Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2006 at 14:16 #572088
Já strákar – það gerist ýmislegt þegar maður fer í ruglið… Þarna var ég nýbúinn að kaupa LC80 og fann út að þar með væri ég kominn á botninn…. Ég ætlaði svo að reyna að fara upp aftur í hænuskrefum. S.s. fara á Patta og fikra mig svo aftur upp í toppbíl.. Eins og t.d. Ford eða Pajeró..
En sem betur fer náðu vinir mínir að koma mér til hjálpar og ná mér út úr þessu rugli – – – og nú er maður kominn á toppinn aftur… Og komst þangað í einu stökki frá Toy.
En annars var það prufutúr á 44" patta sem gerði útslagið um það að svoliis bíl nennti ég ekki að aka.
Benni
22.12.2006 at 20:26 #572358Jamm það er rétt að gjaldið er 4200 og eins og bent hefur verið á þá lagist seðilgjaldið ofaná fyrir mistök.
Hins vegar kemur hvergi fram í reglum eða lögum klúbbsins að slíkt sé óheimilt. Enda er það viðtekin venja hér á landi að greiðandi greiði kostnað innheimtu. Enda í raun fáránlegt að klúbburinn greiði mörg hundruð þúsund fyrir slíkt.
Því tel ég fullvíst að þessi háttur verði hafður á í framtíðinni en mönnum þó einnig gefin kostur á að greiða áður en seðlar eru sendir út til að spara sér þennan kostnað.
Benni
21.12.2006 at 11:29 #572080Gat nú verið að það heyrðist baul að austan…
Hvað áttu við með síðustu tveimur Rúnar – hefurðu eitthvað á móti Polaris vélsleðanum og Harley hjólinu ?
Eða er það Terranóinn og Mussóinn sem stóðu í þér
En ég hef átt ýmsar tegundir af bílum, ég er t.d. enþá með óbragð í munninum eftir að ég neyddist til að eiga nissan í nokkra dag – og það ekki einu sinni patrol…
En Landbúnaðartæki… Jú ég átti víst hlut í svoleiðis tæki austur í sveitum – hann lét þó lífið eftir umtalsverðar misþyrmingar og var grafinn í túngarðinum… held ég..
BM
20.12.2006 at 21:30 #572074Já nú held ég að það sé allt annað hvort orðið autt eða allt gjörsamlega vaðandi í krapa.
Ég held að árabátur verði efst á óskalistanum fyrir jólin… Allavega ef maður ætlar að komast eitthvað á næstu vikum.
Annars held ég að svifnökkvi verði næsta tækið í dótakassann.
Benni
16.12.2006 at 11:17 #571586Ég var vaxinn upp úr þessum drullumöllurum áður en ég fékk próf til að aka þeim…. Enda var það þannig í minni sveit hér í gamla daga að flestir voru komnir á skellinöðrur um 13 ára og svo vorum við nokkrir sem þurftum stærra og sjálfur var ég mest á YZ490 og Ktm420…. Siðan varð bara leiðinlegt að keyra í hringi í sandgryfjunum.
Þá fór maður yfir í svona dót í ætt við það sem nafni sínir – Honda eitthvað… Að vísu ekki svona stórt. Svo voru það racerar… En allir þroskast og enda á Ford og Harley… Þið eigið þetta bara eftir strákar mínir…
Boss Hoss er ljótasta hjól sem ég hef nokkurntíman séð – en aflið VÁÁÁ….. 400+ hestar
Benni
16.12.2006 at 00:11 #571410Og þá voru starfsmenn Póst og fjarskiptastofnunar væntanlega að ljúga að okkur þegar þeir sögðu okkur í gær hvernig þessari innheimtu væri háttað og hversu hár reikningurinn sem við fáum verður…
Magnað…..
Benni
15.12.2006 at 20:48 #571406Hluti þessara breytinga eru einnig frá því árið 2002 eða 3 og eru að koma til frkvæmda núna skv. því sem starfsmaður a þessu svið P&S segir.
Við fréttum þetta bara fyrir tilviljun í samtali við starfmann póst og fjar. Og fengið staðfest af öðrum aðilum þar. Og ég ef ekki trú á að starfsmenn póst og fjarskiptastofnunar séu að segja okkur draugasögur í björtu.
Benni
15.12.2006 at 16:25 #571396Þetta er ósköp einfalt mál í sjálfu sér og vonandi að menn skilji það á endanum.
Það er þannig að í landinu gilda lög og reglur – alveg óháð því hvort menn eru sáttir við þau eða ekki. Og eftir þessum reglum verða menn og félagasamtök að fara.
Þannig er það í reglum um fjarskiptamál að til að fá ákveðnar tíðnir í þína talstöð þarftu leyfi rétthafa þeirrar tíðni. Þannig þurfa allir sem vilja 4×4 rásirnar að hafa leyfi 4×4 til þess. Þetta leyfi öðlast menn með því að vera meðlimir í klúbbnum og eins hafa ákveðnir aðilar, eins og t.d. björgunarsveitir þessa heimild beint frá stjórn klúbbsins.
Þannig eru allir þeir sem nota tíðnir 4×4 án leyfis að brjóta lög – og brjóta á 4×4 klúbbnum með því að hafa af honum þær tekjur sem hann hefði annars haft ef viðkomandi hefði greitt fyrir aðgangin að tíðnunum.
Það eru þessi brot á 4×4 klúbbnum sem stjórn ætlar að bregðast við – það ætti ekki að þurfa að trufla félagsmenn verulega að við gætum líka hagsmuna klúbbsins en ekki bara beinna hagsmuna félagsmanna – það að klúbburinn sé öflugur eru óbeint hagsmunir félagsmanna hans.
Svo er nú eitt atriðið í viðbót, nú um áramótin taka gildi ný lög um þessi mál – þá hætta einstaklingar að borga sjálfir af stöðvunum sínum og í staðinn þurfum við þ.e. klúbburinn að borga ákveðið gjald til ríkisins fyrir allar stöðvar sem eru með tíðni 4×4 skráðar. Þetta þýðir að klúbburinn fær reikning upp á nokkur hundruð þúsund og stór hluti þess er vegna aðila sem hafa fengið rásirnar með óheiðarlegum hætti, eins og að gerast félagsmenn til að fá rásirnar en borga svo aldrei aftur til klúbbisns eða eiga viðskipti við óvandaða aðila sem setja rásirnar inn án þess að viðkomandi hafi til þess leyfi.
Það kostar mjög mikið að reka þennan klúbb – mun meira en menn gera sér almennt grein fyrir og sá kostnaður fer bara hækkandi með meiri umsvifum – sem er jú almenna krafan í klúbbnum. Ef vel ætti að vera þá þyrfti klúbburinn tvo starfsmenn í 100 % starf – en er þess í stað með einn í 50% og svo stjórnarmenn sem vinna a.m.k 25 – 50 % starf hver. Þessu þarf að breyta og til þess þarf að fá inn þær tekjur sem réttilega eru klúbbsins. Það hafa misvitrir menn margsinnis haldið því fram að klúbburinn eigi svo digra sjóði að hann geti bara leyft sé hvað sem er – þessir aðilar hafa ekki hugmynd um stöðuna og það að við þurfum á öllum mögulegum tekjum að halda til að geta sinnt því starfi sem félagsmenn ætlast til af klúbbnum. Hinn möguleikinn væri að hækka félagsgjöldin umtalsvert – sem ég reikna ekki með að veki almenna hrifningu.
Ég vona að þetta skýri aðeins afstöðu stjórnar í þessu máli og að lokum bendi ég Einari á að stjórn hefur almennt samráð við þær nefndir sem um málefnin fjalla en að lokum þá verður hann og aðrir að skilja það að á endanum er það stjórn sem tekur ákvarðanir – þannig er skipurit klúbbsins uppbyggt hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Benedikt Magnússon
Formaður 4×4
15.12.2006 at 15:58 #571558Jamm ég var að fá mér Harley Sportster 1200 – Mikið breytt og hlaðið krómi og aukahlutum…..
Yamaha ???… Nei takk – búinn að eiga slatta af þessum japönsku og sá pakki búinn í bili. Enda hættur í öllum hrísgrjónabrennururm, hvort sem þeir eru á tveimur eða fjórum hjólum…..
[img:2haozkvo]http://www.bilasolur.is/bisImageServer.aspx?img=139408393&size=fullsize&watermark=[/img:2haozkvo]
15.12.2006 at 12:36 #571552Ja – ég verð allavega í skúrnum í kvöld og horfi á hjólið og set það í gang á ca hálftíma fresti – þangað til nágrannarnir koma og kvarta…..
Og Lúther – það er ekkert mál að fá að gista, en kannski ekki alveg á milli okkar, kannski frekar til fóta……
En eigum við þá ekki bara að renna af stað í fyrramálið með sleðana með – það er þá hægt að prófa þá aðeins… og renna svo smá hring á bílunum á eftir… Og Lúther getur elt á sleða.
15.12.2006 at 12:05 #571544Ég kemst að leika á laugardag… Hvort sem er á sleða eða jeppa..
En ég verð að vera kominn í bæinn aftur á milli 16 og 17 og því er ég frekar til í að reyna að ræsa svolítið snemma, þess vegna fyrir kl 8. En þá fáum við bílasalann reyndar varla með þar sem hann vaknar aldrei fyrr en á hádegi…..
Benni
14.12.2006 at 10:51 #571372Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa kallmerkjaumræðu.
Hvernig á notkun á slíku að koma í veg fyrir misnotkun á rásum klúbbsins ????
Hvernig á að finna þá sem ekki nota kallmerkin og koma yfir þá lögum ?
Annars hefur stjórn þegar hafið aðgerðir til að finna þær stöðvar sem eru skráðar með rásir 4×4 án þess að eigandinn sé í klúbbnum. Við munum svo fylgja því eftir að ná til þessara aðila.
Hins vega getum við illa komið höndum yfir þá sem forrita stöðvarnar sjálfir og eru þá með smyglaðar stöðvar.
Varðandi endurvarpana þá verð ég að vera sammála Einari Kjartanssyni með þá að þeir virðast afskaplega lítið notaðir og væri mjög áhugavert ef að hægt væri að fá einhverja tölfræði yfir notkun þeirra.
En þó svo að þeir séu lítið notaðir þá tel ég engu að síður að þeir veiti okkur jeppamönnum einna mesta öryggið í fjarskiptum á hálendinu ef eitthvað kemur uppá – Allavega eins og staðan er í dag.Benni
14.12.2006 at 01:38 #571488Þessar 16,5 felgur og dekk eru bara til vandræða ef að ekki er gert eitthvað til að halda þessu á felgunni.
Á felgunum sem voru undir mínum var búið að leysa þennan vanda með sérstökum hring að innan sem hélt dekkinu og beadlock frá Ægi að utan. Þar voru 46" Á 16,5" felgu og ég veit að það var hleypt vel úr þessu í Kanada. Þannig að það er vel hægt að gera þetta þannig að virki.
Ég ákvað hins vegar að taka frekar 17" þegar ég fór á 49" til að losna við þennan hallandi kant.
En Bjarki – ég myndi líka skoða dekk sem eru eins og undir hjá Þorgeir og Lellu… (ég held að þau séu á 16" og ef það passar hjá þér þá eru þau til sölu held ég) Svo er GVS líka með flott 47" dekk – ég er að spá í þau sem sumardekk hjá mér…. Subbi yrði örugglega flottastur á 47" … eða bara fara alla leið fyrst þú ert að byrja á annað borð…
Benni
13.12.2006 at 21:19 #565438Þessi póstur Einars lýsir bara því sem mann hefur oft grunað. Þessir blessuðu skoðunarmenn túlka reglugerðirnar hver eftir sínu nefi.
Það þarf því að fá endanlega úr þessu skorið og því skal ég senda bréf á umferðarstofu í nafni klúbbsins og fara fram á að fá bréflegt svar þar sem túlkun á þessu ákvæði kemur fram. Það má þá væntanlega nota það svar sem viðmiðun ef menn þurfa að kljást við skoðunarmenn eða tryggingarfélög…
Benni
13.12.2006 at 14:22 #571064Gat nú verið að það væri Rottugangur hér – ég hélt ég hefði beðið vefnefndina að eitra og setja gildrur fyrir þessa óværu….
En Ofsi – þú mátt eiga stæðið, þú verður bara að slást um það við Tacoma og Patrol eigendur, enda sér maður ekki öðruvísi bíla þarna uppfrá lengur.
Annars hitti ég Óþverra á hvítum patrol þarna uppfrá – hann kvartaði yfir því að gatið væri of lítið, eða hvort það var göndullinn sem var of stór…. Og svo benti hann á Pattann… Ég hef aldrei skilið þessa ást á patrol, en þetta var allt of mikið fyrir mig og ég ákvað að forða mér þegar Biggi rétti honum koppafeiti og dró fyrir gluggana, ég bara vildi ekki sjá meira…
Benni
13.12.2006 at 12:57 #571264Ef lífið væri nú svona einfalt og engir hálfvitar í umferðinni…..
13.12.2006 at 12:54 #571058Bjarki…. Við fórum hring.
Sæmi – Efsti gírinn er væntanlega Overdrive sem virkar ekki í lága.
13.12.2006 at 11:20 #57105049" Ford bara virkar….. Það skipti engu hvort það var á nýföllnum púðursnjó eða í 1,5 m djúpum krapa – ég bara keyrði eins og á Laugaveginum…. Reyndar er sennilega erfiðara að aka Laugaveginn á Ford heldur en þarna
En þetta er bara gaman að keyra á þessu….
Svo þurfið þið bara að fara að koma með út að leika fljótlega….
Benni
13.12.2006 at 10:59 #571258Þessar nýju reglur eru nokkuð áhugaverðar og sýna að mínu mati fátt annað en skilningsleysi þessara svokölluðu sérfræðinga umferðarstofu á umferðinni á Íslandi. Ég held að menn ættu að prófa að aka um á 85 km hraða um þjóðvegina á stórum bíl og sjá hvernig hinir snillingarnir sem aka þar haga sér.
Ég þekki þetta nefnilega nokkuð vel, ég ek um á 49" breyttum Ford F350 og ég fer sjaldan hraðar en 80 – 85, einfaldlega vegna þess að það er ólöglegt og vegna þess að dekkin eru ekki gerð fyrir hraðakstur.
Þegar ég er svo á ferð um landið – stundum með eftirvagn og þá er ég yfir 16 m á lengd – þá taka menn fram úr mér, jafnvel á flutningabílum (með "hraðatakmarkara") og síðasta sumar lá sjö sinnum hérum bil við stórslysi þegar snilldarökumenn fóru fram úr mér á mjóum vegum á ofsahraða. Og einu sinni taldi ég hversu margir fóru fram úr mér á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur – það voru vel á þriðja hundrað bílar sem fóru fram úr mér á þessari leið.
Hvað halda menn svo að gerist þegar það eru orðnir mörg hundruð bílar á 80 – 85 á vegunum, innan um aðra sem aka á 90 – 110… Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að skilja að það verða fleiri alvarleg framúrakstursslys.
Og svo held ég að slysin verði jafn alvarleg hvort sem bíllinn er 3 eða 4 tonn – Ef menn aka framan á hvor annan þá verða það alltaf alvarleg slys. Svo var ég að renna í huganum yfir þau alvarlegu slys sem hafa orðið á þessu ári og ég man eftir einu þar sem annar bíllin var stór pallbíll.
En svo er líka annað áhugavert fyrir okkur jeppmenn í þessu – það er að nú þegar hefur farið fram umræða um að setja hraðatakmarkara í alla breytta jeppa. Það var stoppað af núna, en mér segir svo hugur að ef þetta fer í gegn þá sé ekki langt að bíða þess að fleiri fylgi í kjölfarið og þar eru breyttir bílar ofarlega á blaði.
Það er mín skoðun að hér eigi ekki að breyta þjóðfélaginu yfir í það sem Ágúst á Krílinu lýsir – að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft….. Því ef foræðishyggjan á að ráða ríkjum í umferðinni eins og stefnir í þá verður ekki langt í að við ökum ekki breyttum bílum á stærri hjólum en 33" – 35" eins og er reglan annarstaðar á norðurlöndunum.
Því hvet ég alla félaga í 4×4 til að mótmæla svona takmörkunum, og hvetja þess í stað til endurbóta á vegakerfinu, öflugri löggæslu á vegunum og fræðsu og áróðri um bætta umferðarmenningu. Takmarkanir og bönn eru ódýra lausnin sem litlu skila.
Benni
TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU MÍNAR EIGIN SKOÐANIR EN EKKI STJÓRNAR 4X4.
09.12.2006 at 00:38 #570732Gíróseðillinn fer að koma – Það tafðist aðeins þar sem útgáfa þeirra er m.a. liður í samningi við landsbankann sem var lokið við á miðvikudag.
Seðlarnir verða áræðanlega jólagjöfin í ár
Benni
-
AuthorReplies