Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2006 at 13:40 #566562
Nú er ég eignlega alveg sammála Val – þegar farið var af stað með þessa deild þá var þetta hugmyndin – að ferðirnar væru fyrir minna breytta bíla og það yrðu allataf einhverjir 38"+ með til öryggis.
Ég var með í þessu í upphafi og fór nokkrar ferðir með deildinni, m.a. minnir mig að ég hafi verið eini 38" bíllinn sem fór inn í Landmannalaugar, og á Mýrdalsjökli vorum við örfá á 38" bílum. En í báðum ferðum fór ég fremstur – m.a. af því að það þurfti einhvern með öll siglingatæki og ferla í lagi (og kunnáttu til að nota þau).
Og það er nú oftar þannig að við sem erum á meira breyttu bílunum erum búnir að ferðast töluvert og þekkjum leiðir og eigum ferla. Það þarf því ekki alltaf að vera vegna færis sem stærri bílarnir lenda fremstir.
En Litladeildin er og verður sá vetvangur innan 4×4 sem margir líta á sem góðan upphafspunkt innan klúbbsins – ég byrjaði sjálfur þar á 35" bíl.
Þess vegna tel ég að það eigi ekki að setja neinar takmarkanir í þessar ferðir nema að færi gefi tilefni til og þá er það fararstjórinn sem ákveður það. Þannig er ekkert að því að fara með Rav inn á jökul í góðu færi og veðri – á sama hátt á slíkur bíll lítið erindi inn á hálendið í dag.
Það sama má segja um stærri bílana – það eru líka óreyndir aðilar á svoleiðis bílum sem þurfa að fara léttari ferðir með reyndari aðilum til að læra. T.d. fór konan mín sína fyrstu ferð ein í fyrra – þá fór hún í kvennaferð litludeildar – á 44" bíl með öllu sem hægt er að setja í svoleiðis bíl…. En hún var það óvön og þekkti fáa að hún treysti sér ekki í stóru kvennaferðina.
Þannig sé ég ekki að það þurfi að gera neinar breytingar á deildinni og ég tel hana vera á réttri leið í dag – þó er eitt framkvæmdaratriði sem þarf að skoða og það er að skrá í dagsferðir, eins og Stefanía bendir á – öðruvísi geta fararstjórar ekki haft þá yfirsýn sem þarf.
Benni
06.11.2006 at 08:20 #566862Vertu stilltur…..
Það er alger óþarfi að vera að rifja upp hvað maður var einu sinni ungur og vitl…..
03.11.2006 at 09:38 #564412Ætlar þú að dansa svanavatnið aftur ? Verðurðu þá í vöðlum eða á að reyna við þetta í ballfötunum núna ?
Benni
01.11.2006 at 22:12 #566318Ég átti nú einu sinni hlut í svona traktor……. Það er kannski spurning um að kanna hvort hann sé enþá ofan jarðar sá.
Benni
01.11.2006 at 22:08 #566358Þessi dómur er alveg gríðarlegt fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja ferðast um hálendið á vélknúnum farartækjum.
Þarna er að mínu mati allri óvissu um það hvernig skilgreina eigi vegi eytt og því ætti okkur að vera óhætt að aka áfram um alla þá slóða sem við höfum notað til þessa. Og dómurinn ætti að mínu mati að vera fordæmisgefandi fyrir önnur mál.
En eins og áður hefur verið sagt þá bíða önnur mál dóms og því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim.
En þó liggur áfram fyrir að heilmikla vinnu þarf að vinna við að kortleggja alla þessa slóða sem til eru því eins og segir í þessum dómi þá er um Greinilegan slóða að ræða en við vitum vel að margar af þeim leiðum sem við ökum eru ekki greinilegar og hverfa í sand í minnsta roki. Því þarf að vera til skilgreining á slíkum slóðum og öðrum til að menn velkist ekki í vafa um hvort þeir séu löglegir eða ekki. Og í raun þyrftum við að fá dóm þar sem slóði sem merktur er á kort er dæmdur löglegur jafnvel þó hann sjáist ekki í náttúrunni – þá fyrst er ferðafrelsi okkar að fullu tryggt.
Benni
01.11.2006 at 20:40 #566310Nei nei Ofsi þetta var allt í lagi, ég átti þetta stæði fyrir – keypti það þegar ég var á Pajeró hérna um árið…..
En annars eru þeir Skagirðingar flestir á Pajeró líka þannig að það er nú ekki víst að þeir verði ferðafærir….
En annars fer miðjan að verða málið aftur….
Benni
01.11.2006 at 09:49 #566280Ekki málið…. Ég hringi í Guðna strax – enda í hans kjördæmi…..
X-B enni
29.10.2006 at 21:39 #565742Af hverju ætli þetta hafi komið tvisvar ???
29.10.2006 at 21:39 #565740Næstu ferðir á vegum Klúbbsins eru nýliðaferðirnar.
Þær verða alls fjórar þetta árið, tvær helgina 17 – 19. nóv og tvær helgina eftir eða 24 – 26.
Fyrri helgina sjá Gemlingarnir um ferð í Landmannalaugar og á sama tíma sjá nokkrir af reynsluboltum klúbbsins um ferð í Jökulheima.
Seinni helgina er það svo Hjálparsveitin sem er með ferð í Setrið og Litlanefndin með ferð inn á Kjöl og þá annað hvort í Gíslaskála, Árbúðir eða Hveravelli.
Gemlingarnir eru búnir að vera með heljarinnar kynningar á sinni ferð og restin verður auglýst nánar á næstu dögum.
Benni
P.S.
Svo hef ég grun um að Trúðagengið verði með ferð á næstunni þar sem gestum er boðið með – Bara um að gera að fylgjast með á [url=http://www.trudur.alvaran.com/:3bsfagcl][b:3bsfagcl]trúðasíðunni[/b:3bsfagcl][/url:3bsfagcl]
27.10.2006 at 22:04 #565524Það er verið að vinna í því – Hringdu í mig ef þig langar í bíltúr….
Benni
27.10.2006 at 21:49 #565520Lúddi er stopp….
Benni
27.10.2006 at 21:30 #565516Málin eru leyst – ég fæ þetta í Heklu í fyrramálið.
Takk samt
Partaland hefur ekki rifið nýja boddýið – Það er bara Jamil og Japanskar vélar sem hafa gert það svo ég viti.
Benni
25.10.2006 at 12:43 #564932Ég votta fjölskyldu, vinum og ferðafélögum Grímsa mína dýpstu samúð.
Benni
24.10.2006 at 09:09 #564920Það er þetta með þyngdina….
Minn bíll viktaði 4,7 síðast þegar hann steig á vikt…. Inni í þeirri tölu eru rúmir 400 l af olíu og tveir menn + allur búnaður til fjallaferða.
En síðan þá hefur hann bara bætt á sig.
Dreifingin var ca 65% á framhásingu….
Og þetta bara virkar – þrátt fyrir þyngdina – enda alveg nóg í húddinu til að koma þessu áfram.
Benni
23.10.2006 at 12:08 #564898Það eru svo mörg atriði sem spila inní við val á farartæki og dekkjastærð….
Helstu málin eru held ég hvað menn vilja, langar og geta.
Það eru fjölmargir eins og Kristman sem vilja ferðast á þessum minni og léttari – en persónulega þá er ég búinn með þann pakka, þ.e. að ferðast um á Fox… Það var gaman meðan á því stóð en ég myndi ekki fara til baka þó ég fengi andvirði eins Ford borgað með….
Ferðamennskan hjá mér er fjölskyldusport – Og því erum við oft fimm eða sex í bílnum. Og þá þarf bara stóra bíla – ég er búinn að prófa að ferðast í Pajeró með þennan hóp og þegar lagt er upp í 3 – 5 daga ferð með fimm manna fjölskyldu þá fylgir ýmislegt dót… Og þá ferðst maður ekki á súkku eða Willys…. Og reyndar var Pajero helst til lítill fyrir mig og mína….
Þannig að það er ansi margt annað en drifgeta sem spilar inní. Ég vil geta ferðast með alla fjölskylduna og allan búnað sem þarf til viku jöklaferða og þá duga bara ekki smábílar . . . . Og svo vil ég líka drífa þangað sem mig langar og þá þarf stór hjól….
Þannig að í mínu tilviki þá eru þessi farartæki ekki valkostur nema sem leiktæki – reyndar hef ég oft ætlað að kaupa mér willys með Stórri bensínvél til að leika…. En ég hætti svo við það og fékk mér bara vélsleða með stórri vél (150 hp) til að leika mér þegar ég er einn á ferð.
Svo nota ég minn jeppa ekki innanbæjar – til þess nota ég einmitt VW Golf Tdi.
Benni
21.10.2006 at 13:23 #564780Ég ætlaði kannski að skreppa og leika mér á sleða þarna uppfrá.
En það var hins vegar nafni minn á Akureyri sem vildi fá þessar upplýsingar – hann er í bænum og var að spá í að fara yfir jökul á heimleiðinni…..
Benni
21.10.2006 at 13:08 #198783Veit einhver hvernig er að fara upp á jökul núna ?
Er orðið sæmilega fært hjá Skálpanesi eða Jaka ?
Benni
18.10.2006 at 23:45 #563888Það eru reglur og eftir þeim á að fara….. En það gegnur samt illa að þetta sé stundum bannað og stundum ekki…..
En svo eru líka reglur um að það sé bannað að reykja í skálum…. Líka Fordyri…. En það gegnur stundum illa að fá það virt. Og hvers eiga þeir þá að gjalda sem eru með ofnæmi fyrir tóbaksreyk…. Eða eru nýlega hættir…. Eða vilja ekki reykingalykt af því sem er geymt í fordyri…. O.s.frv….
Allt eru þetta reglur sem miða að því að virða aðra ferðalanga og því ætti að fara eftir þeim öllum – alltaf…
Benni
18.10.2006 at 23:22 #563858Lella þú ert ekki á ALVÖRU amerískum…. Þetta verður að heita FORD…..
Kanadabílarnir – ég er á einum þeirra, keypti hann af Glanna. Kristján og Ómar eiga sína enþá. Þeir voru allir á 46" en ég breytti strax upp á 49".
Breytingarnar með öllu kosta ca 4 Mkr
Það er [url=http://www.arctictrails.is/page.asp?ID=892:1xnhdvsq][b:1xnhdvsq]Þessi [/b:1xnhdvsq][/url:1xnhdvsq] Breyting
Benni
18.10.2006 at 23:14 #563846Þessi Toyota var með um 21 og Pajeróinn 18 – 20…. Báðir á 44"
BM
-
AuthorReplies