Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.02.2006 at 22:03 #543642
Auðvitað er hann ekki bilaður hjá þér bíllinn….
Við vitum þetta allir, breyttir jeppar bila ekki – þeir þurfa bara viðhald öðru hverju – Eða svolitlar breytingar….
Minn hefur t.d. aldrei bilað – en honum er reglulega haldið við og ég er alltaf að breyta….
Og síðasti Patti sem ég frétti af í vélarskiptum var bara í reglubundnu eftirliti….
Benni
20.02.2006 at 21:59 #543738Prófílstál smíðar þetta og mér skilst að þetta sé alls ekki dýrt – innan við 50 þ. í bíl eins og minn. Þá er verið að tala um tvo boga og tengingu á milli.
Ég er búinn að vera að teikna svona upp undanfarið og pæla hvernig þetta kæmi best út… Núna verður svo drifið í þessu – Óhappið hjá Gísla ýtir allavega duglega við mér og vonandi mörgum öðrum….
Benni
20.02.2006 at 12:15 #543470Ég og mitt fyrirtæki (Verkfræðistofan Víðsjá ehf) lögðum fram smá upphæð til að hjálpa ykkur af stað….
Vonandi verðið þið komnir á hjól aftur fljótlega – Gangi ykkur vel.
Benni
20.02.2006 at 11:57 #542008Er einhver hætta á að allar þessar Tacomur séu að fara á fjöll á næstunni ?
Síðast þegar ég frétti þá var brettakantasmiðurinn á leið í tveggja vikna frí…..
Benni
17.02.2006 at 16:55 #543110Nei nei nei Jóhannes… Það er ekki burðargetan sem er mæld þannig heldur er það mælieiningin á plássi… Hversu margar á fæti komast inn í einu….
Benni á bómullarhnoðranum
17.02.2006 at 10:33 #543134Sæll
Þú átt að geta pantað þetta hjá Pajero Owners Club í Bretlandi.
Þú finnur þetta í vefversluninni hjá þeim.
Svo færðu þetta líka hjá Pitstop Bookstore í Ástralíu – Þeir eru líka með haug af öðru skemmtilegu efni.
Ég hef pantað frá báðum þessum aðilum með góðum árangri.
Svo átti ég einhverntíman disk með öllum viðgerðabókum yfir Pajeró til ársins 2000 – Ég veit bara ekkert hvar hann er og grunar að það sé dálítið djúpt á honum – en ég skal samt svipast um eftir honum. Reyndar minnir mig að Valur (vals) hafi fengið afrit og það gæti verið eitthvað grynnra á þessu hjá honum.
Kveðja
Benni
17.02.2006 at 10:19 #543150Lella ætti að vita þetta því hún sá um að kaupa eintak í alla Trúðabíla….
En ég á þennan disk til Heiðar ef þú finnur hann ekki og vilt fá að taka öryggisafrit hjá mér…
Kveðja
Benni
16.02.2006 at 17:48 #542926En þessi 14. liður er að mínu mati ekki réttmætur – Ég tel að allt efni sem ég læt frá mér hvort sem það er ritmál, myndefni eða annað sé mín eign. Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja að Klúbburinn eða nokkur annar geti birt mín skrif eða myndir hvar sem honum dettur í hug án míns samþykkis.
Eru þessir skilmálar orðnir að gildandi reglum frá og með birtingu þeirra ?
Benni
16.02.2006 at 17:36 #542962Er þetta ekki bara almenn og lítt úthugsuð andstaða geng öllum framkvæmdum á hálendinu – hvaða nöfnum sem þær nefnast…
Ég sjálfur get ekki tekið málefnalega afstöðu til virkjunar í Kerlingafjöllum né annarstaðar þar sem ekki liggur fyrir nein hugmynd um hvort, hvernig eða hvað gæti verið gert.
Hins vegar átti ég samtal við mann sem þekkir vel til málefna Kjalvegs og veit kannski lítilega meira en margir aðrir um þau áform sem þar eru uppi – hann er þess algerlega fullviss að Kjalvegur verði orðin uppbyggður heilsársvegur innan tíu ára.
Þannig að þá verða Kerlingafjöll orðin að Þjóðvegahóteli með Setrið í túnfætinum.
Benni
15.02.2006 at 12:52 #542806Verða menn ekki að tala um að "Toppa" þessa jökla – þ.e. komast eins hátt og hægt er að aka á þeim…
Ég hef "toppað"
1. Langjökul
2. Eyjafjallajökul
3. Mýrdalsjökul
4. Vatnajökul
5. SnæfellsjökulOg reyndar þverað alla nema Snæfellsjökul – að sjálfsögðu.
Benni
15.02.2006 at 10:48 #542668Ég veit vel að það er ekki mikill munur á uppbyggingu þessara tveggja gerða fjöðrunar – en hins vegar er virknin ekki sambærileg á nokkrun hátt – þá er ég eingöngu að tala um muninn á virkni á milli þeirra tveggja bíltegunda sem ég þekki með svona fjöðrun. Það er Pajeró eldri en árg. 2000 og yngri. (ég er búinn að eiga allnokkur stykki)
Ef þú þekkir þessa bíla eitthvað þá ættirðu að vita þetta – en það getur varla verið að þú sért að tala um eitthvað sem þú þekkir ekki að eigin raun er það ?
Formúlu 1 veit ég ekkert um og þar getur vel verið að slagstutt og stíf fjöðrun eins og oft fylgir vindustöngum sé málið….
Kveðja
Benni
15.02.2006 at 00:22 #542660Stebbi – Bíllinn hjá þér er ekki með Þróaða fjöðrun að framan – hann er með vindustangafjöðrun sem virkar ekki neitt í samanburði við sjálfstæða gormafjöðrun – og ég hef ekki enþá sest upp í hásingabíl sem er með skemmtilegri fjöðrun. Bíllinn hjá Gísla Þór er þó stórskemmtilegur í minningunni – en samt….
En Ég er hins vegar alveg klár á því að flestir – ef ekki allir hásingabílar ná að teygja sig lengra.
Vonandi kemst ég á fimmtudaginn til að prófa…
Benni
13.02.2006 at 21:33 #542546Þetta er stórglæsilegur bíll – enda ekki von á öðru þegar þessi tegund er annarsvegar….
Það var kominn tími til að fleiri en ég og Palli þyrðum að aka svona bílum á 44"
En ég hef öruggar heimildir fyrir því að þeim eigi eftir að fjölga nokkuð hratt á næstunni….
Lógírinn hjá Birni er sá sami og hjá mér – 1:2,72 frá Algrip.
Til Hamingju Björn Þorri – Vonandi verður manni boðið með í prufutúr fljótlega – svona svo þú hafir einhvern raunhæfan samanburð – þýðir ekkert að bera sig saman við Toy, patta eða aðrar óæðri tegundir.
Benni
12.02.2006 at 22:18 #542496Þú finnur helling af hnitum í bókunum hans Ofsa.
Og svo eru líka bara fullt af öðrum skemmtilegum fróðleik í þeim…
Benni
12.02.2006 at 14:52 #542434Ég var að tala við Kjartann.
Bílinn hjá Lauga er kominn í lag og þau voru að kíkja inn í Fremstaver.
Reyndar var Ofsinn eitthvað búinn að koma sér í vandræði þegar ég talaði við hann en það hefur væntanlega ekki verið alvarlegt….. Smá festa skildist mér…
Benni
12.02.2006 at 13:58 #542386Alveg er ég klár á því að ef einhver biður mig um að skrifa undir svona samning áður en kippt er í mig þá skrifa ég ekki undir heldur moka frekar eða losa mig á annan hátt. Hitt er líka alveg skothelt að ef einhver myndi biðja mig um slíkt þá ferðast ég aldrei aftur með viðkomandi. Ef menn treysta hvor öðrum ekki betur en svo að þeir geti kippt í þá án aðkomu lögfræðinga þá eiga þeir einfaldlega ekki að ferðast saman. Ég hef í það minnsta ekki áhuga á að ferðast með mönnum sem treysta mér ekki betur en svo…
Svo tek ég algerlega undir með Jóni Ebba – það verða oft skemmdir á bílum í túrum, ýmist vegna slitinna spotta – eða að forustubíllinn brýtur eitthvað við að ryðja fyrir aðra, einhver fórnar sér í að ryðja á til að hinir komist yfir o.s.frv.
Ég notaði spilið mitt t.d. óspart til að draga aðra og reyndar líka sjálfan mig, í þorrablótsferðinni. Eftir túrinn eru komnir mjög torkennilegir smellir í spilið og það þarf að laga – ég ætla samt ekki að fara að hringja í alla sem voru með mér og fara fram á þátttöku í kostnaði… Þvílíkt bull.
Ef bíllinn skemmist þá fer maður ekki af stað til að leita að sökudólgum til að taka þátt í kostnaði – maður bara heldur kjafti og gerir við bílinn sjálfur – annars er einfaldlega betur í annað og kostnaðarminna áhugamál farið.
Benni
12.02.2006 at 13:44 #542432Þú veist hvernig þetta er Tóti – ég verð að fara svo hægt ef einhver er með mér….
Nei en annars er það misskilningur að ég hafi verið einbíla, með mér voru tveir aðrir bílar. Þorsteinn og fjölskylda á Patrol og Helgi á Toyotu.
En ég skal hringja í þig fyrir næsta túr – enda löngu kominn tími til að við skreppum eitthvað saman.
Kveðja
Benni.P.S.
Ég hef ekki náð í neinn úr hópnum enþá – sennilega er verið að gera við bílinn hjá Lauga – það er ekkert NMT samband þar sem hann er stopp. – Ég bara skil ekkert í þeim að vera ekki með Iridium…
12.02.2006 at 01:52 #197294Um hádegisbil í dag lagði ég af stað í smá bíltúr. Leiðinni var heitið upp á Langjökul og var ætlunin að kíkja við í Árbúðum og heilsa upp á litludeildarmenn sem voru þar að blóta þorra.
Ferðin yfir jökul var tíðindalaus en þegar komið var niður á kjalveg fór fljótlega að draga til tíðinda.
Eg var rétt kominn upp á Kjalveginn við Skálpanes þegar við mér blasti yfirgefinn Patrol – ég svo sem velti honum ekki mikið fyrir mér, enda alvanaleg sjón, en þóttist þó þekkja þarna farartæki formanns litludeildar. Nú fór að færast spenna í mig – það hafði sem sagt verið fjör hjá þeim.Þegar ég svo kom í Árbúðir fékk ég að heyra alla söguna. Þetta hafði víst verið þannig að þeir félagar
Laugi og Stefán voru saman í þessum Patrol – Stefan var víst eitthvað að skammast í Lauga þannig að hann snarsnéri bílnum ofan í djúpa hvilft og ætlaði með því að ná að kasta kallinum út um opin gluggan farþegameginn.
Eithvað brást þó Lauga bogalistin og ekki vildi betur til en að Stebbi kastaðist í ranga átt og lenti í fanginu á Lauga, sem við það misti bílinn ofan í djúp hjólför og þá brotnaði einhver brothættur armur í stýrinu á Patta. Þannig að núna gegnir hann hlutverki neyðarskýlis við Kjalveg.En Litludeidarmenn voru ekki af baki dottnir við þetta og ákváðu að halda inn á Hveravelli þrátt fyrir bílleysi foringjans. Jón nokkur Ofsi átti þarna leið um og var hann munstraður í að fara fyrir hópnum inneftir og Var Klakinn settur í bíl með honum – svona til að Ofsinn gæti kennt honum að keyra án þess að brjóta arma – en Ofsinn ku víst vera nýbúinn að kenna fyrverandi formanni 4×4 þessa list og var því vel til verksins fallinn. Ekki þótti þó ráðlegt að setja Stebba með í sama bíl – Enda hefði verið ójafnt að hafa tvo Trúða á eina Rottu og því var Kallinn settur í bíl hjá Kjartani. Eitthvað var hann þó kvektur eftir flugið hjá Lauga og sagði Kjartan hann hafa haldið svo fast í mælaborðið að á tímum hefði það verið komið að því að rifna frá hvalbaknum. En Stebba greyinu er þó vorkun þar sem hann er vanur að ferðast í mýkri bílum með þróaða fjöðrun.
Segir nú lítið af ferðum þeirra þar til á heimleið þar sem flestir hólar leiðarinnar voru víst eknir og skildist mér að Ofsinn hafi keyrt langar leiðir til að finna hóla sem voru Toyotunni samboðnir og var litludeildarmönnum á orði að þeir hefðu fram til dagsins í dag aldrei skilið af hverju hann var kallaður Jón Ofsi – en eftur daginn var enginn í vafa um nafngiftina.
Kemur þá að Kalla sögu Kafteins. Hann var, eins og hverjum öðrum sönnum Patrolmanni sæmir, boðinn og búinn að koma með varahluti í Patrol til fjalla. Hann fór snemma af stað, Fór í Breyti og fékk nauðsynlega varahluti og verkfæri og ók af stað. Honum sóttist ferðin víst nokkuð vel og var fyrr en varði kominn í Reykholt þar sem skyldi tanka.
En eitthvað hafði honum víst orðið meint af Rottuferð sem hann fór í um daginn því þar lærði hann af Ofsanum hvernig á ekki að taka Díselolíu. Þar var dælt um 70 lítrum af bensíni á Díselfákinn áður en glæpurinn uppgötvaðist.
En þetta tafði þó leiðangurinn bara lítilega og skilst mér að varahlutirnir séu komnir í hús en Kafteininn hefur þó skipt um nafn og kallast nú Kalli bensíntittur.En eftir að ég hafði ásamt mínum ferðafélögum snætt kvöldverð með þeim á þorrablótinu, þar sem reyndar var bara harðfiskur sem minnti á þorran, kvaddi ég hópinn sem óðum var að gleðjast eftir hrakfarir dagsins.
Benni
10.02.2006 at 23:07 #197289Veit einhver hvernig er að komast á jökul hjá Slunkaríki núna ?
Er kannski allt autt þarna ?
Benni
10.02.2006 at 18:01 #542268Já nú er skiptingin orðin svöl enda kominn kælir úr…. ehh, hóst hóst…. 80 crusier ….. í bílinn minn
Svo er hann varla búinn að ná úr sér hrollinum eftir sullið um síðustu helgi….
En maður fer eitthvað á morgun – Þó sennilega ekki í átt að Snæfellsnesi – Jafnvel að ég kíki bara á þorrablót í Árbúðum, eða á Langjökul nema að bæði verði…. Fer svona soldið eftir hvort ég verð einbíla eða ekki…
Heyri kannski í ykkur félögum ef þið eruð eitthvað að nota talstöðina…
Góða skemmtun
Benni
-
AuthorReplies