Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.10.2006 at 23:07 #563842
Ég er á Ford F350 árg 2005 á 49" og með ca öllu sem þarf og kannski rúmlega það.
Ég get í raun ekki fundið neitt við bílinn sem er ekki hreint út sagt frábært. Að vísu átti hann við Jeppaveiki að stríða en eftir að orsökin fyrir því fannst og var löguð þá er bíllinn frábær í akstri á þessum hjólum og er laus við hopp. Það er himin og haf á milli þess að keyra á 44"DC og þessu, þetta bara liggur og er rásfast.
Aflið er svo sem alveg nóg – hjá mér er hann ca 450 Hp eins og hann er uppsettur núna en það er hægt að setja hann upp í ca 550 Hp og 1000 Nm með tölvukubb og öðrum intercooler.
Að innan er þetta bara flott – plássið fyrir farþega mun betra en í t.d. Pajero eða Patrol og svo er bíllinn mjög mjúkur og fer virkilega vel með farþega.
Hvort þetta á eftir að bila mikið er ekki gott að segja – en þeir bílar sem ég þekki til eru búnir að reynast vel og hafa lítið sem ekkert bilað.
Hvernig þetta svo drífur, ég hef nú ekki reynt mikið á bílinn sjálfur en ferðaðist töluvert með tveimur svona á 49" í fyrra og þetta bara drífur allt…. Og 44" bílarnir urðu bara að smábílum sem helst áttu heima á malbiki við hliðina á þessum trukkum. (Hlynur – Líka Patrol….)
Verðið – ja, þetta kostar eiginlega allan peninginn… Ætli minn standi ekki í rúmum 9 núna.
Eyðslan – hellingur….. En það er bara alveg þess virði. Hann fer með ca 26 í langkeyrslu núna – en mér skilst að ef ég lagfæri eina eða tvær vitlausar stillingar þá geti þetta lækkað eitthvað. En þó er engin ástæða til að ætla að þetta eyði minna en 25 á hundraðið – og eins og ég sagði, Alveg þess virði.
Ég veit um einn til sölu – hann er á bílamiðstöðinni hjá Lúther.
En ef þig langar bara að skoða þá geturðu kíkt á mig ef þú ert í bænum – – – en hann er ekki til sölu…
Benni
P.S. Á 46" eyddi hann um 22
18.10.2006 at 16:27 #563594Sælir
Ég er með Lightforce xgt framan á Ford. Ég var í gærkvöldi að prófa þessi ljós með Gulum og hvítum dreifilinsum og prófaði líka bláa og hvíta punktgeisla.
Prófað var í snjólausu og engri úrkomu.
Niðurstaðan er sú að þetta eru allt í lagi ljós. Þetta stenst alls engan samanburð við Hella Xenon, en þau ljós þekki ég líka vel. Þetta er kannski í svipuðum klassa og Hella Luminator með 100 W peru. Punktgeislarnir voru ekki að gera mikið og sá blái var vonlaus, en er örugglega góður í snjó. Ég sá svo ekki merkjanlegan mun á gula eða hvita dreififilternum
Persónulega finnst mér þetta ekki vera nóg og er núna að velta fyrir mér að setja eitt par í af þessum kösturum í viðbót framan á bílinn og setja síðan 4 punktkastara á toppinn. Síðan mætti fella litla Hella DE Xenon kastara í stuðaran og þá er þetta komið.
En þessir Lightforce kastarar hafa það með sér að þeir eru sterkir og Ódýrir – kosta ca 16þ á móti 70 Þ fyrir Hella Xenon. Reyndar myndi ég aldrei nota þessa Hella kastar út af rauða hringnum…. Ljótustu kastarar sem ég hef séð….
Benni
P.S.
Svo sagði reyndar fróður maður við mig í dag að IPF væri án vafa besti kosturinn – en Piaa væri líka ágætt, ef mig vantaði inniljós en ekki í annað…..
17.10.2006 at 11:20 #563668Mig langaði bar að fá að þakka þeim sem þarna voru fyrir mjög góðan fund. Menn voru greinilega vel stemmdir og unnu mjög gott og málefnalegt starf í vinnuhópunum. Sú vinna mun nýtast stjórninni vel við að sinna sínu starfi í vetur.
Reyndar er það þannig eftir þennan fund að maður leiðir hugan að því hvort hann eigi ekki að vera fyrr á strarfsárinu. Mér hefur í það minnsta fundist vanta töluvert á stefnumótun í klúbbnum og eftir þennan fund þá eru öll mál miklu skýrari fyrir mér.
En svo var það nú þannig að að afloknum fundi var borðað og menn fengu sér aðeins í glas og úr varð skemmtilegt kvöld. Þó er ég nú á því að ég hafi fengið mér aðeins of mikið í aðra tánna – og því kannski ekki hagað mér alveg við hæfi undir lok kvöldsins og á því vil ég biðjast afsökunar.
En þrátt fyrir það var þetta mjög góð helgi og vinnan sem unnin var verður klúbbnum og stjórn hans gott veganesti á næstu mánuðum.
Benni
12.10.2006 at 00:40 #563238Það vantar líka "grenjuskjóða ársins"…
Þá tilnefningu fær náungi sem fór í bíltúr með tveimur 49" Ford í smá krapa og komst að því að Pattinn hans drífur ekkert…. Og kom svo á Félagsfund og grenjaði yfir því upp í pontu…..
EN nú fer ég að sofa áður en þetta fer illa ……
Benni, kominn með svefngalsa…..
12.10.2006 at 00:19 #563230– Mesta festan á árinu – Lúther þegar hann festi vélsleðann
– Óheppni ársins – No comment, en Lúther var samt ekki fjærri.
– Drifmesti bíllinn – Bíllinn sem Lúther á í dag
– Kógari ársins – Lúther þegar við Sóttum mússóinn hans á kerru
-Grasekkja ársins – Lúther þegar… Já nei kannski ekki….
Benni
P.S
Lúther minn – verðum við ekki örugglega samferða í Setrið á morgun ? Eða á ég kannski bara að keyra einn …. ?
12.10.2006 at 00:12 #563178Ég er með þessi FF ljós sem vinnuljós á Fordinum, þ.e. þessi ílöngu. Þetta lýsir ágætlega en samt finnst mér galli að þetta eru í raun punktljós og dreifa geislunum alls ekki nógu vel. Góð vinnuljós líkt og eru á flestum vinnuvélum lýsa betur en eru að sama skapi klunnalegri.
Benni
12.10.2006 at 00:06 #563224Miðað við dekkjastærð…. Ravinn hjá MHN…..
Benni
11.10.2006 at 18:37 #563170ég var með þessi xenon ljós á Pajeró… Þetta bara virkar og ljósmagnið af þessu er alveg magnað.
Mér skilst þó að þessir kastarar hafi verið viðkvæmir fyrir því að brotna – þá sérstaklega ´festingin ef menn reyna að stilla þetta í kulda. Húsið er úr plasti…. En þetta var til friðs hjá mér.
Linkurinn á hin ljósin virkar ekki hjá mér…
Benni
10.10.2006 at 10:36 #562960Einu sinni þá stýrði ég samtökum námsmanna og þau héldu nokkur bjórkvöld….. einu sinni Þá fékk ég Davíð Þór og Stein Ármann til að skemmta….
Þetta var haldið uppi á Ártúnshöfða (Tækniskóla Íslands) og þegar þeir áttu að vera mættir þá bólaði ekkert á félögunum… Síðan um 20 mínútum of seint þá renndu þeir í hlað á gamalli Volvo tík – og voru seinir vegna þess að þeir rötuðu ekki í Úthverfin eins og þeir orðuðu það…. Ég reyndar skellti skuldinni á það hversu peðölvaðir þeir voru – líka sá sem var undir stýri, skemmtunin var hins vegar stórgóð og þeir stóðu fyrir sínu.
Þannig að ég segi fáum Davíð Þór til að skemmta á árshátíð… En það verður þá einhver að Lóðsa hann austur því hann ratar örugglega ekki að sjálfsdáðum….
Benni
09.10.2006 at 11:02 #562818Skúli – Það var enginn snjór á veiðivatnasvæðinu í gær. En þegar komið var yfir 850 m þá var kominn snjór.
Fundum fullt af skemmtiulegum sköflum í nágrenni við Hrafntinnusker…
Allt marautt í Setrinu.
En varðandi þessa blessuðu snjódýptarmæla þá hef ég fylgst grannt með þeim í nokkur ár og eina niðurstaðan sem ég hef fengið út úr þeim er að þeir virðast oftar vera í einhverju rugli heldur en hitt.
Benni
08.10.2006 at 23:16 #529350Samkvæmt þessum síðum hjá jóhannesi þá kostar þetta álíka mikið eða meira en Iridium gervihanttasími og það er fyrir utan loftnet og ísetningu…..
….
Benni
08.10.2006 at 23:00 #562682Já Lella mín – ég komst nefnilega upp til að fara niður hengjuna aftur – en það voru nú ekki allir sem komust þangað….
En annars er ekkert mál að festa svona bíl ef maður reynir – og í þetta skiptið þá var þetta gert af nauðsyn. Það var nefnilega þannig að þegar við vorum búin að taka bæði Hófsvað og Bjallavað án þess að bleyta stigbretti þá fór konan að heimta að við færum aftur á 44" bíl – þetta væri allt svo auðvelt á þessum. Og þar sem að mig langar ekki aftur á lítil dekk þá ákvað ég að reyna að gera eitthvað til að hafa gaman að þessu….. Svo vantaði líka myndir fyrir Árshátíð…..
En þetta var bara gaman…….
Benni
05.10.2006 at 22:42 #562312Það er erfitt að velja bara þrjá…
En ef ég á að reyna…
Grímsfjall, Kjarrá og Landmannalaugar (að vetri)
Benni
05.10.2006 at 14:25 #562068Bara rétt að upplýsa að málin eru öll í vinnslu og munu ég og Skúli fara fyrir hönd klúbbsins og hitta Ólaf Helga og ræða þessi mál – orð eru jú til alls fyrst. Einnig höfum við þegar rætt við Forstjóra Umhverfisstofu og Umhverfisráðherra og einnig er á dagskrá að ræða við Dómsmálaráðherra.
Eins eru fleiri aðgerðir í farvatninu sem verður upplýst um síðar. En stjórn er sem sagt að vinna á fullu í þessum málum og mjög gott að fá hér umræður og ykkar álit, aðfinnslur og ráðleggingar – þetta eru jú hagsmunir okkar allra sem eru þarna að veði.
Benni
04.10.2006 at 13:18 #561382Mér skildist á skemmtinefndinni að það verði fljótlega ljóst hvað muni kosta – en ég veit þó þau eru búin að fá flotta styrki þannig að verðið mun koma þægilega á óvart….
Varðandi að mæta á föstudegi þá er ég allavega að spá í að reyna það – svona allavega ef maður fær pössun – Þannig að við verðum allavega tveir þarna á föstudeginum nafni.
Benni
03.10.2006 at 00:45 #561874Einhvernvegin gengur mér illa að staðsetja þetta í Kjósinni.
Ef þetta á að vera Meðalfell til vinstri þá sakna ég þess að sjá hvergi móta fyrir Laxá í dalnum. Auk þess þyrfti myndin að vera tekin utaní eða uppá Reynivallaháls til að ná þessu sjónarhorni og það stemmir eiginlega ekki því að á myndinni er enginn gróður og þetta er töluvert gróið svæði þarna í Kjós.
Þannig að mér þykir mjög ólíklegt að þetta sé úr Kjós – en að ég hafi aðrar hugmyndir…..
Benni
02.10.2006 at 16:37 #562112Eins og kemur fram [url=http://www.f4x4.is/new/info/:5i14m4si][b:5i14m4si]hér[/b:5i14m4si][/url:5i14m4si] þá er skrifstofan opin milli kl 11 og 14 á þriðjudögum og fimmtudögum.
Reyndar er starfsmaður klúbbsins þarna miklu oftar og því er bara að hringja ef þú vilt mæta á öðrum tíma.
Benni
02.10.2006 at 15:55 #562052Það eru a.m.k. tvær kærur í gangi þar sem þyrla tók menn við akstur á slóð. Annars vegar jeppamenn við Hagavatn og hins vegar mótorhjólamenn á Mosfellsheiði.
Klúbburinn hefur kynnt sér málsatvik í báðum þessum málum og það er okkar mat að í báðum tilvikum séu menn á löglegri og þekktri slóð. En málin eru rekin fyrir héraðsdómi suðurlands.
Benni
29.09.2006 at 14:26 #561982Nú er ég alvgerlega sammál þér Lúther. Þetta er flott breyting og vefnefndarmenn eiga heiður skilinn fyrir fagleg og góð vinnubrögð.
Benni
27.09.2006 at 23:55 #561690Jú einmitt Lúther – það er þetta færi…
Þessi mynd er tekin rétt á eftir þinni….
[url=http://public.fotki.com/BSMG/jeppaferir/morkin/rsmrk_033.html:3he75319][b:3he75319]Linkur[/b:3he75319][/url:3he75319]
-
AuthorReplies