Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2011 at 09:02 #714818
Það skiptir máli hvernig viðskiptum þú ert í – ég er með viðskiptakort (tengt 4×4) með 200.000 kr hámarki og get dælt því öllu í einu – hef þó aldrei náð nema 70.000 í einni dælingu þar sem að dælurnar stoppa sjálfkrafa eftir ákveðinn tíma og ég er svo lengi að dæla á aukatankana.
Ég held hins vegar að það þurfi bara eitt símtal í þjónustuver skeljungs til að leysa þetta og ég er alveg viss um að þeir bæta þér "skaðann" með einhverjum hætti. Ég hef allavega aldrei mætt neinu öðru en frábæru viðmóti og topp þjónustu hjá þeim.
Benni
21.01.2011 at 08:54 #715592Hóst Hóst – Gísli, ekki skamma Siggi hann getur ekkert að þessu gert, hann er á Chevrolet Eins og þeir segja í fyrirheitna landinu "I’d rather push my Ford then drive a Chevy (or jeep :-))"
EN annars er ég búinn að borga og hlakka mikið til…
Það er kominn ca 30 cm snjór á mælinn í Setrinu, spáir að vísu hita næstu 3 – 4 dagana en síðan er spáð snjókomu og töluverðu frosti. Á blótsdaginn sjálfann spá Nojararnir hægum vindi, -10°C og snjókomu…
Benni
P.S.
Gísli – hvenær ætlarðu af stað ? Eigum við að vera í samfloti ?
11.01.2011 at 08:57 #715316Flott mál og vonandi verður vegurinn færður.
En það breytir ekki því að þessi hvorki þessi bóndi né nokkur annar hefur rétt til að loka vegum sem að eru opnir almennri umferð – gildir þá einu hvort að leiðin liggur um hlaðið hjá honum eða ekki. Það skiptir heldur engu þó að umferð aukist um tíma vegna einhverra atburða.
Ég hefði gjarnan vilja loka götunni minni hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum þegar að frægur maður flutti í hana og annar hver Íslendingur sá sig knúinn til að aka götuna með ís í hendi og glápa inn í hvern krók og kima. Sumir sáu meira að segja ástæðu til að banka uppá hjá mér og ræða um nágrannann. Síðar meir hefur einn og einn séð ástæðu til að henda eggjum og fleiri matarleyfum í húsið hjá mér í misgripum fyrir hús nágrannans.
Sem sagt menn verða fyrir óþægindum og truflun af ýmsum völdum – líka í 101 Reykjavík. Það gefur mönnum samt ekki heimild til að loka sig af, setja upp hlið og girðingar ef það hamlar öðrum för um svæði, vegi og götur sem að opnar eru almenningi.
Benni
10.01.2011 at 16:52 #715500Þar sem að mér sýnist þetta vera meira eða minna lúnir Patrolar, teygðar Toyotur eða einhverjir bensíndraugar sem að eru skráðir til leiks þá ákvað ég að skrá mig og mun svo að sjálfsögðu refsa ykkur öllum á leiðinni inneftir…
Þið getið svo tekið númer í að hengja ykkur í spotta aftaní mig á leiðinni heim – nenni þó ekki að draga fleiri en 4 – 5 bilaða í einu….
Maggi – svona yfirbyggt súkku fjórhjól passar alveg á pallinn ef þú vilt…..
FORD – kveðjur
Benni
06.01.2011 at 11:06 #715308Ég myndi bara láta reyna á þetta.
Ég fékk þessar upplýsingar í byrjun desember og þá var enþá í gildi bann við umferð á Eyjafjallajökli og getur vel verið að lokunin hafi verið þess vegna.
8. des var hins vegar lækkað viðbúnaðarstigið hjá almannavörnum og aftur opnað fyrir umferð gangandi og akandi á jökulinn – sjá hér: http://www.almannavarnir.is/displayer.a … nt_id=2579
Ég get þvi varla ímyndað mér að bóndanum né né nokkrum öðrum sé stætt á að hafa þetta læst lengur. Ekki nema þetta sé einhverskonar einkavegur sem að ég held að sé ekki.
Benni
06.01.2011 at 00:51 #715302Veit ekkert um færð, getur varla verið annað en snjólaust þar eins og annarstaðar á sunnanverðu landinu.
En ég heyrði hins vegar að bóndinn á Skógum hefði sett rammgerðan lás á hliðið uppeftir og því kæmust menn þar ekki í gegn nema að geta gert grein fyrir ferðum sínum – ég hef þó ekki reynt þetta á þetta sjálfur en hef þetta eftir ferðamannabílstjórum sem hafa verið þarna á þvælingi.
20.12.2010 at 17:13 #714166Autt fyrir viku….
15.12.2010 at 09:15 #216418Nú liggja fyrir drög að nýjum náttúruverndarlögum og þar er allt á hinn allra versta veg fyrir okkur eins og við var að búast. Þar er kveðið á um að gefið skuli út eitt ríkiskort og að allir slóðar skulu vera þar – annars ertu utanvega.. Þetta var vitað að kæmi.
Síðan er það sem að mér finnst mikklu verra er að í þessum drögum er Umhverfisstofnun og ráðherra gefið óheft vald til að banna akstur vélknúinna farartækja (jeppa, sleða, snjóbíla o.s.frv.) á snjó ef hætta telst á umhverfisspjöllum eða ÓNÆÐI FYRIR AÐRA !!
Þetta verður til þess að strax og hlánar lítilega þá verður akstur á snjó og jöklum bannaður þar sem að þetta lið telur klárt að þá sé svo mikil hætta á náttúruspjöllum. Þetta þýðir einfaldlega að það verður bannað að aka á snjó allt árið um kring. Enda verður þetta unnið á nákvæmlega sömu faglegu nótunum og þegar vegagerðin lokar vegum á vorin eftir klukkunni.
Þetta er ekkert annað en dulbúin aðferð til að banna vetrarakstur á snjó.Svo er þetta með ónæði fyrir aðra ekkert annað en hreinn og klár brandari – á þá að banna akstur á vatnajökli þegar gönguskíðamenn byrja að fara þar um ? Eða á að banna akstur á snjó um svæði þar sem göngufólk fer um – hvað vakir fyrir fólki ? Þarna ætlar liðið að geta bannað akstur allstaðar þar sem að hugsanlega getur sést til gangandi eða skíðandi manna….
Alveg er mér andskotans sama um alla þessa slóða sem menn eru búnir að vera að böglast við að halda opnum – enda eru það að megninu til túristar sem keyra þá. En mér finnst gjörsamlega út úr korti ef það á að eyðileggja jeppa- og vélsleðasportið með banni á snjóakstri á stórum svæðum.
13.12.2010 at 13:09 #713392Hvar á hnettinum er þetta framleitt ?
07.12.2010 at 09:24 #712876Þetta var nú gert hér fyrir áratug eða svo þegar 44" DC fóru að verða algeng. Ómar Ragnarson var með frétt í sjónvarpinu.
En annars langar mig að finna fleiri upplýsingar um þessi dekk – er einhver sem veit eitthvað um þau ?
Benni
06.12.2010 at 21:27 #712842Það er þó nokkur munur á þessum spilum hvað gæði og endingu varðar – en það er samt ekki nægjanlegur munur til að réttlæta þennan verðmun – ætli hann skýrist ekki frekar á því að Benni er ekki lengur með umboð fyrir Warn (var mér sagt) en er með umboð fyrir T-MAX.
Hefurðu tékkað á því hvað Warn spil kostar ef þú kaupir það í USA og flytur heim sjálfur ? Ég flutti inn 10 Warn spil fyrir um 3 árum og þá var ég að fá þau heim á um 70 % af útsöluverði hér.
En ég er sjálfur með 16,5 Ti spil frá Warn sem hefur ekki farið framan af bílnum hjá mér í fimm ár. Í fyrra lét ég hreinsa upp spólur og fara yfir spilið en annars hefur það verið til friðs – og hefur verið mjög mikið notað.
Félagi minn sem er með T-max er mjög sáttur við það spil, það er þó eitthvað farið að sýna merki um að skoða þurfi rafmagnsdótið í því eftir ársnotkun eða svo. En þrátt fyrir það þá réttlætir ekkert þennan verðmun hjá BB.Svo eru til fleiri kínaspil hér á landi heldur en T-max og ég er viss um að þau eru ekkert síðri og jafnvel ódýrari – einhver auglýsti töluvert af svoleiðis hér á vefnum – prófaðu að leita.
Benni
05.12.2010 at 23:30 #712674Það er svo margt sem að væri hægt að gera í setrinu til að draga úr orkunotkun og rekstrarkostnaði að það er of langt mál að telja það upp hér. En ég hef sent skálanefnd erindi áður og bent á fjölmargt.
En það er rétt hjá Loga að flestir þeir hlutir sem þarf að fra í kosta einhverja peninga – en frá mínum bæjardyrum séð er hvort sem er verið að eyða þeim í að borga með skálanum núna og það kæmi því fljótt til baka að fara í lagfæringar.
Það er líka rétt að margt þarna er Barn síns tíma og svo hefur verið stækkað og bætt við húsið í allar áttir og að því er manni sýnist algerlega án þess að heildarmyndin sé skoðuð eða nokkuð af þeim kerfum sem þarna eru hönnuð á heilstæðan hátt. Einungis verið prjónað við í allar áttir undir stjórn sjálfskipaðra "sérfræðinga" og því er sem er – orkunotkun hússins allt of mikil og kerfin vanhugsuð.
Þetta væri þó allt hægt að laga, en kostar án efa einhverja peninga og töluverða vinnu sem að ekki er endilega hægt að fá mannskap í. EN ég hef áður boðið fram mína aðstoð og minnar verkfræðistofu við að yfirfara kerfin og gera tillögur til úrbóta – og það boð stendur enn.
Svo má til gamans geta þess að við í Túttugenginu höfum tekið að okkur skála sem er um 45 % af stærð setursins, bæði hvað svefnpláss og gólfflöt varðar. Þar eru öll helstu þægindi, vatnsklósett, gott eldhús, fjarskiptabúnaður og björt og góð 12 V lýsing. Við settum sjálfir rafkerfi í húsið sem að samanstendur af nokkrum rafgeymum, hleðslutæki og 2 hestafla ljósavél sem framleiðir 800 W og eyðir um 0,3 l af bensíni á klukkustund. Notum svo 12 v sparperur í lýsingu sem skila sömu birtu og 40w pera en nota einungis 11w. Húsið er hitað með gasofnum og fer um það bil hálfur gaskútur á sólarhring í kyndingu og eldamennsku. Ljósavélin gengur í um 5 – 6 tíma á dag og notar til þess um tvo lítra af bensíni. gasið kostar um 2200 kr á sólarhring og því kostar innan við 2500 kr á sólarhring að reka það hús.
Benni
26.11.2010 at 13:54 #711714Ég sé að einn sem að svaraði og að því er mér fannst mjög vel er ekki þarna á listanum. Hann svaraði reyndar seint.
Hann heitir[b:4ijc1mdq] Gísli Kr. Björnsson # 6978 [/b:4ijc1mdq]og er eini lögfræðingurinn sem að ég ætla að veita undanþágu og kjósa.
Svar hans er hér fyrir neðan:
—————————————————-
[i:4ijc1mdq]Kæru 4×4, það gleður mig að þið hafið sýnt stjórnlagaþinginu þennan áhuga. Sem gamall stuðningsmaður 4×4 sendi ég glaður svör mín, en biðst um leið afsökunar á að þau hafi borist of seint. Vinsamlega staðfestið móttöku póstsins.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Almannaréttur byggir á fornuÁkvæði af þessum toga hafa verið í mörgum stjórnarskrám annarra ríkja um langt skeið, s.s. þeirri finnsku og sænsku. Í stjórnarskrá USA er að finna ákvæði um almannarétt að vatni og veiðisvæðum. Það sem menn hafa óttast eru þessi mörk milli almannaréttar og eignaréttar einstaklinga, en eignaréttur er sennilega betur varinn hér á landi en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Ákvæði um almannarétt var að finna í Jónsbók, en með nýjum lagasöfnum í gegnum tíðina virðsist vera eins og réttur almennings hafi farið forgörðum að þessu leyti. Umferðarákvæði og ákvæði um almannarétt tel ég nauðsynlegt að sé í nýrri stjórnarskrá, og tel að það sé skylda stjórnlagaþings að nálgast setningu ákvæðisins með þeim hætti að þessi sjónarmið almannaréttar og eignaréttar séu sett ásættanleg mörk þannig að réttur manna til ferðar sé tryggður.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Já ég mun gera það, það er öruggt.
[/i:4ijc1mdq]—————————————————-Annað sem vekur athygli mína er að frambjóðandi[b:4ijc1mdq] 7924 – Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands[/b:4ijc1mdq] hirti ekki um að svara þessari fyrirspurn 4×4. Það þykir mér nokkuð athyglivert þar sem að skósveinar Ferðafélags Íslands hafa undanfarið verið hvað ötulastir í að berjast fyrir skertu ferðafrelsi allra annarra en hörðustu göngugarpa. Það hefði verið gott að sjá hans sjónarmið.
Benni
22.11.2010 at 23:22 #711366Tvær dælur. Fini eða sambærilegt fyrir dekk og ARB eða sambærilegt fyrir rest.
Benni
22.11.2010 at 22:13 #710636Sælir
Við fórum upp á fjallabakssvæðið um helgina og þar hefur snjó tekið mikið upp í hitanum síðustu daga. Það mikið að það er ekki spennandi og í raun varla forsvaranlegt að fara með ferð á svæðið vegna snjóleysis.
Því höfum við sem stöndum að ferðinni ásamt stjórn ákveðið að fresta henni fram yfir áramót og vona að þá verði kominn nægur snór á þetta eða annað spennandi svæði.
Líkleg dagsetning á ferðinni verður annað hvort önnur eða þriðja helgin í janúar og við auglýsum það síðar.
Þeir sem eru þegar skráðir ganga fyrir í þá ferð.
Benni
19.11.2010 at 13:46 #710626Jú Sigurður þú fengir að borða – svo mikið er víst.
Annars er matseðillinn klár og er við hæfi konunga eins og venja er í ferðum Túttugengisins.
Að þessu sinni verður þetta svo kallaður "haf og hagi" matseðill. Þ.e. Hvítlauksristaðir humarhalar með sítrónurjómasósu og brauði ásamt fjallalambi með kartöflum og rjómalagaðari sveppapiparsósu…En annars er ég á leið á fjallabakssvæðið á eftir og það koma því nýjar fréttir af snjó eftir helgi.
Benni
18.11.2010 at 12:06 #215926Hvernig er það eru engir nýliðar lengur í þessum klúbb, eða er eitthvað annað að fæla menn frá því að skrá sig í nýliðaferðina ?
Núna eru þrír búnir að skrá sig og því enþá pláss fyrir fullt af bílum.
Um síðustu helgi var komið fullt af snjó á svæðið og flott færi. Síðan þyngdist færið verulega eftir því sem landið hækkaði frá Landmannahelli og áttu 49″ bílar t.d. fullt í fangi með að komast í Hrafntinnusker. Frá því um síðustu helgi hefur bara bætt í snjóin.
Veðurspáin er góð og hér er t.d. langtímaspá fyrir svæðið.
Nú er því fátt um afsakanir eftir og um að gera fyrir nýliða að drífa sig að skrá sig. Athugið að flestir 35″ breyttir bílar komast með í ferðina og nú þegar er ein 33″ breytt súkka skráð.
Skráning fer fram hér
Nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér
Við opnum svo fyrir skráningar annarra en nýliða eftir helgi ef að ekki er orðið fullt.
Benni
P.S. hér er svo mynd frá því síðasta sunnudag:
17.11.2010 at 15:07 #710452Sæll
Ég prófaði svona fyrir nokkrum árum. Þetta lýsti álíka mikið og tvö til þrjú sprittkerti og bilaði innan mánaðar.
Mæli ekki með þessu. Mikið nær að spara sér þennan aur og kaup þá almennilegt leitarljós frá IPF eða Jabsco.
Er sjálfur með Jabsco í dag – það er að vísu bilað eins og er en entist í fjögur ár fram að fyrstu bilun og ég held að það sé lítið mál að laga það, er bara ekki búinn að koma því í verk.
Benni
17.11.2010 at 10:00 #710472Hvaða SCT tölva er þetta ?
Ég kann eitthvað á þetta dót og svo kann Kjartan hjá GK viðgerðum í mosó helling á þetta.
hringdu bara í mig.
8986561 – Benni
12.11.2010 at 13:17 #709672Þessi leið er nú ein af þeim sem að menn verða að taka nokkuð alvarlega. Ég hef farið þetta nokkuð oft á hestum og mótorhjólum að sumri og verð að viðurkenna að mig langar þetta ekkert á bíl, hvorki að vetri né sumri…. Enda passar Fordinn illa á þennan veg
Benni
-
AuthorReplies