Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.11.2005 at 19:01 #534014
Jæja þá er maður kominn til byggða – ég fylgdi Óskari heim með brotið drif og sú ferð gekk að óskum – Gleðigandurinn virkaði þrælvel en þó skiptum við yfir í band þegar við vorum ca hálfnaðir niður á Kvíslárveituveg – ég gat ekki keyrt nógu hratt með gandinn á milli. Enda kann Óskar best við sig í bandi.
Annars var helgin frábær í alla staði, nema kannski kuldinn í húsunum. Það voru 5 bilanir – allt Toyotur – og tvö dekk skemmdust.
Hluti hópsins fór á Jökul ens og komið hefur fram en hinn ákvað að klára niður Vonarskarðið – við lentum í smá basli við Nyrðri Hágöngu, hliðarhalla og bratta (Ég og Gundur klóruðum okkur í gegnum hliðarhallann en hinir fundu leið hjá, þar var smá spilvinna og þá sérstaklega með Óskar.
Gundur þvoði rækilega af sér faramannaorðið þegar hann fann fyrstur leið yfir á sem varð á leið okkar. Reyndar þvoði hann sér ekki með vatni þar sem áin var frosin og klakinn hélt. Síðann var hann með fyrstu mönnum í skála og var búinn að grilla þessa líka frábæru steik þegar við sem vorum að aðstoða Óskar komum í hús.
Kakan sem Jóhannes (jþj) sendi okkur var svo borðuð upp til agna í eftirmat – Takk kærlega fyrir okkur.
Færið var almennt nokkuð gott og spottinn sjaldann notaður…..
Í heildina frábær ferð í góðum félagsskap.
Takk fyrir mig
Benni
24.11.2005 at 13:39 #532848Sæll
Hefurðu ekið þessa leið ? Áttu þá track af þessu sem þú gætir sent mér ?
Ég var að skoða þetta á korti og þetta lítur nokkuð skynsamlega út en þó virðist vera nokkuð bratt niður af þveröldunni austanverðri.
Benni
24.11.2005 at 11:39 #532840Þetta er flott mál …
En þú ert væntanlega að tala um Svartá er það ekki ?
Benni
P.S.
Það er 14 stiga frost í Nýjadal núna og spáir mjög köldu um helgina –
MUNA EFTIR ÍSVARA Í ELDSNEYTI!!!!
23.11.2005 at 16:13 #532828Þetta fellur allt sem flís við rass – ég var nefnilega að frétta að Óskar þyrfti að vinna um helgina……
Benni
20.11.2005 at 22:51 #532788Þetta verður væntanlega neglt niður þegar við komum uppeftir á föstudegi – Það er margir kostir í stöðunni.
Eitthvað í líkingu við leið Nafna hér að ofan.
Eins má skoða Vonarskarðið
Eða fara upp í Gæsavötn og þaðan á Vatnajökul.
Nú svo má fara í hina áttina og Stefna í bað í Laugafelli,
Renna jafnvel að Hofsjökli o.s.frv.Allavega ræðst þetta allt þegar við komum í skála á föstudag.
Benni
20.11.2005 at 10:50 #533088Mér sýnist að nafni minn á Akureyri verði að hafa sig allann við ef hann ætlar að halda titlinum.
Glæsilegt framtak hjá Þóri – Nú á hann bara eftir að bjarga björgunnarsveitinni og þá er titillinn örugglega í höfn.
En án gríns – Flott hjá Þóri og gott að heyra að allt gekk vel.
En þetta er eitthvað sem ég þekki vel – það er að rúlla upp í setur með fullt skott af Toyota varahlutum…. Mjög algengt að slíkt gerist – það má bara ekkert tala um það…. Uss
Takk fyrir fréttaflutninginn Björgvinn
Benni
18.11.2005 at 22:12 #533054Er ekkert að frétta ? Maður er að farast úr fréttaskorti hér….
Eru þeir komir að vaðinu ? Og kannski komnir á kaf ?
Fariði nú að hringja í liðið og fá fréttir…..
Benni
17.11.2005 at 00:28 #532680Ja – Klafar…. Þá vantar klárlega þarna, bæði að framan og aftan…. En það er ekki von að þróunin hafi ekki náð þarna austur eftir….
En er þetta ekki álíka og Land rover – ekki komið með fokheldisvottorð ?
Svo sá ég að þetta er með Patrol vél – heil 86 Hp…
Jú sennilega er þetta fortíðin í framtíðarbúning.
Benni
16.11.2005 at 00:16 #531732Sæll
Þetta eru ca 110 km frá Hrauneyjum ef miðað er við að við ökum sprengisandsleið – ef við förum Kvíslarveituveg og þar uppúr þá er þetta lítið eitt lengra, munar kannski 10 km.
50 l á 100 km hljómar alls ekki ósennilega – mér hefur líka reynst ágætlega að miða við 7 – 9 l á klukkutíma í erfiðum akstri – svo er bara spurning um að meta þann tíma…..
Ég reikna með að þurfa 150 l á minn bíl (pajero 44") en verð með alla tanka fulla, um 220 l
Benni
15.11.2005 at 16:59 #532460Sælir
Ég er með Webasto miðstöð í mínum bíl og nota hana mjög mikið – gangset hana að meðaltali tvisvar á dag og þá gengur hún í ca 30 mín í senn.
Ég not hana líka þegar ég sef í bílnum og þá gengur hún mun lengur.
Ég tók miðstöð sem er með fjarstýringu og á henni er skjár sem sýnir hvað er að gerast . t.d hversu lengi hún hefur gengið, hvað er orðið heitt í bílnum o.fl. Ég prógramma svo miðstöðina með sömu fjarstýringu og get m.a. stillt hversu lengi hún gengur, hvort hún fer í gang á akv. tíma, hversu heitt vatnið á að verða o.m.fl sem ég kann ekki á.
Að mínu mati er ekki spurning að velja miðstöð umfram fjarstart – en hvaða tegund veit ég ekki, þekki ekki annað en Webasto og þær hafa ekki svikið mig hingað til.
Benni
14.11.2005 at 23:00 #532442Svona kassi er í Pajero a.m.k frá 1992 og til dagsins í dag.
Ég er búinn að eiga 4 pajeró bíla og hef aldrei lent í neinu veseni með þetta og veit ekki til þess að þessir kassar hafi gefið sig.
Svo hljóta það að vera meðmæli að menn eins og Freysi í Artick Trucks kalla Pajeró millikassa flottasta millikassann sem er í boði – eða eitthvað álíka….
Kveðja
Benni
14.11.2005 at 22:17 #532424Glæsilegur bíll Gundur…. En mætti ég þér ekki á gamla í gær ? Er hann seldur ?
Hvað sem því líður þá er þessi flottur – mætirðu ekki á honum í Nýjadal ?
Kveðja
Benni
14.11.2005 at 20:51 #532416Kíktu í myndaalbúmið – skv. því er lítill snjór….
14.11.2005 at 10:22 #532294Sælir
Ég er búinn að finna út hvernig þetta er gert í Mapsource – og ég verð að viðurkenna að þetta er svolítið seinlegt en vel vinnandi þó.
Ég sótti Trackmaker og það forrit lofar nokkuð góðu við fyrstu skoðun – en mér finnst mjög vont að hafa ekki kort undir, hefurðu leyst það á einhvern þægilegan hátt ?
Á eftir að prófa þetta Google earth – skoða það í kvöld.
Takk kærlega fyrir góð svör
Benni
13.11.2005 at 23:55 #196628Sælir
Eru til einhver forrit eða einhver þægileg leið til að breyta ferlum í Mapsource eða Nobeltec ?
Ég á fullt af ferlum sem eru of langir – þ.e. ég hef gleymt að slökkva á tækinu þegar komið er á þjóðveg eða leið sem ég á marga ferla af.
Mig langar að reyna að vinna þetta svolítið þannig að maður sé ekki að fylla tækin af ferlum sem eru óþarfir.
Kann ekki einhver góða aðferð til að vinna með ferlana ?
Kveðja
Benni
13.11.2005 at 23:26 #532272Verslunin heitir Sportztrailers og er með http://www.sportstrailers.com
Stundum hef ég reyndar lent í vandræðum með að komast inn á þá síðu en þá er það þetta sem virkar:
http://www.andale.com/stores/sf_home.js … TZTRAILERS
En þarna er hægt að versla fullt af dóti – Núna kostar spil eins og mitt 1060 dollara komið til ShopUSA. Það er frítt að senda inna USA en þeir eru alls ekki til í að senda til annara landa.
Ég spjallaði nokkrum sinnum við eigandan í síma og þetta virðist vera nokkuð almennilegt fyrirtæki – með nokkra starfsmenna og sæmilega verslun – allavega hefur allt gengið vel hjá mér.
Glussaspil þekki ég ekki.
Benni
13.11.2005 at 22:48 #532264Sælir
Ég get tekið undir það með Val að oft er jákvætt að spilið dragi hraðar inn – svo er spilið hjá honum með þráðlausri fjarstýringu, sem er alger snilld.
Ég pantaði mér spil á netinu, Warn 9,5 Ti – Multi Mount sem kemur í skúffu tilbúið til að festa í spilbita. Þetta spil kemur flott út fyrir utan að ég myndi vilja hafa þráðlausa fjarstýringu.
Þetta spil var u.þ.b. 50.000 kr ódýrara með því að flytja inn sjálfur heldur en að kaupa það hér heima. Ég pantaði af verslun úti og lét senda á ShopUSA. Ég er síðan þetta var búinn að panta átta svona spil með sama fína árangrinum og verðið hefur bara lækkað með sterkri krónu.
Ég ráðlegg mönnum þó að versla ekki í gegnum ebay – þar lenti ég í tómu tjóni og tapaði 5 – 600 dollurum við kaup á spili sem aldrei sást né heyrðist af.
Benni
13.11.2005 at 14:05 #531708Þetta er vonandi kl 20 en ekki 8
En annars hvet ég alla nýliða sem ekki hafa farið á þetta námskeið til að kíkja.
Benni
12.11.2005 at 22:42 #532150Maður hnýtur strax um Friðland að Fjallabaki – Það er vonandi ekki bannað að aka þar um á snjó….
En það væri vissulega þarft verk hjá stjórn og/eða umhverfisnefnd að fara ofan í sauma á þessu og birta hér lista með hnitum sem afmarka þau svæði sem að algert akstursbann ríkir á.
Benni
12.11.2005 at 22:12 #532140Sælir,
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að það væri bannað að aka á snjó í Bláfjöllum – ég gerði mér þó grein fyrir að á gönguleiðum og skíðasvæðum væri slíkt eðlilega bannað – en að allur fólkvangurinn væri bannsvæði vissi ég ekki. Ég hef sem betur fer aldrei ekið á snjó á þessu svæði.
En eru mörg svona svæði á landinu ? Ég veit um akstursbönn á Öræfajökli og Skeiðarárjökli en eru fleiri svona svæði ?
Ég held að það væri mjög gott ef stjórn 4×4 gæti tekið saman lista yfir þessi bannsvæði og birt hér á netinu t.d. með hnitum svo maður geti sett þetta inn í tækin hjá sér.
Benni
-
AuthorReplies