Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.01.2006 at 00:42 #538190
Er Gjálp ekki ca hér:
64 32.057 N
17 22.611 WAllavega er þetta punktur sem ég fann einhverstaðar á einhverri umfjöllun um gosið – ég get samt ekki fundið þetta aftur núna….
Benni
P.S.
Talandi um önnur hnit – kann einhver formúlu til að breyta ISN93 hnitum í þessi "hefðbundnu"
07.01.2006 at 00:17 #538024Ekki spurning Þórir – Hvar og hvenær er stofnfundur….
En Guðbrandur – Af hverju segirðu að það sé eitthvað verri búnaður undir 98 – 99 bílnum að framan en þeim eldri ? Ég er búinn að eiga 4 pajeró og elstan 94 – ég man ekki eftir neinum stórum mun þarna á, en verð þó að viðurkenna að ég stúderaði eldri bílinn lítið – hann var bara keyrður – ca 50þ km – bilaði aldrei og var svo settur upp í nýrra módel.
Glamur og skrölt – það held ég að hljóti að fara eftir viðhaldi og meðferð eins og í öðrum bílum – það hefur aldrei skrölt í neinum af þeim Pæjum sem ég hef átt – en einn þeirra, sá elsti var kominn með gikt í afturhlerann og í honum marraði mjög leiðinlega við vissar aðstæður.
Nýji bíllinn er svo með allt annan búnað undir sér en sá eldri – enda um sjálfstæða gormafjöðrun að ræða þar og ekkert sambærilegt við vindustangirnar í þeim eldri. Grindarlaus segirðu – það held ég nú varla – grindin er mjög öflug þó svo að hún sé sambyggð boddýinu – en sjálfstæð er hún ekki ef það var það sem þú áttir við.
En aftur að Klafaklúbbnum – Þórir – eigum við að heimila inngöngu þeirra sem eru með rör að aftan ? Eða geta þeir bara fengið reynsluaðild þar til þeir afnema vitleysuna að aftan og setja klafa þar ? Svo er það Hlynur Snæland, gerum hann að sjálfsögðu að heiðursfélaga í klafaklúbbnum – af því að ég veit hann langar svo……
Við verðum að ákveða stofnfund… Ég skal skaffa koníakið….
Benni
05.01.2006 at 17:41 #538014Sælir,
Það er ekkert að óttast varðandi klafabúnaðinn á þessum bílum. Ég er búinn að keyra minn á 44" dekkjum síðustu 25.000 km án þess að lenda í nokkrum einustu vandræðum eða bilunum. Ég veit ekki til þess að 38" bílarnir hafi verið að lenda í nokkru veseni með klafa heldur.
Þannig að 33" er klárlega í fínu lagi – Enda kunningi minn á svona bíl á 33" og búinn að aka yfir 130.000 km og aldrei þurft að laga neitt í bílnum nema áttavitann í mælaborðinu.
Það eina sem hefur komið upp hjá mér síðan ég eignaðist bílinn er að skipta þurfti um efri spyrnur í klöfum að aftan til að hægt væri að hjólastilla bílinn. Þetta er galli í þessum bíl að þessar spyrnur festast alltaf og þarf því að brenna þær burtu þegar kemur að því að hjólastilla að aftan. Þessu er hægt að komast hjá með því að smyrja með góðri feiti þegar bíllinn er nýr…. Óskiljanlegur framleiðslufeill.
Annað sem ég gerði var að skipta um eina fóðringu um leið og þetta var gert þar sem hún var slitin og marraði aðeins í henni.
Bíllin ber 44" dekk léttilega og ég tel að drifin séu alveg nógu stór fyrir slík dekk 7,75" að framan og 9" að aftan – Ég veit allavega ekki um nein brotin drif á svona bílum.
Að öðru leiti hafa bilanir ekki verið að hrjá mig að neinu ráði og ekkert sem ég veit til að sé algengt að fari í þessum bílum.
Þetta er bara tóm hamingja – fullt af afli, drífur helling og skemmtilega hátt undir bílinn – alltaf gaman að heyra hásingakallana skrækja þegar þeir rekast á grjótin í förunum eftir mig
Benni
04.01.2006 at 03:05 #537816Ég er með vinnuljós sem eru frá Piaa – flutti þau inn sjálfur og eru mjög lítil og nett og ég festi þau á langbogana á toppnum.
Þessi ljós eru uppruinalega ætluð sem þokuljós en virka mjög vel sem vinnuljós.
En voru reyndar dýr – ca 10 kkr stykkið, en alveg þess virði að mínu mati.
Benni
03.01.2006 at 11:49 #537664Hér er verið að tala um vikt á bíl fullbúnum á fjöll – án þess fólks og farangurs sem fer í bílnum telst hann vart fullbúinn – enda fer þetta fólk varla úr bílnum þegar verið er að reyna að ná floti á snjó.
Ég get alveg farið að tala eins og sumir hér og haldið því fram að Pajeró á 44" dekkjum sé 2250 kg – hann er það skv. skráningarskýrteini. Ég gæti líka haldið því fram að hann væri 2450 kg – sem er líka rétt, en þá er hann án alls farangurs og farþega og olíulaus… En ég fer varla á fjöll þannig eða hvað ? En rétt vikt miðað við að bíllinn sé fullbúinn á fjöll að mínu mati er 3150 kg með tveimur 100 kg mönnum og þeirra farangri. 2.870 kg án ökumanns, farþega og þeirra farangurs.
Einar – hættu nú að reyna að bera saman epli og appelsínur. Hér er verið að tala um stóra bíla á 44" dekkjum – ekki lítinn bíl á 36"
Og ég kem líka stundum með um 70 – 100 lítra heim – en ég er ekki nógu vitlaus til að fara án þeirra á fjöll og geta lent í hverju sem er. Enda hef ég farið helgarferð þar sem eyðslan var um 220 lítrar frá og til Hrauneyja.
En ég er alveg sammála því að ef á að bera saman þyngd bíla í einhverju öðru samhengi en "Fullbúinn á fjöll" þá er réttast að miða við tóman bíl – þ.e. án allra lausra aukahluta og olíulausan. Þannig er Pajeró á 44" um 2.450 kg.
Benni
02.01.2006 at 16:33 #537650Kári – Er þetta viktað með eða án bílstjóra og farþega ? Og svo er bíll ekki fullbúinn á fjöll með 90 lítra af olíu – Fyrir helgarferð þurfa flestir ca 200 l
En það er gaman að pæla í þessu – Pajeróinn hjá mér er 3150 kg fullbúinn á fjöll – viktaður fyrir ferð.
Þá tel ég með mig og Kóara (200 kg)
farangur og nesti 80 kg
280 l af olíu
verkfæri og varahluti – ca 100 kg
spil, kaðlar, skóflur o.fl. ca 100 kgÞannig að að mínu mati þarf að bæta ca 700 kg. við þurra vikt til að bíll sé fullbúinn á fjöll í alvöru túra – Það þýðir ekki að miða við hálftómann bíl á leið á Vaðlaheiði…. með bílstjóra sem viktar 50 kg á G-streng
Þetta er það sem er í mínum bíl þegar lagt er í helgarferð – sé ferðin lengri bætist bara í olíuna, ég reikna mér alltaf 100 l á dag og svo smá neyðarbyrgðir.
Ford F350 er 3600 kg tómur (viktaður í gærkvöldi) á 35" dekkjum og með krómpakka – annars óbreyttur.
Annars var ég að skoða Ford Excursion á vefnum – það er held ég bíllinn! setja hann á 46 eða 49" hann er um 3500 kg óbreyttur – og með allt plássið og vélaraflið – ekki verið að eyða hálfum bílnum í lítt nothæfan pall….. Skoðaðu hann Ágúst – Ég væri til í svoleiðis á 49" ef það er hægt að koma því við…
01.01.2006 at 17:31 #537636Á maður að byrja nýja árið á að bulla ?
Að LC80 á 44" sé innan við 3 tonn er álíka líklegt og að Patrol sé með bestu vélar í heimi…..
Gleðilegt ár…
Benni
30.12.2005 at 15:35 #537218Rétt – takk fyrir, Ársæll er hér vestur í bæ – það var að rugla mig – búinn að breyta að ofan.
BM
30.12.2005 at 14:59 #537214Alveg er ég hjartanlega sammála ykkur – versla við björgunarsveitirnar.
En ég ætla að gera meira en það – ég ætla að keyra á Selfoss á eftir og versla við Árborg. Ástæðan er sú að í janúar í fyrra leitaði ég til hjálparsveita um aðstoð við að sækja bílinn minn upp á Vatnajökul. Ég talaði við nokkra aðila og allar björgunarsveitir vildu fá greitt fyrir þjónustuna nema Árborg sem vildi einungis útlagðan kostnað þar sem þeir litu á þetta sem ókeypis æfingu.
Í heildina greiddi ég Árborgarmönnum 27.000 fyrir aðstoðina en aðrar björgunarsveitir hér í Reykjavík höfðu sett upp verð sem var í öllum tilvikum yfir 100.000.
Árborgarmenn bjóða 4×4 félögum upp á að aðstoða við svona aðstæður gegn greiðslu kostnaðar – sem er að mínu mati það mikils virði að ég ætla að keyra austur og versa við þá.
Benni.
P.S.
Ég legg til að hér verði birtar upplýsingar um þau fyrirtæki sem þessir einkaflugeldasalar reka svo maður geti forðast að versla við þá í framtíðinni.
28.12.2005 at 14:08 #537304Ég var að spjalla við Hlyn.
Þau voru í bíltúr í nágrenni Jökulheima – ætluðu að sulla eitthvað meira og fara jafnvel yfir á Breiðbak.
Annars var Fordinn kominn í lag og 49" bílarnir eru að virka hrikalega vel í þessu færi.
En það er allt á floti þarna – krapi og meiri krapi – og BARA gaman eins og Hlynur sagði.
Þau verða aftur í Jökulheimum í nótt þannig að fjallinu verður gefið frí í þetta skiptið.
Benni
27.12.2005 at 23:23 #537284Sindri er þarna líka – Ég vissi ekki af Guðna, er hann á eigin bíl eða Kóari ? Ég talaði við Hlyn fyrr í dag – ca um kl 17. Þá voru þeir að þræða sig á milli stöðuvatna á leið inn í jökulheima – Þá voru allir bílar í lagi og Trukkarnir að virka vel. En mér skildist að þetta væru bara 4 bílar – 2x Patrol á 44" og 2x Ford 49"
Það síðasta sem ég heyrði þá var að Sindri kallaði eftir spotta í stöðina.
Síðana er ég búinn að reyna öðru hverju að ná í Hlyn, en án árangurs – En sennilega eru þeir bara komnir í bauk….
Læt vita ef ég frétti eitthvað – Pajeró er klár ef þarf að renna með varahluti til þeirra.
Benni
27.12.2005 at 18:50 #537128Hvað kostar svona staðsetningarsystem……
BM
25.12.2005 at 22:40 #536970Staðfesting komin á vélina frá London – Lendir kl 23:19.
BM
25.12.2005 at 18:22 #536940Skúli, Ofsi
Eruð þið ekki með gsm símanúmer félagsmanna ?
Þar sem að sennilega eru fáir að skoða vefinn á þessu kvöldi þá væri kannski sniðugt að senda sms á þau númer sem eru skráð í félagaskrá.
Eða allavega að þeir sem lesa þetta sendi félögunum sms svo að við náum nú sæmilega stórum hóp í nótt.
Benni
25.12.2005 at 18:01 #536936Benni
24.12.2005 at 17:34 #536880Kæru félagar,
Gleðileg Jól og farsælt komandi ferðaár.
Þakka góðar og skemmtilegar stundir, jafnt á fjöllum sem og hér á vefnum á liðnu ári.
Benni
21.12.2005 at 15:00 #536752Ég er nú ekki viss um að það sé hægt að gefa gott svar við svona spurningu. Þetta fer að sjálfsögðu mest eftir bílstjórnaum. Ég hef séð 35" breyttan bíl gera meira en 44" patrol – en þá var alger viðvaningur á Pattanum og mjög vanur maður á hinum. Þetta held ég að eigi við alla bíla.
Svo hefur færið gríðarlega mikið að segja – 49" trukkarnir henta áræðanlega mjög vel í sumu færi á meðan að 44" Patrol/LC/Pajero keyra í hringi í kringum þá í öðrum færum…
En sem dæmi get ég sagt frá Trúðaferð í Setrið í haust – þá voru saman fjórir 44" bílar og einn 38" bíll sem reyndar ók að mestu ef ekki öllu í förum.
En af hinum þá voru þetta Patrol, LC80, Trooper og Pajeró.
Í þessari ferð var færið oft á tíðum mjög erfitt – skel ofaná og sykur undir. Í þessum túr fannst mér léttari bílarnir standa sig betur þegar mest á reyndi – Þ.e. Troperinn og Pejeróinn og til að vera nú alveg hlutlaust þá var Trooperinn að standa sig best. En hann er líka léttasti bíllinn í hópnum og ökumaðurinn vanur.
Svo er spurning um búnað – Patrolinn í þessari ferð var á lélegum 44" mudder og í vandræðum með læsingar og milligír – Ég var hins vegar með allan þennan búnað í lagi og á hálfslitnum 44" DC á 14" felgum. LC80 bílinn var líka með öllu og á 44" DC en 18" felgum.
Þannig að ég held að þegar á heildina er litið þá skipti bíllinn ekki höfuðmáli, heldur að ökumaðurinn og hans þekking á bílnum sé það sem öllu skiptir.
Varðandi 6×6 bílana þá er ég alveg klár á því að þeir eru gríðarlega öflugir við flestar aðstæður – en þó held ég að það hljóti að vera vandamál með of litla þyngd á pallbílunum – enda benda myndirnar af RAM bílnum til þess að það verði að þyngja hann að aftan til að hann virki. Þetta fékk ég reyndar staðfest eftir björgunarferðina sem þessi tröll fóru í til að bjarga Willys á Sprengisandi – ef ég misskildi ekki fréttir af þeim túr þá var færi þannig þar að tröllin voru alls ekki að gera stóra hluti – ekki það að aðrir hafi verið að því heldur.
Bara svona pælingar…. En ertu að spá í að skipta Teddi ? Eða á að setja þriðju hásinguna undir Toyotuna ?
Benni
18.12.2005 at 00:28 #536294Ég verð nú að segja að sem betur fer er smekkur manna misjafn – annars væri ekkert gaman að þessu.
Þessir gömlu jálkar eru vissulega margir hverjir skemmtilega ruddalegir og sumir hverjir nokkuð smekklegir í ljótleika sýnum, og þar er Hrollurinn langfremstur meðal jafningja.
En ég verð þó að segja að fyrir mig þá finnst mér jepparnir í dag sem eru með mjúkar og ávalar línur fallegri – sérstaklega ef þeim er vel breitt og samsvara sér vel. Þannig er hægt að nefna marga Patrola og Toyotur sem eru reglulega flottar, að maður tali ekki um Pajeró – en þar er ég að vísu hlutdrægur.
Sem dæmi um hinar tegundirnar af fallegum og vel breyttum bílum get ég nefnt t.d. Krílið – sem er að mínu mati einn fallegasti LC80 sem ég hef séð og Patrolinn sem Maggi Skóg átti var sérlega vel heppnaður og reyndar líka núvernadi bíll hjá honum LC100.
En þessir gömlu – vissulega ruddalegir en ekki fallegir að mínu mati….
Og svo þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að finna svona flotta rudda bíla – Hummerinn hjá Þóri á 46" er t.d. einn af þeim.
En svona er nú smekkurinn mismunandi…..
Benni
16.12.2005 at 23:34 #536206Þá er ekkert annað að gera en skreppa þangað….
Áttu ekki gott track upp á jökulinn Hlynur ?
Annars hef ég svo sem heyrt margar verri hugmyndir – eigum við að skipuleggja hópferð næsta vor – eða þarnæsta ?
BM
16.12.2005 at 23:10 #536200Hva eruð þið ekki báðir með vélar frá Ingvari Helga í húddinu ? ….
Þarf þá nokkuð bát – bara standann flatan og plana yfir sundið líkt og Árni Kóps gerði um árið ??
Er ekki aflið svo óguregt í patrol – og svo frétti ég að Slóðríkur II væri svo léttur að hann bara svifi…
Góða ferð strákar
BM
-
AuthorReplies