Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.07.2006 at 10:20 #556930
Það er alveg rétt að gott væri ef klúbburinn ætti svona kerru – og reyndar ætlar Hjálparsveitin að kanna hvað kostaði að koma slíkum grip upp og ég hef einnig gert það. Það liggur fyrir að stofnkostnaður og rekstrarkostnaður er af slíkri stærðargráðu að leiga þyrfti eflaust að vera á bilinu 10 – 15 þ.kr á sólarhring.
Klúbburinn á líka til öfluga kerru og öflugan olíukálf. Það hefur verið rætt hvort leigja eigi þessa hluti út og stjórn fór yfir það mál um daginn.
En fyrst er að setja á stofn hóp tveggja til þriggja vaskra manna/kvenna til að halda utanum þessa hluti og gæta þess að þetta sé í lagi.
Varðandi kerruna sem klúbburinn á þá er rétt að hún er biluð en Jeppaþjónustan Breytir ætlar að laga hana á næstu dögum.
Benni
24.07.2006 at 03:07 #556698Það verður nú að koma fram að ég fór þetta með bílinn ólæstann og bara í afturdrifinu…..
En annars takk fyrir frábæra helgi… Þetta var allt vel heppnað og þá sérstaklega hugulsamt að græja þetta veður…..
Benni
15.07.2006 at 21:22 #555874Sæll
Ég ætti nú ekki að vera að nota spjallið undir auglýsingar – en þetta eru 17" breiðar og 16,5" þvermál – veit ekki backspace en geri ráð fyrir að það sé 10 cm.
Annars geturðu skoðað þetta á Sumarhátíð….
Kveðja
Benni
15.07.2006 at 20:58 #555870Þessi patti er bara flottur – sá hann í Mörkinni.
En Nafni – ég á tæplega hálfslitin 46" dekk undir Ford – þau verða föl innan skamms og jafnvel felgurnar líka en þær eru þó ekki fyrir japanskar dósir. Átta gata og með Beadlock að innan og utan.
Hringdu bara af þú vilt þessi dekk….
Benni
15.07.2006 at 15:09 #556334Þessi síðasta ferð var virkilega vel heppnuð og vel til að skoða það að fara aðra slíka.
En eins og bent hefur verið á þá eru fjöldin allur af öðrum samtökum og fjölmargt annað sem hægt er að gera.
Persónulega finnst mér þó vera svolítið stutt frá síðustu ferð og að auki tel ég að ferðir inn á hálendið á sumrin séu orðnar það algengar að slíkt sé í sjálfu sér ekkert endilega nýtt og spennandi fyrir þessa aðila.
Því held ég að kröftum okkar væri betur varið í að skipuleggja eina til tvær góðar ferðir á jökla þegar komið ser fram á seinnihluta vetrar. Ferð sem þessi á jökla á þessum árstíma er ekki inni í myndinni.
Svo til að fyrirbyggja allan misskilning þá eru í gildi ferðareglur hjá 4×4 klúbbnum. Þar er eitt af frumskilyrðunum er að bera undir stjórn ef fara á ferðir í nafni 4×4 og skipuleggja þær í samvinnu við stjórn og/eða ferðanefnd. Síðasta ferð var upphaflega sett af stað sem einstaklingsframtak en þó komu fjölmargir að skipulagningu – en á endanum héldu þó allir, bæði þeir sem studdu við þetta og þeir sem fóru að ferðin væri í nafni Ferðaklúbbsins 4×4.
Þannig að endilega skipuleggjum aðra svona ferð, og þá formlega í nafni 4×4 – en að mínu mati ætti hún að vera um vetur og í snjó og því ekki tímabært að setja slíkt á fyrr en eftir áramót.
Benni
14.07.2006 at 16:27 #556128Ég og Sigrún mætum með tvö – þrjú börn
Benni
10.07.2006 at 23:15 #556106Dagskránni verður haldið leyndri þangað til þú mætir á staðinn – allavega partinum um traktorana og kerrurnar….
En hafðu engar áhyggjur – ég er búinn að tala við Emil og biðja hann um að skrá þig til leiks….
Benni
07.07.2006 at 13:02 #198222Það er margt sem maður verður var við þegar maður situr í forsvari fyrir félagasamtök og ég er svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti en samt koma þessir hlutir manni alltaf jafn skemmtilega á óvart.
Nú hefur frá síðasta aðalfundi verið unnið mjög mikið og gott starf hjá klúbbnum.
Það var farin Landgræðsluferð í Þórsmörk þar sem stór hópur tók þátt…
Það var haldið vetrarslútt í þakgili þar sem fjöldi manna var með.
Það hefur verið ýtt úr vör stórátaki í umhverfismálum þar sem 4×4 klúbburinn á stóran þátt.
Stjórn hefur tekist það markmið sitt að fá skipaða nefnd um slóðamál á hálendinu þar sem við eigum fulltrúa.
Hjálparsveitin hefur farið fjölda leiðangra og komið á laggirnar hjálparneti á landsvísu ásamt því að þróa áfram samning okkar við flugbjörgunarsveitina.
Það var haldin sýning í Laugardalshöll þar sem við tóklum þátt og hepnaðist mjög vel – undir stjórn Hjálparsveitar.
Skálanefndin o.fl. sáu um gæslu á torfærukeppni og höfðu upp úr því þónokkra aura sem notaðir verða í skálann okkar.
Og síðan í gær var stórt aukablað um umhverfisátakið okkar í Blaðinu þar sem m.a. ég og Skúli skrifuðum greinar og 4×4 klúbburinn var rækilega kynntur
Og eflaust er ég að gleyma einhverju.
En það sem er magnað að það er varla minnst á þessa hluti sem vel eru gerðir og þá miklu vinnu sem fer fram í sjálfboðastarfi fyrir klúbbinn.
En hins vegar um leið og mönnum finnst á sig hallað – með því að veita nýjum félögum smávægilegan afslátt þá verður allt vitlaust…Ég var búinn að gleyma því hversu miklar smásálir leynast meðal allra félaga og fara á límingum ef einhver fær hugsanlega eitthvað örlítið meira en þeir sjálfir – jafnvel þó það sé gert til að auka hag heildarinnar….
Þetta er æðislegt…
Góða helgi
Benni
04.07.2006 at 15:31 #554034Auðvitað væri best ef að fengist leyfi til að hafa eina fasta rás sem er nokkurskonar öryggisrás sambærileg við rás 16 hjá sjófarendum.
Hitt er svo annað mál hvort að hlustun á slíka rás gæti nokkurntíman orðið landsdekkandi og myndi hún þá ekki vera falskt öryggi ?
Að mínu mati er því miður bara eitt fjarskiptatæki sem er öruggt með samband hvar sem er á landinu og það er Iridium sími. Annað – hvaða nafni sem það nefnist er falskt öryggi og það er því miður þannig líka með VHF stöðvarnar og þrátt fyrir að þær séu, með frábæru endurvarpakerfi 4×4, mjög góður kostur þá dekka þær ekki allt landið.
Ég hitti nú um daginn mann sem er búinn að vera manna lengst að ferðast um hálendið og þekkir fjarskiptamál vel. Hann vildi að við, þ.e. 4×4 tækum sjálf upp aftur SSB kerfið og tryggðum hlustun á því sem öryggiskerfi fyrir hálendið. Það er án efa vel athugandi hvað þarf til að slíkt geti orðið raunhæft – þar er þó allavega kerfi sem er landsdekkandi.
En fjarskiptanefnd 4×4 hefur að ég held eitthvað byrjað að skoða þessi öryggisrásamál og mun því án efa upplýsa okkur eftir því sem verkefnið vinnst.
Benni
04.07.2006 at 11:11 #554022Sælir,
Ég er með þessar rásir inni og veit ekki betur en öllum 4×4 félögum sé heimilt að hafa þetta inni í sínum stöðvum.
Benni
30.06.2006 at 13:43 #555572Það var svona cooler í Toyotunni sem ég var með um daginn.
Ég svo sem hef ekki samanburðinn við annað í þeim bíl en mér var þó sagt af mér fróðari mönnum að þetta virkaði ekki jafn vel og hitt…. En af hverju fékk ég aldrei að vita, nema þó að sá vatnskældi væri frekar minni en hinir…
Benni
30.06.2006 at 13:38 #555548Nesradíó er með stöðvar sem heita Tait – þær finnst mér vera lang skemmtilegastar.
En ef þú vilt svona 4204 þá á ég svoleiðis stöð handa þér ca nýja – hringdu bara…
Benni
30.06.2006 at 03:32 #555450Ég fer innúr ( Í Setrið) á Laugardagsmorgun – ef einhvern langar með þá er velkomið að slást í förina.
Þannig að ef einhvern langar að uppfylla drauma Lúdda þá er litludeildarfólki velkomið að koma með….
Benni
30.06.2006 at 03:14 #555530ég skrepp sennilega inn í Setur á Laugardagsmorgun – verð líklega einn og einbíla, helurðu að það sleppi Ofsi minn ?
Ég fer sennilega Gljúfurleitaleið….
mhn – hringdu bara ef þig langar að fljóta með
(8986561)benni
28.06.2006 at 23:17 #198173Loksins eitthvað jákvætt í þessum málum —-
Tekið af ruv.is:
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vilja friða Þjórsárver og hætta við gerð Norðlingaölduveitu. Jónína segist vilja stækka friðlandið og Guðni vill skapa frið um náttúruna og endurskoða stefnu Framsóknarflokksins í stóriðju- og umhverfismálum.Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að gerð set- og miðlunarlóns Norðlingaölduveitu, norðan og vestan Þjórsárvera, þyrfti að sæta umhverfismati. Með dómi sínum felldi Héraðsdómur úr gildi 3 ára gamlan úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um að framkvæmdin væri undanþegin umhverfismati.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, segir að æ fleiri rök hnígi að því að stækka friðlandið og hætta við veituna. Guðni Ágústsson er sammála Jónínu. Hann vill stækka friðlandið og hætta við Norðlingaölduveitu. Hann segir ennfremur að mikilvægt sé að framsóknarmenn endurskoði afstöðu sína í þessum málum.
28.06.2006 at 22:38 #555440Í viðbót við þær ferðir sem Dagur nefnir man ég eftir vinnuferðum Skálanefndar í Ágúst og September.
Litlanefndin tekur svo væntanlega til óspiltra málana í haust með a.m.k. eina ferð í mánuði.
Ef einhverjar nefndir eiga eftir að skila upplýsingum um fyrirhugaðar ferðir eða atburði til stjórnar þá er um að gera að drífa í því svo að hægt sé að koma þeim inn á sameiginlega dagskrá og fyrirbyggja árekstra.
Benni
28.06.2006 at 20:08 #555430Sælir,
Svona lagað ert alltaf vandmeðfarið og reyndar spurning hvort réttmætt sé að menn noti spjallið hér til að létta á pirringi gagnvart ákveðnum fyrirtækjum.
Það eru alltaf tvær eða fleiri hliðar á öllum málum og alls óvíst að aðilar frá þessu verkstæði lesi nokkurntíman það sem hér kemur fram og geta því ekki komið sinni hlið á framfæri. Þannig getur skapast hér aðstaða þar sem fyrirtæki eru sköðuð verulega.
Slíkt hefur gerst hér nokkrum sinnum og því er mun betra ef menn beina reiði sinni beint á viðkomandi fyrirtæki frekar en á opinberum vetvangi. Ef hins vegar menn verða fyrir því að fyrirtæki virða ekki gerða samninga um afslætti til félagsmanna þá er réttast að senda upplýsingar um slíkt á stjorn@f4x4.is
Kveðja
Benni
28.06.2006 at 09:19 #555334LC 80 fór upp í þennan – en mér skilst að hann sé til sölu – talaðu bara við Lúther.
Benni
28.06.2006 at 01:17 #555376Það er kannski rétt að einhver úr ritnefnd svari þér nákvæmlega – en skv. síðustu fréttum sem ég fékk að blaðinu þá var það væntanlegt úr prentun í þessari viku eða þeirri næstu.
Benni
27.06.2006 at 23:53 #554376Í morgun áttum ég, Skúli og Jón fund með fulltrúum frá Umhverfisstofu, Landmælingum og Umhverfisráðuneyti.
Málefni fundarins var að fara yfir mál er tengdust þessu korti og að fjalla um utanvegaakstur almennt.
Fundurinn var í alla staði mjög góður og menn voru sammála um að vinna saman að þessu verkefni – þ.e. að berjast gegn umferð utan slóða og vega í hvaða mynd sem hún birtist.
Einn liður í þeirri baráttu er að setja niður á kort allar þær leiðir sem leyfilegt er að aka og birting þessa korts var byrjun á því verkefni og sett fram af LMÍ til að fá viðbrögð og gagnrýni – sem lét svo sannarlega ekki á sér standa.
Við fórum yfir okkar afstöðu í morgun og lögðum jafnframt til að stofnaður yrði vinnuhópur til að halda áfram með þetta kort og ljúka því í sátt við alla hagsmunaaðila. Þessi tillaga var samþykkt og mun vinnuhópurinn hefja störf þegar á föstudag. Hópurinn samanstendur af einum fulltrúa frá Umhverfisstofu, Einum frá Landmælingum og einum frá Ferðaklúbbnum 4×4 – hópnum er ætlað að skila tillögu að fullbúnu korti til kynningar fyrir alla hagsmunaaðila.
Kortið sem núna er uppi á vefnum verður þar áfram og mun taka breytingum eftir því sem vinnunni miðar. Það er þó ekki þar með sagt að allir slóðar sem þar vantar séu lokaðir heldur frekar að ekki hafi enþá verið fjallað um þá.
Þannig að enþá þá verða menn að aka eftir þeim kortum sem notuð hafa verið til þessa og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að meta vandlega hvar ekið er og aka einungis á vegum og slóðum sem eru greinilegir og klárlega opnir fyrir umferð.
Benni
-
AuthorReplies