Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.12.2005 at 16:13 #536014
Það liggur nú bara við að maður fórni vinnunni um helgina og renni yfir jökul til að fylgjast með……
Mig langar í freyðibað á Hveravöllum…..
Björgvin – á að skella sér….
Benni
13.12.2005 at 02:05 #535778Þetta fór alveg ágætlega af stað hjá þér en svo varðstu alveg Vinstri grænn þegar þetta kom…
"Og ekki koma með þessa tuggu um að það sé álverum að þakka að við getum keypt okkur jeppa, sú hagfræði að það sé aðeins ein leið til að afla fjármagns í þjóðarbúið er að vísu Íslendingum töm en bara stenst ekki. Það væri hægt að gera hina ótrúlegustu hluti í fjölda atvinnugreina fyrir það fjármagn sem sett er í virkjanaframkvæmdir."
Þessi "bara eitthvað annað" málflutningur bara getur ekki gengið mjög lengi né hljómað gáfulegur – sama hversu oft er sagt og af hvaða snillingi.
Menn verða að átta sig á því að þegar fjármagn kom inn í landið til að byggja álver á austurlandi þá var ekkert annað í boði – það þarf erlenda fjárfesta inn í landið til að geta staðið undir jafn mikilli fjárfestingu og stóriðjuframkvæmdir eru og menn geta einfaldlega ekki dælt fjármagni í hinar og þessar atvinnugreinar til að gera ótrúlegustu hluti ef að ekkert er erlent fjármagnið til að bakka þessa hluti upp…
Þó svo að ég sé allt annað en sáttur við Kárahnjúka þá hef ég þó mjög ákveðin skilning á arðsemi þeirrar framkvæmdar og það er alveg ljóst og þarf engan prófessor í hagfræði til að átta sig á því að stærstur hluti núverandi uppsveiflu skrifast á framkvæmdirnar fyrir austan – hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
Hitt er annað mál að ég er alveg sammála Ofsa og fleirum um að við verðum að vera vel vakandi til að við fáum ekki yfir okkur stórfelld umhverfisslys í næstu virkjunum – ef einhverjar verða – en ef skynsamlegir virkjunarkostir koma fram þar sem fórnarkostnaður er í lágmarki á móti þeim ávinningi sem felst í framkvæmdinni þá tel ég rétt að nýta slíka kosti …… Ekki það að ég hafi kynnt mér þessa kosti sem taldir eru upp að framan og þaðan af síður myndað mér skoðun á þeim.
En þetta með ósnortnu víðernin – þá er það nú þannig að þeir sem hafa hingað til haft hæst í að mótmæla virkjunum telja flestir að hálendið eigi að vera fyrir gæsir og göngufólk. Er það ekki sama liðið og kom því í gegn að það er bannað að aka að Hvannadalshnjúk og niður Skeiðarárjökul – vegna bílfara í snjónum og hávaðamengunar…. Eru bílför í sandi, ógreinilegur slóði ekki alveg sama eitrið í beinum þessa fólks ?
Benni
12.12.2005 at 22:35 #196851Hvernig er það kom ekki út neitt Setur í Desember ??? Ég fékk blaðið allavega aldrei inn um lúguna hjá mér. Reyndar skilaði nóvemberblaðið sér ekki heldur…
Er klúbburinn hættur að gefa þetta út eða er ég bara í straffi ?
Benni
10.12.2005 at 10:22 #525618Ég er nú enþá á því að nota dísel vélina þó svo að olían kosti svipað og bensínið – Ég er nefnilega hrifnari af miklu togi á lágum snúningi frekar en snöggu upptaki. Ég hef allavega miklu oftar notað þetta tog heldur en að hafa óskað eftir meira afli í upptak og snerpu, reyndar finnst mér bíllinn með fínt upptak á 44" – hvað þá á 38".
Svo er hægt að fá tunekit í bílinn sem gerir hann um 200 hp og með 500 Nm í tog. Svo veit ég að það er að koma nýtt kit þar sem skipt er um spíssa og tölvu líka og þá á að fást enþá meira afl út úr þessari 3,2 l vél.
Benni
09.12.2005 at 23:39 #535552Nei nei, þessi græni er fínn – þú verður bara að vera á grænum bíl….
09.12.2005 at 11:37 #535404Ég hélt að þessar 2,5 vélar entust og entust – í það minnsta hef ég ekki heyrt annað en að menn séu að keyra þessar vélar í a.m.k. 300 þ, vandræðalaust
En svo veit ég að hedd á 2,8 vélina var að kosta um 100þ.
En er þetta ekki fyrst og fremst að fara út af of miklu álagi – of háum afgashita ? Það er allavega, held ég helsta ástæðan og því mætti án efa forða mörgum svona tjónum með meiri og betri kælingu (2,8 vélin þarf þess allavega og reyndar 3,2 vélin líka ef bíllinn er kominn á 44")
Ég veit að menn hafa verið að festa kúplinguna viftuspaðanum og setja auka viftur í þessa bíla – eins auka loftstreymi í gegnum húddið með því að opna upp að aftan – svo í sjálfskiptu bílana verður að setja kæli á skiptinguna.
Svo er að sjálfsögðu kjörið að vera með afgashitamæli og keyra eftir honum – ekki það að ég hafi getað það….
Ólafur – hvernig eru þessi óhljóð ? Það er eðlilegt að það smelli í klafanum í fullri beygju og þegar tekið er af stað – svo gætu kúluliðir við hjól verið orðnir daprir og heyrst í þeim – nú einu sinni lenti ég í að skinna/málmhringur í kúlulið losnaði og gaf frá sér hin undarlegustu hljóð… Eins getur "shift on a fly" búnaðurinn gefið frá sér skrall hljóð ef það vantar vacum til að halda framdrifinu af ( hann er default í framdrifi (sídrifi) þegar ekkert vacum er til staðar.)
bara svona smá hugmyndir – Annars bila Pajeró aldrei og það er algerlega óhugsandi að menn geti misst ást á þessum eðalvögnum þegar þeir hafa kynnst þeim….. Ég er allavega búinn að eiga 4 og er hvergi nærri hættur…….
Benni
07.12.2005 at 17:28 #535248Ég hef bara ekki enþá fattað neinn póst frá þessum náunga… Einhver kend er þar að baki – hver svo sem hún er….
Ég skildi þó allavega skrifin hjá Mogganum – En annars er Patrolman eini almennilegi karakterinn sem komið hefur fram……
Benni….
01.12.2005 at 20:27 #534452Ég ók Gjábakkaveg á sunnudaginn og þá var hann auður og ekki mikin snjó að sjá utan vegar.
Benni
P.S.
Væntanlegur nýr Gjábakkavegur sem vonandi verður kominn árið 2007 kemur ekki til með að snerta Lyngdalsheiði frekar en þessi. En þar sem þessi vegur liggur um frá Gjábakkahrauni niður að Laugardalsvöllum um skrað sem heitir Barmaskarð þá legg ég til að vegurinn verði hér eftir nefndur Barmabraut.
Benni
01.12.2005 at 18:56 #534486Svona er þetta nú strákar mínir – það er lágt drif í Pajeró, og meira að segja Lóló líka. En það er ekki von að þið hafið vitað þetta enda er þetta lítið notað þar sem aflið er svo ógurlegt að maður þeytist bara áfram í háa. Og drifgetan svo svakaleg að venjulega er maður bara í afturhjóladrifinu….
Ég þarf greinilega að fara að slá af þegar ég keyri framúr ykkur næst – jafnvelað stoppa og leyfa ykkur að skoða – það er sko fullt af dóti í Pajeró, ó já….
Benni
01.12.2005 at 14:15 #534480Ég veit ekki um neinn sem er kominn með þetta en KT á akureyri hefur verið að bjóða þetta og svo minnir mig að Jeppaþjónustan Breytir hafi flutt svona inn.
Ég ætla að fá mér þetta í kassann hjá mér og þá næ ég lægsta hlutfalli vel niður.
Ég er núna með lægst 1:100 en með þessu hlutfalli þá næ ég 1:148 sem er orðinn almennilegur skriðgír.
Benni
30.11.2005 at 16:21 #534396Allavega lyktaði teppi o.fl. helvíti leiðinlega hjá mér – ég ætlaði nú bara að henda þessu í hreinsun….
Benni
29.11.2005 at 21:05 #534218Það væri gaman að sjá raunverulegan samanburð við bensínbílana – var enginn díselbíll á 38 eða 39,5 sem mældi eyðsluna ?
Annars sýnist mér að þessir 44" bílar séu allir að eyða svipuðu á 100 km í þessu færi og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart við þessar tölur – Ég sagði einhverjum fyrir helgina að reikna með 50 l/100 km og það var greinilega ekki fjærri lagi.
En ég tek undir það með Gústa að ég sé sko ekki eftir einum einasta lítra – og hef reyndar aldrei gert eftir að ég fór að ferðast á þessum bíl….
Benni
29.11.2005 at 13:58 #534202Ég var að lang mestan tímann í 3 – 4 pundum – Fór einu sinni niður í 2 pund til að komast í gegnum smá leiðindi en pumpaði fljótlega í aftur.
Færið var almennt frekar létt – þó voru einstaka púðurpittir sem tóku aðeins í – sérstaklega í neðrihluta Vonarskarðs og norður af Nýjadal.
En svo er þetta með eyðsluna svolítið sérstakt – ég held að eyðsla og skemmtanagildi haldist oft í hendur – enda finnst mér allavega meira gaman að keyra um á 44" bíl með nægjanlegt afl og drífa allt sem ég vil drífa – þó það kosti einhverja þúsundkalla í viðbót í olíu – ég er ekki í þessu sporti til að spara pening – ef svo væri keypti ég mér Lancer og væri í bænum.
Benni
P.S.
Ég er nokk viss um að Lúther keyrði meira en 360 km – hann fór allavega á móti þeim sem komu seinna uppeftir.
29.11.2005 at 13:25 #534276Á nýjasta módelinu af Pajero geturðu notað felgur með 126 mm backspace – það er það sem ég nota í dag.
Ég var með 110 mm á ’98 árgerðinni en hefði án efa getað notað felgur með meira backspace ef ég hefði fengið þær.
Benni
29.11.2005 at 13:19 #534196Við sem fórum að aðstoða Benna í hjólaleguskiptum ókum ca 100 km lengra en hinir. Þannig hef ég ekið ca 450 km í túrnum. Þar af var ég fremsti bíll eða ekki í förum a.m.k. helminginn af þessari vegalengd og í ofanálag var ég með Óskar í bandi eða gandi ca 50 km.
Olíljósið kviknaði þegar ég átti ca 2 km eftir í Hrauneyjar og því hef ég sennilega farið með ca 200 lítra.
Benni
29.11.2005 at 09:19 #534062Þetta er nú að mestu orginal – Bara innvolsið í milligírnum sem er amerískt…. Og framlásinn íslenskur, já og aukarafkerfið… Og sjálfsagt eitthvað fleira
En eitthvað voru þeir að tala um að gott væri að nota kæli úr Toyotu – en mér líst nú fjandi illa á það… Þetta Toy dót bilar svo mikið…
Benni
29.11.2005 at 09:03 #534058Jú Sennilega hefur hún bara verið að gera grín að mér – eða þá að hún var að hafa áhyggjur af Toyotunum og Pöttunum sem ég var að stinga af og vildi ekki að ég hægði á….
Nei en að öllu gamni slepptu þá hitnaði hún allt of mikið – enda tók svo sem töluvert í að ryðja eða draga bíl og ég þurfti að stoppa 5 – 6 sinnum í túrnum til að kæla og nokkrum sinum að slá af og setja miðstöðina á fullt. En á þessu verður ráðin bót fyrir næstu ferð og nú fer sjálfskiptingarkælir í bílinn og jafnvel olíukælir líka en á eftir að skoða það betur. – Það er endalaust hægt að breyta og bæta…..
Benni
28.11.2005 at 23:59 #534052Ég lánaði einhverjum VHF stöð í túrnum – Hjörtur var það ekki ?
En allavega þá þyrfti ég að nálgast hana í vikunni.
Síminn minn er 898 6561
Kveðja
Benni
28.11.2005 at 21:56 #534050Er hugbúnaður frá Microsoft í sjálfskiptingartölvunni í Patrol ????
En er þetta ekki annars svona system í öllum nýrri bílum ? Þetta er allavega svona í Pajero – Tölvurnar geta farið í einhverskonar "safemode" ef maður ofbýður þeim. Þá þarf bara að rjúfa strauminn á bílnum í ca 10 mínútur og þá er allt í fínu lagi.
Reyndar er skiptingin í Pajeró þannig að hún lærir á aksturslagið hjá manni og skiptir sér í samræmi við það. Þetta er líka hægt að endursetja með því að gefa inn og slá af á einhvern ákveðin hátt – Ég bara man ekki alveg hvernig.
Svo er skiptingin hjá mér þannig að ef hún verður of heit þá tekur hún af mér völdin og ég get ekkert gert annað en stoppa….
Þetta dót hefur sem sagt vit fyrir manni og það var væntanlega það sem pattinn vara að gera fyrir Lúther – Halda honum frá Ásbrandsánni og koma honum heim….
Benni
28.11.2005 at 12:12 #534042Það eru komnar nokkrar myndir í albúmið mitt á fotki.com.
http://bsmg.fotki.com/jeppaferir/nyjidalur/
Benni
-
AuthorReplies