Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.11.2005 at 00:23 #531936
Sæll Nafni og takk fyrir síðast.
Þetta er flott videó hjá þér, gaman að sjá þetta. Djöfull hafið þið fengið miklu meiri snjó en við í Setrinu…. Það er greinilega misskipt gæðunum…
En fáum við að sjá meira ?
Kveðja
Benni
10.11.2005 at 17:25 #531796það er auðvitað ekkert víst að eignadi þessa bíls hafi verið undir stýri – en það hefði líka verið alveg nóg fyrir Soffíu að lýsa bílnum og hvenær og hvar þetta gerðist – Það hefði dugað til að eigandi og/eða ökumaður sem hefði séð þetta hefði áttað sig og vonandi skammast sín.
Það er bara þetta með upplýsingaöldina og allt það – Með því að vita bílnúmer þá get ég og allir aðrir sem eru með t.d. aðgang að ökutækjaskrá, þjóðskrá, lánstrausti o.s.frv.
10.11.2005 at 10:08 #531770Ég sé bara engan mun á því að birta hér bílnúmer eða nafn eiganda bílsins.
Það getur hver sem áhuga hefur á fengið að vita hver á bíl með þessu númeri og því sé ég nákvæmlega engan mun á því hvort birt er nafn eða númer – ég vissi t.d. hver á þennan bíl þegar ég sá númerið. En svo er ekkert víst að eigandin hafi verið undir stýri í umrætt skipti…..
Hitt er annað mál að mér finnst fínt hjá Soffíu að benda á þetta hér og það er oft sem maður sér jeppamenn keyra ansi illa í umferðinni og gleyma því algerlega að stærstur hluti þeirra sem eru í kringum okkur á fólksbílum finnst mjög óþægilegt að sjá okkur koma á þessum tröllum á fleigiferð – en svo er það nú þannig að það er best að hver og einn líti í eigin barm – ég hef séð til fjölda jeppamann aka um á mjög umdeilanlegan hátt í umferðinni í borginni og ég hef án nokkurs vafa gert það sjálfur margsinnis – Þannig að þetta er þörf ábending.
En nú finnst mér hins vegar menn vera að skamma Þóri fyrir rangar sakir – það má alveg eins skamma Soffíu fyrir að gefa upp bílnúmerið – það var alger óþarfi, rauður Patrol hefði alveg dugað.
Benni
09.11.2005 at 23:40 #531830Sæll Gísli,
Ágúst á Krílinu – LC80 er með flotta útfærslu á svona.
Benni
09.11.2005 at 22:55 #531668Skátarnir voru búnir að bóka á Hveravöllum….
Annars með 44" dekkin þá eru efstu 4 bílarnir fararstjórar.
Hinir 44" bílarnir innihalda ýmist nýliða í ferðum hjá 4×4 en ekki endilega óvana á fjöllum, nýliða sem fóru beint á stóru dekkin eða fólk sem langar voða voða mikið að verða nýliðar aftur en enda örugglega sem aðstoðar-, varafararstjórar – – eða bara skemmtilegir ferðafélagar.
Þetta er nefnilega lítið vandamál í þessari ferð með plássið – Skálarnir í Nýjadal taka góðan slatta af fólki.
Benni
09.11.2005 at 20:11 #531628Ofsi,
Ég verð nú að verja hann Kela aðeins núna – Spjallkerfið á Trúðasíðunni er eitt skemmtilegasta og notendavænsta kerfi sem ég hef komið nálægt.
Mjög auðvelt að fylgjast með því hvað er að gerast og í hvaða málaflokki – og við síðustu uppfærslu varð það enn betra… Þetta er gjörólíkt því sem er hér og víðar – hér er mjög leiðinlegt að finna eldra efni og í raun er mjög vont að finna þræði sem hafa dottið út af spjallinu á forsíðu.
Varðandi myndir þá er ekki einu sinni hægt að líkja myndaalbúminu hér og á Trúðasíðunni saman – þar er himin og haf á milli og ætti það kannski að sjást best á því að hér er hending að ný mynd komi inn – ég nenni allavega ekki að setja inn myndir hérna lengur.
En annars finnst mér flest allt sem kemur fram í póstinum hjá Lellu réttmæt gagnrýni – (núna þarf ég t.d. að opna nýjan glugga í vafranum til að lesa það sem áður hefur verið skrifað í stað þess að geta flett í gegn líkt og í flestum lélegum spjallkerfum – að ég tali nú ekki um betri kerfin)
Annars finnst mér eins og svo mörgum öðrum alveg með ólíkindum að eftir allan þennan peningaaustur og tíma sem farið hefur í þessa síðu að hún skuli ekki vera skárri en raun ber vitni – en það er þó vissulega kostur að hún hangir uppi núna ólíkt því sem var fyrir breytingu.
Benni
Benni
08.11.2005 at 21:06 #531584Er þetta eigin þyngd eða þyngd bíls fullbúinn á fjöll með farþegum ?
Benni
08.11.2005 at 17:01 #531576Óskar minn – það ert nú oftast þú sem ert í bandi og því þarftu nú ekki að hafa áhyggjur af mér….
En annars þá ætlum við Óskar að kaupa okkur nýja spotta í næstu viku og ég er búinn að kanna það að við getum fengið tilboð ef við náum sæmilegu magni.
Því er um að gera að þeir sem þurfa að endurnýja spottann sendi póst á mig eða óskar með upplýsingum um hvað þeir vilja.
Ætlum bara að fá tilboð í 28 mm nylonspotta sem er með togþol upp á 15,7 tonn og yfir 30% teygju.
Við þurfum þessar upplýsingar í tölvupósti til okkar:
Lengd á spotta
Á að splæsa lykkju á annan eða báða enda ?
Nafn
Símanúmer.Við tökum magnið saman á mánudagsmorguninn 14. nóv og fáum verð – menn verða svo að staðfesta og borga sína pöntun fyrir þriðjudagskvöld og svo látum við útbúa þetta og þá ætti pakkinn að vera klár fyrir fyrri nýliðaferðina.
Netfang hjá mér er bm@sk3.is og hjá Óskari er oskar@sk3.is
Benni
08.11.2005 at 16:00 #531416Sæll
Ég hætti að geta beygt til hægri og var að athuga það – það reyndist vera ísklumpur sem var að flækjast þar sem hann átti ekki að vera og þurfti að slá hann í burtu.
Ef menn eru að fiska eftir því hvort bíllinn hafi ekki verið að standa sig þá var þetta eini 44" bíllinn sem kom án bilana heim – hinir voru ýmist með vandræðagang í læsingum, milligír eða með brotinn felgubolta….. Og viti menn ég dreif bara alveg jafn mikið og hinir 44" bílarnir, jafnvel meira á stundum …… Og líka minna stundum.
Og þegar ég var að ryðja þá voru hásingabílarnir að reka hásingarnar í grjótin sem ég keyrði yfir… Klafar eru yfirburðabúnaður
benni
08.11.2005 at 11:24 #531410Hæ
Þetta var flott ferð – takk fyrir okkur á Pajeró…
Við tókum eitthvað af myndum og ég reyni að koma þeim einhverstaðar á vefinn fljótlega.
En Kjartan – Svona er að selja Pajeró og fá sér Patrol, en horfðu á björtu hliðarnar – þú verður allavega góður ljósmyndari fyrir vikið Og þú getur alltaf fengið far með mér…..
Benni
04.11.2005 at 11:34 #529686Nú er þetta brostið á – er að yfirgefa vinnuna til að fara að gera klárt.
Veðurspáin hefur algerlega snúist við og nú bendir allt til þess að við fáum algera bongóblíðu allan tímann – Kannski smá snjókomu á laugardagsmorgun til að gera færið skemmtilegra.
Reyndar var -16°C í Setrinu í morgun þannig að sennilega er allt orðið beingaddað þarna uppfrá og færið verður allt of gott – við lendum kannski ekki í neinu brasi…. En við getum nú ýmislegt.
Við sendum pistla á netið fyrir ykkur sem ekki þorðuð á fjöll um helgina….
Benni
03.11.2005 at 13:50 #530674Það er kannski búið að svara þessu ofar – en ég nenni ekki að lesa allan þráðinn…
Þarf ekki Amateur leyfi til að fá að flytja svona stöð inn ?
Benni
03.11.2005 at 13:18 #530844Djöfuls skíthælar eru þetta…. En ég skal horfa í kringum mig.
En eru ekki annars allir með þjófavrnarkerfi í bílunum ? Gott kerfi kostar um 25.000 komið í og miðað við allar græjurnar sem maður setur í þetta þá er það ekki mikið.
Ég keypti allavega öflugasta og háværasta þjófavarnakerfi sem ég fann í minn bíl – það fælir þá í burtu þegar þetta fer að væla.
Benni
03.11.2005 at 11:21 #529316Ég var með svona GSM loftnet á síðasta bíl og þetta gerði reyndar hellings gagn – ég var í fínu sambandi töluvert eftir að allir aðrir gemsar duttu út.
En þetta komst þó hvergi nærri NMT símanum hvað virkni á hálendinu varðar.
En ég tek undir það með Rúnari að sennilega er best að setja bara NMT í bílinn og láta það duga þar til þetta verður lagt niður – þá verða áræðanlega komnar nýjar og betri lausnir en í dag – og jafnvel ódýrari.
Ég veit um notaðan NMT síma – Benefon Delta, með bíleiningu ef einhver hefur áhuga……
Benni
03.11.2005 at 10:07 #530822Sæll Óskar,
Þessi fjarskiptatæki eru alveg nóg í allar ferðir hjá Litlu deildinni og reyndar hinum líka fyrst þú ert með VHF.
En með dekkin – það eru ekkert voðalega mörg ár síðan ég átti jeppa á 31" – sem síðan urðu 33" og síðan 35" og síðan 38" og núna 44" og mig dreymir blauta drauma um 49" á hverri nóttu ……..
En um að gera að byrja smátt – það er svo gaman að breyta…..
Benni
02.11.2005 at 14:48 #529664Nú erum við farin að sjá spánna – örugglega fullt af snjó á uppeftirleiðinni og síðan krapi og vatnavextir á heimleiðinni…. Sem sagt bara gaman.
Kannski gerist þetta:
Kannski missum við bíl niður í Þjórsá – eins og í fyrra,
Kannski drekkir Lúther Pattanum – eins og í fyrra,
Kannski fer Lella í Jafnvægisæfingar – eins og í fyrra,
Kannski fer Stebbi í kafbátaferð – eins og í fyrra,
Kannski brjótum við hásingu – eins og í fyrra,
Kannski brjótum við drif – eins og í fyrra,
Kannski brjótum við kúlulið – eins og í fyrra,
Kannski skiljum við eftir amerískan bíl – eins og í fyrra,
Kannski þora rotturnar úr bænum – eins.. Nei annars það gerðist ekki…Annars hvet ég Kayakræðara til að skrá sig – það verður örugglega nóg af vatni…..
Eitthvað eftir af plássi í ferðina – en lítið þó.
Benni
02.11.2005 at 14:02 #530602Þið svarið svo hratt að ég hef ekki undan…..
Halldór,
Gönguferðamennska hefur þegar fengið að loka aðgengi að Hvannadalshnjúk á ákveðnum tímum og í sjálfu sér hef ég skilning á þeirra afstöðu þó svo að ég sé alls ekki sáttur – en þar hefur verið sett reglugerð og hana ber að virða.
Hvað tekjur varðar þá ætlast ég ekki til þess að áhugamál manna skili tekjum í þjóðarbúið – en staðan með Laxveiði er hins vegar svona og það er ég að benda á – og þar finnst mér einfaldlega fara meiri hagsmunir en í hinu.
Annars held ég þó að við séum í grundvallaratriðum ekkert ósammála – þið viljið stunda þetta sport á ánum og á tíma sem ætti að vera sársaukalaus fyrir alla laxveiðimenn. En það er í þessu eins og öðru að þessir svörtu sauðir eins og þú kallar þá sem eru að sigla niður veiðiár á veiðitíma skemma mjög fyrir heildinni og það kæmi mér ekki á óvart að það sé einmitt það sem litar afstöðu Stefáns Jóns í málefni Elliðaánna.
Benni
02.11.2005 at 13:48 #530596Sæll Guðmundur,
Því miður þá er þessi saga ekki einsdæmi og félagar mínir hafa svipaða sögu að segja. Reyndar eru tilvik frá því í fyrra sumar sem ég þekki úr Stóru Laxá. Og ef marka má þær sögur sem maður hefur lesið á vefjum eins og veidi.is og svfr.is þá er svona truflun nokkuð algeng í þeirri á, og því miður þá halda menn sig ekki við svæði sem ekki er veitt á.
En ég hef ekkert á móti því að menn stundi þessa íþrótt á ám utan veiði- og hrygningatíma eins og ég sagði áðan og ég sé enga ástæðu til að loka elliðaánum né öðrum ám á tímabilinu janúar – 15. maí.
Auðvitað er hægt að veiða fisk þó svo að bátar séu á ferð – og reyndar getur í sumum tilvikum verið gott að styggja fisk og koma á hreyfingu til að fá hann til að taka – en oftast er það nú þannig þegar að átt er við styggan fisk eins og lax þá gefst hitt betur, þ.e. að fara varlega að honum.
Ofsi minn,
Ég þakka kærlega listann langa – gott að hafa eitthvað að miða við – það vantar þó eina af bestu ám landsins þarna og þá sem ég veiði hvað mest í, Kjarrá.
En auðvitað snýst þetta á endanum um peninga í þjóðarbúið – ef menn hafa ekki þroska til að sjá heildarmyndina, þ.e. til að lifa því góða lífi sem við lifum þá þarf að afla tekna, þá eiga þeir að vera í vinstri grænum – þar sem peningarnir vaxa á trjánum og menn gera "eitthvað annað" til að afla þjóðarbúinu tekna – og Jónas kallinn, hann var nú líka hálf vinstri grænn þegar hann var að vasast í Alþýðueitthvað…..
Ef þú tekur Borgarfjörðinn sem dæmi þá skilar laxveiði og tengd þjónusta mjög stórum hluta tekna þess sveitarfélags – slíku er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá og meiri hagsmunir verða einfaldlega að fá að ráða.
En því miður þá er það þannig að þrátt fyrir þennan langa lista sem samanstendur að mestu af silungsveiðiám og vötnum – þá er ekkert of mikið af góðum Laxveiðiám sem laða að efnameiri útlendinga til að kaupa veiðileyfi. Halda menn að veiðimenn sem kaupa leyfi í dýrri á á besta tíma sætti sig við svona truflun og komi aftur – ef menn halda það þá þurfa þeir að hugsa upp á nýtt.
Í annari af mínum uppáhalds ám, Laxá í Kjós, kostar dagurinn á besta tíma 150.000 og þú verður að kaupa 3 daga lágmark + þjónustu í veiðihúsi og guide. Sem sagt hátt í 600.000 fyrir 3 daga. Ég hef ekki efni á svona löguðu og veiði á ódýrari tíma, en ef ég væri í veiði þar sem greitt hefði verið svipað fyrir þá myndi ég sennilega missa stjórn á mér ef ég sæi Kayak sigla niður ánna….. Og kæmi aldrei þangað aftur…
Þessu horfir að mínu mati allt öðruvísi við í vötnum – þar er mér alveg sama um báta, svo lengi sem þeir sigla ekki yfir línuna hjá mér eins og kom einu sinni fyrir.
Varðandi skothríð þá finnst mér slíkt vera dæmi um öfgana í hina áttina og menn sem haga sé þannig á einfaldlega að loka inni.
En enn og aftur – ég hef ekkert á móti því að menn sigli utan veiði- og hrygningartíma á hvaða á sem er – en Laxveiði og Kayaksiglingar fara aldrei saman á sama stað og tíma.
Benni
02.11.2005 at 11:31 #530588Ætli sé ekki rétt að einhver taki aðeins upp hanskann fyrir okkur veiðimenn. Ég er einn af þeim sem stunda laxveiðar í miklu mæli og kaupi mér veiðileyfi fyrir hundruð þúsunda á ári.
Eftirfarandi saga er sönn og kom fyrir mig við eina af betri og dýrari laxveiðiám landsins:
Klukkan var um 11 um morgun, sól og logn og áin frekar vatnslítil og viðkvæm. Ég átti besta veiðistaðinn klukkan 11 og var að hugsa hvernig væri best að standa að málum til að ná laxi þarna.
Ég taldi vænlegast að læðast að hylnum og til að styggja ekki fiskinn þá skreið ég síðustu 50 metrana á hnjánum til að ég bæri ekki við himinn. Þegar ég átti um 15 metra í hylinn byrjaði ég að kasta flugunni enþá liggjandi á hnjám – og viti menn, það er strax líf og ég sé tvo laxa elta fluguna hjá mér. Ég veðrast að sjálfsögðu allur upp og kasta aftur – en þá fer ég að heyra undarleg hljóð í kyrðinni, skrækir og hróp ofar úr ánni…. Stuttu seinna koma þrír Kajakar niður ánna, steypa sér niður flúðirnar að hylnum sem ég var að veiða í og réru með bægslagangi yfir hylin og skeyttu engu um það að þarna væri maður að reyna að veiða….. Ég benti þeim frekar kurteysislega á að þetta væri mjög dýr laxveiðiá og mér þætti óeðlilegt að hún væri notuð til siglinga á veiðitíma – en svörin voru langatöng upp í loft og róið áfram. Ég þarf varla að taka fram að fiskur lét ekki á sér kræla það sem eftir var af mínum tíma þennan dag og reyndar kom ekki fiskur úr þessum besta hyl árinnar þennan daginn.Svona sögur hafa heyrst allt of oft eftir að Kayaksportið var vinsælla og meðan að kayakmenn koma svona fram þá hef ég því miður enga samúð með þeim. Fyrir þennan umrædda dag þá borgaði ég hátt í 60.000 til veiðileyfissalans. Salinn hafði aftur á móti borgað tugi milljóna til eigenda árinnar til að hafa hana á leigu 90 daga á ári og nota til STANGVEIÐA ekki siglinga.
Það er bara því miður þannig að þessi sport fara ekki saman – alveg sama hversu viljugir menn eru til að reyna að taka tillit hver til annars. Laxveiðar og laxveiðiár skapa þjóðfélaginu tekjur upp á 3 – 4 milljarða á ári skv. nýlegri úttekt og ég tel að það séu einfaldlega meiri hagsmunir fyrir alla aðila að laxveiðiárnar okkar fái að vera í friði fyrir hvers kyns öðru áreiti á veiði- og hrygningartíma. Ég veit ekki til þess að Kayakróður skili miklum tekjum í þjóðarbúið….
Og þá að Elliðaánum – Ég vona að menn skilji að veiðimenn geta illa sætt sig við að hafa borgað Kayakverð fyrir einn dag sem svo er eyðilagður af siglingum eða annari truflun við ánna á veiðitíma.
Á sama hátt held ég að menn verði að reyna að skilja að október og nóvember eru þeir mánuðir sem að laxinn er á sínu viðkvæmasta stigi, við hrygningu og gengur þá upp á grynningar í ánum og má mjög illa við truflun til að hrygning misfarist.
Því finnst mér öll rök benda á að viðkvæmar ár eins og Elliðaár o.m.fl. eigi að fá að vera í friði fyrir siglingum og allri annarri truflun frá miðjum maí og til loka desember. Þar með talið er líka það að Orkuveita Reykjavíkur sé að fikta í rennsli ánna og reyndar er ég á þeirri skoðun að virkjun í Elliðaám eigi að loka og breyta í safn.
Það er einfaldlega nóg til af minna viðkvæmum ám og jökulám sem hægt er að sigla á. Það ætti því að vera hægt að láta þessar fáu laxveiðiperlur sem eftir eru í friði – í það minnsta þangað til Kayakróður fer að skila sömu tekjum og laxveiðin…..
Benni
01.11.2005 at 15:40 #530470Er þetta ekki bara spurning um að fá sér gervihnattasíma – þeir verða örugglega orðnir á skaplegu verði þegar NMT dettur út og mínútugjaldið á eftir að lækka með aukinni útbreiðslu. – Kostaði NMT sími ekki hálfan handlegg og álíka að nota hann þegar hann kom fyrst ?… Þetta er bara sama mál með Gervihnattasímann.
Ég veðja allavega á að næsta dót sem ég fæ mér í bílinn verði svoleiðis sími.
Auk þess var ég að heyra að fljótlega gæti maður farið að sjá græjur í bíla og skip sem væru sambyggð GPS og gervihnattasími og sjálfsagt með fullt af fleiri nauðsynlegum fídusum.
Benni
-
AuthorReplies