótt dekkin halla í allar áttir þar sem að ég hef verið að gera tilraunir með uppsetninguna á bílnum að aftan. Var að setja nýja gorma og prófa mig áfram með upphækunina.
Þessar tilraunir gera það að verkum að hjólastillingin fer til fjandans og þess vegna hallar þetta enn meira út og suður en venjulega.
Hann fer hins vegar í Hjólastillingu eftir nokkra daga þegar ég verð orðin ánægður með uppsetninguna að aftan.
En annars er það rétt hjá Skúla að við þurfum að vera vakandi fyrir því hvort tilteknar breytingar séu í lagi eða ekki – ég er ekki og mun aldrei reyna að fela það ef eitthvað við minn bíl virkar ekki sem skyldi – Þessi bíll sem ég er á fer inn á verkstæði í tékk á minnst tveggja mánaða fresti og fyrir og eftir alla stóra túra. Þannig er fylgst mjög vel með öllu sem er að gerast í hjólabúnaði og stýri og passað upp á að allt sé í lagi. Þetta geri ég af þeirri einföldu ástæðu að ég ferðast á þessu farartæki á 80 – 100 km hraða með konuna og þrjú börn í bílnum – ég hef ekki samvisku í það að aka með þennan farm á bíl sem ég er ekki viss um að sé öruggur.
Á þessum tékkum hefur ekkert komið í ljós í klafabúnaði, stýrisbúnaði né öðru undir bílnum sem er að bila. Það hefur þurft að skipta um spindilkúlur að framan, en það var strax eftir breytingu og var vegna þess að þær rákust utaní og brotnuðu – þessa breytingu er nú búið að bæta.
Að öðru leiti hefur bíllinn verið í nokkuð góðu lagi – milligírinn var örlítið að stríða, bæði lak olí og hélst illa í gírnum, en það tel ég smávægilegt þegar um frumsmíði er að ræða og þetta er Kári í Algrip búinn að laga.
Eitthvað hefur framlásinn líka verið að stríða og hefur það í bæði skiptin sem það hefur gerst tengst vacum kerfi bílsins – slanga úr sambandi og farið öryggi.
Þetta eru nú allar bilanirnar sem ég hef orðið fyrir á þessum bíl – en af því að Hlynur hefur svona mikklar áhyggjur af verkstæðisdvöl hans þá er það nú þannig að bínum er breytt á verkstæði og hann er enþá í breytingu – það er verið að stilla hann af að aftan, ganga frá aukatank, aukarafkerfi, ljóskösturum, loftkerfi o.fl. Þannig að Hlynur minn – þú getur örugglega dáðst að honum nokkrum sinnum í viðbót þegar þú keyrir Stórhöfðan á næstu mánuðum – annars ætti ég kannski bara að lána þér hann í einn túristatúr og sjá hvort þú vilt ekki bara fá leiðbeiningar niður í Heklu á eftir…..
Benni
20.06.2005 at 12:10 #457928Af hverju eru menn að eltast við að svara 4 ára gömlum þræði sem einhver vitleysingur á fylleríi endurvakti…..
20.06.2005 at 11:25 #524290Þetta er alveg rétt sem Lella segir – það er allt steindautt hérna og það var miklu meira líf á gamla vefnum, jafnvel þó það væri komið fram á mitt sumar.
En ég held að það sé bara mikklu meira að heldur en bara vefurinn – allavega get ég sem áhorfandi ekki betur séð en að klúbburinn sé allur að drabbast niður.
– Það er léleg mæting á fimmtudagsfundi – sérstaklega eftir að tekið var upp á myndasýningum.
– Það er léleg mæting á mánudagsfund ef miðað er við það sem var fyrir nokkrum árum (þekki þó ekki af eigin raun, bara afspurn)
– Það er ekkert að gerast á heimasíðunni
– það er ekkert sérstök mæting í ferðir / uppákomur á vegum klúbbsins.
– Setrið kemur ekki út eins og til er ætlastOg svo til að bæta gráu ofan á svart er reynt að valta yfir jeppamenn á nánast öllum sviðum er tengjast ferðum um hálendi – og þrátt fyrir að stjórnarmenn reyni að spyrna við fótum þá virðist manni að það skili ekki mikilli viðhorfsbreytingu til okkar á jeppunum.
Þetta er kannski vond upptalning en ég held að hún sé þörf og í mínum huga er alveg nauðsynlegt að stjórnin og aðrir sem eru að stýra klúbbnum skoði þessa hluti alvarlega og jafnvel fari í að endurskipuleggja og hugsa hlutina upp á nýtt… Allavega virðist manni þetta ekki vera að virka rétt núna.
Benni
20.06.2005 at 01:03 #524258Tókstu nú tvær Patrol pillur í morgun
Þarf ég að fara að bjóða þér í bíltúr og leyfa þér að finna hvernig alvöru bíll virkar…
Það er ekki nema von að menn verði geðvondir á að þvælast um á þessum blessuðu Patrolum – ég fékk nefnilega lánaðan bíl um daginn sem var með svipaðan inngjafarbúnað og Patrol – svona stíga í botn og það gerist ekki neitt pedala…..
En annars er gaman að segja frá því fyrst þú minnist á verkstæðisdvölina – það eina sem hefur ekki verið til friðs í þessum bíl er stykki sem er viðbót og er að mestu Amerískt – Crysler dót….
Benni
-
AuthorReplies