Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.03.2006 at 23:47 #545448
Kalli skilurettaekki….. Ég er einn heima með bílinn og bjórinn…. Og reyndar börnin líka…
Ég var svo heppinn að konan var búin að plana ferðalag um þessa helgi….. og komst því ekki í kvennaferð ….
Benni
03.03.2006 at 23:01 #545442Ég finn til með ykkur…. Mér leið svona síðustu helgi þegar konan fór í sína fyrstu ferð á bílnum…..
En það er óneitanlega gott að vita af pæjunni hérna úti á hlaði – – – best ég skreppi út og setji hana inn í skúr…. fái mér svo öl og setjist niður og njóti þess að hafa bílinn minn heima…..
Benni
02.03.2006 at 15:51 #545240Ég skil ekki af hverju pósturinn minn kom tvisvar……
02.03.2006 at 15:51 #545238Ja það er eðlilegt að það heyrist lítið í norðlendingum varðandi þetta – enda sjálfsagt flestir enþá í skýjunum yfir þessari ákvörðun um að fara í útreikninga á hagkvæmni
Enda hefur það nú í gegnum tíðina verið þannig að háværustu umhverfissinnarnir búa á hundraðogeitthvað eða í útlöndum og fara sjaldan út fyrir sín svæði – nema ef væri til að tjalda við Kárahnjúka…
Það er helst núna á allra síðustu tímum að fleiri hafa farið að láta þessi mál til sín taka – sem er vissulega jákvætt…
En voru Svíjar ekki annars að finna upp "nýja" og mun hagkvæmari aðferð til að virkja sjávarföllin en áður hefur þekkst…. Þannig að kannski getum við fengið að halda eitthvað aðeins lengur í lækina þarna fyrir norðan….
Annars var ég svo sem farinn að spá í að fá mér bát og sigla bara um hálendið á næstu árum…
Benni
01.03.2006 at 23:30 #509848Ég fékk þetta verð frá prófílstál. Þetta var ágiskunarverð miðað við það sem ég er að hugsa um en ekki fast tilboð – enda grindin ekki endanlega hönnuð enþá.
En hann mynnti að þetta hefði verið ca þetta sem kostaði að setja grindina í LC80 bílinn sem er á myndinni hér fyrir ofan.
Benni
01.03.2006 at 11:56 #545148Til hamingju með bílinn ….
Hann er svakalega……. Blár ! …..
og flottur.
En annars veit ég ekki afhverju Teddi ætti að fá sér stærri baksýnisspegla – nema ef væri til að sjá bílskúrshurðina innanverða betur…..
Benni
28.02.2006 at 10:52 #509824Ég var búinn að ákveða að setja veltigrind í bílinn hjá mér löngu áður en þessi ósköp dundu öll yfir – en eins og svo margir aðrir þá var búið að fresta því – og svo fresta því aftur… og aftur.
Ég var hins vegar svolítið pirraður á að heyra þessa skyldu umræðu Skúla í sjónvarpinu – en efir að hafa hugsað dálítið um þetta og lesið pistilinn hans hérna þá er ég nú eiginlega kominn á þá skoðunn að þetta væri bara jákvætt í alla staði að skylda menn til að vera með veltigrind þegar bíllinn fer í sérskoðun og það er mín skoðun að öryggisbúnaður bíla eigi að vera unninn af fagmönnum og það ætti líka að vera um veltibúr.
Ég var búinn að kanna kostnað við að setja grind í bílinn og þetta er innan við 50.000 komið í bílinn – það finnst mér alls ekki mikið í samanburði við allt hitt sem maður eyðir í þessi tæki. Þetta er olíkostnaður tveggja helgarferða hjá mér.
Benni
28.02.2006 at 10:37 #544976Sprungan sem var að þvælast fyrir mönnum í fyrra er alltaf þarna – það er bara spurning um hversu mikill snjór er yfir henni núna – miðað við tíðarfarið þá myndi ég ekki veðja á að það sé mikið yfir henni.
Á mynd frá Óskari Erlings sést þetta ágætlega – ég birti hana hér og vona að það sé í lagi Óskars vegna.
[img:7w758y35]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3312/24091.jpg[/img:7w758y35]
Ég setti framhjól ofan í þessa sprungu í fyrra.
Benni
27.02.2006 at 20:44 #543204"Einnig liggur það fyrir að gist verður í byggð bæði föstudags og laugardagskvöld í fínni gistingu með inniföldum morgunverði."
Þetta dugði fyrir mig allavega…..
En Góða ferð…. og þar sem mig grunar hvert verði farið þá sér maður ykkur kannski…..
Benni
27.02.2006 at 20:24 #543200Ætla menn ekki bara að vera á fjöllum – en ekki í byggð…
Ég ætla allavega á fjöll þessa helgi – og þori að gista þar
Benni
27.02.2006 at 16:37 #542018Við fréttum af konum æfingarferð um helgina. Þessi mynd náðist:
[img:3u8p4sl5]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4255/28968.jpg[/img:3u8p4sl5]
Fleiri góðar myndir í albúmi undir "skari"
27.02.2006 at 01:20 #544924Ég hef nú hingað til haft bærilega trú á að NMT kerfið væri í sæmilegu lagi en nú í vikunni sem leið lenti ég ítrekað í því að kerfið virkaði ekki á stöðum sem áður hafa verið inni. Og þetta var meira að segja á svæði þar sem mikil umferð er alla jafna að vetri – Svo fremi sem einhver snjór sé. Þetta sambandsleysi var á svæðinu í kringum Skjaldbreið og á línuveginum yfir á Kjöl.
Ég ákvað í þeirri ferð að kaupa mér gervihnattasíma og hef eftir starfsmanni landsímans að í þeim efnum sé Iridium besti kosturinn hér á landi. Ég ætla ekki að bíða eftir raunhæfri lausn á meðan NMT kerfinu hrakar stöðugt. Auk þess hef ég, líkt og Snorri, litla trú á að "landsdekkandi" kerfi komi nokkurntímann og að mínu mati væri nær að setja upp almennilegar jarðstöðvar fyrir Iridium heldur en að eyða peningum í slíkt.
Benni
26.02.2006 at 22:54 #197422Í ljósi síðustu atburða, slysið á Hofsjökli og velturnar tvær þá held ég að virkilega sé þörf á að koma upp hnitasafni á hættusvæðum.
Það hefur nokkrum sinnum verið minnst á þetta áður, meira að segja fyrir nokkrum árum en ekkert gerst.
Ég vona því að stjórn og vefnefnd hafi tök á að koma slíku safni á vefinn og hafa það þannig að félagsmenn geti sett inn sína punkta.
Benni
26.02.2006 at 21:14 #543980Félagsskapurinn frábær, veðrið frábært, færið frábært = Dagurinn frábær. Þetta verður vonandi endurtekið og það bara sem fyrst. En til að leiðrétta smá þá fórum við upp á Langjökul hjá Jaka en ekki Dreka (við fórum ekki að Öskju – hehe).
Kveðja
Sigrún Magnea, Steinunn og Ella.
26.02.2006 at 00:30 #544528Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda hins látna og besti óskir um bata til annarra sem eiga um sárt að binda eftir þetta.
Benni
25.02.2006 at 21:34 #544670Hann er vígalegur svona Gústi …. En talandi um Legur, hvaða framhjólalegur ertu með… Ekki það að það sé áhyggjuefni – ég veit nefnilega hvað þú ert fjótur að skipta um þær…
Kveðja
Benni
25.02.2006 at 16:40 #544334Þú ert á svo góðum bíl að þig munar ekkert um að keyra smá auka…..
Benni
23.02.2006 at 10:32 #544046Jóhannes – veistu það að ég bara veit það ekki, enda hef ég aldrei upplifað þá stöðu – ég hef hins vegar sjálfur látið fé í safnanir til handa fólki sem ég þekki ekkert… en en og aftur ég bara veit ekkert um það þó svo ég telji nú líklegt að menn fengju stuðning ef þannig bæri undir.
En hitt veit ég þó að menn uppskera yfirleitt eins og þeir sá – það er eitthvað sem sumir ættu að hafa bak við eyrað.
Kveðja
Benni
22.02.2006 at 23:43 #544042Mikið ofboðslega er ég sammála síðasta pistli…..
En þetta er svo sem ekki fyrsta söfnunin sem félagar einhvers sem lendir í óhappi er sett af stað hér. Í fyrra var söfnun til handa fjölskyldu Stefáns sem lést í slysi í Vonarskarði.
Sú söfnun var sett af stað af félögum hans líkt og hér er en kom klúbbnum ekkert við….
Þetta er einfaldlega frábært framtak hjá Ofsa og Kalla Kaftein að koma þessu af stað – en hitt er svo allt annað mál hvort söfnun fyrir einhvern annan en Gísla hefði fengið jafn góðar undirtektir – Það þekkja mjög margir Gísla og hann hefur unnið mjög óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn í skálanefnd og því á hann að mínu mati góða innistæðu fyrir þessum stuðningi félaganna sem hefur sýnt sig núna….
Benni
20.02.2006 at 23:31 #197371Ég var að skoða veðrið á hálendinu núna áðan og þá sé ég að á flestöllum veðurstöðvum er talsverður vindur, 11 – 21 m/s. En í Setrinu eru 3 m/s.
Því velti ég fyrir mér – er mælirinn bilaður eða er þessi vindátt svona góð á þessum stað ?
Nú tók ég nefnilega líka eftir því að almennt virðast vera suðlægar áttir ríkjandi á Hálendinu en mælirinn í Setrinu sýnir vindinn vera austlægari.
Því spyr ég – Er þetta eðlilegt í svona veðri ?
Og hvaða vindáttir eru bestar og hverjar verstar á þessu svæði…
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies