Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.10.2005 at 11:43 #527044
Þú hefur ekkert við þessa balance stöng að gera í þessum bíl – ég reif þetta úr mínum gamla (98 árg á 38") að aftan og hann varð skemmtilegri í akstri við það.
Auk þess sem þessi belssaða stöng á töluverðan þátt í að minnka drifgetu þessara bíla þar sem hún stendur hér um bil niður fyrir drifkúluna og hleður á sig snjó og klaka og verður eins og ýtutönn þegar keyrt er í miklum snjó. Auk þess ætti þessi blessaða stöng frekar heima undir vörubíl en jeppa ef miðað er við sverleikan og þyngdina á henni – og ekki veitir af að létta þessa bíla að aftan.
Ég ætlaði líka að rífa þetta úr að framan en var ekki búinn að því þegar ég seldi bílinn.
Það er líka búið að fjarlægja þessa stöngu úr núverandi bíl hjá mér og hann er alls ekki svagur.
Benni
05.10.2005 at 15:46 #528860Tékkaðu á Bæjardekki í Mosó – Hann hefur stundum átt eitthvað af notuðum dekkjum
Benni
05.10.2005 at 15:42 #528736Ég framkvæmdi svipaða tilraun og eik lýsir þegar ég var á 38" GH undir 98 árg. af Pajero. Tilraunin var gerð þegar bíllinn var í notkun innanbæjar og því ekki fulllestaður.
Þannig kom út að dekkin virtust vera að slitna nokkuð jafnt í 22 – 23 pundum.
Ég keyrði þó oftast í 20 pundum af sömu ástæðum og aðrir hafa lýst hér. En þegar fyrir lá að keyra mjög langt á malbiki þá bætti ég í dekkin og setti þau þá jafnvel í 25 pund til að jafna út allan innanbæjaraksturinn í 20 pundundum.
Í dag keyri ég 44" DC og er oftast með 18 pund í dekkjunum en pumpa þó upp í ca 23 pund fyrir langkeyrslur á malbiki. Þessi dekk slitna eins og stokleður hjá lélegum tækniteiknara og því veit ég eftir sumarið að þau eru að slitna mjög jafnt með þessu móti, þó er rétt merkjanlegur munur á sliti á köntum.
Benni
04.10.2005 at 16:31 #528560Ég prófaði þetta sem Haffi benti á og mér tókst að taka inn í það textaskrá frá Nobeltec og save-a hana sem Mapsource. Það eina var að skráin sem ég prófaði var með rúmlega 1400 punkta en þessi freeware útgáfa ræður ekki við nema 500 punkta í einu.
En ég gat ekki fundið út hvað fulla útgáfan ræður við marga punkta – en ef hún ræður við nógu marga þá ætti að vera hægt að nota hana en þá verður að exporta hverju tracki fyrir sig en ekki öllu draslinu í eina skrá.
Annars hef ég breytt svona skrám á milli handvirkt og það er ekkert mál ef maður er í neyð – bara tímafrekt.
Benni
04.10.2005 at 16:23 #528628Bílabúð Benna átti þetta og einhverntíman átti Nesradíó þetta líka.
En þetta er rándýrt drasl – sérstaklega miðað við hvað þetta er ómerkilegt stykki.
Benni
03.10.2005 at 12:41 #528386Hlítur að mæta með pappírana frá félaga sínum sem sanna þennan meinta þjófnað sem hann var að lýsa – ég bíð spenntur eftir því í kvöld…..
Benni
30.09.2005 at 14:49 #528288Bíddu við…
Er takmark á því gagnamagni sem hægt er að flytja á milli tveggja stöðva sem eru á sama svæði, annað en tíminn sem það tekur að senda ?
Hvernig hefur það áhrif á aðrar stöðvar eða á talrásir almennt ?
Hver eru þessi takmörk á gagnamagni ef einhver eru ?
Er allur munurinn á því að senda merki sem inniheldur fáeina bita og þar að auki á annarri tíðni ?
Þetta er virkt í Bandaríkjunum og hefur ekki valdið vandræðum þar – þó hafa þeir úr sama tíðnisviði að ráða og við og nota þó nokkrar stöðvar í viðbót við okkur….
Benni
30.09.2005 at 14:15 #528282Þessi búnaður er til í margar VHF stöðvar og að sögn þeirra sem hafa prufað þá svínvirkar þetta og það samstundis en ekki á einhverjum mínútum.
Það eru meðal annars til handstöðvar frá Garmin sem eru í senn gps og talstöð með skjá sem sýnir félagana.
Það á að vera hægt að fá búnað sem getur þetta með flestum betri VHF stöðvum og flestum nýrri GPS tækjum – svo er líka hægt að fá þetta inn á tölvuna ef maður vill og er með hugbúnað fyrir því.
En það er með þetta eins og svo margt annað sem er alveg stórsniðugt og gæti orðið mikið öryggistæki – að þetta er bannað hér á landi……
Okkar ástkæra póst og fjarskiptastofnun hefur fundið einhverja ástæðu til að banna okkur sauðsvörtum almúganum að nota svona – kannski fá björgunarsveitir einhverja undanþágur en eins og er þarf maður að gera sjálfan sig að smyglara og glæpamannai ef maður vill eignast svona…..
Benni
29.09.2005 at 09:33 #528188Ég hef aðalega orðið var við það sama og eik í sumar – þ.e. notkun ferðafélagsins.
En annað var ég líka töluvert var við í sumar hér á SV-horninu sem var að einhverjir jarðvinnuverktakar voru að nota endurvarpsrásir til að ná sambandi við vorubíla hér og þar á svæðinu – þetta var eiginlega orðið það mikið að ég er hættur að nenna að hafa opið fyrir stöðina hér í bænum.
Reyndar var orðið svipaða sögu að segja í sumar, traffíkin hjá FÍ á endurvörpunum er það mikil að þegar ég var á ferð á suðurlandi þá nennti ég ekki að hafa opið fyrir stöðina til að hlusta á það hverjir ætluðu að gista í hvaða skála…..
Benni
28.09.2005 at 11:36 #528118Ég sé nú ekki betur en að flestir póstar og umræður hér undanfarið séu á vegum fígúra sem hafa ekkert nafn á bak við sig eða eru með nafn sem finnst ekki í þjóðskrá – Má þar nefna Fjalldali og Frussa og svo þennan Kristbergsson sem skrifar hér að framan.
Svo er svo skrítið að þeir einu sem nenna eitthvað að svara þessum mönnum eru Björgvin "Moggi- Fjalldal" og Tuddinn… Og allir þessir aðilar dásama Hummer og byrjuðu að skrifa á vefinn á svipuðum tíma… Stórskrítið og það skildi þó ekki vera einhver tenging þarna á milli –
Ég kunni nú betur við að hafa vefinn lausan við svona bull…. Jafnvel þó það þýddi minna líf hér…
Benni
27.09.2005 at 18:29 #528008Er þetta ekki bara hið besta mál – enda flestir viti bornir bílaframleiðendur hægt og rólega að færa síg í Pajero undirvagninn …. Verður ekki næsti Patrol á klöfum að framan… Og 2010 að aftan líka… ?
EIK skrifar:
"Unibody + klafar gerir það að það verður tæplega auðvelt að hækka bílna til að fá pláss fyrir stærri dekk."Bílinn minn er nú á 44" án vandræða…. Svipaður útbúnaður þar….
En ég óska Rover aðdáendum til hamingju með að vera að fá bíl með þróaða fjöðrun bæði að framan og aftan…. Njótið vel, verst að þið þurfið að bíða í þrjú ár….
Benni
06.09.2005 at 11:16 #526390Ég held að þessi sé á 37"
Benni
23.08.2005 at 00:51 #525844Ég keypti herslumæli á 6000 í Artic Trucks – veit svo sem ekkert um gæðin en hann dugar allavega vel í að herða ´felgubolta – geri bara eins og Hlynur nefndi – skrúfa hann alltaf niður eftir notkun, reyndar held ég að það eigi við um alla svona mæla.
Benni
12.08.2005 at 18:19 #525606Dísel er ekki spurnig – bæði eyða þeir minna og svo er flottur kraftur og tog í þessum vélum.
Bíllinn minn er dýrari týpan og það eina sem var fyrir var afturí miðstöðin, en hún varð að víkja fyrir drifkúlunni þegar afturhjólin voru færð aftur.
Reyndar var loftkælingin afnumin við breytinguna og breytt í loftdælu en ég er að vinna í að breyta því til baka – það verður dálítið föndur vegna breytinganna.
Bíllinn hjá mér er kominn með Milligír frá Algrip sem virkar fínt – mætti reyndar vera aðeins lægri fyrir 44" hjólin en er örugglega frábær fyrir bíla á 38".
Þessi bíll hjá mér er að standa sig frábærlega og mikill kostur að vera laus við þetta helv. rör sem menn eru alltaf að reka í grjót.
En annars er best fyrir þig að tala við Aron í Jeppaþjónustunni Breyti varðandi þessa bíla – hann hefur breytt þeim flestum…
Benni
06.08.2005 at 17:26 #525428Sælir
Ég var að versla nýtt tæki um daginn og ég endaði á 192c eftir töluverðar pælingar.
það sem gerði útslagið var skjárinn – þú sérð betur á 192 tækið frá nánast hvaða horni sem er. ég setti þessi tæki hlið við hlið og prófaði og það var eina tækið sem sást vel á nánast alveg á hlið – Kóarinn sér loksins almennilega á tækið.
Síðan er einhverskonar sólskins-glampa vörn í skjánum og ég er búinn að prófa – það sést vel á tækið alveg sama hvernig sólin skýn á það.
Ég keypti tækið hjá R.Sigmunds en ég man ekki hvað það kostaði – keypti fullt af öðru dóti í leiðinni og finn ekki nótuna. En þetta var örugglega eitthvað í kringum 100.000.
Benni
04.08.2005 at 10:07 #525292Sæll Bjarki,
Ég verð reyndar að segja að ég held að það sé ekki mjög algengt að þetta bili – allavega hafa rúðurnar í mínum Pæjum verið til friðs að þessu leiti – en hef hins vegar slegist við þennan óþolandi klemmuvarnarbúnað eins og sjálfsagt flestir pajeró eigendur.
En af því að Rúnar er hættur þá myndi ég tala við Brynjar ef þú á annað borð vilt tala við einhvern þarna hjá Heklu – hann þekkir þessa bíla nokkuð vel og hefur reynst mér mjög vel þegar ég hef þurft að leita ráða.
Benni
04.08.2005 at 10:01 #525314Ég sá hvergi svona skilti á sperngisandsleið né á svæðinu norðan Vatnajökuls. Kannski eru þau þarna einhverstaðar en þá eru þau ekki það áberandi að mér tækist að sjá þau.
Varðandi það hverjir eru að keyra mest utanvega þá er ég fullviss um að þar er mest um útlendinga og menn sem eru ekki vanir ferðum á fjöllum. Þetta merki ég á því að langflest för sem ég hef séð undanfarið eru eftir bíla á litlum dekkjum – og hverjir eru að ferðast um hálendið á svoleiðis dekkjum ? Allavega ekki margir 4×4 félagar. Auðvitað hef ég rekist á för eftir stór hjól líka – en það er venjulega eftir akstur af snjó á auða jörð.
Lella nefnir Gjábakkaveg og svæðið þar í kring – þar er ég algerlega viss um að förin eru síðan í vetur og eru að mestu eftir skriðbeltarónana sem eru að taka sleðana af þarna – allavega fannst mér skelfilegt að sjá það oft í vetur hvernig þeir bökkuðu þessum kerrum yfir mosan þarna til að komast í snjóinn – mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég kom þarna niður í mikilli hláku og allur mosinn og gróðurinn löngu þiðnaður og mjög viðkvæmur – þá stóð einn smájeppinn með ofvaxna sleðakerru aftaní um 300 metra frá veginum og allt autt í kringum hann. Sá bíll hefur ekki getað gert neitt annað en að skilja eftir ljót för þegar hann hefur verið hreyfður. Svo hef ég oft séð sleðana keyrða á mosanum á þessu svæði og þeir spæna upp undirlagið. En á þessu svæði hefur ástandið versnað mjög mikið síðustu árin – ég þekki þetta svæði mjög vel – gekk kerfisbundið um það í leit að hellum fyrir nokkrum árum og hef keyrt þarna um reglulega síðustu 15 árin – svæðið þar sem sleðamenn leggja upp er hreinlega að verða ógeðslegt en var í fínu lagi fyrir fáum árum.
Þannig að það er líka þörf á að beina áróðri annað en eingöngu að jeppa og hjólamönnum.
Benni
02.08.2005 at 11:55 #525298Ég var að þvælast um hálendið norðan Vatnajökuls núna síðustu dagana og ég verð að segja að það kom mér óþægilega á óvart hversu mikið er af utanvegaakstri á þessu svæði. Oftast var að menn væru að krækja fyrir smávægilegan skæling yfir grjót. En það sem mér þótti þó verst að sjá voru för sem bersýnilega voru síðan í vetur eða síðasta vetur þar sem menn höfðu ekið af snjó yfir á auða jörð – á nokkrum stöðum bæði á sprengisandsleið og eins norðanvert við vatnajökul mátti sjá svona för sem byrjuðu skyndilega og enduðu fljótt aftur – augljóslega eftir bíla á stórum hjólum…..
Á dyngjuleið mætti ég svo bíl – vínrauðum econoline, óbreyttum – það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema að stuttu seinna kom ég á stað þar sem vegurinn lá um mel og var töluvert harður og smágrýttur – hins vegar voru sléttir melar við hlið vegarinns um töluverðan spöl. Þar hafði þessi ágæti econoline bílstjóri tekið sig til og þrætt sléttan melinn um rúmlega kílómeters leið til að losna við smá hossing – þarna eru yfirgnæfandi líkur á að myndist nýr vegur þegar útlendingarnir á smábílunum elta þessi för. Við þetta varð mér líka hugsað – hvern andskotan eru menn að gera inn á skítaveg eins og Dyngjuleið ef þeir eða bílarnir þeirra þola ekki smá hristing ???? – Þetta er álíka hjákátlegt og þegar maður horfir á menn á 38" eða stærri dekkjum krækja út fyrir vegi vegna smá polla sem á þeim eru….
Svipaða sögu má segja um önnur svæði sem ég hef farið um nýlega – eins og t.d. leiðina upp í Veiðivötn / Jökulheima – Þar sést leiðinlega mikið af förum sem eru síðan í vetur – en það er þó kannski ekki stórkostlegt vandamál þar þar sem að oftast eru þetta gróðurlaus svæði þar sem sandur fýkur í för á stuttum tíma….
Benni
30.07.2005 at 21:12 #525284Nei nú var bara lagt heima – allavega svona til að taka úr honum farangurinn, en hvur veit nema ég lendi í vandræðum á Skólavörðustígnum eftir helgi og þurfi að fara uppeftir…..
BM
30.07.2005 at 18:55 #525280Ég var að koma í bæinn eftir að hafa verið að þvælast um bæði hálendi og láglendi síðustu 10 dagana.
En mér sýndust allar jökulár sem ég kom að vera vel bólgnar – bæði þær sem farið er yfir á brú á þjóðvegi 1 og eins þær sem urðu á vegi mínum norðan vatnajökuls. M.a. flæddi jökulsá á Fjöllum yfir vegin á nokkrum stöðum í Krepputungu þegar ég fór þar um – einnig vantaði bara meter eða svo í að jökulsá á Brú næði upp undir brúnna við Kárahnjúka þegar ég fór þar yfir.
Þannig að sennilega er mikið vatn allstaðar.
Benni
-
AuthorReplies