Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.01.2006 at 11:32 #540086
Engar áhyggjur af matnum – hann kemst örugglega til skila, bæði hratt og vel – enda engir Patrolar með í flutningaliðinu núna til að tefja för…..
Við leggjum af stað með matinn seinnipart á laugardag þannig að við rennum passlega í hlað um kvöldmat….
Benni
24.01.2006 at 20:06 #539556Var þetta handsími sem var að kosta 70 – 80 kkr eða er bíleiningin á þessu verði ?
Ég er algerlega sammála þér að gervihnattasími er það sem koma skal – en ég vill fá þetta þannig að þetta sé fast í bílnum með útiloftneti svipað og núverandi nmt sími.
Benni
24.01.2006 at 20:02 #540060Þetta hljómar vel og verður örugglega hin mesta óvissa – byrjar reyndar vel því ferðanefndin virðist vera eitthvað óviss á dagatalinu….
16. mars er fimmtudagur….
Benni
23.01.2006 at 00:04 #539918Ég hef átt bæði stutta og langa pajeró 98 og 99 – ég get ekki munað eftir neinum mun á framendanum á þessum bílum. (ég gef mér að þú sért að tala um framstuðara) – reyndar held ég að afturendinn sé líka eins….
En ef þig vantar þetta að framan þá á ég þetta til handa þér. Þ.e. stuðarahorn beggja megin að framan af löngum pajeró árg 98
Hringdu bara í mig.
898 6561
Benni
20.01.2006 at 23:29 #539738Ég dró fólksbíl sem hafði farið útaf inn á veginn núna í kvöld – það var svipuð saga og hér á undann, ´maðurinn sem ég dró trúði því varla að ég væri að koma til baka til að aðstoða hann – Hann hafði sérstaklega orð á því að þett gerðist orðið sjaldan í Reykjavík að menn nenntu að aðstoða einhvern í vanda.
En svo er það þetta með að draga menn og ábyrgðina sem maður ber á hinum bílnum… Kannski það stoppi einhverja…..
Allavega var þessi náungi mjög þakklátur.
Benni
20.01.2006 at 13:59 #539662Já það er vissulega rétt hjá Skúla að ákvarðanataka um svona lagað á heima á félagsfundi eða jafnvel aðalfundi.
En ég er algerlega sammála eik að til að geta komið okkar skoðun á framfæri þá sé rétt að taka virkan þátt í starfinu – Þó svo að ég sé ekki sammála stefnu Landverndar á öllum sviðum þá er mjög gott starf unnið þar innan dyra og ég held að að mörgu leiti væri jákvætt fyrir klúbbinn að taka þátt í því.
Svo eru vissulega til mótrök gegn slíkri inngöngu – eins og t.d. mjög hörð stefna Landverndar í virkjanamálum, sem m.a. hefur orðið til að aðilar hafa verið að ganga út úr félagsskapnum vegna þess að stefna þeirra samrýmist ekki harðri stefnu Landverndar. Það er allaf varasamt þegar samtök sem álíta sig regnhlífasamtök taka of djúpt í árinni í ákveðnum málum, dýpra heldur en aðildarfélögin….
En eins og þeir segja – "if you can’t beat them, join them"
Þannig að ég held að þetta gæti orðið klúbbnum til framdráttar ef af yrði.
Kveðja Benni
20.01.2006 at 12:21 #197111Ég ætla að byrja á að þakka stjórninni fyrir þessa frábæru nýbreytni að setja upplýsingar um stjórnarfundi á vefinn – gaman væri þó að fá að lesa fundargerðir líka.
En ég er bara forvitinn að fá að heyra meira um þessa umræðu um inngöngu í Landvernd – er það eitthvað sem hefur verið á döfinni lengi og telja stjórnarmenn að 4×4 klúbburinn eigi heima í þeim félagsskap ?
Kveðja
Benni
19.01.2006 at 12:09 #539584Þessi dekk voru í mjög skamman tíma undir bílnum hjá mér. Fín keyrsludekk, hljóðlát og rásföst.
En ég prófaði aldrei að keyra á þeim á öðru en þurru malbiki þannig að ég veit ekki af eigin raun hvernig þau virka í snjó.
Dekkin sem ég var með fóru svo undir LC90 og mér skilst að sá sem fékk þau hafi verið mjög ánægður með þau að öllu leiti – líka hvað drifgetu í snjó varðar.
Benni
19.01.2006 at 09:33 #539484Ég hef í töluverðan tíma verið að spá í veltigrind í Pajeróinn hjá mér – en sé ekki hvernig best sé að koma henni við þannig að hún gagnist sem best og á sama tíma taki ekki of mikið pláss.
Hefur einhver smíðað svona í einhvern af þessum 7 manna bílum – það væri gaman að sjá myndir af slíku eða fá að skoða. Eins er með efnisþykktir – hvað er nægjanlega svert í þetta til að grindin sé nógu sterk ?
En svona í tilefni af þessari LC100 veltu þá hef ég heyrt það frá mönnum sem þekkja alla þessa jeppa vel og þá sérstaklega eftir svona tjón og þeir eru allir sammála um að yfirbyggingin á Toyotu LC 90 , 100 og 120 sé sérlega veikbyggð og ekki sambærileg við t.d. Patrol eða Pajeró – Ég er ekki að setja þetta fram til að fá af stað einhver rifrildi um tegundir. Heldur bara að koma þessu á framfæri því þetta kemur frá mönnum sem þekkja þessi mál mjög vel og er frekar sett fram til að hvetja eigendur svona bíla til að drífa í að setja í þá veltibúr – þó ekki væri nema einn bogi aftan við framsætin.
Benni
17.01.2006 at 00:54 #539280Hella á þetta white sprit og keyra svo…. virkar flott.
Bensín líka…
BM
16.01.2006 at 22:03 #539246Hnúturinn er alltaf veikasti hluti á spotta – svona ef maður gengur út frá því að spottin sé að öðru leiti heill.
Þeir spottar sem ég hef séð slitna hafa allir slitnað við hnútinn og ollu allir tjóni – allt frá smá dæld upp í brotið grill, kastara og beyglað húdd.
Benni
13.01.2006 at 13:49 #538686Ég er búinn að prófa nokkrar gerðir af kösturum – Piaa Hella IPF o.s.frv.
Flestir stóðu þeir sig nokkuð vel – ég var þó ánægðastur með Hella Luminator.
En það var þangað til ég fékk mér alvöru kastara. Hella Xenon – Þvílíkt ljós !!!! Þetta kostar að vísu mikið, ca 70 þúsund parið. En það er hverrar krónu virði, ég set allavega aldrei önnur ljós framan á bílinn hjá mér.
Þessi ljós þurfa mjög háa spennu en hvort það eru 49 v eða annað veit ég ekki. Það koma með þessu mjög öflugir spennar – einn fyrir hvorn kastara og þetta setup dregur nánast ekkert af bílnum. Allavega fellur voltmælirinn ekkert þegar ég kveiki á þeim, ólíkt því sem var með Luminator kastarana og aðra venjulega H3 kastara.
Kjartan – þú veist hvernig þessir virka eftir Setursferðina í Haust.
Benni
13.01.2006 at 12:19 #538594Að sjálfsögðu er það rétt hjá Skúla að það að gera ekki neitt er afstaða út af fyrir sig.
En varðandi könnunina hér til hliðar þá get ég varla ímyndað mér að hún teljist marktæk – en ég er þó ekki sérfræðingur í kannanamálum og veit ekki hvað þarf marga af 3 – 4000 manna klúbb til að fá marktæka niðurstöðu.
Það sem málið snýst um að mínu mati er hlutverk klúbbsins. Ég get vel fallist á það að það þjóni hagsmunum félagsmanna að sem minnst verði virkjað á hálendinu, en það eru samt alls ekki allir sem eru tilbúnir að sitja í félagsskap sem rís upp á afturlappirnar og mótmælir framkvæmdum við virkjanir og setur sig þar með í flokk með félagsskap eins og nátturverndarsamtökum íslands og fleiri slíkum sem sletta skyri og stunda skemmdarverk á eigum landsmanna.
En það er einmitt það álit sem hætt er við að þorri almennings fái á klúbbnum ef hann fer að hafa hátt um afstöðu sína í þessum umdeildu málum. Og slíkt gæti vel haft verulega neikvæð áhrif á starf klúbbsins á öðrum sviðum.
Svo er það hitt – ef að klúbburinn ætlar að fara að hafa sig í frammi um jafn umdeild og hápólitísk málefni og þetta þá hefur það að mínu mati afgerandi áhrif á val og vinnubrögð stjórnar.
Þannig myndi pólitísk afstaða manna fara að hafa áhrif við val þeirra í stjórn – það myndi allavega hafa áhrif á mig.
Eins tel ég að ef stjórn ætlar að fara að gefa út einhverja afstöðu klúbbsnis um ákveðin málefni þá verði hún að efna til stefnumótunarvinnu og leggja fram við félagsmenn og ræða á félagsfundi heilstæða stefnuskrá klúbbsins í þessum og öðrum sambærilegum málefnum. Það gengur ekki að mínu mati að ætla sér að rjúka upp til handa og fóta, stefnulaus, og mótmæla út í loftið.
Það er ekkert að því að klúbburinn breyti áherslum sínum og taki til við að verja þessa hagsmuni félagsmanna – ef þetta eru þá hagsmunir allra. En ef það á að vera þá verður að setja fram ákveðna stefnu í þessum málefnum og ræða hana á almennum fundi en ekki þannig að fáeinar hræður ræði hér á vefnum um þetta og stjórnin taki sig síðan til og fari að tala sínu máli fyrir hönd allra í klúbbnum. Slíkt gengur einfaldlega ekki – til þess var þessi stjórn ekki kjörin og ég fyrir mitt leiti tel hana ekki hafa umboð til þess.
Það eru mörg mjög góð og gild rök fyrir því að klúbburinn taki afstöðu í þessu máli – og til að hætta að tala undir rós þá eiga menn hér við að klúbburinn mótmæli virkjanaframkvæmdum í stað þess að sitja með hendur í skauti.
En það eru líka mörg góð og gild rök á móti og því tel ég að það verði einfaldlega að byrja á að taka afstöðu til þess hvort þetta sé yfir höfuð hlutverk klúbbsins og ef menn komast að því að svo sé þá er rétt að efna til almenns félagsfundar þar sem þessi mál verða rædd og síðan samþykkt ályktun eða stefna í þessu máli sem að stjórn getur presenterað.
Benni
P.S.
Ég tek það enn og aftur fram að ég er með þessu hvorki að lýsa stuðningi né andstöðu við virkjanaframkvæmdir – þett snýst að mínu mati fyrst um að skilgreina hlutverk og vinnubrögð klúbbsins.
12.01.2006 at 23:26 #538576Það er svo sem sem ég hélt – Lög klúbbsins gefa ekkert tilefni til að hann taki afstöðu í svona málefnum – Markmiðin eru skýr og að mínu mati þyrfti lagabreytingu til að klúbburinn eða stjórn fyrir hans hönd geti tekið opinbera afstöðu í svona málum.
2. grein.
Markmið félagsins eru:
Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á
fjórhjóladrifsbifreiðum.
Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og
umræðu um náttúruvernd.
Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er
lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er viðkemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða
og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
Að efla tengsl og kynni félagsmanna.Benni
12.01.2006 at 22:43 #538572Spurningin er hvert er í raun hlutverk klúbbsins ? Hvernig er það skilgreint í lögum hans ? Lögin eru ekki lengur aðgengileg hérna á síðunni og því gat ég ekki litið í þau.
En nóg um það – Ég lít svo á að klúbburinn sé fyrst og fremst vetvangur áhugafólks um jeppa og ferðamennsku til að hittast og deila áhugamálinu og hlutum því tengdu. Jafnframt lít ég svo á að það sé hlutverk klúbbsins að verja sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna.
Það er nákvæmlega þar sem vandinn liggur "SAMEIGINLEGA HAGSMUNI" – Það er óumdeilanlegt að það eru sameiginlegir hagsmunir að við fáum að aka um vegi og vegleysur á breyttum bílum. Það er óumdeilanlegt að það eru sameiginlegir hagsmunir að við fáum að aka um á snjó og frosini jörð.
EN er það óumdeillanlegt að sameiginlegir hagsmunir allra í klúbbnum séu að það verði ekki virkjað hér eða þar á landinu ? Ef klúbburinn tekur afstöðu með eða á móti Kárhnjúkum eða Norðlingaölduveitu – á hann þá líka að taka afstöðu um aðrar virkjanir, s.s. Hellisheiði, Krísuvík, Svartsengi, Kröflu, Þeistareyki o.s.frv.
Og ef klúbburinn tekur afstöðu með eða á móti – er hann þá að gegna hlutverki sínu og gæta sameiginlegra hagsmuna allra félagsmanna.
Nú síðan má spyrja sig að ef klúbburinn á að taka afstöðu í virkjanamálum, hvað þá með önnur málefni sem geta hugsanlega tengst hluta félagsmanna á beinan eða óbeinan hátt ? Eða önnur þjóðfélagsmál sem eru í deiglunni í það skiptið ?
Nei ég tel að það sé mjög varasamt að áhugamannaklúbbur um ferðamennsku fari að taka afstöðu með eða á móti í málefnum sem eru jafn umdeild, jafnt í þjóðfélaginu sem og innan klúbbsins. Slíkt myndi án nokkurs vafa skaða klúbbinn og hans sérstöðu sem málsvara og hagsmunagæsluaðila jeppamanna til lengri tíma litið og myndi án nokkurs vafa veikja stöðuna í samskiptum við stjórnvöld – VG verða aldrei í stjórn….
Þetta er algerlega óháð minni afstöðu til virkjanna á hálendinu og snýst bara um sýn mína á hlutverk klúbbsins sem ópólitísks ferðaklúbbs. Ég get mótmælt eða hvatt til virkjana á öðrum vetvangi en í gegnum þennan félagsskap.
Benni
12.01.2006 at 20:54 #538718Hvað er "rétt" í þessu máli Ofsi – eru ekki allir flokkar, ljóst eða leynt, með það á stefnuskránni að ganga í EU….
Benni
11.01.2006 at 11:15 #538444Á ég ekki að reyna að fylgja þér Þorgeir….
Reyndar óvíst að ég hafi aflið í það lengur – en ég get allavega dólað á eftir þér….
En það er ómögulegt annað en að Trúðar sjái um þetta fyrir Lúther….
Benni
11.01.2006 at 00:18 #538434Er ekki setrið bókað aðra helgina í febrúar ?
Allavega auglýsir Útivist ferð í Setrið þessa helgi – þeir ætla kannski á þorrablót……
Benni
10.01.2006 at 16:40 #538426Nú verð ég að viðurkenna að ég skil ekki – er búið að fresta þorrablóti ?
Enda væri það svo sem skiljanlegt þar sem Lúther er ekki til staðar til að sjá um að redda þessu…..
Ætli verði ekki að fá einhverja aðra Trúða í þetta – annars verður ekkert vit í þessu….
Benni
10.01.2006 at 16:28 #522970Heyrðu skaftið komst á endanum í hendur rétts eiganda og er vonandi farið að þjóna sínum upprunalega tilgangi að nýju.
Reyndar stakk ég upp á að það yrði rammað inn og klúbbnum gefið það sem uppsprettu mikilla umræðna. Enda skaftið væntanlega af sama grunni og naglinn góði í súpunni….
Benni
-
AuthorReplies