Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.05.2006 at 01:26 #552654
Takk fyrir það….
Loksins er kominn niðurstaða í það hver verður arftaki Pajero (ég á hann reyndar enþá…)
Eftir mjög langa og erfiða fæðingu lét ég verða af því að kaupa þennan líka fína LC80 með ca. öllu.
Þannig að Tryggvi það er rétt að nú er búið að bæta því við kælinn sem á vantaði….
Benni
12.05.2006 at 21:25 #552456Hlynur segir sannar sögur….
Gísli kynnir nýja bók sína – "Á toppi tilverunar"
Lúther segir sögur af svaðilförum á musso – alla leið í Mosó
Benni Ak heldur uppboð á Toyotum
……
Eða verður þetta allt kannski
annað kvöld…..Silvia
09.05.2006 at 10:44 #551384Ég sé nú ekki að klúbburinn eða nokkur annar ætti að fagna því að einhverjir einstaklingar stundi lögbrot og séu gripnir við þá iðju.
Það er hins vegar jákvætt að mínu mati að lögreglan sé að sinna starfi sínu og því væri vissulega hægt að fagna og hugsanlega verður það til að einhverjir hugsi sig tvisvar um áður en þeir aka lokaðar leiðir.
En fyrst og fremst er mikilvægt að allir sem ætla upp á hálendið velji sér leiðir sem eru opnar og óhætt að aka án þess að valda skemmdum. Ef það er ekki hægt er betra að sita heima og bóna bílinn.
Kveðja
Benni
05.05.2006 at 11:19 #551914Nú fékk Gróa á Leiti nammi….. Og sú smjattar….
En það er vissulega rétt að Pajeró er til sölu – kominn tími á endurnýjun…..
En hvað svo….. Nýji Pajeróinn hjá Birni Þorra er nú djöfull flottur – og mér skilst að hann hafi ekki gert annað en að þerra tárin hjá samferðafólki sínu í "elítu" túrnum þegar hann var búinn að skilja þau eftir….
En það eru fleiri möguleikar til og 44" dekk eru bara orðin óþarflega lítil í dag… Það eru til svo margar aðrar áhugaverðar stærðir…..
Benni
03.05.2006 at 19:18 #551726Ég skrapp frá Jökulheimum á Grímsfjall um daginn – vorum bara 26 tíma á leiðinni – þannig að áætlunin er nokkuð nærri lagi. Það er örugglega verið að tala um 14:02 á sunnudegi er það ekki ?
Annars er örugglega enginn snjór eftir á jökulheimaleið – var mjög mikið farið á mánudag og færið frá 1100 m hæð var þanning að ég ók það í afturdrifinu. Síðustu 20 km að grímsfjalli voru gríðarlega þungir.
Benni
27.04.2006 at 23:12 #550926Það er fjölmargir sem kunna leiðina vel og geta lóðsað hana og veit að Þorgeir er topp maður í það – Ég er að vinna í að fá mig lausan úr verkefni sem ég var búinn að taka að mér þennan dag – ef það tekst (sem ég reikna með) þá kem ég að sjálfsögðu með og geri það sem gera þarf – hvort sem það er að leiða hóp eða bara keyra með í förum…
En það er rétt sem Óskar segir að krakkarnir hafa mest gaman af því að fá að hossast smá og sulla – að maður tali nú ekki um ef þau fá að stýra aðeins. Þetta er allavega það sem dætrum mínum finnst skemmtilegast.
Smá viðbót um leiðaval – Það er líka fínn túr að fara austur fyrir fjall og renna upp á Mýrdalsjökul fyrir þá sem þola lengri setu í bíl (svipað langt og á Langjökul um Jaka) – þá gætu þeir sem þola minni tíma farið á Hellisheiði og niður í fjöru eins og Palli nefnir – en samt verið í samfloti af stað.
Benni
25.04.2006 at 23:18 #551124Já þetta eru ekkert smá flottar myndir sem voru í fréttum hjá RUV.
Við erum að fara þarna uppeftir um helgina og ég held maður láti það bara alveg vera að koma nær þessu en sem nemur nokkrum kílómetrum. Enda snjóar væntanlega á þessu svæði næstu daga og því gætu ystu sprungurnar hæglega horfið undir þunna snjóföl. Ómar sagði að stærri ketillinn væri um 1800 m í þvermál en ég myndi þó aldrei þora svo nærri honum.
Benni
25.04.2006 at 17:35 #550824Þetta er mjög góð hugmynd og sambærilegt hefur verið gert áður eins og Ofsi segir. Einnig gera önnur samtök svipaða hluti….. og allt er þetta gott mál.
En ég verð að taka undir það að svona lagað á aldrei að gera til að vekja athygli á sjálfum sér – það eru til svo margar aðrar góðar aðferðir til þess, aðrar en að notfæra sér þá sem einhverra hluta vegna hafa ekki sömu möguleika.
En það er hins vegar alveg klárt mál að ég mun leggja svona löguðu lið ef ég get og sé ekki eftir að eyða nokkru dropum af olíu í það.
Benni
(44" pajeró með ca. öllu sem þarf)
24.04.2006 at 14:40 #550378Það er alveg rétt að Litladeildin hefur lyft Grettistaki í fræslumálum nýliða síðan hún var stofnuð og hefur "útskrifað" marga jeppamenn yfir á stærri dekk með heilmikla þekkingu og svolitla reynsu í farteskinu.
Litladeildin gæti vel sinnt þessu starfi áfram – og mun vafalítið gera það ef ég þekki þá félaga rétt – en betur má ef duga skal og það hefur sýnt sig undanfarið, því miður.
Það þarf því að ná til enþá fleiri og með því að fjölga valkostunum þá aukast möguleikarnir á því að við gerum enþá meira gagn.
Það mætti t.d. sjá fyrir sér að ná til fleiri með því að efla litludeildina en frekar – auglýsa ferðir hennar opinberlega og halda kynningu fyrir ferð og í ferð…. Möguleikarnir eru fjölmargir og ég fæ ekki betur séð en að nóg sé af fólkinu til að vinna verkin (hátt í hundrað manns í nefndum og stjórnum klúbbsins) og þekkingin er til staðar.
Það þarf því að leggjast í að skipuleggja nýliðafræðsluna enþá frekar. Umræðan hérna er virkilega Þörf og mjög gott hjá Gundi að hefja hana – en eins og ég benti á áðan þá þarf að ná víðar en til þeirra sem lesa hér og gera þetta á skipulagðan, markvissan og hnitmiðaðan hátt til að ná sem bestum árangri.
Benni
24.04.2006 at 12:19 #550372Sælir,
Það er nú allt gott og gilt við það að setja fram langa lista um það sem þarf og þarf ekki að gera ef menn fara á fjöll.
Og af þessum listum að dæma er til næg þekking til að miðla af – þó svo að mér þyki dálítið "overkill" að birta hér lista sem ætlaður var fyrir ferð á Grænlandsjökul sem standardlista fyrir fjallaferðir… Nær væri að búa til lista sem reynst hefur vel við lengri sem og styttri ferðir hér á íslandi þar sem hægt er að fá aðstoð En nóg um það.
Nýliðafræðsla er mjög nauðsynleg og er eitthvað sem 4×4 klúbburinn á að setja mjög ofarlega á sinn verkefnalista. En hvernig er best að ná til nýliðanna ? Það að setja langa lista í spjallþræði á netið er að mínu mati ekki besta leiðin – það eru fáir sem nenna að lesa svona mikið og langt frá því allir sem við viljum ná til sem lesa þennan vef.
Því tel ég að það sé mun áhrifaríkara að halda nýliðakynningar með reglulegu millibili – mynda sérstakan hóp um fræðslumál innan klúbbsins sem sæi um slíkt og héldi slíkar kynningar t.d. mánaðarlega yfir veturinn og mætti gera slíkt í samvinnu við aðra, eins og T.d. björgunarsveitir eða fyrirtæki – Slíkar kynningar ætti svo að auglýsa í sjónvarpi og blöðum og ég er þess fullviss að hægt er að fá styrktaraðila til að kosta slíkt.
Það eru nefnilega að mínu mati þeir sem eru ekki innan 4×4 sem við þurfum fyrst og fremst að ná til – bæði hvað varar öryggis – og nýliðafræðslu. Og einnig til að fara yfir atriði er varða umgengni við náttúruna og utnavegaakstur.
Ég held nefnilega að félagsmenn 4×4 séu almennt vel upplýstir um öryggismál og umgengnisreglur á fjöllum.
Benni
16.04.2006 at 22:44 #549614Trúðagengið og gestir fór ferð á Vatnajökul um páskana – Reyndar komust færri Trúðar en ætlað var og því sameinuðum við okkur nokkrum Útlögum sem ætluðu á sama svæði.
Í ferðinni voru Benni, Sigrún og börn, Kjartan, Nina og barn , Valur og Dóra, Helgi, Hannes Jón, Elke og ljósmyndari. Og þrír Útlagar voru líka með okkur, Þórir, Gunnar og Jóhann.
Við lögðum af stað á miðvikudegi og héldum beint í bækistöð okkar sem var að Lækjarhúsum í Suðursveit – topp aðstaða og mótttökur þar. Menn voru svo að tínast í hús langt fram á nótt og voru Útlagar síðastir í hús um kl 4 um nótt eftir að skipt hafði verið um gírkassa hjá Þóri.
Á fimmtudeginum var svo haldið á jökul í blíðskaparveðri og var áætlun dagsins svo sem engin önnur en að skoða færið og keyra kannski í átt að Esjufjöllum. Ekki tókst það þennan daginn því færið var gríðarþungt og því ákveðið að láta nægja að kíkja ofan í Kálfafellsdal – Reyndar var færið það þungt að ég og Valur hjökkuðum okkur á leiðarenda með Gleðigand á milli bíla og þeir harðari í hópnum löbbuðu bara.
Gunnar varð fyrir því snemma dags að brjóta framdrif (LC80) og fékk annað sennt um hæl með flugvél – Ágúst á Krílinu sendi það. Dagurinn hjá Útlögum fór því í viðgerðir.
Á leið niður af jökli urðum við svo vör við Hlyn og aðra Óþverra sem höfðu farið upp að snjólínu með sleða og snjóbíl en voru á niðurleið líkt og við.
Á föstudegi var ákveðið að reyna að komast í bað í Hvergil. Ferðin yfir jökul gekk nokkuð vel enda batnaði færið eftir því sem norðar dró. Reyndar var ekkert skygni fyrr en á norðurhlutanum. Við fórum niður Brúarjökul og ókum inn að Hvegili en þegar þangað var komið var orðið það hvasst að engann langaði að klöngrast niður og í bað. Eftir þetta var haldið heim og komum við við í Jöklaseli þar sem orðið var fullmannað af Óþverrum og Fúlagegnismönnum – sá hópur hafði haldið sig í skála mestann hluta dags og þegar við komum að var grillveisla að hefjast.
Á laugardegi var haldið heim á leið í Sól og blíðu og ekið vestur jökulinn. Íbúar Jöklasels voru einnig að leggja á jökulinn og voum við samferða hluta leiðar eða þar til við tókum að beygja til vesturs en þau héldu í átt til Kverkfjalla.
Ferð okkar var tíðindalítil – ágætt færi var á jöklinum, svolítið þungt fyrst en lagaðist svo og var gott þar til við fórum að nálgast Grímsfjall. Þar þyngdist færið gríðarlega. Í þessu þunga færi ákvað nýja framdrifið hjá Gunnari að yfirgefa samkvæmið. Það leit út fyrir að erfitt yrði að koma honum niður en þó gekk það betur en maður þorði að vona, Þórir dró hann og ég ýtti með Gleðigand og þannig náðum við að halda 20 – 30 km hraða niður Tungnárjökul. Við vorum svo komin í Hraynaeyjar um kl 22.
Í heildina var þetta því frábær ferð í góðum félagsskap.
Benni
16.04.2006 at 02:09 #549324Ja ekki varð ég nú var við þessa björgunarmenn á Jökli í dag – enda vita gagnslausir fyrst þeir komust ekki nema í 1200 m – einn úr hópnum hjá okkur bruat nebblega framdrif í ca 1650 m… Ekki það að það hafi þurft að bjarga okkur – en það hefði samt verið gaman að hitta á ykkur…..
Benni
11.04.2006 at 19:40 #549108Þetta er frábært – Páskatúrinn kostar orðið jafn mikið og helgarferð til London fyrir tvo…..
Benni
10.04.2006 at 23:15 #548960Er ekki reglan sú að ekki er bókað í Setrið um páska ? Einhver sagði mér það, þannig að ekki væri hægt að taka það frá undir einhvern einn hóp alla páskana….
En það er kannski bara einhver vitleysa…..
Benni
10.04.2006 at 15:39 #548800Já Einar það er nú leitt að valda þér vonbrigðum – eða kannski ég bara gleðji þig með breyttri afstöðu.
En það er nú þannig að ég, eins og svo margir aðrir sem hafa tekið afstöðu með eða á móti framkvæmdum á hálendinu, metum hverja framkvæmd fyrir sig.
Þannig hef ég verið hlyntur mjög mörgum af þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið lagt í – en ég hef líka verið á móti öðrum.
En eins og ég sagði þá skiptir öllu máli hverju er verið að fórna – og ég er algerlega á móti því að svæðum eins og Fjallabaki, Langasjó, Kerlingafjöllum o.fl. sé fórnað og ég tel að aðrir kostir og betri hljóti að vera til.
Hvort hins vegar klúbburinn eigi að álykta eða mótmæla þessum áformum þá er það tvíeggjað vopn sem getur vissulega snúist í höndunum á okkur ef ekki er rétt með farið. Ég er þó frekar en hitt á því að aðalfundur klúbbsins geti vel sent frá sér ályktun um þetta.
Benni
09.04.2006 at 00:09 #548750Ég verð nú að taka undir það að þetta fer nú að verða dálítið þreytandi…..
Ég hef nú lengi verið frekar hlyntur framkvæmdum, ef þær standast eðlilegar kröfur um arðsemi og ef farið er að öllum leikreglum.
En nú fer að verða komið nóg og ég tek undir það með Hlyn að Skaftárveita finnst mér algerlega fráleit hugmynd og vona að menn sjái að sér þar.
Benni
04.04.2006 at 18:50 #548380Það eru nú ekki margir svona komnir á 44". Þar til fyrir hálfum mánuði eða svo var minn sá eini sem var til þannig breyttur.
Núna fer þeim hins vegar hratt fjölgandi og tveir í viðbót við bílinn hjá Birni Þorra á leiðinni.
Þessum bílum hefur öllum verið breytt hjá Jeppaþjónustunni Breyti og því er best fyrir þig að spjalla við Aron um þetta.
Svo geturðu líka kíkt á bílinn hjá mér ef þú vilt.
Benni
04.04.2006 at 08:52 #548328Ef þú ferð inn á bílasölur.is og leitar eftir Trooper á 38" þá færðu nokkra tugi af bílum í boði – greinilega nóg til af þessum bílum á sölu….
Benni
04.04.2006 at 08:48 #548308Ofsi – er þetta ekki spurning um að stofna VVV ehf – Ég skrái mig fyrir hlut….
Benni
04.04.2006 at 08:46 #548338Hvað ætlarðu að draga ? En ef það er jeppi þá skaltu fara í Ísfell úti á Granda og kaupa þér 24 eða 28 mm teygjuspotta – sá sverari er með um 15 tonna slitþol en hinn eitthvað um 11 minnir mig.
Benni
-
AuthorReplies